Fréttablaðið - 08.03.2002, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
8. mars 2002 FÖSTUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ
Upplýsingar um aukaverkanir mikilvægar
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Cunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarssori
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðbotgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
1 BRÉF TIL BLAÐSInT]
Hann heitir
Jóhannes
Ámundi Loftsson skrifar:
Nú er haldið Bunaðarþing en það
er sem kunnugt er raupsam-
koma betur megandi bænda á ís-
landi. Þar er mikið talað Bændur
eru hnignandi stétt. Sveitirnar eru
grafreitir deyjandi bændastéttar.
Kvótakerfið í landbúnaði hefur
gert bændur svo skuldsetta að þeir
eru margir tekjulausir þrátt fyrir
tugmilljóna veltu og algjöran þræl-
dóm. Nú ræðst forysta þeirra í ang-
ist sinni á verslunina og hrópar fá-
keppni, fákeppni. Hatur á verslun
hefur lengi verið landlægt í sveit-
um landsins. Bændaforystan elur á
þessu hatri meðal bænda til að
draga athygli þeirra frá hversu illa
hún hefur staðið sig. Hún talar hins
vegar minna um fákeppni í úr-
vinnslu búvara. Með tilkomu kaup-
félaganna stefndu bændur að stofn-
un stórveldis í verslun. Þar var nú
ekki fákeppnin, ó nei. Nú eru þau
söguminjar um félagslegan fárán-
leika. Einn er þó sá maður sem
sýnt hefur að hugsjónir eru fram-
kvæmanlegar. Með frábærum
verslunarrekstri og magninnkaup-
um náði hann stórfelldum ávinningi
sem hann skilaði út í samfélagið,
eins og kaupfélögin ætluðu að gera.
Hann heitir Jóhannes, gjarnan
kenndur við Bónus. Hann fram-
kvæmdi samvinnustefnuna. Bónus
er í raun það stórveldi sem kaupfé-
lögunum var ætlað að verða. Þess
vegna eru bændur sárir og hata Jó-
hannes. ■
Spurningin er alltaf sú hvar
ábyrgðin og upplýsingaskyldan
liggi,“ segir Rannveig Gunnarsdótt-
ir, forstjóri Lyfjastofnunnar. „Það
þarf að upplýsa konur sem eru að fá
getnaðarvarnartöflur í fyrsta skipti
um lyfió sem þær taka. Þessar upp-
lýsingar eru í fylgiseðlum með lyfj-
unum. Menn gera hins vegar aldrei
nóg af því að koma upplýsingum á
framfæri." Rannveig segir að hins
vegar geti verið ákveðið vandamál
að gera ungar konur meðvitaðar
um áhættuþætti við töku getnaðar-
varnarpillunnar. „Fólk sér að pró-
sentan er lág og hugsar að ekkert
komi fyrir það.“
Halldóra Bjarnadóttir hjúkrun-
arfræðingur segir getnaðarvarn-
arpillur dagsins í dag vera minna
inngrip í líkamsstarfsemina en
eldri tegundir. „Það er samt engin
ástæða til að gera lítið út aukaverk-
unum, þó fátíðar séu. Lífstíll og
ættarsaga er náttúrlega eitthvað
sem læknar eiga að fylgjast með
þegar ávísað er á pilluna." Rann-
veig segir umræðuna mjög þarfa,
en ekki megi skapa óþarfa hræðslu.
Hún segir að Lyfjastofnun hafi
brugðist við um leið og fréttist af
alvarlegum aukaverkunum í Sví-
þjóð. Hún segir Lyfjastofnun Evr-
ópu fylgjast vel með rannsóknum á
þriðju kynslóð getnaðarvarnapilla.
Halldóra segir að mikilvægt sé
að gera ungum konum grein fyrir
þeim áhættuþáttum sem fylgja pill-
unni. „Þetta á ekki síst við um reyk-
ingar sem eru mikill áhættuþáttur
JÓNAS SKRIFAR:
Önnur siónarmið
Fréttablaðið hefur greint frá því að konur fá
svokallaða þriðju kynslóð getnaðarvarn-
arpillu, án þess að vera spurðar út í lifstíl
og ættarsögu. Þættir sem hafa veruleg áhrif
á aukaverkanir pillunnar. Aukaverkanir sem
geta verið mjög alvarlegar.;
varðandi aukaverkanir pillunnar."
