Fréttablaðið - 20.03.2002, Side 22

Fréttablaðið - 20.03.2002, Side 22
Carvingskíði 30-50% afsl. Eldri skíði 50-90% afsl. Lange skíðaskór 30% afsl. Snjóbretti og snjóbrettavörur 30-50% afsl. 30-70% afsl. Gönguskíðapakkar 30% afsl. Þúfærðmikið fyrirlítið! í'l/erslunin^H I/M4RKID i|. Ármúla 40 • Sími: 553 5320 • www.markid.is Arfleiddi Öryrkjabandalagið að 60 milljónum Olafur Gísli Björnsson, inn- heimtumaður og blaðberi, lést í Reykjavík 15. janúar síðastlið- inn. Ólafur Gísli ánafnaði Ör- yrkjabandalagi íslands allar eigur sínar, um 36 milljónir króna í reiðufé og þrjár litlar íbúðir. Gjöf Ólafs er því metin á nærri 60 milljónir króna. „Við vissum að þetta væri að minnsta kosti þrjár íbúðir og eitthvað meira,“ segir Lýður Björnsson sagnfræðingur, bróðir Ólafs heitins. „En að þetta væri svona mikið vissum við ekki.“ Ólafur var alla tíð afar spar- samur og eyddi litlu í sjálfan sig. „Við vorum að segja honum eftir að við vissum að hann væri orðinn sæmilega efnaður að hann ætti að fara utan og sjá sig um í veröld- inni en þá sagði hann að hann langaði ekkert út,“ segir Lýður. Ölafur fæddist í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu árið 1934. Hann veiktist ungur af skar- latssótt og í framhaldi hennar fékk hann heilahimnubólgu sem leiddi til lömunar og flogaveiki. Með lyfjum tókst að halda flogun- um í skefjum en lömunin háði honum alla tíð. Ólafur var afar vinnusamur alla tíð. Ungur vann hann sveita- störf og eftir að hann kom til Reykjavíkur starfaði hann fram- an af í prentsmiðjunni Gutenberg og á Kópavogshæli. Hann fór síð- an að bera út blöð og innheimta gjöld fyrir ýmis félög og varð það hans aðalstarf síðustu þrjá ára- tugina. Persónan Ólafur Císli Björnsson arfleiddi Öryrkjabandalagið að stærrí gjöf en nokkur einstakiingur hefur áður latið af hendi rakna til bandalagsins. Flestir þeir sem búið hafa í Vesturbænum muna eftir Ólafi sem sinnti störfum sínum óháð veðri og færð. Hann ferðaðist um með innheimtu- og blaðburðar- töskur, á hækjum og mannbrodd- um þegar færð var slæm. Oft hlaut hann þó byltur en reis upp og hélt ótrauður áfram. ■ ÓLAFUR GÍSLI BJÖRNSSON Ólaf Gísla mátti sjá á ferð um bæinn, aðallega Vesturbæinn, í öllum veðrum. Alltaf bar hann með sér slitna innheimtu- tösku sína og oftast hafði hann blaðapoka yfir hina öxlina. 13.30 Jónína Elíasdóttir frá Hesteyri, Kópavogsbraut 1 b, 14.00 Ás.ta Tlieódórsdóttir, Fjólugötu 23 Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 15.00 Gunnar J. Júlíusson frá Hrappsey, verður jarðsunginn í dag frá Há- teigskirkju. AFMÆLI Valgarður Egilsson, læknir, er 62 ára í dag. Gisli Rúnar Jónsson, leikari, er 49 ára í dag. STÖÐUVEITINGAR Nathalie Jacqueminet hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra listaverkadeildar Listasafns íslands. ANDLÁT 1 AFMÆLI Margfalt afmæli í ár Gísli Rúnar Jónsson leikari á afmæli í dag. Honum finnst ekki mikið til þess koma enda eiga hann og fjölskylda hans mun merkilegri afmæli síðar á árinu. afwiæli „Ég er ekki vanur að brey- ta út af daglegum venjum þó ég eigi afmæli en ég veit ekki hvað mínir nánustu hafa hugsað sér,“ segir Gísli Rúnar Jónsson leikari sem er 49 ára í dag. „Mér finnst miklu skemmtilegra að vera í af- mæli hjá öðrum og hef ekki mjög gaman af mínum eigin afmælum. Hann segir þó eina undantekn- ingu þar á en á árinu eigi hann þrjátíu ára leikafmæli. „Það finnst mér miklu merkilegra og ætla að halda upp á það. Edda Björgvins á líka leikafmæli en í ár eru tuttugu og fimm ár síðan hún lék í fyrsta sinn. Hún á líka enn merkilegra afmæli því hún verður fimmtug á þessu ári. Son- ur okkar Björgvin Frans sem út- skrifaðist fyrir einu ári úr Leik- listarskólanum á líka leikafmæli en hann var fimm ára þegar hann