Fréttablaðið - 20.03.2002, Page 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
20. rnars 2002 MIÐVIKUDAGUR
SPURNING DAGSINS
F-listi, frjálslyndra og óháðra:
Grænar og mann
vænar áherslur
EFSTU SÆTI F-LISTANS
Margrét K. Sverrisdóttir (2. sæti), Ólafur F. Magnússon (1. sæti) og Gísli Helgason(3. sæti)
á kynningarfundi í gær. í öðrum sætum eru: Erna V. Ingólfsdóttir (4. sæti), Björn G. Jóns-
son (5. sæti), Margrét Tómasdóttir (6. sæti) Þráinn Stefánsson (7. sæti) og Hrönn Sveins-
dóttir (8. sæti).
Verður byggt álver í
Reyðarfirði?
Ég held að það dragist að þeir hafi pening í
þetta þeir i Norsk Hydro. En það kemur ör-
ugglega á endanum, fyrir árið 2010 held ég.
ívar Bjarnason, ellilífeyrisþegi
kosningar F-listi frjálslyndra og
óháðra var kynntur í gær. Ólafur
F. Magnússon, læknir og borgar-
fulltrúi, er í 1. sæti og Margrét K.
Sverrisdóttir, kennari og fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda flokks-
ins, í 2. sæti. „Segja má að við
séum með grænar og mannvænar
áherslur. Hér kemur að fólk úr
ýmsum áttum sem sameinast um
grundvallarmálefni,“ sagði Ólaf-
ur.
Meðal efstu manna eru fulltrú-
ar öryrkja og eldri borgara, en
Gísli Helgason, tónlistarmaður og
formaður Blindrafélagsins, skip-
ar 3. sæti listans og sjötug kona,
Erna V. Ingólfsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og blaðamaður, skipar
4. sætið.
í 8. sæti listans er Hrönn
Sveinsdóttir, dagskrárgerðar-
kona, en hún hefur vakið nokkra
athygli nýverið vegna heimildar-
myndar sem hún gerði um fegurð-
arsamkeppnina Ungfrú ísland.is.
Heiðurssæti listans skipar Hall-
dór Rafnar, lögfræðingur og fyrr-
verandi formaður Blindrafélags-
ins. Ólafur F. Magnússon, efsti
maður á lista, vakti athygli á að í
fyrsta sinn ætti maður af asískum
uppruna sæti á framboðslista í
borginni. Songmuang Wongwan,
matreiðslumaður, er í 17. sæti á
listanum.
Ólafur F. Magnússon sagði að
framboðið legði áherslu á málefni
en ekki þann leiðtogaslag sem hin
framboðin legðu upp með. ■
MILUÓNIR MANNA HAFA DÁIÐ ÚR ALNÆMI
TVO ÞEIRRA
ROGMAMMA
hun sm\
SKULI VER
Söfnunarsíminn er 907 2002
Afkoma
Járnblendifélagsins:
210
milljóna tap
uppgjör íslenska járnblendifélag-
ið tapaði 210 milljónum króna á
síðasta ári. Erlendar skuldir fé-
lagsins hækkuðu um 600 milljónir
króna á árinu sökum óhagstæðrar
gengisþi’óunar. Aðrar markaðsað-
stæður voru einnig óhagstæðar.
Samanlagt tap síðustu tveggja ára
er 825 milljónir króna.
Þrengingar í stáliðnaði á
heimsvísu á árinu eru sagðar
hafa komið niður á félaginu. í
Bandaríkjunum dróst stálfram-
leiðsla t.a.m. saman um 11%. Þá
varð mikil aukning framboðs á
ódýru kísiljárni frá nokkrum
fyrrum Sovétlýðveldum. Til að
rétta efnahag félagsins við tóku
hluthafar þátt í 650 milljóna
króna hlutafjáraukningu í des-
ember sl. í tilkynningu félagins
til Verðbréfaþings er greint frá
því að lítil vissa sé um framtíðar-
horfur. ■
STUTT
Ibúar í fjölbýlishúsi við Gull-
smára heyrðu ýlfur í reyk-
skynjara úr íbúð nágranna sinna
og gerðu slökkviliði viðvart
klukkan 9.50 í gærmorgun. íbúð-
in var mannlaus. Pottur hafði
gleymst á eldavél. Skemmdir
voru litlar.
