Fréttablaðið - 08.03.2002, Side 4

Fréttablaðið - 08.03.2002, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 8. mars 2002 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ Launaþróun milli ára Á vef Þjóðhagsstofnunar má sjá hver þró- unin launa var hjá fólki milli áranna 1999 og 2000. Borin eru saman laun fólks sem var með atvinnutekjur bæði árin. Allar töl- ur eru ( þúsundum króna. 1999 2000 Breyting milli ára Konur 1.321 1.475 11,6% Karlar ~2.415 2.647 9,6°/o Giftar konur 1.449 1.577 8,8°/o Kvæntir karlar 3.169 3.381 6,7% Hjón/Sambýlis- fólk saman 4.253 4.553 7,1% Einhleypir Einstæðir 1.345 1.566 16,5% foreldrar 1.412 1.633 15,7% Barnlausir 1.337 1.559 16,6% Allir 1.862 2.055 10,40/o írar hafna stjórnarskrárbreytingu naumlega: Vilja ekki herða lög um fóstureyðingar fóstureyðincar Afar mjótt var á mununum þegar talið var upp úr kjörkössunum á írlandi í gær. I ljós kom að rétt um 51 prósent kjósenda hafnaði því að herða fóstureyðinga- löggjöfina frá því sem nú er. Á írlandi hafa fóstureyðingar því aðeins verið leyfðar, að líf móð- urinnar sé í hættu. í kosningunum í gær voru írar beðnir um að taka af- stöðu til stjórnarskrárbreytingar, sem myndi koma í veg fyrir að fóst- ureyðing verði leyfð ef barnshaf- andi kona hótar því að fremja sjálfsmorð. Bertie Ahern forsætis- ráðherra studdi stjórnarskrár- breytinguna. Stjórn hans er háð því að andstæðingar fóstureyðinga á þingi veiti henni stuðning. Ahern sagði ófært að barnshafandi konur geti í raun krafist fóstureyðingar með því einu að hóta sjálfsvígi. Kosningaþátttakan var ekki nema 42 prósent, sem er þó heldur meira en þegar írar greiddu at- kvæði um Nice-samning Evrópu- sambandsins. Slæmt veður á kjör- dag kann að hafa dregið úr kjör- MARIA MEY Á KJÖRSTAÐ í bænum Drogheda á írlandi er þessi stytta af Maríu mey staðsett rétt fyrir utan kjörstað. Irar kusu í gær um hvort herða eigi reglur um fóstureyðingar. sókn. Margir írar lýstu hins vegar óánægju sinni með að stjórnvöld skuli bera þessa tillögu undir þjóð- aratkvæði. „Þeir eru í rauninni hugleysingj- ar. Þeir ættu að setja lögin sjálfir," var haft eftir einum kjósanda á vef- síðu írska dagblaðsins. „Irish Times“. „Það skiptir engu máli hvernig niðurstöðurnar verða,“ var haft eftir öðrum kjósanda í sama blaði. „Allir sem vilja fóstureyð- ingu halda bara áfram að fara til Englands." ■ Anægja med ádur ónýtcin björgunarbát Slökkvilið gerði alvarlegar athugasemdir við björgunabát sem Flug- málastjórn lét því í té til bráðabrigða í fyrrasumar til að nota á Reykja- víkurflugvelli. Báturinn, sem áður var dæmdur ónýtur, var lagfærður eftir endurteknar aðfinnslur. Flugmálastjórn segir ástandið viðunandi. Kaupa á fullkominn bát síðar. ZODIAC BJÖRGUNARBÁTUR REYKJAVlKURFLUGVALLAR „Það er ekki út af engu sem við höfum áhyggjur af því að vera að lagfæra búnað sem menn hafa slæma reynslu af og setja það í hendur á þeim sem þurfa að bregðast við á neyðarstundu," segir Birgir Finnsson, deildarstjóri útkallsdeildar slökkviliðssins, í bréfi til flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar. Birgir segir bátinn nú hafa verið lagfærðan. GRÉTAR ÞORSTEINSSON Segir að flutningskostnaður á innfluttum vörum hafi lækkað í samræmi við styrk- ingu krónunnar. ASI og verðlagsþróun: Auglýsinga- herferð til að efla verðskyn verðlac Grétar Þorsteinsson for- seti ASÍ segir að í viðtölum við birgja og skipafélög hafi komið fram að flutningskostnaður á