Fréttablaðið - 07.03.2002, Qupperneq 16
rx T x* r rt rrrr rm* rrrv nr
16
FRÉTTABLAÐIÐ *,;r
Norræna húsið:
Farandsali í norrænni
angurværð
____i_____________________________n
A HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ HtUSTA? [
Athyglisvert
elektrópopp
Ég er að hlusta á nokkrar plötur. Ein þeirra
er mjög athyglisverð, Scary World Theory
með Lalípuna. Melódískt elektrópopp frá
Morr útgáfunni._______________________________
Birgir Hilmarsson, meðlimur Ampop
menning Bókmenntakvöld með
sænska rithöfundinum Bengt
Berg og bókmenntafræðingnum
Sarah Ljungquist verður haldið í
Norræna húsinu í kvöld og hefst
það kl. 20.30. Sænska rithöf-
undafélagið styrkir dagskrána.
Aðgangur er ókeypis.
Bengt Berg (f. 1946) hefur
gefið út rúmlega 25 bækur, aðal-
lega Ijóðabækur, síðan fyrsta
bók hans kom út 1974. Auk þess
að skrifa rekur hann Heidruns
Bok- & Bildcafð 'og—samnefnt
forlag. Þessi rekstur segir éín-
nig nokkuð um metnað Bergs að
sameina það staðbundna því
heimsborgaralega og hafa í því
norræna vídd. Hann er alvöru-
gefinn spaugari, háðskar at-
hugasemdir um samfélagið geta
komið innan um hressilega gam-
ansemi, leikur að orðum skiptist
á við alvarlegri hugleiðingar.
Dagskrá hans gerist austan við
sól og sunnan við mána, þar sem
skiptast á ljóð og viðkvæmnis-
leg endurspeglun annarsvegar
og vermsk kímni hins vegar.
Sarah Ljungquist heldur í
Filmundur:
Leitin að
eldinum
kvikmynd Mynd vikunnar hjá Fil-
mundi er La Guerre du Feu eða
Leitin að eldinum frá 1981 eftir
leikstjórann Jean-Jacques Annaud.
Myndin gerist fyrir 80.000 árum og
segir frá þjóðflokki sem er í mikl-
um vandræðum þar sem eldurinn
hefur slokknað í helli þeirra og þau
kunna ekki að kveikja hann aftur.
Þrír menn fá það hlutverk að finna
eld og eftir langa mæðu finna þeir
annan þjóðflokk sem er þróaðri og
kann að kveikja eld, en hefur ekki í
hyggju að láta hann af hendi. Leitin
að eldinum verður sýnd í Háskóla-
bíói í kvöld kl. 22.30. ■
FIIVIIVITUPAGUR
7. IVIARS
FUNPUR_______________________________
09.00 Steingrímur Hermannsson fyrr-
verandi forsætisráðherra er meðal
fyrirlesara á námskeiði um stöðu
aldraðra í nútímasamfélagi sem
haldið verður hjá Endurmenntun
HÍ í dag. Leitað verður svara við
því hvaða áhrif aldraðir muni hafa
á nýrri öld með tilliti til atvinnu-
þátttöku, stjórnmálaþátttöku, fjöl-
skyldulífs, aldursfordóma, einstak-
lingsfrelsis, sjálfræðis og fleiri
þátta.
12.30 Fræðslufundur verður haldinn í
dag á Keldum. Fyrirlesari er Þóra
J. Jónasdóttir dýralæknir, íslenskri
Erfðagreiningu. Titill erindis:
„Rannsóknir á erfðasjúkdómum í
dýrum - með áherslu á hunda og
krabbamein." Fræðslufundir eru
haldnir í bókasafni Keldna í húsi
2.
16.00 Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir,
bókmenntafræðingur og aðjúnkt í.
spænsku við Heimspekideild Há-
skóla íslands heldur fyrirlestur á
vegum Rannsóknastofu í kvenna-
fræðum í dag i Norræna húsinu.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
"Sjálfsmynd og sjálfsmat kvenna
við árþúsundalok og pólitískt hlut-
verk samtímarithöfunda I löndum
Rómönsku Ameríku". (fyrirlestrin-
um greinir Hólmfríður frá niður-
stöðum rannsóknar sinnar á
argentínskum bókmenntum eftir
konurÝ á síðasta áratug.
16.00 Málstofa i læknadeild verður
haldin í dag í sal Krabbameinsfé-
lags (slands, efstu hæð. Steinþóra
Þórisdóttir ræðir um Genatján-
ingu i æðavef.
20.00 Siðfræðistofnun efnir til málþings
í Borgarleikhúsinu um leikritið
Gestinn sem nú er sýnt á Litla
sviði leikhússins. Á málþinginu
tala þau prófessorarnir Dagný
Kristjánsdóttir bókmenntafræð-
l’ÁI I ÓSKAR MONIKA ABFNDRC) 111
í VÍDISTAÐAKÍRK|U, I lAPNARI IRDI
SLINNPIDAGINN 10. MARS KL.20.30
J;l rc, SOFNAI KKI í NÓ I I hefura.lli lilað bera til
að ná þeim efursókiiarverða árangri aðverða gripur
sem hlustað verðui á afttii ogafun “
.STFINUNN HAItALDSDÖ r I IR. MORCUNBLAÐlÐ
HiMNASÖNG LÍKA-ST
Xinlaegni ogunaður flytjenda skin i gegnum hvern einasta
tón og hrifur fólk með sér. Samspil baritónsraddar l’áls
Óskars og liörpu Moniku er himnasöng Ifkast."
