Fréttablaðið - 15.03.2002, Page 10

Fréttablaðið - 15.03.2002, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 15. mars 2002 FÖSTUDAGUR MÁR WOLFGANG MIXA ÓLÍK SJÓNARMIÐ SIGURÐUR B. STEFÁNSSON Meðmælin standa „Það hafa ekki orðið nein slys hjá þeim og bókfærðar tekjur eru að aukast hraðar en kostnaður. Áætl- anir hafa verið að ganga vel. Flest- ir eru famir að átta sig á að fyrir- tækið verður ekki gullnáma á ör- skotsstundu,“ segir Már Wolfgang Mixa hjá Sph verðbréfum. Þeir mæltu með kaupum í fyrirtækinu fyrir ári. Gengið var þá 10 dollarar hluturinn. Már segir að þeir hafi ekki viljað mæla með fyrirtækinu fyrr en gengi þess hafi verið komið niður í 10 dollara. „Við fengum mjög sterk viðbrögð og skammir við þessum meðmælum. Greinilegt var að margir höfðu farið inn á háu gengi og tapað verulega. Við horfð- um hins vegar á að áhættan væri minni á lægra gengi. Fyrirtækið er Áfram sprotafyrirtæki nær því að ná ár- angri, en það var þegar gengið var sem hæst. For- sendurnar eru ennþá fyrir hendi. Við stöndum við þessi meðmæli með sömu fyrir- vörum og áður. Þetta er mikil áhættuf járfest- ing.“ Már segir að peningaleg staða Decode sé góð. Fyrirtækið hafi því góðan tíma til að ná árangri. „Nái menn árangri hef ég fulla trú á því að fyrirtækinu gangi vel að fjármagna sig áfram.“ ■ Decode genetics, móðurfé- lag íslenskrar erfðagrein- ingar, hefur birt uppgjör síðasta árs. Niðurstaðan er í samræmi við áætlanir. Gengi féiagsins hefur hins vegar farið lækkandi. Ekki er fyrirsjáanlegt að stór- kostlegar breytingar séu á því í nánustu framtíð. Sigurður B. Stef- ánsson, fram- kvæmdastjóri eignastýringar og einkafjár- mála hjá ís- landsbanka hef- ur verið tals- maður virðis- f járfestingar. Hann leggur áherslu á fjár- hagslega sterk fyrirtæki sem eiga farsæla rekstrarsögu. Sigurður segir að Decode upp- fylli engin skilyrði slíkrar fjár- festingarstefnu. Þetta sé áhættufjárfesting. „Þeir sem fjárfestu í fyrirtækinu hljóta að hafa verið að horfa til fjögurra eða fimm ára. Það var aldrei nein dul dregin á það að það tæki nokkur ár að koma því í gang. Ég held að ef menn horfa á stöðuna í dag, þá sé hún mjög nálægt því sem menn voru að spá fyrir urn fyrir þremur árum.“ Sigurður segir að mark- aðurinn og umhverfið hafi hins vegar breyst talsvert á þessum tíma. „Það eru til fleiri fjárfest- ingastefnur en stefna virðisfjár- festa, sem betur fer. Decode er ekki farið að skila hagnaði. Enn er ekki borðliggjandi að þeim takist ætlunarverk sitt. í þeim skilningi verður að líta á það sem sprotafyrirtæki." ■ JÓNAS SKRIFAR: Þéttbýlisflokk vantar Fjórflokkurinn allur er andvígur hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins, svo sem sést af athöfnum hvers kyns ríkisstjórna og þingmeirihluta. Áratug- um saman hefur mikið af orku slíkra aðila farið í að reyna að hamla gegn þroska höfuðborgarsvæðisins með fjárhagslegum aðgerðum af ýmsu tagi. Einna lengst gengur þetta í vegagerð, þar sem fáfarin göng gegnum afskekkt fjöll eru tekin fram yfir lífshættulega fjölfarin gatnamót við þvergötur Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Núverandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins gengur raunar að þessari mismunun af mikilli ákefð. íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa stjórnmála- flokk, sem tryggir, að vegafé sé notað, þar sem tekjurnar verða til. Þeir