Fréttablaðið - 08.03.2002, Page 2
KJÖRKASSINN
Tveir þriðju lesenda
telja fordómar i garð
útlendinga vera mikla
hjá (slendingum. Einn
þriðji telur hins vegar
að svo sé ekki.
Eru íslendingar fordómafullir
í garð útlendinga?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
77%
Já
Nei
33%
Spurning dagsins í dag:
Þarf að upplýsa betur um
aukaverkanir lyfja?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
SAMVINNUFERÐIR LANDSYN
í vikunni endurgreiddi ríkið 16 milljónir til
þeirra sem urðu fyrir fjárhagsskaða vegná
gjaldþrots ferðaskrifstofunnar.
Samvinnuferðir Landsýn:
Sumir fá ekki
endurgreitt
endurgreiðslur Hluta þeirra 400
krafna sem bárust samgöngu-
ráðuneyti frá einstaklingum sem
urðu fyrir fjárhagsskaða í tengsl-
um við gjaldþrot Samvinnuferða
Landsýnar hefur verið hafnað.
Friðjón Örn Friðjónsson, tilsjón-
armaður ráðuneytisins í málinu,
sendi í liðinni viku bréf til allra
kröfuhafa. Alls voru kröfur að
upphæð 16 milljónum króna sam-
þykktar. Sumir voru hins vegar
beðnir um frekari upplýsingar og
öðrum hafnað. Þeim sem var
hafnað gefst kostur á að gera at-
hugasemd til ráðuneytis.
Friðjón segist t.a.m. hafa hafn-
að nokkrum handhöfum gjafa-
korta fyrirtækisins sökum þeirr-
ar túlkunar að slíkt uppfylli ekki
skilyrði laga um skipulag ferða-
mála sem fara verði eftir. Gjafa-
kortshafar eiga því að líkindum
ekki aðra kosti en að gera venju-
lega kröfu í þrotabúið. Þá hefur
hann hafnað nokkrum sem aðeins
höfðu keypt ferðir með áætlunar-
flugi á vegum SL. Friðjón segir að
það komi til vegna þeirrar túlkun-
ar á lögunum að aðeins þeir sem
keyptu svonefndar pakkaferðir
eigi réttmæta kröfu. a_____
IlögreglufréttirI
Stjórnarformaður Skeljungs
gagnrýndi vinnuaðferðir Sam-
keppnisstofnunar harðlega á að-
alfundi félagsins í dag. Hann tel-
ur margt benda til að úrskurður
héraðsdómara um húsleit hjá ol-
íufélögunum hafi verið kveðinn
upp á röngum forsendum. Rúv
sagði frá.
FRETTABLAÐIÐ
8. mars 2002 FÖSTUDAGUR
Skipulagsstofnun fellir úrskurð um umhverfismat úr gildi:
Landfylling í Arnarnesi í lagi
skipulagsmál Skipulagsstofnun
hefur fellt úr gildi úrskurð sinn
frá 20. september um mat á um-
hverfisáhrifum vegna 7,5 ha land-
fyllingar í Arnarnesvogi. Stofn-
unin hafði heimilað landfylling-
una en úrskurður hennar hafði
verið kærður til umhverfisráð-
herra sem hafði ekki skilað sínum
úrskurði.
Byggingarfyrirtækin Björgun
og BYGG, sem standa að fram-
kvæmdum í Arnarnesvogi, ósk-
uðu eftir því að úrskurðurinn yrði
felldur úr gildi. Þetta gerðu þau
vegna breyttra byggingaráforma
á staðnum. í stað 7,5 ha landfyll-
ingar er nú gert ráð fyrir 2,5 ha
ARNARNESVOGUR
Deiliskipulagstillaga fyrir nýja hverfið í
Arnarnesvogi hefur verið til kynningar á
bæjarskrifstofu Garðabæjar.
landfyllingu. Samkvæmt lögum
um mat á umhverfisáhrifum þárf
aðeins að gera mat í umhverfisá-
hrifum þar sem áætluð uppfylling
er 5 ha eða stærri. Fyrirhuguð
landfylling fellur því ekki undir
ákvæði laganna.