inn- fluttum varningi hafi lækkað á liðn- um mánuðum í samræmi við styrk- ingu krónunnar. Þessi lækkun hef- ur numið allt að 8-9%. Af þeim sök- um séu engar forsendur fyrir verð- hækkunum á innfluttum vörum heldur verðlækkunum. Hann bend- ir þó á að verð á ýmsum vörum hafi verið að íækka eins og fram hefur komið í verðkönnunum. Hann gerir ráð fyrir því að undir lok mánaðar- ins muni ASÍ fara í auglýsingaher- ferð til að efla enn frekar verðskyn almennings og fyrirtækja. Þá sé verið að vinna að því að verðlags- eftirlit ASÍ beini sjónum sínum að verðþróun á fleiri vörutegundum og þjónustu en verið hefur. Guðmundur Þorbjörnsson hjá Eimskip segir að flutningsgjöld séu að verulegu marki tengd erlendum myntum eins og t.d. dollar, pundi og evru. Þegar gengi þeirra lækkar í framhaldi af styrkingu krónunnar, þá hefur það almennt samsvarandi áhrif til lækkunar á flutningsgjöld- um. Á sl. tíu árum hefur flutnings- kostnaður lækkað um 40-50% að raunvirði. Það sé m.a. vegna hag- ræðingar og betri nýtingar á flutn- ingstækjum. ■ REYKJAVÍKURFLUCVÖLLUR Flugmála- stjórn telur að málefni björgunar- báts við Reykjavíkurflugvöll séu nú í viðunandi horfi. Hins vegar sé áformað að kaupa fullkominn björgunarbát. Að sögn Heimir Más Péturs- sonar, upplýsingafulltrúa Flug- málastjórnar, hafa kostir verið skoðaðir með fulltrúum Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og fleiri aðila. Svo geti farið að byg- gja þurfi sérstakt bátaskýli og sjósetningaraðstöðu nýja bátsins. í fyrrasumar lét Flugmála- stjórn gera upp gamlan Zodiac björgunarbát og var hann fenginn slökkviliðinu til afnota þar til nýr bátur hefur verið keyptur. Að auki er til reiðu annar minni björgunarbátur, sem m.a. var not- aður við björgun fórnarlamba úr Skerjafjarðarslysinu. Fyrir utan björgunarbátana tvo sem þegar eru í notkun og áformin um nýja bátinn gerði Flugmálastjórn samkomulag við Slysavarnarfélagið-Landsbjörgu um að skip og bátar björgunar- sveita á höfuðborgarsvæðinu verði hluti af viðbragðsáætlun Reykjavíkurflugvallar. „Það felur í sér að eitt björgunarskip, þrír stórir björgunarbátar og sjö Zodi- ac bátar eru til reiðu ef á þarf að halda,“ segir Heimir Már. Eftir að slökkviliðinu, sem sér um björgunarstarf við flugvöll- inn, hafði verið afhentur Zodiac báturinn gerðu liðsmenn þess al- varlegar athugasemdir við ástand hans. Þeir furðuðu sig á því að bátur sem dæmdur hefði verið ónýtur fjórum árum áður væri aftur kominn í umferð. Síðast þegar gert hefði verið bátinn hefði viðgerðaraðilinn sagt að að- eins ætti að nota hann sem leik- tæki. Eftir reynslusiglingu slökkiliðsmanna sögðu þeir hann liðast allan til. Margar tilraunir hefði þurft til að koma bátnum í gang og að hann hefði dreþið á sér á siglingu. Talstöð virkaði ekki sem skyldi. „Þá verður að gæta að keyra bara hæga ferð og genf. ap Evrópusambandið hefur formlega hafið kæruferli hjá Heimsviðskiptastofnunni vegna verndartolla sem Bandaríkjamenn ætla að leggja á innflutt stál. Anthony Gooch, talsmaður Evr- ópusambandsins, staðfesti það í gær að Evrópusambandið hafi lagt fram beiðni til stofnunarinnar um viðræður við Bandaríkin. Slík formleg beiðni er fyrsta skrefið í kvörtunarferlinu. Ef Evrópusambandinu og Bandaríkjunum tekst ekki að kom- ast að samkomulagi innan tvggja mánaða getur Evrópusambandið falið Heimsviðskiptastofnuninni að fela nefnd sérfræðinga að úrskurða í deilunni. Sá úrskurður er bind- andi. betra væri