Fréttablaðið - 25.03.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 25.03.2002, Síða 8
8 .,,.25..m,ar5 2002...MÁM»PfrftJUR FRÉTTABLAÐIÐ Rfi Flísar útrýmingarsala! Vegna flutnings Mílanó flisaverslunar, Ármúla 17a, ætlum við að selja valdar tegundir á alveg ótrúlegu verði frá 699 kr. pr. fm. Fyrstir koma, fyrstir fá! Mílanó flísaverslun, Ármúla 17a. sími 511-1660. DDF - bókhaldsþjónusta, Hafnarfirði Getum bætt við okkur viðskiptavinum, einstaklingum og minni fyrirtækjum. Bókhald, launaútreikningar, skattaskýrslur. Upplýsingar í síma 555 6010, 895 0099 D D F Vátryggingamiðiun íbúðir á Spáni Fasteignasalan K-SASA/enta de viviendes í Torrevieja á Spáni hefur langa reynslu af sölu á íbúðum til erlendra aðila. Aðstoðum við fjármögnun og nauðsynleg leyfi. Tölum íslensku. Hafið samband. Sími og fax:34~965718824. l\letfang:k-sas@neopro.com Sími 533 1111 Fax 533 1115 Magnús Axelsson löggiltur fasteignasali. Einar Harðarson sölustjóri. Erum flutt í Kringluna 4-12 - stóri turn 9. hæð VANTAfi EiGNíR • Einbýlishús með sér íbúð. • Einbýlishús með aðstöðu fyrir nuddara á Fteykjavíkursvaeð- inu. • Einbýlishús, raðhús c.150 fm. má þarfnast viðgerða. RAÐ-PAR-HUS • Raðhús, parhús í Árbæ, v. 15-20 m. • Einbýli, rað-, tvíbýli í Kópavogi. 4JA-HERB • 4ra herbergja íbúð í Árbæ, 10-11 m. • 4ra herbergja íbúð í hverfi 104 eða 108, 10-13 m. GVegna mikillar eftirspurnar þá vantar að auki allar tegundir eigna á skrá. Komum og metum samdægurs án endurgjalds ef eignin er sett í sölu. Mikið úrval eigna á skrá. Höfum kaupendur og leigjendur að öllum tegundum af fyrírtækjum, atvinnu og leiguhúsnæði. • 3-4ra herbergja íbúð í Folda- hverfi. 3JA-HERB • 3ja herbergja íbúð í miðbæ eða Vesturbæ. • 3ja herbergja íbúð í voga- hverfi. • 3ja herbergja íbúö í Grafar- vogk 2JA-HERB • 2ja herbergja íbúð í 101 eða 105. • 2ja herbergja íbúð á Reykja- víkursvæðinu. • Litla íbúð með sér inngangi vegna hunds, helst í mið- bænum (Snorrabraut). Fyrirspurnir á Alþingi: Skýrslur sjóslysa- nefndar á netið alpinci Skýrslur rannsóknar- nefndar sjóslysa verða eftirleiðis aðgengilegar á netinu á nýrri heimasíðu nefndarinnar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, upplýsti í svari sínu við fyrir- spurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingar, að búið væri að opna síðuna sem þó væri enn í vinnslu og yrði opnuð form- lega síðar. Slóðin er: www.rns.is. Lúðvík gagnrýndi að ekki hefðu enn verið birtar skýrslur sjóslysanefndar fyrir árin 1998 til 2001 og spurði hvað liði útgáfu þeirra. Samgönguráðherra sagði að grundvallarbreytingar hefðu orðið á störfum nefndarinnar með nýjum lögum sem gildi tóku á haustdögum árið 2000. Hann sagði skýrsluna fyrir árið 1998 þegar komna inn á heimasíðu nefndar- innar og skýrslunnar fyrir árið 1999 væri að vænta fljótlega. „Stefnt er að því að prentuð út- gáfa ársins 1998 komi út fyrir STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráð- herra upplýstí á þingi í gær að ný heimasíða sjó- slysanefndar væri í vinnslu og búið væri að opna fyrir aðgang að einni skýrslu nefndar- innar þar. miðjan næsta mánuð og ársins ‘99 innan þriggja mánaða frá því. Vinna við tvö seinni árin er í full- um gangi og stefnt að því að skýrslurnar verði komnar út ekki síðar en næsta haust." Sturla sagði nýtt vinnulag nefndarinnar svo gera ráð fyrir að rannsóknir verði birtar á vefnum jafn