Deiliskipulagstillaga fyrir nýja
hverfið í Arnarnesvogi hefur ver-
ið til kynningar á bæjarskrifstofu
Garðabæjar. Samkvæmt henni er
gert ráð fyrir 560 almennum íbúð-
um og 200 íbúðum fyrir eldri
borgara á svæðinu. Flestar bygg-
ingarnar verða tveggja til þriggja
hæða og á hæð þeirra að trufla
sem minnst útsýni frá núverandi
íbúðahverfum. Reiknað er með að
framkvæmdir við fyrsta áfanga
hverfisins hefjist næsta vetur. ■
Vilja mat á um-
hverfisáhrifum
Náttúruvernd ríkisins leggur til að farið verði út í mat á umhverfis-
áhrifum við Eiðsgranda. 3-400 manns skrifuðu undir lista til að
mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu.
aðalskipulag Frestur til að skila
inn athugasemdum vegna aðal-
skipulags Reykjavíkur 2001-2024
rann út í gær. Höfðu 3-400 undi-
skriftir borist aðalskipulagi frá
íbúum í nágrenni Eiðsgranda út af
landfyllingu sem gert er ráð fyrir
á svæðinu. Árni Bragason, for-
stjóri Náttúruverndar ríkisins,
sagði í samtali við Fréttablaðið að
stofnunin sé búin að gera athuga-
semdir við aðalskipulagið. Leggur
hún þar til að farið verði út í mat
á umhverfisáhrifum á við Eiðs-
granda. Sagði Árni að þarna væri
fæðisvæði fugla og að þó aðeins
væri búið að raska ströndinni
væri þarna grunnsævi sem skipti
máli. í athugasemdum Náttúru-
verndar ítrekar hún umsögn sem
hún gerði um drög að svæðis-
skipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Þar segir að stofnunin sé almennt
séð ekki hlynnt landfyllingum
einkum ef um er að ræða svæði
þar sem náttúra er tiltölulega
ósnert. Fer stofnunin fram á að
mörkuð verði heildarstefna í land-
notkun við strandlengjuna.
íbúar við Eiðsgranda mótmæla
því að fyllt verði upp í fjöruna
fyrir framan Eiðsgranda. Eru þeir
ósáttir við að útivistasvæði í fjör-
unni verði eyðilagt auk þess sem
þeir vilja vita hvort að akst-
ursleiðir á svæðiö verði lagaðar
nú þegar ný byggð eigi þar að
rísa. í umhverfismati Aðalskipu-
lags Reykjavíkur sem unnið var
af ráðgjafafyrirtækinu Alta um
sjálfbæra þróun byggðar á svæð-
inu, er stefnt að því að farnar
verði nýjar leiðir í samgöngumál-
um og bílastæðamálum, með því
m.a. að leggja áherslu á gangandi
og hjólandi vegfarendur. Þar er
gert ráð fyrir færri bílastæðum á
íbúð á landfyllingunni og að jafn-
vel yrði aðeins leyfð umferð í út-
jaðri byggðar. Gert er ráð fyrir
því að reistar verði 900 íbúðir á
landfyllingunni, sem verður 40
hektarar að stærð. Er efnisþörf
áætluð um 3-400 milljónir rúmme-
tra.
Tilkynna þarf framkvæmdirn-
ar til Skipulagsstofnunar ríkisins
þar sem uppfyllingin er stærri en
fimm hektarar. Fellur fram-
kvæmdin því undir lög um mat á
umhverfisáhrifum. Að sögn
starfsmanns Skipulagsstofnunar
Hæstiréttur:
Skokkari fær
skaðabætur
dómsiviál Rúmlega fertug kona sem
fótbrotnaði þegar hún hljóp á og
féll um plaströr frá Pósti og síma á
að fá greiddar tæpar 2 milljónir
króna bætur frá Landssímanum.
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar.
Verið var að endurnýja síma-
lagnir í Rofabæ í júní 1997. Plaströr
sem átti að fara undir götuna hafði
verið lagt á gangstétt. Konan kom
skokkandi, uggði ekki að sér og féll
um rörið.
Hæstiréttur taldi að konan hafi
ekki sýnt næga aðgæslu og bæri
helming sakarinnar sjálf á móti
Landssímanum sem ekki hafi varað
nægilega við hættunni. ■
EIÐSGRANDI
íbúar í nágrenni Eiðsgranda, sem staðið hafa fyrir undirskriftasöfnun, mótmæla því að fyllt
verði upp í fjöruna fyrir framan Eiðsgranda.
hefur stofnunin ekki fengið mörg
landfyllingarmál á borð til sín.
