Fréttablaðið - 20.03.2002, Side 8

Fréttablaðið - 20.03.2002, Side 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 20. mars 2002 MIÐVIKUDACUR LÖGREGLUFRÉTTIRl Tvö slys áttu sér stað í Bláfjöll- um í fyrradag. Um hálffjög- urleytið slasaðist kona á skíðum þegar hún skíðaði í harðfenni og lenti á skíðaskála. Var hún flutt á slysadeild. 16 ára stúlka féll á snjóbretti rétt fyrir klukkan hálf- átta. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var hún flutt á slysa- deild með höfuðmeiðsl. —*— A' tök áttu sér stað í heimahúsi í Reykjavík um þrjúleytið í fyrrinótt á milli tveggja kvenna. Kona sem var gestkomandi lamdi þá húsráðandann í höfuðið með hamri. Meiðsl voru minniháttar og neitaði húsráðandinn allri að- hlynningu. Að sögn lögreglunnar gisti konan fangageymslur lög- reglunnar um nóttina. Áhrif hlýnunar á Suðurskautinu: Risastór íshella molnaði hratt london. ap Stór íshella við Suður- heimskautið hefur undanfarnar vikur sundrast með ótrúlegum hraða. íshellan, sem kallast Larsen B. íshellan, var 200 metra þykk og náði yfir 3.250 ferkíló- metra stórt svæði. Hún er nú ekki nema svipur hjá sjón, brotin upp í smærri ísjaka og jaka- hröngl. Hitastig þarna hefur að meðal- tali hækkað meira en annars staðar á jörðinni undanfarna ára- tugi. Fyrir þremur árum spáðu breskir heimskautafræðingar því að íshellur við Suðurskautið myndu minnka. Það sem kom þeim á óvart að þessu sinni var hve hratt íshellan brast. „Ástæða þess að við ættum að veita þessu athygli er sú að við sjáum hér mjög hröð og djúptæk viðbrögð íshellunnar við hlýnun sem hefur ekki átt sér stað nema í fáeina áratugi," sagði Ted Scam- bos, bandarískur vísindamaður LARSEN B. (SHELLAN ER EKKI NEMA SVIPUR HJÁ SJÓN Tvö hundruð metra þykk íshella sem náði yfir 3.250 ferkílómetra svæði hefur brotnað í tætlur á fáeinum vikum. sem tók myndir af íshellunni í um það sem á eftir að gerast ef byrjun mars. „Og við getum not- hlýna fer víðar á Suðurskautinu að þetta sem eins konar leiðarvísi vegna loftlagsbreytinga." ■ Norðmaður reyndi að myrða árs uamal barn sitt: Tók dauðastríð- ið upp á myndband harmleikur Rúmlega þrítugur Norðmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa að minnsta kosti sex sinnum á síðasta ári reynt að drepa dóttur sína, sem er á öðru ári. Maðurinn er talinn hafa blandað hættulegum lyfjum í pela dótturinnar eða út í annan mat. í eitt skiptið tók hann upp á myndband myndir af dóttur sinni eftir að hann hafði byrlað henni ólyfjan. Dóttirin var í kram- pakasti meðan móðirin reyndi í örvæntingu að vekja hana til meðvitundar. Frá þessu var sagt á vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. Blaðamenn Verdens Gang segjast hafa séð mynd- bandið, sem er átta mínútur að lengd. Faðirinn segist hafa tekið myndirnar til þess að sýna lækn- um líðan dóttur sinnar. Við húsleit heima hjá honum fundust margs konar lyf, sem læknar hafa gefið út lyfseðil fyr- ir. Þar á meðal eru róandi lyf, svefnlyf og verkjastillandi lyf. Dóttirin býr nú hjá móður sinni. Ekki er talið að hún beri varanlegan skaða af þessum hrakningum. ■ Fjórföld laun öryrkja fyrir hjáverkin Steingrímur J. Sigfússon í utandagskrárumræðum um launahækkanir stjórnar Landssímans á Alþingi í gær. Samgönguráðherra segir heildar- greiðslur lækka vegna afnáms aukagreiðslna. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Steingrímur benti á að laun stjórnarformanns Símans í dag næmu um fjórföldum þeim launum sem einstæðum öryrkjum væri gert að lifa á. alþingi Mikil hækkun launa stjórnarmanna Landssímans var harðlega gagnrýnd á Alþingi í gær. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, kallaði eftir skýr- um svörum um hvort búast mætti við ámóta launahækkunum í öðr- um nefndum og ráðum á vegum ríkisins. „Það kom þjóðinni í opna skjöldu þegar samgönguráðherra tók ákvörðun um að laun stjórnar- manna skyldu tvöfölduð," sagði hann. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna benti á að öryrkjum og öldruðum væri gert að draga fram lífið á 75 til 80 þúsund krónum á mánuði. „Fjór- föld slík laun fær stjórnarformað- urinn fyrir að gera þetta viðvik í hjáverkum," sagði hann. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði tímabært að brey- ta því viðhorfi að gera lítið úr setu í stjórnum og ráðum. Hann sagði breytingarnar hjá Símanum í samræmi við verkefnin sem við blöstu. Jafnframt taldi Sturla að heildargreiðsla til stjórnarmanna yrði lægri en verið hefur þegar upp væri staðið því ekki kæmu til aukagreiðslur. Hann sagði að laun í öðrum nefndum og ráðum myndu ekki hækka. „Verkefni stjórnar Símans eru óvenjuleg og um þessar mundir ekki sambæri- leg við verkefni annarra stjórna eða nefnda á vegum ráðuneytis- ins,“ sagði Sturla. Pétur H. Blöndal, áréttaði þá skoðun sína að til að fá sem hæf- ast fólk til stjórnarsetu þyrfti að greiða góð laun. Einar Már Sig- urðarson, þingmaður Samfylking- arinnar, benti hins vegar á að fyrri stjórnarformaður hafi alls verið með um 600 þúsund krónur á mánuði og spurði hvort rökin um hæfasta fólkið fyrir mesta peninga hafi þar ekki átt við. ■ Sænski seðlabankinn: Hækkar fyrstur vexti í Evrópu HAGKERFi Sænski seðrabankinn var fyrstur seðlabanka í Vestur-Evr- ópu til þess að hækka vexti á þessu ári en vaxtaákvörðunar- fundur bankans var haldinn í fyrradag. Vextir voru hækkaðir um 25 punkta, úr 3,75 prósent í 4 prósent. Verðbólga er nú umfram 2 prósent markmið bankans og því eitt helsta áhyggjuefnið hjá frændum vorum segir í morgun- punktum Kaupþings. í fréttum Landsbréfa segir að þetta gefi vísbendingu um að seðlabankar hækki stýrivexti sína þegar efnahagslegur vöxtur hefj- ist á nýjan leik. Það gera þeir til að koma í veg fyrir ofþenslu og ná verðbólgumarkmiðum sínum. ■ —♦— ' Verðlag hækkar í EES: Lækkar á Islandi verðbólga í gær birtist samræmd vísitala neysluverðs í EES ríkjun- um fyrir febrúar og hækkaði hún um 0,2 prósent. Á íslandi lækkaði vísitalan hins vegar um 0,2 prósent.Ý Þrátt fyrir verðhjöðnun í febrúar hér á landi er verðbólga á íslandi engu að síður 9,5 prósent síðustu tólf mánuði. Það er mesta verðbólga í EES ríkjunum en næst hæst er hún á írlandi 4,9 prósent. Lægst var verðbólgan síðustu tólf mán- uði í Bretlandi 1,6 prósent. ■ NIDUR FYRIR RAUÐA STRIKH) Við leggjum okkar af mörkum til að halda verðbóigunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. DIANE PRETTY OG EIGINMAÐUR HENNAR, BRIAN Hún fór með mál sitt til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg í gær. Renault Laguna II fólksbíll Renault Scénic fólksbíll 23449 Renault Mégane Beriine fólksbíll Bílalán, afborgun á mán. Rekstrarleiga: 39.299 Verðáður 2.090.000 Verð nú 2.006.000 23.008 Bílalán.afborgunámán. Rekstrarleiga: 38.627 18.332 Bílalán.aftiorgunámán. Rekstrarleiga: 31.731 Verðáður 1.630.000 Verðnu 1.565.000 Verðáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 Gfjótháli 1 . Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220.www.bl.ii Rekstrarteigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erienda myntkörtu. Rekstrarieiga er aðeins i boði til rekstraraðiía (fyrirtæíga). Biialán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur eru með vsk. Tifboðið gildir út mars Konan sem vill fá aðstoð eiginmanns síns til að deyja: Fór með mál sitt fyrir Mannréttindadómstólinn STRASBORG. ap Bresk kona, sem vill að eiginmaður hennar megi veita henni líknardauða, fór í gær með mál sitt til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Diane Pretty er 43 ára. Hún er haldin ólæknandi sjúkdómi og lömuð upp að hálsi. Hún vill að eiginmaður sinn, Brian, geti óhræddur hjálpað henni til að deyja án þess að hann eigi yfir höfði sér málsókn. Breskir dómstólar hafa hafnað kröfu hennar. Þeir telja sig ekki hafa lagalega heimild til að veita manni hennar grið af neinu tagi, ef hann sviptir hana lífi. Hún kom með sjúkrabifreið til Mannréttindadómstólsir.s í Stras- borg í gær. Lögfræðingar hennar héldu því fi’am í málflutningi sín- um að afstaða breskra dómstóla og stjórnvalda feli í sér mannrétt- indabrot, vegna þess að hún sé þvinguð til að sæta „niðurlægj- andi meðferð eða refsingu". Talið er að Mannréttindadóm- stóllin muni innan fárra vikna taka afstöðu til þess, hvort hann taki málið fyrir. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.