Fréttablaðið - 20.03.2002, Page 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
20. mars 2002 MIÐVIKUDACUR
búnaður
Úrslitakeppnin:
KR
burstaði
Hamar
körfubolti KR gjörsigraði Hamar
99-56 í oddaleik liðanna í átta liða
úrslitum Epson-deildarinnar í
gær. KR mætir Njarðvík í undan-
úrslitum ef Njarðvík sigrar
Breiðablik í kvöld, annars mætir
KR Grindavík.
í Keflavík tóku heimamenn á
móti Haukum. Keflvíkingar höfðu
betur og sigruðu 94-84 og mæta
Breiðablik eða Grindavík í undan-
úrslitum. ■
MALARINNim
Bæjarlind 2 • Kópavogi • Slmi: 581 3S00
T vö laus sæti
Bein markaðssókn
óskar eftir að ráða hörkuduglegt
starfsfólk í sölu og úthringiverkefni á
daginn. Góð verkefni og góðir tekju-
möguleikar.
Hríngið í síma 5908000 eða sendið
tölvupóst á fritz@bm.is til að fá viðtal.
www.bm.is
Bein markaðssókn er leiðandi
upplýsingafyrirtæki sem veitir
sérhæfða þjónustu í markaðs-, sölu
og upplýsingamálum. Markmið
fyrirtækisins er að aðstoða viðskip-
tavini sína við að ná settu marki í
upplýsinga- og markaðsstarfi.
Meistardeild Evrópu:
Liverpool komið áfram
fótbolti Spennan var öll í B-riðli
í gær þar sem Manchester
United og Bayern Munchen voru
þegar komin áfram úr A-riðli.
Þau unnu engu að síður leiki sína
í gær og enduðu bæði með 12
stig og enga tapaða leiki. Öll lið-
in í B-riðli áttu hinsvegar mögu-
leika fyrir leikina.
Liverpool komst áfram í
fjórðungsúrslitin með góðum
sigri á AS Roma. Liðið var í
neðsta sæti riðilsins fyrir leik-
ina og hefði sigur með einu
marki ekki nægt þeim. Jari Lit-
manen kom Liverpool yfir með
marki úr víti í upphafi leiks og
SIGURSKALLI
Heskey gerði annað mark Liverpool. Ger-
ard Houllier knattspyrnustjóri liðsins var
mættur á bekkinn I fyrsta sinn frá veikind-
unum í haust.
Almennar
Bíla-
viðgerðir
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500
velaland@velaland. is
í kvöld fara fram Qórir leikir í Meistaradeild Evrópu. í D-riðli berjast
Arsenal og Bayer Leverkusen um laust sæti í átta liða úrslitum.
Panathinaikos og Porto keppa um laust sæti í C-riðli.
fÓtbolti Deportivo de La Coruna
er búið að tryggja sig í átta liða
úrslit. Arsenal og Bayer Lever-
kusen eru jöfn að stigum og á
höttunum eftir hinu sæti D-riðils.
í kvöld fer Arsenal til Juventus.
Leverkusen sækir Deportivo
heim í Coruna.
Real Madrid er öruggt í fyrsta
sæti C-riðils. í kvöld tekur gríska
liðið Panathinaikos á móti Madrid.
Grikkirnir eiga möguleika á því
að komast áfram. Sama er að
segja um FC Porto, sem er í
þriðja sæti riðilsins. Liðið fer til
Sparta Prag, sem er dottið úr
keppni.
Arsenal er á flugi og á mögu-
leika á meistaratitli í ensku deild-
inni og enska bikarnum. Knatt-
spyrnustjórinn Arsene Wenger
þakkar markafjöldanum og styrk
framherjanna Dennis Bergkamp,
Thierry Henry og Robert Pires.
„Við erum búnir að skora í 31 leik
í röð. Það eru merki um gæði. Nú
er mars og við erum enn inni í öll-
um keppnum. Ég sé enga ástæðu
fyrir þvi að við vinnum þær ekki,“
segir Wenger. Henry getur spilað
með á móti Juventus í kvöld.
Hann er í leikbanni á Englandi.
Bergkamp situr heima í London.
Hann hreyfir sig ekki vegna flug-
hræðslu. Juventus á enga mögu-
leika á að komast áfram. Liðið er
aðeins einu stigi á eftir AS Roma
og Inter Milan í ítölsku deildinni.
okkur áfram. Ég er handviss um
að það tekst,“ segir markvörður
Leverkusen, Joerg Butt. Auk þess
að verja mark liðsins tekur hann
gjarnan vítaspyrnur. Það gæti
reynst Þjóðverjunum í Lever-
kusen vel að Deportivo er komið
áfram og þarf aðeins eitt stig til
að tryggja fyrsta sætið í D-riðli.
Margir leikmenn fá hvíld í kvöld,
þ.á m. framherjinn Diego Tristán.
Hann skoraði þrjú mörk á móti
Osasuna á laugardaginn.