þurfa flokk, sem lætur byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu til að fækka slysum, stytta ferðatíma, minnka elds- neytiskostnað og draga úr loftmengun. Slík tilfærsla vegafjár er um leið þjóðhagslega hagkvæm, því að reynslan sýnir, að vaxtarbroddur nýrra fyrirtækja í atvinnugreinum framtíðar er eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðar sam- göngur á því svæði stuðla að verndun byggðar á ís- landi og draga úr atgervisflótta til útlanda. Nýjasta dæmið um árás stjórnvalda á hagsmuni höfuðborgarsvæðisins eru ráðagerðir um að ryk- suga allt tiltækt fjármagn í landinu til að borga fyr- ir álver á Reyðarfirði og orkuver við Kárahnjúka. Þetta þýðir, að minna fjármagn verður til ráðstöf- unar handa vaxtarbroddum atvinnulífsins. Góðar hugmyndir á framtíðarsviðum munu ekki verða að veruleika, af því að efnilegt fólk mun ekki geta útvegað sér fjármagn til að koma tækifærum sínum í gang. Sumir munu gefast upp, en aðrir flytja sig til ríku landanna, þar sem menn taka at- vinnuvegi framtíðarinnar fram yfir álver. Ein birtingarmynd þessarar árásar er 2-2,5% vaxtahækkun í landinu á byggingatíma álvers og orkuvers samkvæmt tölum Seðlabankans. Þetta er skattur, sem ryksugun fjármagns til 19. aldar „Nýjasta dœmið um árás stjórnvalda á hagsmuni höfuðborgarsvœðisins eru ráða- gerðir um að ryksuga allt tiltœktfjármagn í landinu til að borgafyrir álver á Reyðarfirði og orkuver við Kárahnjúka. “ gæluverkefnis leggur á alla þá, sem þurfa að taka lán, hvort sem er til húsnæðis eða verkefna. Þetta kemur auðvitað mest niður á unga fólkinu á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að byggja yfir sig og skapa sér tækifæri til hátekjustarfa í greinum, þar sem það hefur lært til verka. Byggðastefna ál- vers á Reyðarfirði og orkuvers við Kárahnjúka er bein fjárhagsleg árás á allt þetta fólk. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö afmörkuð at- riði, þar sem núverandi stjórnvöld vinna gegn hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan snúast heilir málaflokkar ríkisins um varð- veizlu gamalla atvinnuvega til sjávar og sveita með tilheyrandi ofurkostnaði skattgreiðenda. Engum kemur á óvart, að Framsóknarflokkur- inn sýni íbúum höfuðborgarsvæðisins óvild, þar sem hann er fylgislítill á svæðinu. Undarlegra er, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli kjörtímabil eftir kjörtímabil komast upp með að vinna markvisst gegn hagsmunum kjósenda sinna á svæðinu. Langvinnur stuðningur kjósenda á höfuðborgar- svæðinu við aðalandstæðinga svæðisins, við ýmsar birtingarmyndir hins pólitíska fjórflokks í landinu, einkum við Sjálfstæðisflokkinn, er verðugt skoð- unarefni fyrir sálfræðinga á sviðum langlundar- geðs, sjálfseyðingar og sjálfsniðurlægingar. Þegar kjósendur höfuðborgarsvæðisins samein- ast um að kjósa sér fjölmenna sveit fulltrúa nýs þéttbýlisflokks á Alþingi, munu loksins hætta póli- tískar ofsóknir gegn höfuðborgarsvæðinu. Jónas Kristjánsson ORÐRETT Fasteignasala Sími 588 8787 BÆTIFLÁKAR ÆA Suðurlandsbraut 16 •ssnsnmm& „Við erum mannleg“ FRETTABLAÐIÐ Utgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsfmi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fiéttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta altt efni blaðsins (stafrænu formi og i gagnabönkum án enduigjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS] Glæpur