Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 2

Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 2
KJÖRKASSINN PÁSKAECC Meginþorri landsmanna kaupir páskaegg. Kaupirðu páskaegg? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.vísir.is 35% Spurning dagsins í dag: Ferðu í kirkju um páskana? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2002 MÁNUDACUR LANDSBYCCÐIN Aurskriða féll yfir þjóðveginn um Kambaskriður milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar í fyrrinótt. Skriðan var um 100-150 metrar að breidd og lok- aði hún veginum fyrir allri um- ferð. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var unnið að hreinsunarstörfum í gærdag og þótti ekki sýnt að vegurinn yrði opnaður fyrir umferð. Tveggja bíla árekstur varð í Borgarnesi á föstudags- kvöldið. Tildrög slyssins voru þau að bíll sem var að koma úr íbúðarhverfinu keyrði í veg fyr- ir annan sem var á leið norður. Tvennt var flutt á heilsugæslu- stöðina með minniháttar meiðsl. Bílarnir eru mikið skemmdir og voru þeir fluttir í burtu með kranabíl. Bíll valt við afleggjarann við Eystri-Sólheima um níuleytið í gærmorgun. Eldri maður sem var einn í bílnum missti stjórn á bílnum í lausamöl með fyrr- greindum afleiðingum. Læknir varð vitni að slysinu og hlúði að manninum þar til sjúkrabíll kom og flutti hann á heilsugæslustöð- ina í Vík. Að sögn lögreglunnar var um minniháttar meiðsl að ræða. Bíllinn er gjörónýtur og var fluttur í burtu. FÓRNARLAMBA MINNST Svartklædd kona minnist fómadamba árása NATO í athöfn í Belgrad í gær. Stuðningsmenn Milosevic safnast saman: 3 ár frá árás- um NATO belgrap. ap Um 7.000 manns söfn- uðust saman í Belgrad í gær til að mótmæla réttarhöldum yfir Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, og til að lýsa vanþóknun sinni á loftárásum NATO sem hófust fyrir 3 árum síðan. NATO hóf þær til að koma Alb- önum búsettum í Kosovo-héraði til bjargar. Milosevic neyddist í kjölfarið til að draga liðssveitir sínar frá Kosovo. Héraðið til- heyrði Júgóslavíu en er nú stjórn- að af Sameinuðu þjóðunum. Marg- ir mótmælendanna héldu á fánum Serbíu og borðum sem gagnrýna loftárásir NATO. Yfirvöld í Júgóslavíu segja að um 2.000 óbreyttir borgarar og 1.000 hermenn hafi látist í þeim. I fyrra var 24. mars gerður að minningardegi til heiðurs fórnar- lömbum árásanna. Milosevic er í haldi í Haag þar sem réttarhöld vegna meintra stríðsglæpa hans standa yfir. ■ Árni Mathiesen varar við umsókn í ESB á fölskum forsendum: Umsókn gæti spillt samstarfi esb Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, varar við því að menn geri sér vonir um að ísland fái undanþágur frá sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins eða breytingar á henni við inngöngu í ESB. „Eg á alls ekki von á því að það yrði viðurkennt í einhverri fyrirsjáanlegri framtíð hjá Evr- ópusambandinu.“ Árni segir ljóst hvað býðst ef ísland sækir um aðild. Það sé að- lögunartími svipaður þeim sem Norðmenn sömdu um og höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undan- þágur og breytingar séu ekki til umræðu. Þetta hafi ráðamenn ESB margoft sagt. „Við myndum þá frekar spilla samskipt- um okkar við Evrópusam- bandið ef við værum að sækja um aðild og byggð- um það á einhverjum for- sendum sem við vissum að væru ekki fyrir hendi,“ segir Árni. Norðmenn telji samskiptin við ESB stirð- ari eftir að hafa hafnað samningum í tvígang. Rætt hefur verið um að reglur Evrópusambands- ins um hlutfallslegan stöð- ugleika geti nýst íslend- ingum við að ná samning- um um stjórn fiskveiða. Þessu er Árni ósammála. ÁRNI MATHIESEN Ekki endilega viðvarandi hald í hlutfallslegum stöðugleika. „Það er nokkuð sem menn hafa talað um að breyta. Þó það séu ekki uppi tillög- ur um að breyta því núna gæti það breyst í framtíð- inni. Hlutfallslegur stöð- ugleiki er ekki hluti af Rómarsáttmálanum