Fréttablaðið - 20.03.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN
Nærri þriðjungur
lesenda visis.is segist
vera flughræddur.
Mikill meirihluti treystir
sér vel til þess
að fljúga.
Ert þú flughrædd(ur)?
Niðurstöður gærdagsins
á www.vlsir.is
29%
Spurning dagsins í dag:
Ætlar þú að ferðast til útlanda um
páskana?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
HALLDÓR BLÖNDAL
Forseti Alþingis ræddi störf þingsins á AI-
þingi í gær.
Þingmenn Vinstri grænna:
Vilja fresta
umræðum
um virkj-
analeyfi
alþinci Þingmenn Vinstri grænna
vilja að umræðum á Alþingi um
virkjanaleyfi við Kárahnjúka verði
frestað þar og málið skoðað betur í
iðnaðarnefnd þingsins þegar af-
staða Norsk Hydro til aðkomu að
byggingu álvers við Reyðarfjörð
liggur fyrir. Árni Steinar Jóhanns-
son, þingmaður VG, krafðist þess
að iðnaðarráðherra upplýsti þingið
um raunverulega stöðu mála áður
en virkjanaleyfi yrði veitt. „Keyrsl-
an á málinu hefur verið réttlætt
með því að tímaáætlun þyrfti að
standast," sagði hann og taldi að nú
kynni að vera lag að skoða mál bet-
ur enda væru væntanleg orkulög og
rammaáætlun um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma forsenda þess að
afgreiða málið.
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks og formaður
iðnaðarnefndar þingsins, sakaði
Vinstri græna um að reyna með öll-
um ráðum að reyna að koma í veg
fyrir virkjanaframkvæmdir. „Þeg-
ar þingmenn Vinstri grænna sjá að
um gott mál er að ræða eru við-
brögðin að reyna að gera vinnu iðn-
aðarnefndar tortryggilega." Hann
benti á að rekstrarleyfi til virkjana
væri afgreitt af framkvæmdavald-
inu og sagði nú liggja fyrir þinginu
að heimila ráðherra að gefa slíkt
leyfi að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. ■
Mannslátið í Hamraborg:
Gæslu-
varðhald
framlengt
lögrecla Gæsluvarðhald yfir
karlmanni á fertugsaidri og konu
á sextugsaldri hefur verið fram-
lengt um þrjár vikur í Héraðs-
dómi Reykjaness. Fólkið er grun-
að um að hafa veist að manni í
íbúð í Hamraborg aðfaranótt
sunnudagsins 10. mars, en sam-
kvæmt krufningu lést hann af
völdum innvortis áverka.
Að sögn lögreglu miðar rann-
sókn málsins ágætlega. Verið er
að rekja alla þræði og tæknirann-
sókn er enn í gangi. Vonast er til
að rannsókn málsins Ijúki á næstu
þremur vikum. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
20. mars 2002 MIÐVIKUDACUR
Viðbúnaður vegna NATÓ-fundar:
Höfum sérstakan vara á okkur
VORFUNDUR Starfsmenn Útlend-
ingaeftirlitsins munu hafa sér-
stakan vara á sér vegna vorfund-
ar Atlantshafsbandalagsins í maí.
Við höfum fengið almenn bréf
frá dómsmálaráðuneyti og lög-
regluyfirvöldum þar sem okkur
er bent á að sýna varfærni, ekkert
sérstaklega vegna mótmælaað-
gerða heldur almennt“, segir
Georg Lárusson, forstjóri Útlend-
ingaeftirlitsins. „Við skoðum allar
umsóknir um vegabréfsáritanir
til íslands sérstaklega vel. Sér í
lagi á þeim tíma sem er nálægt
NATO-fundum. Við höfum sér-
stakan vara á okkur varðandi
þennan fund.“
Georg segir að það verði að
hafa í huga að eftir að ísland gerð-
ist aðili að Schengen komi fólk til
landsins frá Evrópu án þess að Út-
lendingaeftirlitið hafi af því
spurnir. Því geti Útlendingaeftir-
litið aðeins fylgst með því fólki
sem kemur frá löndum utan
Schengen-svæðisins. ■
GEORG LÁRUSSON
Umsóknir um vega-
bréfsáritanír í kringum
NATÓ-fund skoðaðar
sérstaklega vel.
Nýtt deiliskipulag í Þing-
holtunum:
Húsin fá
ad standa
MIÐBORG Borgaryfirvöld sam-
þykktu í gær nýtt deiliskipulag fyr-
ir reiti sem afmarkast af Lækjar-
götu, Bankastræti, Ingólfsstræti og
Amtmannsstíg. Deiliskipulagið var
samþykkt með fjórum atkvæðum
gegn þremur. Með tillögunum er
gert ráð fyrir að öll hús á svæðinu
fái að standa en fyrir nokkru lögðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram
tillögu um róttækar breytingar á
skipulagi miðborgarinnar. Lögðu
þeir til að heimiluð yrði uppbygg-
ing á reitunum þar sem eigendum
yrði leyft að rífa allt að 17 hús á
svæðinu óskuðu þeir þess. ■
Salan stóð ekki undir
auglýsingaherferð
Þórsbrunnur leitar nauðasamninga við lánardrottna. Býður 12,5% af
um 500 milljóna heildarkröfum. Auglýsti ThorSpring og Iceland
Spring grimmt á Bandaríkjamarkaði en varð undir í samkeppni.
