Fréttablaðið - 08.03.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 08.03.2002, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 8. mars 2002 FÖSTUDAGUR Körfubolti karla: Keflavík efstir KÖRFUBOiTi Mikil spenna var í loka- umferð Epson-deildarinnar í gær- kvöldi, enda var skorið úr um hvor- ir yrðu deildarmeistarar Keflavík eða KR. Keflavík vann Blika með tveggja stiga mun og réði það úr- slitum. Leikur KR og Njarðvíkur fór í framlengingu og unnu Njarð- víkingar 106-102 og urðu í öðru sæti. Átta efstu lið halda áfram í úr- slit en það eru Keflavík, KR, Njarð- vík, Tindastóll, Grindavík, Hamar, Breiðablik og Haukar. Tvö neðstu liðin eru Skallagrímur og Stjarnan. Þá vann ÍBV Aftureldingu 32-28 í æsispennandi leik í Essodeildinni í handbolta karla. ■ Fjölmiðlar Brasilíu um landsleikinn við ísland: T öldu Islendinga aukaatriði FÓTBOITI Islendingar mættu Bras- ilíu á Verdao leikvellinum í Ciu- aba í nótt. Mikið var fjallað um undirbúning leiksins í brasilísk- um fjölmiðlum undanfarna daga. Það sem einkenni umræðuna er hversu lélegt lið fslands er. í raun telja Brasilíumenn íslendinga aukaatriði. Margir sögðu Rom- ario, sem var ekki í liðinu, vera andstæðing brasilísku leikmann- anna. Augu annarra beinast að þeim sem enn eiga möguleika á því að vera valdir af Luis Felipe Scolari þjálfara í HM-hópinn í sumar. í dagblaðinu Oglobo stóð að íslendingar næðu því ekki einu sinni að kallast forréttur fyrir að- KAKÁ Rísandi stjarna. Einn af þeim leikmönnum sem á möguleika á plássi í HM-liði Brasilíu. alréttinn, leikinn á móti Júgóslavíu seinna í mánuðinum. Þá verður hópur Scolari nær full- komnaður. Þeir fimm sem enn eiga mögu- leika eru Kaká, Kleberson, France, Alex og Washington. Kaká þykir mjög líklegur í fram- línunni í sumar. Kleberson einnig. íslandsleikurinn var hinsvegar síðasta hálmstrá France, Alex og Washington, sem sagði hann mik- ilvægasta leik lífs síns. Scolari sagðist ætla að fylgjast vandlega með því hvernig leik- mennirnir bregðast við andlegri pressu áhorfenda, sem heimtuðu markaveislu á móti íslendingun- um. Hann sagði þessa pressu litla miðað við HM í sumar. Á meðan á æfingum stóð þjöppuðu aðdáend- ur liðsins sér í kringum æfinga- völlinn með gjallarhorn og heimt- uðu að fá Romario í liðið. Scolari bjóst við því að mikið yrði öskrað ÁRNI í ELDLÍNUNNI Leikmenn Brasilíu sögðust ætla að senda stórskotahríð á Árna Caut Arason í marki íslendinga. á Romario á meðan á leiknum stóð. Það eina sem gæti lækkað rostann í þeim var markaveisla á kostnað íslendinga. Hann lét ein- nig alla leikmenn læra þjóðsöng- inn vandlega því áhorfendur elska að sjá leikmenn syngja hann. ■ Lyfjapróf í Salt Lake: Tveir falla ólympíuleikar Íshokkíleikmaður frá Hvíta-Rússlandi, Vasily Pankov, greindist með stera í blóðinu í lyfja- prófi á Vetrarólympíuleikunum. Þessu var greint frá á miðvikudag. Bretinn Alain Baxter, sem nýlega var greint frá að hefði einnig fengið jákvæða niðurstöðu, kennir nefúða um. Ef báðir íþróttamennirnir eru fundnir sekir er fjöldi þeirra sem féllu á lyfjaprófi í Salt Lake City fimm, jafnmikið og á öllum fyrri Vetrarólympíuleikum samanlagt. Þrír gönguskíðamenn voru dæmdir úr keppni. Tveir þeirra misstu gull- verðlaun. Hvít-rússneski íshokkím- aðurinn fór í lyfjapróf eftir 7-2 tap liðs síns á móti Rússlandi í Ieik um bronsverðlaun. Liðið kom gífurlega á óvart þegar það vann Svíþjóð 4-3 í fjórðungsúrslitum. Annar Hvít- Rússi, skautahlauparinn Yulia Pavlovic, féll á prófi en það var ógilt vegna lélegs innsiglis. ■ IÍÞRÓTT1R f DAG 18.00 Sýn Heklusport 18.30 Sýn íþróttir um allan heim 19.30 Sýn Alltaf í boltanum 20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 20.00 Eurosport Ungfrú Fitness mót í Evrópu 20.00 Handbolti ÍR tekur á móti Stjörnunni í Austurbergi. ÍR gengur vel, er í þriðja sæti ESSO-deildarinnar með 24 stig en Stjarnan i 12. sæti með 13 stig. 20,00 Handbolti Fram fer i heimsókn til HK í Digranes. Fram er í tiunda sæti ESSO-deildarinnar með 18 stig. HK er í næstneðsta sæti, 13. með 12 stig. 21.00 Eurosport Kraftakeppni í Póllandi Stefni á ad leika í Þýskalandi Guðmundur Stephensen borðtennisleikari er aðeins nítján ára og hefur verið nær ósigrandi í mörg ár. Hann hefur æft frá fimm ára aldri og hugsar sér til hreyfings til útlanda í framtíðinni. BORÐTENNIS „Ég býst við að ég hafi ekki verið eldri en fimm ára þegar ég byrjaði að æfa borð- tennis og hef æft síðan,“ segir Guðmundur Stephensen, nítján ára menntaskólanemi sem varði íslandsmeistaratitil sinn um síð- ustu helgi. Guðmundur vann þre- SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kvos/Grjótaþorp, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar og nýtt deili- skipulag fyrir Grjótaþorp. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar og nýtt deiliskipulag fyrir Grjótaþorp. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti í austur, Túngötu í suður, Garðastræti í vestur og Vesturgötu í norður. Tillagan tekur þó einnig til hluta Fógetagarðsins austan Aðalstrætis, sunnan við húsið að Aðalstræti 9. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að Grjótaþorpið verði hverfisverndað, nokkrar breytingar verði á lóðamörkum og töluverðar breytingar á byggingaráformum á lóðinni nr. 16 við Aðalstræti (áður Aðalstræti 14-18/Túngata 2-4). Þá gerir tillagan ráð fyrir niðurrifi og nýbyggingum á lóðunum nr. 4 og 10 við Aðalstræti, viðbyggingum við húsið að Grjótagötu nr. 5, nr. 23 við Garðastræti og Mjóstræti 4, ásamt frekari takmörkun á landnotkun á miðborgarhluta Grjótaþorpsins. Óheimilt verði að setja á stofn eða starfrækja þar; næturklúbba, dansstaði, skemmtistaði og spilasali. Verði tillagan samþykkt fellur eldra deiliskipulag Grjótaþorps úr gildi svo og hluti deiliskipulags Kvosarinnar, þ.e. sá hluti sem tekur til húsanna vestan Aðalstrætis og Fógetagarðsins. Tillagan hefur áður verið auglýst en er nú auglýst að nýju þar sem gerðar hafa verið á henni nokkrar breytingar. Helstu breytingarnar frá áður auglýstri tillögu eru þær að hús, sem gert er ráð fyrir að rísi á ióðinni nr. 16 við Aðalstræti, hækkar nokkuð. Bílakjallari undir því húsi er felldur niður en í staöin er gert ráð fyrir sýningarsal í kjallara vegna fornminja sem þar er að finna. Aðkoma að kjallaranum verði í Fógetagarðinum um undirgöng/kjallara undir Aðalstræti. Þá er gert ráð fyrir að húsið við Aðalstræti 4 hækki, þakform þess breytist og byggingarmagn á þeirri lóð aukist í samræmi við það. Bætt hefur verið við viðbyggingarmöguleika við hús nr. 4 við Mjóstræti. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 8. mars - til 19. apríl 2002. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér hana ítarlega. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs, merkt skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 19. apríl 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. mars 2002. Borgarskipulag Reykjavíkur. HEIMA HEFUR ÁHUGINN VERIÐ MIKILL Bæði faðir Cuðmundar og afi hafa verið miklir áhugamenn um borðtennis. Faðir hans Pétur Stephensen er formaður deildarinnar hjá Víkingi. faldan sigur á mótinu, í tvennd- ar-, tvíliða- og einliðaleik. Fyrir skömmu sigraði Guð- mundur einnig í Borgarkeppni TBR á milli Reykjavíkur og Car- diff. Hann sigraði Walesbúann Ryan Jenkis örugglega 4-1. Hann sigraði einnig í Grand Prix móti Lýsingar um þarsíðustu helgi þar sem úrslit urðu ekki ljós fyrr en í síðasta leik. Faðir Guðmund- ar er Pétur Ó. Stephensen for- maður borðtennisdeildar Vík- ings og afi hans Ólafur Stephen- sen var einnig kunnur fyrir áhuga sinn á íþróttinni. „Heima hjá pabba var borðtennisborð því afi hafði svo mikinn áhuga á íþróttinni. Það sama var heima hjá mér og ég þekki ekki annað. Yngri bróðir minn er einnig á fullu í borðtennis svo segja má að þetta hafi fylgt fjölskyld- unni,“ segir Guðmundur. Hann hefur tekið þátt í deildarkeppn- inni í Danmörku undanfarin ár og gengið velv „Það er gróska í borðtennis á íslandi um þessar mundir og ég hef orðið var við aukin áhuga. Ég þjálfa yngri borðtennisleikara hjá TBR og hef mikla ánægju af.“ Guðmund- ur mun ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund í vor og hyggst þá flytja sig um set til Danmerkur og spila þar næsta ár. „Það er hægt að lifa á að spila borðtennis í Danmörku en mestir peningarnir eru í Þýskalandi og Italíu.“ Yngri bróðir Guðmundar, Ólafur er farinn að láta að sér kveða í íþróttinni en hann er að- eins fimmtán ára. „Heima höfum við notið mikillar hvatningar og það er stutt vel við bakið á okkur. Ég ætla að halda áfram og stefni á að spila í Þýskalandi eða ftalíu í framtíðinni. Þar er gróska og mikil áhugi fyrir boötennis." bergljot@frettabladid.is FjÖRÐUR Handverksinarkaður miöbœHqfmrjjarðar á morgUll laugardag kl. 11-16 lÓttU/Vw!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.