1 LEIÐRÉTTING |
Kári Þorgrímsson, bóndi í
Garði við Mývatn, hefur tví-
vegis verið rangfeðraður í
Fréttablaðinu undanfarna daga.
Sem sagt: Kári er Þorgrímsson,
ekki Steingrímsson.
Cheney og Sharon
leggja hart að Arafat
Arafat fær ferðafrelsi ef honum tekst að halda árásum Palestínumanna í
skeQum. Samt óvíst hvort hann fái að snúa aftur. Israelsher bíður enn í
viðbragðsstöðu umhverfis afmörkuð yfirráðasvæði Palestínumanna.
jerúsalem Palestínumenn ætla að
leggja fram í dag hugmyndir sínar
um framkvæmd vopnahlés. ísra-
elsmenn lögðu fram sína áætlun á
mánudaginn og sögðust þurfa um
það bil mánuð til að koma sínum
hluta samkomulags um vopnahlé í
framkvæmd. Anthony Zinni, sendi-
fulltrúi Bandarjkjanna, leggur nú
hart að bæði ísraelsmönnum og
Palestínumönnum að komast að
samkomulagi um vopnahlé svo
hægt verði að setjast að samninga-
borði á ný.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hefur lofað því að ef Jasser
Arafat tekst að halda árásum
Palestínumanna á ísraelsmenn í
skefjum fái hann að ferðast út fyr-
ir herteknu svæðin. Hann geti þá
meðal annars farið á leiðtogafund
Arababandalagsins í Beirút í næstu
viku þar sem friðartilboð frá Sádi-
Arabíu verður til umræðu. Hins
vegar gaf Sharon í skyn að Arafat
fengi ekki að snúa aftur til ísraels
ef hann gætir ekki orða sinna í
Beirút.
Palestínumenn gagnrýndu Dick
Cheney, varaforseta Bandaríkj-
anna, mjög fyrir að vilja ekki hitta
Jasser Arafat í gær. Cheney sagðist
þó reiðubúinn að gera það um leið
og vopnahlé Palestínumanna og
ísraelsmanna yrði að veruleika.
Hann sagði að Arafat yrði að gera
allt sem í hans valdi stæði til að
í GÆR BRUTUST ENN ÚT ÁTÖK
í þorpinu Beit Omar á Vesturbakkanum brutust ( gær út átök milli Palestínumanna og
ísraelskra hermanna. Þessi kona hættir sér yfir götuna meðan fsraelskur hermaður leitar
skjóls á bak við vegg.
koma í veg fyrir árásir á ísraels-
menn. Næsta vika muni ráða úrslit-
um um framhaldið.
Cheney sagði að Bandaríkin
myndu áfram „taka mjög virkan
þátt“ í tilraunum til þess að halda
uppi vopnahléi milli Palestínu-
manna og ísraelsmanna. Anthony
Zinni, sendifulltrúi Bandaríkjanna,
hefur undanfarna daga lagt hart að
þeim til að koma á vopnahléi.
Þótt ísraelskt herlið sé farið frá
þeim svæðum sem Palestínumenn
eiga að hafa óskoruð yfirráð yfir
samkvæmt fyrri samningum við
ísrael, þá er langt frá því að ísra-
elski herinn sé farinn frá öllum
herteknu svæðunum. Palestínu-
menn hafa aðeins yfirráð yfir
nokkrum afmörkuðum svæðum á
Vesturbakkanum og Gazaströnd.
ísraelski herinn er enn í viðbragðs-
stöðu umhverfis þessi svæði auk
þess sem Palestínumönnum er enn
bannað að aka milli yfirráðasvæða
sinna eftir þjóðvegunum á Vestur-
bakkanum.