eins og sameiginlega auðlinda- nýtingin. Það eru miklu meiri líkur á að því sem er talað um sem haldreipi fyrir okkur verði breytt í framtíðinni og fótunum hugsanlega kippt undan okkur en því að þröskuld- inum í fiskveiðistefnunni verði breytt." ■ FRAMHALDSSKÓLAR Lið Menntaskólans í Reykjavík sigraði í tíunda sinn í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í úrslitakeppni í Sjón- varpinu á föstudagskvöld. Liðið bar sigurorð af liði Menntaskólans við Sund og hlaut Hljóðnemann að launum og vikuferð til Krítar. MS hafði betur lengi framan af, en MR seig framúr. Sheep River Hook kölluðu þær sig stúlkurnar úr Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki sem báru sigur úr býtum í Söngvakeppni framhaldsskólanna á laugardagskvöldið. í öðru sæti var keppandi Kvennaskólans í Reykjavík og þriðja sætinu skiptu með sér Menntaskólinn á Laugar- vatni og Menntaskólinn á ísafirði. ÆTTINGJAR SYRGJA Ættingjar Najy El Ajrami, 21, fylgdu honum til grafar í flóttamannabúðum í norðurhluta Gaza-svæðisins i gær. Ajrami var drepinn af her- sveitum Israela eftir að hann hafði ráðist á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Reynt til þrautar að ná samkomulagi Tíu drepnir í Mið-Austurlöndum í gær. Erindreki Bandaríkjastjórnar reynir að koma á vopnahléi. Arafat vill til Beirút en Bandaríkjamenn vilja að hann gangi að kröfum þeirra. JERÚSALEM. WASHINGTQN. AP. Ant- hony Zinny, erindreki Bandaríkja- stjórnar fundaði með fulltrúum fsraela og Palestínumanna, í gær- kvöld. Hann er undir miklum þrýstingi um að ná samkomulagi um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga áður en leiðtogafundur Arababandalagsins hefst í Beirút, höfuðborg Líbanon, á miðvikudag. Átök brutust margsinnis út á milli ísraela og Palestínumanna í gær. Hersveitir ísraela skutu fjóra menn til bana við landamæri ísrael og Jórdaníu, sem vanalega eru friðsæl, aðfaranótt sunnu- dags. Mennirnir ætluðu að laum- ast inn í ísrael. ísraelskir hermenn skutu Pelstínumann í grennd við Gaza- svæðiðið og ísrael og þrír Palest- ínumenn voru skotnir í grennd við landnemabyggðir gyðinga á Gaza- svæðinu. ísraelsk kona var einnig skotin til bana af Palestínumönn- um. Skömmu síðar skutu ísraelsk- ar hersveitir palestínskar lög- reglumann til bana. Fundur leiðtoga arabaríkjanna hefst á miðvikudag. Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, vill sitja fundinn. Málefni ísrael og Palestínu verða í brennidepli á fundinum og friðartillögur Sádi- Arabíu. ísraelar hafa ekki gefið honum ferðaleyfi enn og svo gæti farið að hann yrði enn í stofufang- elsi á miðvikudag. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísrael, sagði ríkisstjórn sinni í gær að hann vildi fara á fundinn í Beirút til að útskýra afstöðu ísra- ela. Sharon er mjög illa liðinn í arabaheiminum og engar líkur eru taldar á því að honum verði boðið á fundinn í Líbanon. Sharon var varnarmálaráðherra þegar ísraelar réðust inn í Líbanon og hefur verið sakaður um að bera beina ábyrgð á fjöldamorðum á Palestínumönnum í flóttamanna- búðum í Beirút. Bæði ísraelar og Palestínu- menn hafa fallist á tillögur Banda- ríkjamanna í stórum dráttum. Þá greinir samt á um einstök atriði. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að hann hefði engin áform um að hitta Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrr en hann gengi að skilmálum Bandaríkjamanna og hvetti sína menn til að draga úr ofbeldi. Cheney sagði þetta áður en fund- ur fulltrúa ísraela og Palestínu- manna hófst í gærkvöld. ■ Frestun framkvæmda: Dauflegt sumar í jarðvinnu iðnaður Frestun undirbúnings- framkvæmda vegna stóriðju á Austurlandi er bakslag fyrir jarð- vinnuverktakafyrirtæki sem gert höfðu ráð fyrir þeim í sumar. „Það var búið að kynna á útboðsþingi núna í janúar að það yrði af þessu,“ sagði Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins. „Miðað