og refsing Ámundi Loftsson skrifar: Refsiþörf hefur lengi verið manninum eiginleg. Ilefnigirnin er sömu ættar og er merkjanleg meðal margra dýra- tegunda. Þessi þörf er í eðli sínu frumstæð eða öllu heldur forn- eskjuleg. Þegar glæpur er fram- inn þarf að sönnu að hafa hendur í hári þess sem hann hefur framið. Refsidómar koma þó ekki í veg fyrir afbrot. Ríkissjónvarpið sýndi í haust heimildarmynd um síbrotamann sem er glöggt dæmi um gagnslausar aðferðir sem sporna ekki við glæpum. Þá var fyrir skömmu fjallað um annan ógæfumann í sama miðli, marg- dæmdan fyrir afbrot gagnvart börnum. Þar hefur þjóðfélagið sóað fúlgum fjár í vonlaust verk. Eiturneysla er skelfilegt böl sem kemur við sögu í flestum afbrot- um. Stór hluti afbrota er einnig framin af andlega vanheilu fólki sem þarf á hjálp að halda, en á ekkert erindi í fangelsi. Eitur- neysla og glæpir munu áfram fylgja manninum þrátt fyrir harða refsidóma. Sú staðreynd kallar á nýja hugsun þar sem beina verður fluginu hærra og horfa víðar, en hingað til hefur verið gert, og miða að því að koma í veg fyrir hvort tveggja. Taka verður á afbrotum á þann hátt að gagn sé að, bæði fyrir þann sem af sér brýtur og samfélagið allt. ■ Engjasel, 109 R Ca 55 fm snyrtileg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð, í þriggja hæða húsi, bílskýli, laus strax. Grýtubakki, 109 R 80 ím á jarðhæð, laus strax. Gnoðarvogur, 104 R Ca 90 fm 3. herb. a annarri hæð. Laus strax. Flétturimi, 112 R 114 fm 4ra herb. á 3. hæð Glæsileg íbúð á tveimur hæðum að hluta. Enjateigur, 108 R 108 fm á tveim hæðum. Sér inn- gangur. Laus fljótl. Ljósheimar, 104 R Ca. 95 fm á annarri hæð.Laus fljótl. Hveragerði, Réttarheiði [ byggingu 122 fm raðhús með inn- byggðum bílskúr. Mjög hagstæð kaup. Nýbýlavegur, 200 Kóp Ca. 125 fm skrifsofuhúsnæði á ann- arri hæð. 5 rúmgóð herb. með eld- húsi og snyrtingu, laust strax. Hlíðarsmári, 200 Kóp 160 fm á 1 hæð. Hentugt fyrir versl- un eða annarskonar þjónustu. Á annarri hæðer 270 fm skifstofuhús- næði. Hlíðarsmári, 200 Kóp Til leigu ca.195 fm á fyrstu hæð (jarðhæð). Húsnæði skiptist í 100 fm fullbúið eldhús með tækjum og afgreiðsluborði, einnig fullbúin kæli- klefi ca.60 fm. Veitingaaðstaða + 30 fm lagerhúsn. Húsnæðið er tilbúið til allrar matvælaframleiðslu. Laust strax. Borgartún, 105 R Ca. 450 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Fullbúið eldhús og kaffiað- staða karla og kvenna, snyrting. Góð lýsing, lagnir fyrir tölvur, laust strax. Sérhæft trésmíðaverk- stæði Vorum að fá í einkas. Vel tækjum búið, hentar vel fyrir 2-4 starfsm. Björt og vel skipulögð aðstaða. Til afh. mjög fljótlega. Selbrekka, 200 Kóp Ca. 190 fm einbýlishús, bein sala. etta gerðist ekki á einum degi, að ástandið varð eins og það er í dag. Við höfum reynt að ræða við Palestínumenn til að sannfæra þá um að hætta hryðjuverkum. Við höfum reynt að sannfæra þá um að setjast aftur að samningaborð- inu. Svarið hefur alltaf verið nei- kvætt. Ég held að hvert það land, sem hefur vitneskju um mann sem ætlar sér að drepa einhverja rík- isborgara þess hljóti að gera eitt- hvað til þess að koma í veg fyrir það. En jafnvel þótt við höfum slíka vitneskju, þá grípum við ekki alltaf til aðgerða. Við viljum ekki valda óbreyttum borgurum tjóni. Palestínumenn stunda það hins vegar kerfisbundið að skjóta frá skólum, sjúkrahúsum og á götum íbúðarhverfa