Fréttablaðið - 25.03.2002, Page 7
MÁNUDAGUR 25. mars 2002
FRETTABLAÐIÐ
7
Alþingisumræður:
• •
Ossur vill í ESB
alþinci Össur Skarphéðinsson, for-
raaður Samfylkingarinnar, talaði
fyrir aðildarumsókn að Evrópu-
sambandinu á Alþingi fyrir helgi.
Hann sagði þjóðina eiga tvo kosti í
tengslum við Evrópu, annað hvort
að sækja um aðild, eða dragast
hægt og bítandi aftur úr öðrum
þjóðum Evrópu.
Össur spurði utanríkisráðherra
hvort ríkisstjórnin hafi skilgreint
samningsmarkmið sem grípa
mætti til ef ganga þyrfti til aðild-
arviðræðna við Evrópusambandið
með stuttum fyrirvara. Hann taldi
ekki ólíklegt að sú staða kynni að
koma upp og vísaði í því sambandi
til breyttra aðstæðna í kjölfar
stækkunar Evrópusambandsins
og innri þróunar. „Tími EES-samn-
ingsins er hægt, en bítandi, að
renna út og þess vegna erum við í
þessari umræðu,“ sagði hann.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, lagði ríka áherslu á að
aðildarviðræður væru ekki á
stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og
því ekki farið að undirbúa umsókn
að Evrópusambandinu. Hann
sagði ákveðnar pólitískar forsend-
ur hafa breyst síðan samningurinn
um Evrópska efnahagssvæði var
gerður. Hann sagðist starfa að því
að styrkja þær forsendur í ljósi
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Össur telur að sífellt dragi úr vægi samn-
ingsins um Evrópska efnahagssvæðið.
pólitísks umboðs frá Alþingi. Hall-
dór sagði ríkjandi skilning á nauð-
syn þess að endurskoða EES
samninginn. „En það liggur líka
fyrir að Evrópusambandið er ekki
tilbúið til viðræðna fyrr en að lok-
inni stækkun," sagði hann og
áréttaði að yrði það niðurstaðan
liðu mörg ár þar til samningar
næðust. ■
REYKJAVlK
Vel er bókað á stóru hótelunum í höfuð-
borginni um páskana.
Fullbókað um páskana:
Irar og
Bretar fylla
hótelin
ferðpjónusta Fullt er á hótel
Loftleiðum um páskana. Það eru
mestmegnis írar sem fylla hót-
elið að sögn Þorsteins Helgason-
ar, bókunarstjóra Flugleiðahót-
elanna. Hann segir nokkuð hafa
verið um að írar hafi komið í
hópferðir til íslands á síðustu
árum. Þær ferðir haldast í hend-
ur við pakkaferðir íslendinga til
írlands. Hótel Esja er 70-80%
bókuð, mest af erlendum ferða-
mönnum. Alls eru um 400 her-
bergi á þessum hótelum, flest
tveggja manna. Það þýðir að um
700 ferðamenn eru þar yfir
páskana.
Sölustjóri Radisson SAS hót-
elanna, Harpa Einarsdóttir, seg-
ir fullbókað á föstudeginum
langa og á laugardeginum um
páskana. 330 herbergi eru á hót-
elunum tveimur, Hótel Sögu og
Hótel íslandi. Það þýðir að á sjö-
unda hundrað ferðamenn eru á
þessum hótelum þegar fullbók-
að er. Lang mest er um breska
ferðamenn á þessum hótelum.
Hins vegar eru laus herbergi á
skírdegi og páskadag. Harpa
segir miklu meira bókað í ár um
páskana en undanfarið. Skýring-
in kunni að vera pakkaferðir
sem bjóðast erlendum ferða-
mönnum. ■
INNLENT
Flugleiðahótel á landsbyggð-
inni eru sæmilega bókuð um
páskana að sögn Þorsteins
Helgasonar, bókunarstjóra
Flugleiðahótelanna. Hótelin
sem eru opin eru í Keflavík, á
Flúðum, á Kirkjubæjarklaustri
og á Egilsstöðum. Um 40 her-
bergi eru á hverju fyrir sig og
50-60% þeirra eru bókuð. Það
eru íslenskir sem erlendir
ferðamenn sem eiga pantað á
hótelunum.
Ibúatala ísafjarðar margfald-
ast um páskana. Að lang-
mestu leyti er um brottflutta
ísfirðinga að ræða sem gista í
heimahúsum að sögn Áslaugar
Alfreðsdóttur, hótelstjóra á
Hótel ísafirði. Hún segir að eft-
ir að farið var að moka á hverj-
um degi verði það sífellt al-
gengara að fólk aki vestur um
páskana, í stað þess að fljúga.
Mikil breyting hafi orðið á
þessu á síðustu tíu árum.
EINA P4 FARTÖLVAN Á ÍSLANDI
pentium
pentium íj
iru Helios Pentium IV
AMD DURON 1000 MHz örgjön/i. 17" TATUNG margmiðlunar-
skjár. 40 GB Ultra-DMA harður diskur. 256 MB vinnsluminni.
16 x DVD drif. 64 MB Geforce MX2 skjákort með TV out.
56 K faxmótald. Netkort. Win XP. 2 USB tengi. Stór kassi
með miklum möguleikum. Tveggja ára ábyrgð.
iru Intel P4 1,6 GHz örgjörvi
Intel Pentium 4, 1,6 GHz örgjörvi. 14" XGATFT skjár. 20 GB
Ultra-DMA harður diskur IBM. DVD Rom og geislaskrifari.
256 MB vinnsluminni. 8-32 MB skjákort „shared memory".
56 K faxmótald. Netkort 10/100. Infrarautttengi. Fire wire.
USB tengi o.fl. Win XP.
Allir sem kaupa tölvu í Griffli
fram að páskum fá páskaegg
nr. 7 frá Nóa Síríusi.
■ QA p-nhum Ij
■ ■ Helios Pentium IV
Intel Pentium 4, 1,6 GHz örgjörvi. 17” TATUNG margmiðlunarskjár.
40 GB Ultra-DMA harður diskur. 256 MB vinnsluminni. Vandaður 24 x NEC
geislaskrifari. 16 x DVD drif. 64 MB Geforce MX2 skjákort með TV out.
56 K faxmótald. Netkort. Windows XP. 2 USB tengi. Stór kassi með miklum
möguleikum. Tveggja ára ábyrgð.
Ath. Sýnd með flötum LCD skjá.
iru Intel Cel 1000 MHz örgjörvi
128 MB minni. 20 GB harður diskur. 14" TFT skjár. DVD.
Margir tengimöguleikar. Windows XP Home.
\i
\ 1
■;1§ '* 1 \ V
Skrifstofumarkaður Opið virka daga 10-18
Skeifunni 11d - Sími 533 1010 laugardaga 12-16
GRIFFILL