KRISTJAN HIAI.MARSSON I RÉT1ABLADIÐ
J yrsui þi|ú lögin voru Svo fögur að ég hugsaði með
mér: .11 liann helilur svona áfram fer ég að hágrenja"
ANI )IU A lÓNSDélT IIR. 1 (>MI IS1 ARtíl Al >11) SÁNI)
Sl 11 )|R I VII)|slAI)AKIRK|U
A lONIIIKADI GI
UigefíiÍHli
t'OIMii
DRIII IN(.
7. mars 2002 FIMMTUPAGUR
BENGT BERG
Bengt Berg hefur fengið bókmenntaverð-
laun Sænsk-finnska menningarsjóðsins,
verðlaun forlagsins „En bok för Alla" fyrir
að örva lestur með þjóðinni og Ijóðaverð-
laun Gustav Fröding-félagsins. Hann er
kunnur fyrir að vera alvörugefin spaugari.
kvöld stutt erindi sem kallast:
And-alræðis distópía í sænskum
bókmenntum á 20. öld, með sér-
stakri áherslu á Karin Boyes
Kallocain (1940) Segir í stuttu
máli frá útópíu og distópíu í
sænskum bókmenntum frá fyrri
hluta 18. aldar til loka síðari
heimstyrjaldar. Hún varði dok-
torsritgerð sína í október á
síðasta ári.
Sarah Ljungquist er doktor í
bókmenntafræðum, búsett í
Umeá og er lektor við háskólann
í Gavle. ■
en
Islenski kvendjasspíanistinn Sunna Gunn-
laugsdóttir leikur á tónleikum í Kaffileikhús-
inu í kvöld. Er á leiðinni í tónleikaferðalag
um Evrópu.
tónlist Sunna Gunnlaugsdóttir
er íslenskur kvendjasspíanisti
sem vakið hefur verðskuldaða
athygli erlendis. Hún er nú
stödd á íslandi en er á leiðinni í
hljómleikaferðalag um Evrópu
með kvartett sinn. Sunna held-
ur tónleika í kvöld á vegum
djassklúbbsins Múlans í Kaffi-
leikhúsínu, Hlaðvarpanum. Síð-
asti diskur Sunnu „Mindful"
var valinn á meðal 10 bestu
diska ársins af stærsta dagblaði
Virginíu, the Virginian Pilot,
eftir að kvartettinn kom fram
fyrir.íslands hönd á Azalqa há-
tíðinni árið 2000. „Ég sá aldrei
fyrir að vera komin í þau spor
sem ég er í núna. Ég byrjaði
sem barn að læra á orgel í Tón-
skóla Emils Adolfssonar þar
sem ég lék polka og bítlalög.
Það heillaði mig aldrei að fara í
klassískt píanónám þrátt fyrir
endalausa hvatningu frá kenn-
ara mínum. Trúlega voru það
mistök af minni hálfu eftir á að
hyggja, ég hefði einmitt haft
mjög gott af því.“ Sunna tók þá
ákvörðun 18 ára gömul að skip-
ta ýfir á píanó og læra djass í
FÍH: „Ég vildi halda áfram að
læra og var að leita að ein-
hverju öði’u en klassík. Djass-
inn hafði alltaf heillað mig og
varð hann því fyrir valinu."
Eftir að námi lauk í FÍIJ árið
1993 fór Sunna í skóla William
Paterson í New Jersey í Banda-
ríkjunum. Þar kynntist hún nú-
verandi eiginmanni sínum
Scott McLemore sem leikur
með henni á trommur. „Eftir að
námi lauk fluttum við yfir ána
til New York þar sem ýmis
spennandi tækifæri tóku á móti
okkur. Ég hafði alltaf ætlað mér
áð flytja strax heim aftur en
komst að því að tónlistarum-
hverfið í New York var hollt
fyrir ungan hljóðfæraleikara."
Sunna er búsett í Bandaríkjun-
um þess á milli sem hún flakk-
ar um heiminn og spilar. Eins
og fyrr segir er hún á tónleika-
ferðalagi um Evrópu. Mun
kvartettinn koma fram í Þýska-
landi, Frakklandi, Austurríki og
Tékklandi. Fjölmiðlar hafa sýnt
íslensku djasskonunni tölu-
verðan áhuga. Tímaritin
JazzZeitung og JazzPodium í
Þýskalandi, Concerto í Austur-
ríki og Jazzman í Frakklandi
ætla að fjalla um diskinn Mind-
ful af þessu tilefni, einnig mun
viðtal við Sunnu birtast á þýsku
síðunni stereo.de í þessu mán-
uði.
„Ég ætla ekki að flytja heim
alveg strax heldur nýta þau
tækifæri og sambönd sem mér
hafa áskotnast. Eftir nokkur ár
þegar ég er búin að mynda góð
sambönd í Evrópu get ég búið
hvar sem er og þá er aldrei áð'
vita. Það má segja að ég sé
komin í hörkuna og nú er að
duga eða drepast," segir þessi
þrjátíu og tveggja ára gamli
djassari að lokum.
kolbrun@frettabladid.is
■
SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR
Kvartettinn hennar Sunnu leikur rómantískan og lyrískan djass með krafti og sveiflu.
Hann hefur þegar komið fram í 10 fylkjum Bandaríkjanna og þess má geta að hann
fór í tónleikaferð um ísland árið 2000. Kvartettinn skipa auk Sunnu þeir Ohad
Talmor á saxofón, Matt Pavolka á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.