Þetta sé eitthvað sem læknar verði
að hafa í huga. Rannveig telur að
flestir læknar séu meðvitaðir um
þetta. „Svo er spurning um hvort
þéir fari í gegnum allan listann.
Þetta eru mikið notuð lyf og auka-
verkanir fátíðar, en geta vissulega
verið mjög alvarlegar.“ Halldóra
tekur undir þetta og segir hugsan-
legt að mikið álag í heilbrigðiskerf-
inu geri það að verkum að menn
gæti ekki allrar varúðar með al-
gengt lyf, þar sem aukaverkanir
séu fátíðar. Hún segist hins vegar
hlynnt því að ungar konur sem eru
að byrja á pillunni komi í eftirlit. „
Ekki bara til að fylgjast með hugs-
anlegum aukaverkunum af pill-
unni, heldur til að kanna aðra þætti,
eins og klamydíu." ■
| ORÐRÉTT 1
ALLIR EIGA SÉR MÁLSBÆTUR
Til er bráðfyndin bók, The Joys
of Yiddish, eftir Leo Rosten. Þar
er nefnt þetta dæmi um
chutzpah: Ungur maður myrti
foreldra sína, en krafðist síðan
sérstakrar miskunnar hjá dóm-
stólnum vegna þess að hann væri
munaðarleysingi.
Þarf að segja meira um nýliðna
atburði?
Baldur Símonarson um blygðunarlausa
forherðingu. Morgunblaðið 6. mars
ATVINNUMIÐLUN ÞJÓÐHETJA
Mér líst vel á þennan mann
Eríkur Bragason sem vill ráða „flautar-
ann" í Landssímanum til Línu.nets. DV.
7.mars
RÓTTÆK AFSTÆDISHYGGJA
Okkur finnst vont þegar verið er
að gera stórmál úr einhverju sem
er lítið miðað við eitthvað annað
Haukur Valdimarsson, aðstoðarlandlækn-
ir, um aukaverkanir getnaðarvarnarpillu.
Fréttablaðið 7. mars
FÆR ENGINN MANNLEGUR
MÁTTUR SKILIÐ
Ég geri mér grein fyrir því að
það er afskaplega erfitt að hugsa
sér eitthvert samráð í eintölu
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs um
samráð olíufélaga: DV, 7. mars
TELEBANAR
Hver er það sem vill
að Sturla beri
ábyrgö á hryðju-
verkamönnum frá
Afganistan?
Svanur Guðmundsson ver
Sturlu Böðvarsson. Morgunblaðið, 7. mars
Vestrið hefur klofnað
Verndartollar Bandaríkjanna á stáli eru nýjasta
skrefið af mörgum í átt frá stefnu samstarfs við
Evrópu til einhliða aðgerða heimsveldis, sem telur
sig geta farið fram á fjölþjóðavettvangi nákvæm-
lega eins og því þóknast, af því að alls enginn geti
staðizt snúning hernaðarmætti þess.
Evrópusambandið hefur að vísu ákveðið, að
svara ekki í sömu mynt, heldur sækja mál gegn
Bandaríkjunum fyrir Heimsviðskiptastofnuninni.
Þar hafa Bandaríkin á síðustu tveimur árum tapað
fimm málum, sem varða stál, og töpuðu um daginn
skattafríðindamáli fyrirtækja á alþjóðamarkaði.
Evrópusambandið mun nota tækifæri stáltoll-
anna til að hefja þær gagnaðgerðir, sem því eru
heimilar samkvæmt reglum Heimsviðskiptastofn-
unarinnar vegna þessara fyrri dóma. Sambandið
hefur nóg af löglegum tækifærum til að setja háa
tolla og hömlur á bandarískar vörur.
Þannig mun Evrópa halda sig innan ramma al-
þjóðalaga í viðskiptastríðinu við Bandaríkin og láta
þau ein um að leika hlutverk hryðjuverkamannsins
úr villta vestrinu. Það breytir því ekki, að Evrópa
mun svara Bandaríkjunum. Viðskiptastríðið milli
Vesturlanda mun því harðna á næstunni.