Real Madrid hvílir væntanlega
einnig leikmenn á móti Pan-
athinaikos. Vicente de Bosque
þjálfari gerði það í 3-0-sigri á móti
Sparta Prag í síðustu viku. Real er
í fyrsta sæti spænsku deildarinn-
ar. Grikkirnir þurfa á stigi að
halda til að komast áfram. Annars
þarf Sparta Prag að vinna eða
gera jafntefli á móti Porto. Þjálf-
ari Grikkjanna segir það ekki
skipta öllu að stjörnur Real verði
hvíldar. „Real er Real, sama
hvérjir spila. Því má ekki
gleyma,“ segir hann.
I Portúgal er Brasilíumaðurinn
Deco kominn aftur í lið Porto eft-
ir meiðsli. Markvörðurinn Vitor
Baia er frá og Carlos Secretario í
banni eftir leikinn á móti Pan-
athinaikos í síðustu viku. Sparta
spilar án framherjans Libor Sion-
ko. Hann braut tönn og fékk heila-
hristing í tékkóslavnesku deild-
inni á sunnudaginn. ■
THIERRY HENRY
í leikbanni Í Englandi. Má spila utan lands-
ins. Verður að pllum líkindúm með í kvöld.
Sterkustu leikmennirnir verða ef-
laust hvíldir. „Það er okkur sjálf-
um að kenna að við komumst ekki
áfram. En við spilum í kvöld og
vöndum okkur við það, þó leikur-
inn sé þýðingarlaus," segir
Marcello Lippi, þjálfari Juventus.
Bayer Leverkusen verður að
vinna Deportivo til að komast
fram fyrir Arsenal og áfram í átta
liða úrslitin. „Það er ekkert vit í
öðru. Það er það eina sem kemur
JOHANN MUEHLEGG
Margoft hefur komið fram á lyfjaprófum
í vetur að hann notar lyf til að auka
getu sína.
Spænski Þjóðverjinn:
Undir
smásjá í
allan vetur
skíði Skíðagöngumaðurinn Johann
Muehleg, sem var sviptur gull-
verðlaunum á vetrarólympíuleik-
unum eftir að falla á lyfjaprófi, er
búinn að vera undir smásjá hjá
World Anti-Doping Agency, sem
sér um lyfjapróf í ýmsum keppn-
um, í allan vetur. Oft hefur komið
fram á prófum að hann notaði lyf
til að auka frammistöðu sína.
Sömu sögu er að segja um tvær
rússneskar skíðagöngukonur, sem
féllu einnig á lyfjaprófi á leikun-
um, Larissa Lazutina og Olgu
Danilova.
Muehlegg, sem er þýskur en
keppir fyrir hönd Spánar, missti
gullverðlaun fyrir 50 km göngu.
Hann fékk að halda tveimur verð-
launum, sem hann vann áður. Sví-
inn Bengt Saltin hjá WADA segir
það ekki hafa verið erfitt að góma
Muehlegg. „Við erum búnir að
taka blóðprufur frá fjölda skíða-
manna í kringum heimsbikar-
keppnir £ vetur. Það voru greini-
leg merki um lyf í blóði hans og
Rússanna tveggja. Við gátum
meira að segja séð að hann hætti
að taka lyfin í lok janúar," sagði
Saltin. Öll þrjú notuðu lyf sem
eykur fjölda súrefnisríkra rauðra
blóðfruma. ■
1ÍP1ÓTTIR l' PAC|
19.00 Sýn
Leiðin á HM
(Danmörk og Senegal).
19.00 Krull
Lokaumferð íslandsmótsins í
krulli í Skautahöllinni á
Akureyri.
19.30 Sýn
Meistaradeild Evrópu
(Juventus - Arsenal).
20.00 Körfubolti
Njarðvík og Breiðablik mætast
i oddaleik um sæti í fjögurra
liða úrslitum Epson-
deildarinnar í Njarðvík.
20.00 Körfubolti
KR og Keflavik mætast i
úrslitakeppni fyrstu deildar
kvenna í KR-húsinu.
21.40 Sýn
Meistaradeild Evrópu
(Deportivo - Leverkusen)
22.15 RÚV
Handboltakvöld
23.30 Sýn
Heklusport
A RIPILL__________ B RIÐILL
Úrslit Úrslit
BOAVISTA - MAN.UTD. 0-3 LIVERPOOL - ROMA 2-0
BAYERN M. - NANTES 2-1 GALATAS. - BARCELONA 0-1
LIÐ L STIG LIÐ L STIG
Man. United 6 12 Barcelona 6 9
Bayem 6 12 Liverpool 6 . 7
Boavista 6 5 Roma 6 7
Nantes 6 2 Gaiatasaray 6 5
Emile Heskey kom liðinu áfram
með skallamarki um miðjan síð-
ari hálfleik. Þá tryggði
Barcelona sig áfram með sigri
gegn Galatasaray í Tyrklandi .
Luis Enrique gerði eina mark
leiksins. ■
VELALAIMD
VÉLASALA • TURBÍWUR
VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR
Mim
Gonguskiði og búnað
Snjobretti og bunaður
Kulda- og:
fyri
g snjobretta
' lí '
s>'
v'i
NANOQ+
- lífiö er áskonin!