Olgerðin keypti vélarnar og vörumerkin.
nauðasamningar Vatnsfram-
leiðslufyrirtækið Þórsbrunnur leit-
ar nú nauðasamninga við lánar-
drottna og helstu viðskiptamenn.
Heildarskuldir eru um 500 milljón-
ir króna og hafa kröfuhafar fengið
tilboð um að fá
,, Z77. 12,5% greidd.
Jon Diðrik Brynjar Níelsson
Jónsson, fram- hrl., skipaður um-
kvæmdastjóri sjónarmaður, sagði
Olgerðarinnar, aðspurður að svo
sagði félagið lágt hlutfall væri
ekki með sjaldséð í nauða-
áform um að samningum. Stór
flytja út til hluti krafnanna
Bandaríkj- kemur frá erlend-
anna, enda um fyrirtækjum.
markaðurinn Þórsbrunnur flutti
þar erfiður. meðal annars út
—— gosvatn til Banda-
ríkjanna, Bret-
lands, Singapúr og Hong Kong. Út-
flutningur til Ástralíu og Japans
var í bígerð.
Brynjar segir að gangi kröfu-
hafar að tilboðinu gætu á bilinu 60
til 70 milljónir komið til greiðslu.
Áformað er að þeir sem eiga lægri
kröfur en 100.000 krónur fái greitt
að fullu.
Þórsbrunnur lagði mikið undir
við markaðssetningu í Bandarfkj-
unum. Ljóst er að Vífilfell, Kaup-
þing, Pétur Björnsson, fyrrum Víf-
ilfellseigandi, Orkuveita Reykja-
víkur, Nýsköpunarsjóður og Hag-
kaupsfjölskyldan, helstu eigendur,
tapa fjárfestingu sinni að mestu
leyti.
Fá teikn voru á lofti um að félag:
ið væri á leið í þrot síðasta haust. í
október vann félagið t.a.m. til
femra verðlauna fyrir markaðs-
setningu á ársfundi samtaka vatns-
framleiðenda. Þá var haft eftir Þóri
Kjartanssyni, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Þórsbrunns, í Morg-
unblaðinu að félagið væri að ná
vatnsrisanum Evian að útbreiðslu á
vissum svæðum í Bandaríkjunum.
BRYNJAR
NÍELSSON
Mjög lágt hlutfall
af heildarskul-
dum í boði fyrir
kröfuhafa
PÉTUR
BJÖRNSSON
Einn þeirra
hluthafa sem
sem tapar á
Þórsbrunni.
Nýr framkvæmdastjóri tók við
skömmu síðar.
Þórsbrunnur hætti reglulegri
starfsemi í janúar og skömmu síð-
ar keypti Ólgerðin Egill Skalla-
grímsson vélar þess og vörumerk-
in Iceland Spring og ThorSpring.
Jón Diðrik Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ölgerðarinnar,
THORSPRING
Fór illa á gríðarlegu markaðsátaki i
Bandaríkjunum. ÖlgerðinEgill
Skallagrímsson keypti vörumerkin Thor-
Spring og lceland Spring en hyggur ekki á
útflutning í það minnsta um sinn.
sagði félagið ekki með áform um
að flytja út til Bandaríkjanna,
enda vatnsmarkaðurinn þar erfið-
ur. Áhugi væri þó fyrir hendi ef
samstarfsaðilar kæmu fram sem
þekktu vel til slíks.
Brynjar segir að nauðasamn-
ingarnir séu forsenda viðskipt-
anna við Ölgerðina. Gangi kröfu-
hafar ekki að tilboðinu fái Þórs-
brunnur aftur til sín vélarnar og
fari þá að líkindum í hefðbundin
gjaldþrotaskipti. Þess mun nú
freistað að koma ýmsum óefnis-
legum eignum í verð svo sem við-
skiptavild.
mbh@frettabladid.is
Þjóðhagsstofnun:
Spá stuttu samdráttarskeiði
EFNAHAGSMÁL Ný spá Þjóðhags-
stofnunar gerir ráð fyrir að yfir-
standandi samdráttarskeið verði
stutt og hagvöxtur taki við sér
strax á næsta ári. Gert er ráð
fyrir um 3% meðalhagvexti á ár-
unum 2003-2006.
„Þetta er töluvert minni vöxt-
ur en í síðustu uppsveiflu, en
hagvöxtur var að meðaltali um
4,5% frá 1995-2001,“ segir í
spánni sem gefin var út í gær.