Viðskiptalegur yfirgangur Bandaríkjanna gagn-
vart Evrópu er eðlilegt framhald af yfirgangi
þeirra á öðrum sviðum. Bandaríska þingið hefur
lengi tregðast við að staðfesta fjölþjóðlega sátt-
mála og nú hefur forsetaembættið sjálft tekið for-
ustu um að hafna slíkum sáttmálum yfirleitt.
Bandaríkin hafa lýst frati á Stríðsglæpadómstól
Sameinuðu þjóðanna. Þau neita að fara eftir
Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga, þótt
hann taki af öll tvímæli um, hvernig skuli fara með
hvers kyns fanga frá Afganistan, þar á meðal þá,
sem ekki eru beinlínis einkennisklæddir.
Bandaríkin neita að taka þátt í banni við sölu á
jarðsprengjum, sem hafa gert tugþúsundir barna
örkumla í þriðja heiminum. Þau hafna fjölþjóða-
samstarfi um hert eftirlit með framleiðslu efna-
„Þannig mun Evrópa halda sig innan
ramma alþjóðalaga í viðskiptastríðinu við
Bandaríkin og láta þau ein um að leika
hlutverk hryðjuverka-
mannsins úr villta vestrinu. “
vopna. Þau rituðu ekki undir Kyoto-bókunina. Þau
hafa unnið leynt og Ijóst gegn öllu þessu.
Til viðbótar við yfirgang vegna sinna eigin hags-
muna hafa Bandaríkin tekið að sér að halda hryðju-
verkaríkinu ísrael uppi fjárhagslega og hernaðar-
lega og gera utanríkisstefnu þess að sinni. Öxullinn
milli Bandaríkjanna og ísraels er núna hinn raun-
verulega illi öxull heimsins.
Svo náið eru þessi tvö ríki tengd, að ekkert
þingmannsefni nær kosningu í Bandaríkjunum, ef
það efast opinberlega um, að stuðningurinn við ís-
rael sé réttmætur. Þetta er mikilvægasta rótin að
einbeittum áhuga múslima á hryðjuverkum í
Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum.
Evrópa þarf að greina sig betur frá þessum öxli
Bandaríkjanna og Israels, svo að múslimar átti sig
betur á, að Evrópa er ekki aðili að ofbeldi öxulsins
gegn Palestínumönnum og öðrum þjóðum íslams.
Engin ástæða er fyrir Evrópu að taka á sig meðsekt
af heljartökum ísraels á Bandaríkjunum.
Evrópa hefur enga hernaðarlega burði til að
hamla gegn ofbeldi Bandaríkjanna í þriðja heimin-
um. Eigi að síður hefur hún næga efnahagslega og
viðskiptalega burði til að láta hart mæta hörðu í til-
raunum Bandaríkjanna til að knýja Evrópu til að
lúta einbeittri hagsmunagæzlu í viðskiptum.
Klofningur Evrópu og Bandaríkjanna er orðinn
raunverulegur og á eftir að magnast. Viðskipta-
hagsmunir íslands eru í Evrópu. Verndun þeirra
hagsmuna mun ráða pólitískri afstöðu okkar.
Jónas Kristjánsson
KAUPENDAÞJÓNUSTA - SÍMI 533 3444
Opið um helgina á milli 11:00 -14:00
Við á Þingholti höfum fjölda fólks á skrá sem bíður eftir réttu eigninni.
2ja
Höfum kaupanda af 2ja herb. ibúð i skipt-
um fyrir 72 fm 3ja herb. íbúð í Austurbæn-
um. Sölum. Örn
Leikskólakennari leitar að notalegri 2ja
herbergja íbúð í austurborginni má vera
risíbúð eða litið niðurgrafin kjallaraibúð.
Sölum. Steinbergur.
Höfum kaupendur að litlum 2ja herbergja
ibúðum og einstaklingsíbúðum, bæði
samþykktum og ósamþykktum.
