Fréttablaðið - 25.03.2002, Qupperneq 6
SPURNING DAGSINS 6
FRÉTTABLAÐIÐ
25. mars 2002 MÁNUDAGUR
Mexíkóskir farandverkamenn í Bandaríkjunum:
Fengu aldrei tíu
prósent launa sinna
í seinni heimsstyrjöldinni héldu þúsundir farandverkamanna frá Mexikó til Bandaríkjanna.
Þeir hafa ekki enn fengið öll launin sín borguð.
Færð þú páskaegg um
páskana?
Já, ég fæ páskaegg. Mamma gefur mér
páskaegg, ég held númer þrjú eða fjögur.
María Kristín Steinsson, listakona.
washincton. ap Jose Ayela er orð-
inn 66 ára. Hann segist hafa stað-
ið við sinn hluta af samkomulag-
inu, en Bandaríkin og Mexíkó hafi
ekki staðið við sín loforð.
Ayala var einn fjölmargra
verkamanna sem streymdu til
Bandaríkjanna frá Mexíkó í sein-
ni heimsstyrjöldinni. Mikill skort-
ur var þá á vinnuafli í Bandaríkj-
unum vegna þess hve margir ung-
ir menn fóru til þess að berjast í
stríðinu.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Mexíkó gerðu með sér samkomu-
lag um að halda eftir 10 prósent-
um af launum „gestaverkamann-
anna“ frá Mexíkó. Þetta fé áttu
þeir svo að fá þegar þeir sneru
aftur til Mexíkó. Fæstir þeirra
sáu þó nokkurn tíma þessa pen-
inga, sem dregnir voru af launun-
um feirra.
A síðasta ári var höfðað mál
fyrir héraðsdómi í San Francisco
fyrir hönd 300.000 mexikóskra
verkamanna sem fengu ekki þessi
tíu prósent launanna á árunum
1942 til 1949. Alls er talið að þeir
eigi um það bil 500 milljónir
bandarískra dala inni, bæði hjá
stjórnvöldum í Mexíkó og Banda-
ríkjunum sem og hjá nokkrum
bandarískum bönkum.
„Við unnum hörðum höndum
fyrir þessu fé,“ sagði Ayala á
mánudaginn. „Ef þeir láta okkur
ekki fá það aftur, hvað segir það
þá um stjórnvöld hér eða stjórn-
völdin í Mexíkó?“ ■
Hefur 4 - 8 vikur til að úrskurða í kæru
vegna starfsleyfis Reykjavíkurflugvallar.
Reykj avíkurflugvöllur:
Stjórn-
sýslukæra
vegna
starfsleyfis
stiórnsýsla Umhverfis- og heil-
brigðisnefnd Reykjavíkur hefur
fengið stjórnsýslukæru vegna
starfsleyfis fyrir Reykjavíkur-
flugvöll. Það eru Flugskóli ís-
lands og Flugmálastjórn sem
kæra. Flugskólinn kærir vegna
æfingabanns við snertilending-
ar á hvíldar- og orlofstímum.
Forráðamenn skólans telja að sá
tími henti einna best fyrir slíkar
æfingar. Flugmálastjórn leggst
gegn því að henni sé gert að
framkvæma það sem hún telur
vera hávaðamælingar. Stofnun-
in telur einnig að umhverfis- og
heilbrigðisnefnd hafi ekki laga-
stoð til að setja reglur um há-
vaða á vellinum.
