Fréttablaðið - 20.03.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 20. mars 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
SKEIFUNNNI 6 • 108 REYKJAVÍK
Seðlabankinn:
Fylgist rækilega með evrunni
EFNAHAGSMÁL Birgir Isleifur Gunn-
arsson Seðlabankastjóri segir að
bankinn fylgist rækilega með þró-
un evrunnar og áhrifum hennar á
íslenska hagkerfið. Hann býst við
að fljótlega verði hafist handa við
að endurskoða skýrslu um evruna
sem bankinn gaf út á sínum tíma.
Það sé hins vegar ekki hægt að
segja neitt til um það hvenær því
verki lýkur. Hann segist ekki vilja
tjá sig um það hvort upptaka á
evru hér á landi sé leið til að
lækka raunvexti. Það er vegna
þess að „þetta er svo flókið mál“.
Hann segir að bankinn skoði alla
þá þætti hagkerfisins sem evran
getur haft áhrif á. Birgir ísleifur
segir að ef endurskoðun á þessari
fyrri skýrslu gefi tilefni til ein-
hverra nýrra ályktana þá verði
það gefið út.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði á Iðnþingi á dögun-
um að flest benti til þess að þau
aðildarríki ESB sem standa utan
evrunnar verði hluti hennar innan
fárra ára. Hann sagði að við þær
aðstæður færu tveir þriðju hlutar
útflutnings íslands til evrusvæð-
isins. Af þeim sökum væri ljóst að
evran muni leika stórt hlutverk í
íslensku efnahagslífi. ■
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON
Segist ekki vilja tjá sig um það hvort upp-
taka á evru sé leið til að lækka raunvexti.
Hæstiréttur um málsókn gegn Rekstrarfélagi Kringlunnar:
Héraðsdómur fjalli
um rúllustigana
dómstólar Hæstiréttur leggur
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að
taka efnislega afstöðu til kröfu
níu af eigendum Kringlunnar um
að tveir rúllustigar, sem Rekstrar-
félag Kringlunnar lét fjarlægja í
fyrra, verði komið fyrir að nýju.
Héraðsdómur hafði áður vísað
kröfunni frá dómi.
Aðilarnir níu eiga samtals tæp
8% í Kringlunni. Þeir krefjast
þess m.a. að ákvörðun Reykjavík-
urborgar um að veita leyfi fyrir
framkvæmdinni verði felld úr
gildi. Einnig að rekstrarfélaginu
verði gert að koma rúllustigunum
fyrir aftur innan 30 daga eftir
dómsuppkvaðningu. Þá er þess
krafist að Reykjavíkurborg hlut-
ist til um að rúllustigarnir verði
settir upp á ný. Héraðsdómur
hafði talið að kröfunum ætti að
beina að hverjum eiganda hússins
fyrir sig en ekki aðeins rekstrar-
félaginu. Hæstiréttur segir hins
vegar að rekstrarfélagið eitt hafi
UR KRINGLUNNI
Hér voru áður tveir rúllustigar, annar gekk upp en hinn niður. Nokkrir eigendur Kringlunn-
ar krefjast þess að þeim verði komið fyrir aftur.
tekið ákvörðunina og eigi því að
svara til saka í málinu.
Einnig taldi héraðsdómur að
vísa bæri kröfum á Reykjavíkur-
borg frá dómi. Hæstiréttur er á
öndverðri skoðun. Hann segir að-
ilana níu geta haft lögvarða hags-
muni af því að fá borgina skyld-
aða til að ljá atbeina sinn til að
koma stigunum á sinn stað á ný. ■
verö frá
A bretti,A bindingar,
3 manna kúlutjald
verð frá
crrnn /\
k ^ JL jL
upplestrarkeppnin
Úrslit í Hafnarfirdi
ÍLLL
'
m
Hafnarfitði verður hahlin i day, miúviku
(htíjínn 20. mars, kl.l/ U\ t Uafnarbory
AHír eru vefkomnir
Við athöfnina lesa nemendur sögur og Ijóð að viðstöddum forseta íslands,
bæjarstjóranum í Hafnarfirði og fleiri góðum gestum.
Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitt verða verðlaun en það er
Sparisjóður Hafnarfjarðar sem gefur aðalverðlaun keppninnar
í Hafnarfirði og Edda miðlun og útgáfa veitir bókaverðlaun.
Eiimig verða tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni
8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar.
Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar.
HAFNARFJARÐARBÆR