ef veður væri gott,“ sagði í athugasemd þeirra. Málið hefur nú hins vegar ver- ið leyst að sögn Birgis Finnsson- ar, deildarstjóra útkallsdeildar slökkviliðsins. „Við gerðum viss- ar athugasemdir nokkrum sinn- um. Þeir hlutir voru lagaðir. Síðan hefur báturinn verið notaður á æfingum. Það hafa komið upp smáatriði en þau hafa verið lag- færð. Þannig að við teljum að hann sé nothæfur til bráða- birgða,“ segir Birgir. George W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnti á þriðjudaginn ákvörð- un sína um að leggja allt að 30 pró- sent verndartolla á innflutt stál. Til- gangurinn er að verja stáliðnað 1 Bandaríkjunum gegn innflutningi frá ríkjum þar sem stálframleiðsla nýtur ríkisstyrkja eða er seld undir markaðsverði. Evrópusambandið heldur því fram að þessir tollar brjóti í bága við reglur Heimsviðskiptastofnun- arinnar. Innflutningur á stáli til Bandaríkjanna hafi dregist saman á síðustu árum, þannig að erfiðleik- ar í bandan'skum stáliðnaði geti ekki stafað af honum. Fleiri ríkja hafa boðað kærur til Heimsvið- skiptastofnunarinnar vegna banda- rísku verndartollanna. ■ Hæstaréttardómarar einn og átta: Bara einn hæfur fyrir Jón Steinar dómsmál Aðeins einn hæstar- réttardómari af níu telur sig hæfan til að dæma í máli stúlku gegn Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hæstaréttarlögmanni sem varði föður hennar í kynferðis- brotamáli. Jón Steinar var dæmdur í héraðsdómi fyrir að brjóta gegn góðum lögmannsháttum. Það var talinn hafa gert með því að skýra frá málsgögnum sem ekki áttu að vera opinber. Fimm af dómurunum átta sem sögðu sig frá málinu nú dæmdu í sjálfu kynferðisbrota- málinu á sínum tíma. Tveir dóm- aranna eru persóulegir vinir Jóns Steinars. Sá áttundi mun vera tengdur verjanda stúlkunn- ar. Staðgenglar hafa verið fengn- ir í dómarasæti til að dæma í málinu. ■ ♦— Seðlabanki Islands: Viðskipta- hallinn 48 milljörðum lægri þjóðhacsreiknincar Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabank- ans var hallinn á viðskiptum við útlönd í fyrra 48 milljörðum minni en árið áður. Þá er áhrif- um gengislækkunar krónunnar eytt. Viðskiptahallinn var 33 milljarðar í fyrra en tæpir 68 milljarðar árið 2000. Síðustu þrjá mánuði ársins var við- skiptaafgangur en það hafði ekki gerst síðan 1993. Síðast var viðskiptaafgangur á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 1996. Mun sjaldnar er af- gangur af viðskiptum við útlönd á síðustu mánuðum ársins. Minni viðskiptahalli stafar af hagstæðari vöru- og þjónustu- viðskiptum við útlönd en jöfnuð- ur þáttatekna var talsvert lakari á árinu 2001 vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum skuldum. Viðskiptahallinn árið 2001 er mun minni en spáð var í desem- ber s.l. og er frávikið mest á vöruviðskiptum við útlönd. ■ IlögreglufréttirI Tveir ísraelsmenn yfirbuguðu Palestínumann í gær þegar hann hugðist fara inn á vinsælan veitingastað í Jerúsalem. Sáu þeir bakpoka sem vírar héngu út úr. Reyndist það vera sprengja. Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að sprengja veitinga- staðinn. Mick Levy, lögreglu- stjóri í Jerúsalem, sagði að menn- irnir hefðu aftengt sprengjuna. Bifreiðinni RK-501 Volkswagen Passat silfurgrár var stolið Góð fundarlaun í boði Upplýsingar í síma 660-5382 Helgi og 897-1017 Guðmundur. gar@frettabladid.is Verndaitollar Bandaríkjanna: Evrópusambandið byrjar kæruferli

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.