Dæmi eru þó um landfyllingu í í
Arnarnesvogi þar sem ákveðinn
framkvæmdaraðili ákvað að setja
fyllinguna í umhverfismat. Huga
þarf að ýmsu þegar landfylling er
sett í umhverfismat. Meta þarf
t.d. út frá staðsetningu, stærð og
eðli svæðisins hvaða áhrif land-
fylling þar kemur til með að hafa
í för með sér og hvort að svæðið
þoli að slík fylling komi á svæðið.
freyr@frettabladid.is
FINNBOGI SIGURÐSSON
Segist ekki líta á formennskuna sem stökk-
pall fyrir sig út í stjórnmálin.
Félag grunnskólakennara:
Finnbogi
vann for-
mannskjörið
FÉLAGSMÁL Finnbogi Sigurðsson
var kjörinn formaður Félags
grunnskólakennara á aðalfundi
félagsins í gær. Hann hlaut 48 at-
kvæði en Agla Ásbjörnsdóttir
fékk 42 atkvæði. Einn seðill var
auður. Það munaði því aðeins sex
atkvæðum á milli þeirra tveggja.
Finnbogi tekur við af Guðrúnu
Ebbu Olafsdóttur sem ætlar að
hasla sér völl í borgarpólitíkinni.
Athygli vekur að kennarar hafa
valið karl til formennsku í félagi
þar sem 70-80% félagsmanna eru
konur. Finnbogi gegndi áður emb-
ætti varaformanns í félaginu.
Finnbogi segir að efst á baugi
hjá sér sé að halda áfram að vinna
á þeirri braut sem félagið hefur
gert frá því það var stofnað fyrir
tveimur og hálfu ári. Þau verkefni
snúa einna helst að innra starfi fé-
lagsins og uppbyggingu þess til
hagsbóta fyrir félagsmenn. Að-
spurður hvort hann hefði ein-
hverja skýringu á því að félags-
menn velja sér karl til forustu
með hliðsjón af kynjahlutfallinu í
félaginu segir hann að það sé
vegna þess að grunnskólakennar-
ar láta yfirleitt ekki kynferði hafa
áhrif á afstöðu þeirra og skoðanir.
í þeim efnum séu kennarar mjög
lýðræðislegir og frjálslegir. ■
Formaður KI andvígur lagabreytingatillögu fyrir þingi sambandsins:
Starfandi kennarar ekki í stjórn?
Opið í Austurveri
frá 8:00 á morgnana
fil miðnættis
^J?Lyf&hefea
KENNARASAMBAND ÍSLANDS Á þingi
Kennarasambands íslands yerða
gerðar tillögur að lagabreyting-
um. Helstu breytingarnar fela í
sér að í stjórn sambandsins sitji
formenn aðildarfélaganna, sem
hefði jafnvel í för með sér að al-
mennir kennarar væru útilokað-
ir frá stjórnarsetu. Einnig hefur
laganefnd gert tillögu að því að
varaformaður verði kjörinn með
svipuðum hætti og verið hefur.
Félag grunnskólakennara, félag
framhaldsskólakennara og félag
stjórnenda í framhaldsskólum
hafa gert tillögu að því að for-
menn aðildarfélaganna gegni
varaformennsku til skiptis. Að
EIRÍKUR
„Mun ekki beita mér
gegn hugmyndum
að formannastjórn.
Það verður að vera
mál félagsmanna.
sögn Eiríks
Jónssonar, for-
manns Kenn-
arasambands
fslands, ríkir
ágreiningur
um tillöguna.
„Ég er sjálfur á
móti henni og
skil ekki á
hvaða rökum
byggir,"
Eiríkur.
tel að
hún
segir
„Ég
ákveðin laus-
ung skapist ef alltaf er verið að
skipta um varaformann."
Hann segist ekki geta gert sér
grein fyrir hvaða fylgi hugmynd
að formannastjórn fái. Einstak-
lingsbundið sé hvernig félags-
menn líti á þá tillögu.
„Þegar hugmyndin kom fram
lýsti ég yfir efasemdum á henni.
Eg hef enn vissar athugasemdir
við þessa tillögu því ég tel að um
of mikla valdasamþjöppun yrði
að ræða. Ég tel, einnig;, að ræða
eigi hvort formannastjórn haldi
sjýnarmiðum frá.“ segir Eiríkur.
„Ég hef beitt mér gegn breyting-
um á varaformennskunni. Eg
mun ekki beita mér gegn hug-
myndum að formannastjórn. Það
verður að vera mál félags-
manna.“ ■