Fréttablaðið - 07.03.2002, Síða 22
FRÉTTABLAÐIÐ
7. mars 2002 FIMMTUDACUR
HRÓSIÐ
Hrósið fær Anna Heiða Pálsdóttir fyrir að
hvetja íslenska barnabókahöfunda að
hætta að einfalda efnistök bóka sinna.
Jafnframt er henni hrósað fyrir að benda
rithöfundum barnabóka á að börn á aldr-
inum 10-14 ára séu reiðubúin að taka á
móti flóknari bókum.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR______________________
13.30 Stefán H. Sigfússon, Sæviðarsundi
4, Reykjavik, verður jarðsunginn í
dag frá Fossvogskirkju
STÖÐUVEITINGAR_____________________
Þóra Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, hefur verið kjörin forseti bæj-
arstjórnar Akureyrar.
Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin til
að veita fræðsludeild Þjóðleikhússins
forstöðu.
AFMÆLI_______________________________
Anna Kristine Magnúsdóttir er 49 ára í
dag.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur er
54 ára í dag.
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir er
54 ára í dag.
ANPLÁT______________________________
Kristfn Cisladóttir, Sóltúni 2, lést 22.
febrúar. Jarðaförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
María Jóhannsdóttir, Garðarsbraut 43,
Húsavik, lést 3. mars.
Þórir Jón Jensson, Heiðargerði 54,
Reykjavík, er látinn.
Gunnar Cuðmundsson, lést 3. mars.
Hulda S. Fjeldsted, lést 23. febrúar.
Leslie John Humphreys, lést 3. mars.
Sigurður Þórir Jónsson, lést í Dan-
mörku 2. febrúar. Jarðaförin hefur farið
fram.
Konan og dæturnar undirbúa kvöldið
Eg hafði hugsað mér að láta
þennan dag líða hjá rétt eins
og aðra daga ársins,“ segir Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur
sem er afmælisbarn dagsins.
„Kona mín og dætur hafa hins
vegar hugsað sér eitthvað annað
og hef ég grun um að þær undirbúi
eitthvað skemmtilegt í kvöld.“ Að-
alsteinn er fæddur á Akureyri árið
1948. Hann nam við Menntaskól-
ann á Laugarvatni en sótti fram-
haldsnám í bókmenntum og lista-
sögu til Bretlands og Ítalíu. „Á
Ítalíu kynntist ég eiginkonu minni
Janet Ingólfsson sem er bresk og
eigum við þrjár dætur á aldrinum
19-24 ára. Þegar ég var í námi í
bókmenntum vaknaði áhugi minn
á að vita hversvegna fólk væri
alltaf að búa til myndlist. Ég lauk
því bókmenntanáminu og fór síð-
an í framhaldsnám listasögu á
Ítalíu og Bretlandi." Aðalsteinn er
nýráðin forstöðumaður Hönnunar-
safnsins í Garðabæ og segir hann
það vera skemmtilegt verkefni að
koma undir það fótunum. „Því hef-
ur verið mjög vel tekið og það er
nokkuð um að menn hringi og biðji
okkur að líta á gripi og meta. Það
verður oft til þess að við tökum þá
til varðveislu."
Aðalsteinn segist eiga fjölmörg
áhugamál og líklega sé það fremur
tímaleysi en nokkuð annað að þau
séu ekki fleiri. „Ég hef mjög gam-
an af austurlenskri matargerð og
dunda stundum við að elda. Þá les
ég talsvert það sem viðkemur fag-
_______________Persónan
„Lék forvitni á að vita hversvegna fólk væri
alltaf að búa til myndlist"
inu auk annarra bókmennta og
hlusta á góða tónlist. Á sumrin
geri ég talsvert af því að klifra á
fjöll. Það er af nógu að taka og
helst er að klukkustundirnar séu
ekki nægilega margar í sólahring-
um.“ Aðalsteinn er á því að seint
yrði hann í vandræðum með að
finna sér eitthvað skemmtilegt að
gera. „Afmælisdagar og það sem
þeir merkja í lífinu skelfa mig
ekki þess vegna,“ segir Aðal-
steinn. ■
Á FJÖLMÖRG ÁHUCAMÁL
Aðalsteinn Ingólfsson telur að, að ósekju
mættu vera fleiri stundir í sólahringnum
1 AFMÆLI |
T vöfalt afmæli
Anna Kristine Magnúsdóttir átti fyrir skömmu 25 ára blaðamannsafmæli. Hún hóf störf á
Vikunni en síðan hefur hún víða komið við. Nú stýrir hún vinsælum þætti á Bylgjunni og fyrir
jólin kom út hennar fyrsta bók.
AFMÆLI í DAG
Anna Kristine Wlagnúsdóttir er 49 ára I dag
Eg á tvöfalt afmæli um þessar
mundir því fyrir nokkrum
dögum hélt ég upp á að 25 ára eru
síðan ég hóf störf í blaða-
mennsku. Af því tilefni komu
nokkrar vinkonur til mín og ein
þeirra færði mér fyrstu blöðin
sem ég ég átti í efni,“ segir Anna
Kristine Magnúsdóttir sem er 49
ára í dag 7. mars. „Það var alveg
ótrúlega skemmtilegt að lesa mín
fyrstu skrif og við skemmtum
okkur konunglega vinkonurnar."
Anna Kristine verður í upptöku á
Bylgjunni siðar í dag og því ekki
víst að hún geti haldið uppá af-
mælið. „Ég býst þó við að ég sjái
smugu til að taka á móti móður
minni, dóttur og systrum ef stund
gefst á milli stríða," segir hún.