kom fyrst fram. Þessi tímamót finnst mér miklu merkilegri og ætlum við að halda veglega upp á þau,“ segir Gísli. Hann kom fyrst fram með Júlíusi Brjánssyni í gervi kaffibrúsakarlanna og þeir félagar ætla að gleðja sína aðdá- endur með því að endurvekja þá mætu menn. „Við Júlíus voru ungir og ferskir fyrir þrjátíu árum og komum fram í eitt ár sem karlarnir. Við getum ekki minnst þeirra tímamóta á skemmtilegri hátt en vekja þá upp á árinu. Við Edda og Björgvin Frans ætlum að minnast tíma- móta okkar með nokkru sem ekki verður upplýst strax. En það mun alveg örugglega vera í okkar anda og mjög líklega farsi ekki ósvipaður „Sex í sveit“ sem sýn- dur var fyrir nokkrum árum.“ Gísli er fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Jóns Björnsson- ar fyrrverandi kaupmanns, og konu hans Guðrúnar Gísladóttur. Hann segir fæðingu sína þennan dag fyrir fjörutíu og níu árum hafa borið að á ósköp hversdags- legan hátt. „Það var ekkert sem benti til að þessi litli karl sem þá fæddist myndi fást við það sem ég hef verið að fást við. Mér finnst ég alltaf jafn ungur. Ég horfi enn á eftir sætum stelpum en ætli aldurinn segi ekki til sín á þann hátt að ég hafi gleymt hvers vegna.“ ÖLL FJÖLSKYLDAN Á AFMÆLI Gísli á þrjátíu ára leikafmæli á árinu. Þau Björgvin Frans sonur hans og Edda Björg- vins eiga einnig merkileg leikafmæli auk þess sem Edda á fimmtugsafmæli. Nýliðin tvö ár hefur Gísli ver- ið í algjöru fríi frá leiklistinni og haldið sig við skriftir. Bók hans um Björgvin Halldórsson kom út seint á síðasta ári og um þessar mundir vinnur hann að öðru verki. „Ég veit ekki hvenær ég sný mér að leiklistinni aftur en vafalaust á ég eftir að gera það í einhverri mynd,“ segir hann. Gísli á tvo syni með Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og tvær stjúpdætur. ■ TÍMAIVIÓT JARÐARFARIR FRÉTTABLAÐIÐ 20. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR Margrét Strand, Lindargötu 57, Reykja- vík, lést 17. mars. Útför hennar hefur far- ið fram í kyrrþey. Helgi Andrésson, forstöðumaður dreif- ingar rafmagns á Akranesi, Esjubraut 26, Akranesi, lést 15. mars. Aðalbjörg Júliusdóttir frá Seyðisfirði, Hrafnistu, Reykjavík, lést 15. mars. Helga Kristjánsdóttir frá Eskifirði lést 7. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Brynhildur Björnsdóttir, Norðurgötu 34, Akureyri, lést 16. mars. Magnús Þ. Sigurðsson, Hjallaseli 45, Reykjavík, lést 18. mars. HRÓSIÐ Hrósið fær Þorsteinn Ingólfsson fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, sem virðist vera búinn að finna málamiðlun sem leysir áralanga deilu um skipan IMannréttindaráðs SÞ. 1970 sigraði bandaríski leikar- inn Steve McQeen í kappakst- urskeppni í Flórída. Hann var þá enn með fótinn í gifsi eftir mót- orhjólaslys sem hann lenti í skömmu áður. Arið 1995 frömdu nokkrir með- limir japanska trúarsafnaðar- ins Aum Shinri Kyo hryðjuverk með því að dreifa banvænu gasi á járnbrautarlestar- stöð í Tókýó. Tólf manns létu lífið og meira en fimm þús- und veiktust af völdum gassins. Leiðtogi safnaðar- ins, Shoko Asahara, var handtek- inn nokkru síðar og kærður fyrir morð ásamt fjölmörgum öðrum leiðtogum. Þýsk sendinefnd kom til Reykjavíkur 20. mars árið 1939, tæpu hálfu ári áður en síð- ari heimsstyrjöldin hófst. Ósk Þjóðverja um að fá að koma upp flugbækistöð á íslandi var hafn- að. Arið 1952 hlaut Humphrey Bog- art Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Afr- íkudrottningunni. Þetta var í eina skiptið sem Bogart fékk Óskarinn. Asgeir Hannes Eiríksson hélt stystu ræðu í sögu Alþingis árið 1991: „Virðulegi forseti. Ál- verið rísi!“ Þá stóðu yfir umræð- ur um byggingu álvers á Keilis- nesi. SAGA PAGSINS 20. MARS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.