eins og Beit Jalla. Þeir reyna að njóta skjóls af fólkinu sem þar er. Þeir fara inn í fjölmennustu flóttamannabúðirn- ar og koma sér fyrir þar vegna þess að þeir vita að til þessa höf- um við ekki farið þangað inn á þessa staði vegna mannlegu hlið- arinnar á málinu. Þeir notfæra sér þetta vegna þess að þeir vilja sjá myndir af því í sjónvarpinu ykkar. Okkur þykir til dæmis mjög leitt að sjúkraflutningafólk hafi orðið fyrir tjóni eins og átti sér stað. Hins vegar er ég ekki viss um að fólk á íslandi viti að Palest- ínumenn nota sjúkrabifreiðar til þess að flytja vopn og hryðju- Israel hefur sætt gagnrýni síð- ustu daga, meðal annars af hálfu framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna og banda- rískra ráðamanna. George W. Bush segir harða framgöngu ísraels gagnvart Palestínu- mönnum „ekki hjálplega“. Kofi Annan bendir meðal ann- ars á ólöglegt hernám, árásir óbreyttra borgara, launmorð, eyðileggingu húsa og daglega auðmýkingu venjulegra Palest- ínumanna. Hvernig skyldi ný- bakaður sendiherra Israels svara þessari gagnrýni? verkamenn. Enginn talar um það og enginn skrifar um það. Þetta þýðir ekki að það sem gerðist sé réttlætanlegt. En um þetta er ekk- ert talað. Ákveðnir hópar meðal Palest- ínumanna hafa aldrei viljað neitt samkomulag við ísrael. Hið sorg- lega er að Arafat hefur nú gengið til liðs við þá. Það er enginn mun- ur lengur á hryðjuverlcastarfsemi Hamas og Fatah, eða á íslamska Jíhad og Force 17. Þeir eru allir að gera það sama. Stundum vinna þeir meira að segja saman. Ég vildi ganga einu skrefi lengra og segja að palestínska lögreglan, sem hefur fengið vopn til þess að HVAÐ MEÐ ÚTI- BÚ Á ÓLAFS- FIRÐI? „Það kostar ein- ungis tuttugu milljónir að leysa brýnasta vand- ann.“ Jóhanna Sigurðardóttir um vanda Greiningarstöðvar rikisins þar sem ÍOO börn bíða úrlausnar. FRÁLEITT HJÁ FRIÐRIKI „Mér finnst með ólíkindum að hlusta á mann, sem ætti að líta í eigin barm og skoða sína eigin ábyrgð, varpa á þennan hátt ábyrgðinni yfir á stjórnarandstöðu, fjölmiðla og aðra sem að málinu hafa komið og hafa gagnrýnt það réttilega að mínu mati. [...] Ég þekki ekki dæmi þess að þingmenn hafi ver- ið að skýla [sér] á bak við þing- helgina og sagt eitthvað í ræðu- stóli sem þeir treysti sér ekki til að ræða utan þings.“ Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, Mbl., 13. mars. ÁHÆTTUFJÁRFESTING „Reynslan hefur á hinn bóginn sýnt að kaup á hlutabréfum í ís- landsbanka, sem liður í valdabar- áttu og stórmennskudraumum, geta reynst áhættusöm svo ekki sé meira sagt.“ Óðinn í Viðskiptablaðínu, 13. mars. vinna gegn hryðjuverkamönnum og halda friði og stöðugleika á yf- irráðasvæðum Palestínumanna, hefur þess í stað notað þessi vopn gegn ísraelsmönnum innan landamæra ísraels. Mér finnst það mjög dapurlegt að Palestínumenn skilja ekki að það eru mjög margir ísraels- menn sem vilja styðja stofnun Palestínuríkis, sem vilja binda enda á þetta ástand þar sem við hersitjum svæði þeirra. Við vilj- um að Palestínumenn fái eigið ríki. Við erum mannleg og okkur líður ekki vel að ráða yfir annarri þjóð. En þeir gefa okkur ekki færi á að binda enda á þetta. ■ Aðstoðum viðskiptavini og aðra við gerð leigusamninga — og fasteignasamninga. Traustir fagmenn að verki. _ mmmmmmmwmmmmmmmmsfmmmmm www.h-gaedi.is - netfang: sala@h-gaedi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.