Anna býr með Geir Ólafssyni
söngvai’a og á von á að Geir komi
henni á óvart. „Honum tekst
alltaf að gleðja mig með gjöfum
sínum. Ég hef fengið frá honum
fallega skartgripi en uppá síða-
kastið hefur hann verið að gefa
mér eitthvað fallegt til að klæð-
ast. Hann er mikill smekkmaður
og ég veit að hann kemur á óvart
á afmælisdaginn eins og hann er
vanur. Dóttir mín er líka lagin við
að gleðja mig með mörgum pökk-
um sem innihalda jafnan fallega
hluti.“
Anna Kristine er tékknesk að
uppruna en faðir hennar var
Tékki og gekk ævinlega undir
nafninu Mikki Tékki hérlendis.
íslenska nafnið hans var Magnús
Rafn Magnússon og er hann lát-
inn fyrir nokkrum árum. „Fyrstu
sex ár æfi minnar bar ég tékk-
neska föðurnafnið hans,
Mikulcahová. Ég stóð fyllilega
undir því þó erfitt væri og gæti
vel hugsað mér að fá það aftur.“
Móðir Önnu Kristine er Elín
Kristjánsdóttir ættuð frá Stóra-
Hrauni á Snæfellsnesi. „Mamma
er dóttir Ingunnar Árnadóttur,
dóttur séra Árna Þórarinssonar
prests og er séra Árni því langafi
minn. Anna segir að þrátt fyrir
það sé hún algjör miðbæjarrotta
og hafi búið þar alla sína tíð. „Þar
líður mér best og vil helst hvergi
annarstaðar búa,“ segir hún.
Um jólin kom fyrsta bók Önnu
Kristine út hjá Vöku Helgafelli
og var vel tekið að hennar sögn.
„Ég er í það minnsta búin að gera
annan bókasamning og byrja
þann 14. mars á þeirri bók með
því að taka fyi’sta viðtalið. Þessi
bók vei’ður frábrugðin hinni að
því leyti að karlmenn verða í nýju
bókinni.“
Þátturinn hennar Önnu sem
liún er að taka upp í dag fjallar
um siðferði í íslensku þjóðfélagi.
„Það er tímabært að tala um það
eins og umræðan hefur verið að
undanförnu. Tæknimaðurinn
minn hann Ragnar á líka afmæli
sama dag og ég. Kannski að ég
komi öllum á óvart og haldi uppá
afmælið með honum," segir Anna
Kristine Magnúsdóttir afmælis-
barn dagsins.
2 fyrir I af eldri vörum
(borgar fyrir dýrari flíkina)
hr 11.900
Nýjar vörur
mokkajakkar
stuttir og síðir
með og án hettu
\(#HÉI5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Ylirhafnír í miklu úrvali
fyrir ungu stúlkuna
09 langömmuna
SAGA DAGSINS
7. MARS
Hinn 29 ára gamli Alexander
Graham Bell hafði sótt fast
að fá einkaleyfi fyrir uppgötvun
sinni sem hann hafði mikla trú á
að myndi reynast
stórfengleg.
Reyndist Bell
hafa veðjað á
réttan hest því
þessi uppgötvun
reyndist vera
síminn. Einka-
leyfið fékk hann
síðan útgefið 7. mars 1876. Þrem-
ur dögum síðar tókst honum að
hringja á milli hæða í húsinu sem
hann bjó í. Bell átti eftir að eiga
lengi í lagalegum útistöðum
vegna einaleyfisins. Stóð hann af
sér þá orrahríð og féllu dómar
honum í hag.
Fyrsta vel heppnaða lang-
línusímtalið varð 7. mars 1926
þegar samband komst á milli
London og New York.
Bandaríski kvikmyndagerðar-
maðurinn Stanley Kubrick
lést 7. mars 1999. Kubrick var 70
ára þegar hann lést og átti að
baki stórmyndir á borð við Dr.
Strangelove, 2001: A Space
Odyssey, Clockwork Orange, The
Shining og síðast Eyes Wide Shut.
Bandaríska kvikmyndaleik-
kona Joan Crawford vann til
Óskarsverðlauna 7. mars 1946
fyrir aðalhlutverkið í myndinni
Mildred Pierce. Eftir því sem
aldurinn færðist yfir leikkonuna
varð fátt um bitastæð hlutverk.
Þrátt fyrir það er hún talin hafa
leikið í sínu
bestu myndum
á þeim árum.
Má nefna, auk
Mildred Pierce,
myndirnar
Possessed árið
1947 og Sudden
Fear árið 1952
sem báðar hlutu tilefningu til
Óskarsverðlaunanna.
58.000 Bretar gengu á land í
Grikklandi 7. mars 1941. Þessi
ákvörðun breska forsætisráð-
herrans, Winston Churchill, að
kalla hluta breska herliðsins frá
Egyptalandi heppnaðist ekki. í
apríl réðust Þjóðverjar á Grikk-
land og náðu yfirtökunum. Þús-
undir breskra hermanna voru
teknir höndum.
7. mars 1950, viku eftir að bres-
ki eðlisfræðingurinn Klaus
Fuchs var dæmdur í 14 ára fang-
elsi sakaður um að hafa laumað
upplýsingum um atómsprengjuna
til Sovétríkjanna,
sendu yfirvöldin
þar í landi frá
sér yfirlýsingu.
Neituðu yfirvöld
vitneskju um
Fuchs og aðild að
uppátækjum
hans. Þrátt fyrir
yfirlýsinguna leiddi handtaka
Fuchs til þess að upp komst um
njósnahring sem starfaði í þágu
Sovétríkjanna í seinni heimstyrj-
öldinni.