Tölvufræðingur leitar að ca. 55-70 fm 2ja
til 3ja herb. íbúð á jarðhæð í Grandahverfi,
helst með sér garði. Sölum. Þórður
3ja
Einkaþjálfari óskar eftir amk. 70 fm íbúð í
góðu húsi i efra Breiðholti. Sölum. Stein-
bergur
Ung kona sem er búin að selja stærri fast-
eign óskar eftir 3-4 herbergja íbúð i Graf-
arvogi fyrir allt að.11 M. Sölum. Þórður.
Erlendur ríkisborgari leitar að 3ja herbergja
íbúð í Reykjavik vestan við Elliðaár. Þarf
að vera á 1. h. eða i lyftuhúsi. Sölum. Geir.
Starfsmaður Orkuveitu Vestfjarða óskar
eftir íbúð í Reykjavík, Seltjarnarnesi. eða
Kópavogi, með 2-3 svefnherbergjum. Söl-
um. Þórður
Þjónustufulltrúi óskar eftir 3ja herb. íbúð i
Þingholtunum eða í gamla vesturbæ,
Hringbraut kemur til greina. Ekki kjallari.
Sölum. Þórður
Einstæð móðir með gott greiöslumat ósk-
ar eftir amk. 65 fm 3ja herb, íb. vestan við
Elliðaár. Sölumaður Steinbergur.
Hjón leita að 3ja til 4ra herbergja íbúð i
lyftuhúsi í Reykjavik. Gott hjólastólaað-
gengi nauðsynlegt, lyftudyr þurfa að vera
a.m.k. 80 cm breiðar. Best væri ef eigninni
fylgdi stæði i bílageymslu og innangengt
væri í það. Sölum. Þórður.
4ra til 5
Yfirmatreiðslumaður á rótgrónum veitinga-
stað i miðborg Reykjavikur óskar eftir
góðri ibúð í gömlu Reykjavík. Sölum.
Steinbergur.
Ung hjón, lögmaður og sagnfræðingur
sem eru nýbúin að selja eign sína á Sel-
tjarnarnesi óska eftir góðri ibúð, helst ný-
legri eða nýlega standsettri, með sérinn-
gangi og amk. 3 svefnherbergjum. Söium.
Þórður
Hjón sem vinna hjá traustu fyrirtæki i
Höfðahverfi vantar 4-5 herbergja íbúð i ná-
greninu, td. í Grafarvogi, Árbæ, Kvislum,
Voga eða Bústaðahverfi. Sölum. Örn
Vélstjóri leitar að góðri 4-5 herb. íbúð i
hverfum 104 og 105, má gjarnan vera fal-
leg risíbúð, ekki blokk eða kjallari. Sölum.
Örn.
Hæðir
Yfirmaður í banka leitar að góðri sérhæð
120 n 160 fm á svæðum 170-108. Bilskúr
skilyrði. Til greina kemur að kaupa eign
sem þarfnast einhverrar endurnýjunar.
Sölumaður Þórður
Góðan kaupanda vantar hæð með góðum
bílskúr vestan Elliðaáa. Sölum. Örn
Höfum fjársterkan kaupanda að sérhæð i
Vesturbæ, aðeins mjög góð eign kemur til
greina. Sölum. Steinbergur
Hjón með dýr sem eru að minka við sig
vantar hús eða sérhæð í 104 með svölum,
sérinngangi og bílskúr. Sölum. Örn
Sérbýl
Hjón sem eru búin að selja og eru með
góða greiðslugetu vantar einbýlishúsi i
Breiðhoiti eða Árbæ. Húsið þarf helst að
vera á einni hæð. Sölum. Örn
Fjölskylda utan af landi leitar að einbýlis-
húsi eða stóru raðhúsi með aukaibúð.
Nýbyggingar
Rafvirkja vantar 3ja til 4ra herbergja íbúð
helst fokhelda á Höfuðborgarsvæðinu. söl-
um. Örn
Hjón sem eru að flytja i bæinn vantar rað /
parhús fokhelt eða lengra komið í Garða-
bæ eða Kópavogi. Sölum. Örn
Salarhverfi Kópavogi, höfum góðan kaup-
anda af c.a. 150 fm rað-par eða hæð sem
lengst komna. Sölum. Steinbergur.
Læknishjón leita að 140 fm einbýli, helst
á svæðum 108, 105 og 200. Sölum.
Steinbergur.