Örn Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Umhverfis- og heilbrigð-
isstofu, segir að í framhaldinu
muni borgaryfirvöld senda um-
sögn við kærunni til umhverfis-
ráðherra sem úrskurðar síðan í
málinu. Ráðherra hefur fjórar
til átta vikur til að taka ákvörð-
un í málinu. Sú tímalengd fer
eftir því hvað málið telst vera
umfangsmikið. ■
Mismunandi þjón-
usta tölvufyrirtækja
Tölvufyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum mismunandi þjónustu er
kemur að vírusvörnum. Vírusar eru vaxandi vandamál.
tölvur Starfsmenn fyrirtækja sem
bjóða upp á netþjónustu eru á einu
máli um að tölvuvírusar séu vax-
andi vandamál. Ein helsta boðleið
þeirra er með tölvupósti. Aðrar
smitleiðir eru sýktar síður á Net-
inu og svo sýktir disklingar og
geisladiskar. Ef tölva sýkist af vír-
us getur fylgt því töluverður
kostnaður að hreinsa hana, allt að
15.000 krónur. Miklu máli skiptir
að sögn sérfræðinga að vel sé
haldið á spöðunum er kemur að
vírusvörnum. Þjónustan sem net-
þjónustufyrirtæki bjóða upp á er
mjög mismunandi.
Landssíminn skannar allan
tölvupóst sem viðskiptavinum
hans berst. Smituðum pósti er
hent og kúnninn er látinn vita af
því. Vírusvarnarforrit Landssím-
ans er uppfært einu sinni á sólar-
hring. Að sögn Veigars Freys Jök-
ulssonar er kerfið þannig núna að
viðskiptavinir geta ekki valið um
hvort þeir njóta þjónustunnar eða
ekki.
Guðmundur Kr. Unnsteinsson,
starfsmaður Hringiðunnar, bendir
einmitt á að það vilji ekki allir
njóta þessarar þjónustu. Hring-
iðan skannar engan tölvupóst við-
skiptavina en er reyndar að hugsa
um að bjóða slíka þjónustu. „Við
höfum mælt með því við okkar
viðskiptavini að þeir séu með
vírusvarnir í eigin tölvu.“ Slík
forrit þarf að uppfæra reglulega.
Snerpa á ísafirði notar vírus-
varnarforrit sem uppfærist á 15
mínútna fresti. Þeir skanna allan
tölvupóst viðskiptavina sinna,
hreinsa hann ef hægt er en henda
ef það er ekki hægt. Guðmundur
Hjaltason hjá Snerpu bendir á að
tölvuþrjótar hafi nýtt sér galla í
internet explorer til að koma fyrir
vírusum á netinu þannig að fólk
geti ekki búist við því að vera ör-
GAGNLEGAR SÍÐUR
www.housecall.antivirus.com:
hægt að athuga hvort tölvan
manns er heilbrigð.
www.antivirus.com:
Fréttir af vírusum.
ÞJÓNUSTA:
Landssíminn: Allur póstur skannað-
ur. Sýktum bréfum hent.
Íslandssími: Póstur skannaður hjá
þeim sem borga fyrir það.
Margmiðlun-internet: Póstur skann-
aður hjá þeim sem borga fyrir það.
Hringiðan: Enginn póstur
skannaður.
Tal: Póstur skannaður út frá algeng-
ustu vírusum.
Snerpa: Allur póstur skannaður.
Sýktur póstur hreinsaður, hent ef
það er ekki hægt
TOLVUR
Sum fyrirtæki skanna allan póst viðskipta-
vina sinna í leit að tölvuvírusum.
uggt gagnvart vírusum þó að það
skipti við fyrirtæki sem hreinsar
póstinn.
Sá usli sem vírusar valda er
mjög mismunandi. Sumir gera
stýrikerfin alveg óstarfhæf. Miklu
fleiri vírusar hafa verið skrifaðir
gegn Windows-kerfinu en Macin-
tosh. Skýring þess er einkum sú að
miklu fleiri nota Windows og því
hægt að valda meira tjóni með því
að ráðast á það. Tölvuþrjótar hafa
líka verið duglegir að nýta sér
galla í hugbúnaðarkerfi frá
Microsoft sem eru fjölmargir.