við hvernig verk- efnastaðan hefur verið hjá þeim máttu þau síst við að slegið yrði á frest framkvæmdum sem búið var að ráðgera." Sveinn sagði fyr- irtækin þó hafa verði meðvituð um að lokaákvörðunar varðandi virkjun hafi ekki verið að vænta fyrr en í september og þau því ekki búist við neinum stórfram- kvæmdum á árinu. „En það eru mikil vonbrigði fyrir þau að þessum hliðar- framkvæmdum skuli vera frestað," sagði hann og bætti við að lítið væri um önnur verkefni í staðinn. „Nú virðist draga meira saman og það eru ákveðin von- brigði. Þetta lítur út fyr- ir að verða heldur dauf- legt sumar hjá þeim.“ Sveinn taldi þó ekki að verktakafyrirtækin hafi lagt úti í kostnað vegna fyrirhugaðra framkvæmda í sumar sem nú gangi ekki eftir. „Það er frekar samdrátt- ur í fjárfestingu í þess- SVEINN HANNESSON Sveinn segir að frestun undirbúningsfram- kvæmda á Austurlandi vegna stóriðju komi illa við verktakafyrirtæki í þeim geira. Meðal stórtækra fyrirtækja í slíkum verkum má nefna ístak og (slenska aðalverktaka. ari grein eins og staðan er núna. Menn rjúka ekki til og fjárfesta í tækjum fyrr en þeir vita hvaða verkefni þeir hafa,“ sagði hann. Að sögn Sveins standa vonir manna í iðnaði til þess að fljótt verði farið í stækkun á Grundartanga, fyrst bakslag hafi komið í Noral-verkefnið. „Það eru verkefni af því tagi sem maður reiknar með að íslensk jarðvinnufyr- irtæki ráði vel við og muni fá. En allt tekur þetta tíma að koma af stað,“ sagði hann. ■ Reykjavík: Tvö innbrot í fyrrinótt innbrqt Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt. í fyrra tilfellinu var brotist inn í bíl við Sóltúni og stolið hljómflutningstækjum. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið um hálftvöleytið. Skömmu síðar voru tveir menn handteknir, grunaðir um innbrot- ið. í fórum sínum höfðu þeir hljómflutningstækin. Þeir voru vistaðir í fangageymslu um nótt- ina og yfirheyrðir í gærdag. Þá var brotist inn í kaffihús við Vita- stíg. Höfðu þjófarnir á brott með sér skiptimynd sem var í peninga- kassa. Málið er í rannsókn. ■ Svínadalur: 17 innbrot í sumarbústaði innbrot Brotist hefur verið inn í að minnsta kosti sautján bústaði á sumarbústaðasvæðinu við Svína- dal og Skorradal að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi. Tilkynning- arnar hafa verið að berast síðustu þrjár vikurnar og tvö innbrot til viðbótar voru tilkynnt nú um helgina. Talið er líklegt að um sömu að- ila sé að ræða og innbrotin hafi verið framin í sömu hrinu. Engin vegsummerki eru við bústaðina sem bendir til að langt sé síðan brotist var inn. Þjófarnir hafa lát- ið greipar sópa og haft á brott með sér ýmislegt lauslegt, sjón- vörp, hljómflutningstæki og fleira. „Sumarbústaðaeigendur eiga sjálfsagt margir eftir að vakna upp við vondan draum nú þegar tekur að vora og þeir leggja leið sína í bústaðina,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Hann telur ekki úti- lokað að um enn fleiri bústaði sé að ræða. ■ iLÖGREGLUFRÉTTIRj Krapaflóð féll úr Reynisfjalli í Vestur-Skaftafellssýslu um níuleytið á laugardagsmorgun. Flóðið sem var um 50-100 metra að breidd lenti niður að þjóðveg- inum. Vegurinn er nú opinn fyrir umferð. Miklir vatnavextir hafa verið í Mýrdalnum. Flætt hefur yfir þjóðveginn og heimreiðar að bæjum. Að sögn lögreglunnar á Vík vann Vegagerðin að því að laga vegi á svæðinu. Maður réðst á konu sem var á gangi í Þingholtsstræti um þrjúleytið í fyrrinótt. Kastaði maðurinn konunni í götuna og beit hana síðan. Konan var flutt á slysadeild með áverka á höfði sem hún hlaut við fallið. Árás- armaðurinn er enn ófundinn. Þá var ráðist á tvo lögreglumenn að- faranótt laugardagsins þegar þeir gengu á milli í slagsmálum í Hafnarstræti. Einn slagsmála- hundanna skallaði annan lög- regluþjóninn og beit hinn. Mikil ölvun var í borginni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.