Þjóðhagsstofnun spáir því að
verðbólga á þessu ári verði 2,6%
og að kaupmáttur eigi eftir að
aukast um tæpt 1%. Gert er ráð
fyrir að vöxtur innflutnings vöru
og þjónustu verði heldur meiri
en vöxtur útflutnings á tímabil-
inu, eða tæplega 3,5% á ári á
móti 3% vexti útflutnings. Engu
að síður er gert ráð fyrir afgangi
á viðskiptum með vöru og þjón-
ustu allt tímabilið.
„Jöfnuður þáttatekna er hins
vegar meiri en sem nemur af-
ganginum og því er gert ráð fyr-
ir að viðskiptahalli verði að með-
altali 0,5 til 1% af landsfram-
leiðslu frá 2003-2006.“ Það er
bati frá árunum 1998 til 2000
þegar hallinn nam að meðaltali
8% af landsframleiðslu. „Með
minni viðskiptahalla nánast
stöðvast skuldasöfnun erlendis,"
segir í spánni og búist er við að
erlendar skuldir þjóðarbúsins
lækki úr 104,5% af landsfram-
leiðslu á þessu ári í 94% á árinu
2006.
Þá er spáð 2 til 3 prósenta at-
vinnuleysi á þessu ári. Gert er
ráð fyrir að það dragi úr því at-
vinnuleysi á næstu árum og það
verði um 2% á spátímabilinu. ■
Atlantsál til Reyðarfjarðar:
Erum
reiðubúnir
stóriðja „Ef svo færi að Norsk
Hydro hætti við þátttöku eru okkar
rússnesku samstarfsaðilar reiðu-
búnir að fara inn í viðræður við ís-
lenska aðila, sem hafa áhuga á að
halda þessu áfram, ásamt iðnaðar-
ráðuneytinu og Landsvirkjun," seg-
ir Jón Hjaltalín Magnússon, stærsti
íslenski eigandinn í Atlantsáli. Atl-
antsál undirbýr að reisa álver á
Norðurlandi. Hann hefur þó fulla
trú á að Norsk Hydro standi við
áætlanir varðandi byggingu álvers
á Reyðarfirði.
Ef af þessu yrði segir Jón að það
myndi flýta framkvæmdum Atl-
antsáls um eitt til tvö ár. Rússnesku
álframleiðendurnir höfðu áður
kannað lauslega aðkomu að bygg-
ingu Reyðaráls og þekkja verkefn-
ið. Þeim var hins vegar ekki boðið
að koma inn í það á sínum tíma.
Jón segir áform Atlantsáls
tæknilega ekki ósvipuð því sem
fyrirhugað er á Reyðarfirði. Þó yrði
byggt upp í smærri áföngum. Það
henti íslenskum aðstæðum betur.
Vinna við byggingu álversins yrði
jafnari og samhliða aukinni orku-
öflun Landsvirkjunar. Ólíklegt
væri að það þyrfti að fara aftur í
umhverfismat vegna þessara
breytinga. ■
Ilögreclufréttirí
T ögreglan verst allra frétta af
-Lirannsókn smyglmálsins sem
kom upp í síðustu viku. Á föstu-
daginn var 37 ára gamall maður
úrskurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald þegar 30 kg af
hassi fundust í skipi Eimskipa
sem var að koma frá Skandinav-
íu. Maðurinn tengist ekki fyrir-
tækinu á nokkurn hátt.
Þriggja bíla árekstur varð á
nýju brúnni við gatnamót Ný-
býlavegar og Reykjanesbrautar
klukkan níu í gærmorgun. Far-
þegi og ökumaður einnar bifreið-
arinnar voru fluttir með sjúkra-
bifreið á slysadeild Landspítalans
í Fossvogi. Farþeginn kenndi
eymsla í baki en ökumaðurinn
meiddist í andliti. Bílarnir eru
töluvert skemmdir og voru þeir
fluttir með kranabíl af slysstað.
Lettneskt frystiskip sigldi á
höfnina á Seyðisfirði í gær.
Nokkrar skemmdir urðu á
bryggjunni og voru matsmenn
frá tryggingarfélagi að meta þær
í gær.
Eldur kom upp í sorpgeymslu í
fjölbýlishúsi við Hagamel 31
síðdegis í gær. Engan sakaði.
Slökkviliðinu gekk greiðlega að
slökkva eldinn en talið er að ein-
hverjar reykskemmdir hafi orðið
í stigagangi hússins. Að sögn
slökkviliðs er ekki vitað um elds-
upptök.
| STUTT I
Mikil sjósókn var um allt land
í gær. Samkvæmt Tilkynn-
ingaskyldunni voru 612 bátar og
skip á sjó í hádeginu sem er mjög
mikið miðað við árstíma. Mjög
gott veður var á miðunum.