Cheney lauk í gær ferðalagi sínu
um Miðausturlönd og hélt til Tyrk-
lands, þar sem hann reyndi eins og
í öðrum áfangastöðum ferðarinnar
að afla Bandaríkjunum stuðnings
við frekari hernað gegn hryðju-
verkum, þar á meðal hugsanlegra
hernaðaraðgerða gegn írak. ■
Ferðaskrifstofan
Sól hættir:
Auglýst
eftir
kröfum
til öryggis
ferðaþjónusta Samgönguráðuneytið
hefur auglýst eftir kröfum í trygg-
ingafé ferðaskrifstofunnar Sólar.
Ferðaskrifstofan er að hætta sjálf-
stæðum rekstri og starfar nú undir
merkjum Terra nova - Sól.
„Þetta er gert foi’msins vegna
því ferðaskrifstofurnar sameinuð-
ust,“ segir
Anton Antons-
son, fram-
kvæmdastjóri
Terra nova -
Sólar. Þá ber
ráðuneytinu
skylda til að
auglýsa eftir
kröfum í
tryggingafé
fyrirtækisins
ef einhverjar
slíkar eru.
„Þetta er gert öryggisins vegna,“
segir Anton. Tryggingaféð stendur
meðal annars undir ferðakostnaði
einstaklinga sem eru á vegum Sólar
í útlöndum.
Antoni er ekki kunnugt um hvort
einhver geri kröfu í tryggingaféð.
„Það hefur enginn gert neina kröfu
ennþá en þær fara til samgöngu-
ráðuneytisins.“ Hann segir að hér
eftir muni tryggingafé Terra nova
standa undir skuldbindingum ferða-
skrifstofunnar gagnvart ráðuneyt-
inu. Fyrirtækin starfi undir sama
hatti og þetta hafi verið liður í því
sameiningarferli. ■
ANTON ANTONSSON
Þetta er formleg leið.
Aukið atvinnuleysi:
Uppsagnir hluti af
auknu atvinnuleysi
GEGN ALNÆMI
HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR
VINNUMARKAÐUR
Samdráttur í bygg-
ingariðnaði, verslun
og þjónustu og í
ferðatengdum at-
vinnugreinum er
ein helsta ástæðan
fyrir því að skráð
atvinnuleysi var
mun meira í sl. mán-
uði en á sama tíma í
fyrra. Karl Sigurðsson, forstöðu-
maður vinnumálasviðs hjá Vinnu-
málastofnun, segir að hluta til sé
þarna einnig um að ræða afleiðing-
ar af þeim uppsögnum sem mörg
fyrirtæki gripu til á seinni hluta síð-
astliðins árs í framhaldi af minnk-
andi þenslu og áhrifa frá hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum. Þetta
fólk hefur síðan verið að koma inn á
atvinnuleysisskrá í janúar og í febr-
úar þegar uppsagnirnar hafa verið
að koma til framkvæmda. Hann
gerir ráð fyrir að atvinnuleysið auk-
ist kannski eitthvað á milli febrúar
BYGGINGARIÐNAÐUR
Samdráttur eftir mikla þenslu er leitt
hefur til aukins atvinnuleysis I ár.
og mars og geti þá
jafnvel aukist úr
2,6% í 2,8%. í síð-
asta mánuði voru að
meðaltali um 3.556
manns á atvinnu-
leysisskrá á landinu
öllu.
Athygli vekur að
undanfarinn áratug
hefur atvinnuleysið
minnkað að meðaltali um 10,8% á
milli janúar og febrúar nema í ár. Þá
jókst það um 7,6%. Þá hefur at-
vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu
aukist umtalsvert, eða um allt að
114%. Þessi þróun er einnig athygl-
isverð í samanburði við skráð at-
vinnuleysi í febrúar í fyrra miðað
við sama tíma í ár. Aukning nemur
alls um 67,4%. Þá hefur atvinnu-
leysi aukist umtalsvert, eða um rúm
28% hjá þeim sem eru 24 ára og
yngri. Fólk á þessum aldri er yfir-
leitt með litla starfsreynslu og geld-
ur fyrir það á samdráttartímum. ■