Hjá Tal einbeita menn sér að
því að tékka á algengustu vírus-
um. Íslandssími og Margmiðlun-
internet bjóða viðskiptavinum upp
á vírusvarnarþjónustu gegn gjal-
di. Samkvæmt upplýsingum ís-
landssíma er langmest um að fyr-
irtæki nýti sér þessa þjónustu. ■
NIÐURSTAÐAN KYNNT
Mikill munur á milli kynþátta kom vísinda-
mönnunum á óvart.
Kynþættir:
Hvítir fá
betri lækn-
isþjónustu
heilsa Minnihlutahópar í Banda-
ríkjunum fá verri læknisþjónustu
en hvítt fólk, hvort sem um er að
ræða hjartaþræðingu, krabba-
meinsmeðferð eða einfaldan sára-
umbúnað. Þetta er helsta niður-
staða nýrrar rannsóknar sem gerð
var að beiðni Bandaríkjaþings á
gæðum heilsugæslu út frá kyn-
þáttum.
„Við höfðum grunsemdir um
að munurinn væri nokkur. Það
kom okkur þó verulega á óvart að
hann væri svona mikill," sagði dr.
Alan Nelson, forsvarsmaður vís-
indamannanna sem gerðu rann-
sóknina.
Flestir þættir læknisþjónustu
sem voru kannaðir reyndust vera
hvítum í hag. Sem dæmi leiddi
rannsókn á 11.000 sjúklingum
með lungnakrabbamein í ljós að
aðgerð var framkvæmd á 76%
hvítra en 64% svartra. Eftir fimm
ár voru 26% svartra á lífi en 34%
hvítra. Fram kemur í skýrslunni
að munurinn haldist að nokkru
leyti þegar aðeins eru bornir sam-
an einstaklingar með svipuð laun,
tryggingar, þjóðfélagsstöðu og
svo framvegis. ■
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn í dag kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá:
• Venjuleg aóalfundarstörf
• Lagabreytingar
Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast 4 dögum
fyrir aðalfund.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Kosning utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga hefst eftir viku:
Atkvæðagreiðsla hefst 2. apríl
Borgarbúar sem verða erlendis á kjördag 25. maí nk. geta kosið hjá embætti sýslumanns
strax á fyrsta virka degi eftir páska.
sveitarfélöc Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar vegna kosninga til sveit-
arstjórna hefst þriðjudaginn 2. apr-
íl nk. Það er 8 vikum fyrir kjördag í
samræmi við lög. Framboðsfrestur
rennur hins vegar ekki út fyrr en á
hádegi 4. maí nk. Þá er viðbúið að
um 1.300 erlendir ríkisborgarar fái
kosningarétt ef frumvarp félags-
málaráðherra um breytingar á lög-
um um kosningar til sveitarstjórna
nær fram að ganga. Frumvarpið
gerir ráð fyrir því að erlendir ríkis-
borgarar sem búið hafa hér sam-
fellt í 5 ár fái að kjósa í vor. Norður-
landabúum dugar að hafa átt heima
á íslandi í 3 ár til að geta kosið til
sveitarstjórna. Engin breyting er
gerð á því ákvæði í frumvarpinu.
Guðjón Bragason hjá félags-
málaráðuneytinu segir að í mörgum
sveitarfélögum viti kjósendur
svona nokkurn veginn um þá lista
sem helst verða í boði á kjördag, 25.
maí nk. Hins vegar eiga kjósendur
kost á því að kjósa aftur ef eitthvað
hefur breyst í framboðsmálum í
þeirra sveitarfélagi frá því þegar
þeir kusu utan kjörfundar. Hann
bendir á að það sé alltaf yngsta at-
kvæðið sem telur. Þá geta menn líka
mætt á kjörstað á kosningadaginn
og kosið þótt þeir hafi áður kosið
utan kjörfundar. Þá gildir ekki at-
kvæðið sem greitt hafði verið áður
utan kjörfundar. Það sé aftur á móti
oftast í undantekningartilfellum að
fólki kjósi utan kjörfundar tæpum
átta vikum fyrir kjördag. ■