Fréttablaðið - 20.03.2002, Síða 16

Fréttablaðið - 20.03.2002, Síða 16
Á HVAÐA TÍMUM LIFUM VIÐ Meiri tækifæri en nokkru sinni Við lifum á tímum breytinga og framþróun- ar. Þar sem tækifæri einstaklinganna eru að öllum líkindum fleiri, en þau hafa nokkurn tímann verið áður ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ m Stóra sviðið ki 20.00 ► MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Fim. 21/3 uppselt, lau. 13/4 nokkur sæti laus, lau. 20/4 örfá sæti laus. ► AWNA KARENINA - Lev Tolstoj 10. sýn. fös. 22/3 örfá sæti laus, 11. sýn. lau. 6/4 nokkur sæti laus, 12. sýn. fös. 12/4. ► SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Lau. 23/3 ki. 15:00 örfá sæti laus og kl. 20:00 uppselt. 70. sýning. Allra síðustu sýningar. JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI - Guðrún Helgadóttir Sun. 24/3 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 7/4 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 örfá sæti laus, lau. 13/4 kl. 13:00 uppselt og kl. 16:00 örfá sæti laus, sun. 14/4 kl. 14:00 uppselt, lau. 20/4 kl. 13:00 örfá sæti laus og kl. 16:00 örfá sæti laus, sun. 21/4 kl. 14:00 uppselt, sun. 28/4 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 nokkur sæti laus. ■ Litla sviðið kl 20.00 ► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Aukasýningar fim. 21/3 uppselt, fös. 22/3. uppselt, lau. 6/4 nokkur sæti laus, fös. 12/4. Ekki er hægt að hleypa inn f salinn sftir að sýning er hafin! Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari Mhasölusimi: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.ls Veffang: www.leikhusid.is 20. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Sveitina skipa menn úr ýmsum áttum og erfitt er að koma þeim saman á tónleika. Kaffileikhúsið: Stórsveit Reykjavíkur tónlist Stórsveit Reykjavíkur efnir til tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21.00. Sú hugmynd hefur verið á lofti um hríð að koma á reglulegum „klúbbtónleikum“ stórsveitarinn- ari. Markmiðið er að ná mannskapn- um saman undir óformlegri kring- umstæðum en á hefðbundnum tón- leikum og spila tónlist sem meðlim- ir þekkja vel og geta flutt með með lágmarks undirbúningi og fáum æf- ingum. Að þessu sinni verður flutt tónlist eftir ýmsa af stórsveitatón- smiðum sögunnar. ■ INGA HULD HÁKONARDÓTTIR er sagnfræðingur sem undanfarin ár hefur einkum fengist við að draga fram sögu kvenna og kristni. Félag íslenskra fræða: Helgar meyjar og ver- aldlegar frúr fyrirlestur Félag íslenskra fræða stendur fyrir rannsóknakvöldi í Sögufélagshúsinu í Fischersundi í kvöld kl. 20.30. Inga Huld Hákon- ardóttir mun fjalla um konur á Hólastað og í Skagafjarðarhéraði á miðöldum, jafnt helgar meyjar sem veraldlegar frúr, og segja frá ýmsum munum og textum sem þeim tengjast. í kynningu hennar segir meðal annars: „Ef marka má biskupasögur, einkum þeirra Jóns helga og Guömundar góða, virðist sem konur og skriftlærðir menn hafi haft nokkra samvinnu. Jar- teinaþættir, sem áður nutu lítillar virðingar, varðveita miklar upp- lýsingar um daglegt líf kvenna og barna. Og frá þessum öldum hafa geymst furðu margir góðir gripir sem veita innsýn í tilveru jarðn: eskra sem himneskra kvenna.“ í erindinu tvinnast saman lista- saga, kvennasaga og kristnisaga ■ MIÐVIKUPAGURINN 20. MARS FUNDUR______________________________ 16.30 Aðalfundur Verðbréfaþings fs- lands er haldinn í dag á Grand Hótel Reykjavík og er öllum op- inn. Sérstakur gestur fundarins verður John Quitter, stjórnarfor- maður The Northern Partnership Limited. 20.30 Sjálfstæðisfélag Kópavogs og Sjálfstæðiskvenfélagið Edda bjóða eldri borgurum í Kópavogi til Vorfagnaðar í kvöld í Félags- heimili Kópavogs. Þar mun dr. Gunnar I. Birgisson, alþingis- maður og formaður bæjarráðs, flytja ávarp, Kór eldri borgara syngur, boðið verður upp á harm- onikkuspil og kaffihlaðborð. FYRIRLESTUR_________________________ 12.30 Geraldo Conceicao fatahönnuður flytur í dag fyrirlestur í LHÍ Skip- holti I, stofu T13. Conceicao er mjög vel þekktur í tískuheiminum og einn helsti hönnuðurinn hjá hinu fræga tískuhúsi Yves Saint Laurent í París. (fyrirlestrinum fjallar hann um eigin feril í fata- hönnun. 17.15 Yair Sapir flytur fyrirlestur í dag í boði fslenska málfræðifélagsins. Fyrirlesturinn er í stofu 422 i Árnagarði og nefnist „lcelandic Neologisms since 1780". Fyrirlest- urinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. 17.00 Alliance Francaíse, franska sendiráðið, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskóli ís- lands standa fyrir sýningu sem haldin er til minningar um tveggja alda afmæli fæðingar Victors Hugo. Sýningin er í aðalbyggingu Háskóla íslands. Hún hefst á mál- stefnu Torfa Tulinius sem ber nafnið „um Victor Hugo og Frakk- land 19. aldar" (á frönsku og ís- lensku). Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is sölu Fartölvur Fujitsu-Siemens, 450 Mhz, 12,2" skjár, 198 Mb minni, 7 Gb HDD, innbyggt CD, FDD, og 56,6K modem, Nl MH rafhlaða. Kr. 85.000, 70.000 stgr. án vsk. Dell Latitude CPt. 650 Mhz, 14,1" skjár, 198 Mb minni, 10 Gb HDD, CD, FDD, 56,6K modem, taska. Lithium rafhlaða. Kr. 155.000, 140.000 stgr. með vsk. Nánari upplýsingar veitir Jón Víkingur Hálfdánarson í símum 577 1888 eða 892 1316. Leður til heimilisprýði Jwítilst LEÐURVÖmjDEILD í púða, dúka á húsgögn eða á gólfið Krókhálsi 3 • 110 Reykjavlk • Simi 569-1900 • Fax 569-1901 • hvitlist®hvitlist.is Ekkert skemmtilegra en að leika fyrir börn Alþjóðlegi barna- og unglingaleikhúsdagurinn er í dag. A Islandi eru starfandi fimm atvinnuleikhópar sem helga sig eingöngu börnum. HALLVEIG HEILLAR BÖRNIN Miðað við fólksfjölda segir Hallveig það nánast kraftaverk hvað margir leikhópar séu starfandi á fslandi, ekki síst miðað við önnur lönd. Ein af skýringunum sé sterk hefð fyrir sögum og þörfin fyrir að segja sögur. „Það mætti segja að barnaleikhóparnir hafi sprottið óbeint upp úr þessum frjósama jarðvegi." leiklist ASSITEJ, Alþjóðlegu barna- og unglingaleikhússamtök- in, hafa valið 20. mars sem alþjóð- legan barna- og unglingaleikhús- dag. Á íslandi hefur þróun barna- leikhúsa síðustu tuttugu árin verið mjög hröð. í dag eru starfandi fimm atvinnuleikhópar, fyrir utan stóru leikhúsin, sem helga sig ein- göngu börnum: Brúðubíllinn, Möguleikhúsið, Leikhúsið 10 fing- ur, Stoppleikhúsið og Sögusvunt- an. Fréttablaðið hafði samband við Hallveigu Thorlacius, brúðu- leikara og einn aðstandenda Sögu- svuntunnar, og leitaði svara við þessari miklu grósku. „Það sem liggur sjálfsagt að baki er að það er ekkert skemmtilegra en að leika fyrir börn. Fólk sem á annað borð byrjar á erfitt með að hætta. Bæði eru börnin þakklát og kröfu- hörð í senn. Þau eru einlæg og á móti verður að vera einlægni. Þau halda manni stíft við efnið." Hallveig segir það koma æ bet- ur í Ijós hvað leikhús barna séu gífurlega nauðsynleg frá uppeld- is- og sálfræðilegum sjónarmið- um. „Börn eru alltaf að glíma við sömu vandamálin. Þau eru með sektarkennd yfir ákveðnum hlut- um og berjast öll við að skilja sömu grundvallarspurningarnar. Sögurnar sem mannkynið hefur komið sér upp eru í raun svar full- orðinna við spurningum barn- anna. Það má því segja að ekki einungis felist mikið skemmtana- gildi í því að fara með börnin í leikhús heldur sé það þeim afar hollt." Náið samstarf er milli Norður- landanna í gegnum ASSITEJ. Hallveig segir miðstöð samtak- anna undanfarinn áratug hafa verið í Danmörku og nú í Svíþjóð. „Norðurlandabúar eru virkari en aðrar þjóðir og vægi þeirra er mjög mikið. Hvergi í heiminum er eins vel hlúð að barnaleikhúsum. Þar eru í gangi óskráð lög sem kveða á um að 25% allra styrkja sem renna til leikhúsa fari til barnaleikhúsa. Forsendan er sú að 25% þjóðarinnar eru börn og þeim ber að sinna. Þetta á ekki við um ísland. Ég veit að löngun ráða- manna fyrir aukinni aðstoð er fyr- ir hendi og vonandi líður ekki á löngu þar til hlutirnir breytast til batnaðar." „Sveinbjörn Baldvinsson sagði í pistli fyrir nokkru og var þá að tala um kvikmyndagerð á íslandi, að það væri vísindalega sannað að býflugur gætu ekki flogið, bæði væru þær loðnar og of þungar. Þær fljúgi nú samt og hafi enga hugmynd um að þetta eigi að vera þeim ómögulegt. Eins er með barnaleikhúsið, við höldum áfram hvað sem tautar og raular," sagði Hallveig að lokum, bjartsýn um framtíð barnaleikhúsa. kolbrun@frettabIadid.is TRIO ROMANCE Á efnisskrá kvöldsins eru verk eft- ir Franz Doppler, Ferruccio Busoni, Dmitri Sjhosta- kovitsh, Petr Eben, Grigoras Dinicu, Jules Dem- ersseman og Félix Charles Berthélemy. Salurinn í Kópavogi: Trio Romance á Tíbrá-tónleikum tónleikar Trio, Romance heldur tónleika í TÍBRÁ tónleikaröð Salarins í Kópavogi í kvöld og hefjast þeir kl. 20.00. Tríóið er skipað hjónunum og flautuleik- urunum Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau, og píanó- leikaranum Peter Máté. Martial og Guðrún hafa spilað saman á flautur frá því árið 1980 og hlotið mikið lof fyrir samleik sinn, m.a. hafa þau unnið til 1. verðlauna í kammermúsíkk- eppni franskra listakvenna í París. Peter Máté er fæddur 1962 í Tékkóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistaraka- demíuna í Prag. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn - 1980 í Hradec Královék, 1986 í Vercelli, 1989 í Enna. Peter Máté hefur starfað hér íslandi frá ár- inu 1990 og er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.