skjótt og þeim lýkur. ■ Hálfur milljarður í nýsköpun KEA mun setja hálfan milljarð í nýsköpun í atvinnurekstri og menning- arstarfsemi á félagasvæði sínu. Ætlunin að minnka eignarhlut í Kaldbaki. KEA verður þátttakandi í menningarfélögum með Qárfestingu í huga. AKUREYRI Kaupfélag Eyfirðinga, samvinnufélag (KEA) mun ráð- stafa rúmum hálfum milljarði króna til nýsköpunar í atvinnu- rekstri og í menningarstarfsemi á félagssvæði sínu. Með formbreyt- ingu, sem átti sér stað með stofnun Kaldbaks um áramót og færslu reksturs úr sjóðum samvinnufé- lagsins, losnaði um lausafjármuni sem ráðstafað verður til þessara nýju verkefna. Benedikt Sigurðarson, starfandi stjórnarformaður KEA, segir að hlutverk félagsins verði annars- vegar að reyna að byggja upp nýja atvinnustarfsemi og rekstur á fé- lagssvæðinu en hinsvegar sé hlut- —♦— verk félagsins að sinna félagsmönn- um þar sem fyrir- tækið er hags- munafélag. „Við höfum ver- ið að setja saman skipulagsskrá sem útfærir fjárfest- ingastefnu félags- ins. Þannig getum við lýst fyrir sam- hvernig við hyggj- Hugsunin er sú að við get- um gert sem mest úr þess- um fjármun- um og verð- um sýnilegir á félagssvæð- inu. —♦— starfsaðilum umst vinna að þátttöku í nýsköpun, þ.e. atvinnurekstri og að einhverju leyti í menningarstarfsemi á svæð- inu.“ Benedikt segir yfirlýsta stefnu félagsins vera að minnka eignarhlut sinn í Kaldbaki, sem er um 50%, í því trausti að það fái samstarfsaðila til að fjárfesta á svæðinu. Aðrir hluthafar eru Sam- herji og Lífeyrissjóður Norður- lands. „KEA verður aldrei nema minnihlutaaðili í nýjum fjárfest- ingum og setjum við þannig skil- yrði að við séum að vinna í sam- starfi við aðra. Hugsunin er sú að við getum gert sem mest úr þess- um fjármunum og verðum sýnileg- ir á félagssvæðinu." Samvinnufélagið hefur í langan tíma rekið lítinn menningarsjóð sem hefur veitt styrki til félaga og einstaklinga. Benedikt segir að hugmyndin sé að efla slíka starf- semi þannig að menn hugsi sér ekki eingöngu styrkjaform heldur geti KEA orðið þátttakandi í menning- arfélögum með fjárfestingu í huga. „í þeim tillögum sem unnið er með er sett ákveðið hámark á það hversu stórum hluta af fjármunum félagsins verði ráðstafað með þeim hætti. Hámarkið verður um 10% af eigin fé.“ kristjan@frettabladid.is Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Vill skoða kosti og galla evrunnar alþingi Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur koma til greina að ísland gangi í Evrópusambandið og taki upp evru í stað krónu. Hún lýsti þessari skoðun í umræðum á Alþingi í gær og sagði nauð- synlegt að útiloka ekki neina kosti fyrirfram. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, gerði pistil á heimasíðu ráðherra (www.valgerdur.is) að umtals- efni og taldi hann fallinn til að grafa undan verðgildi krónunn- ar. í pistlinum veltir Valgerður fyrir sér kostum þess og göllum að taka upp evru í stað krónu hér á landi. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, tók þó undir þau orð í pistli Valgerð- ar sem lúta að meintu vaxtaokri banka hér á landi. Þá taldi Össur VALGERÐUR sverrisdóttir Valgerður sagðist í pistlinum á heima- síðu sinni ekki tala um mun evru og krónu af mikilli tilfinningasemi. Hún væri á praktískan hátt að velta fyrir sér hvernig hagsmunum þjóðarinnar væri best borgið og hvernig gera mætti iðn- aðinn samkeppnisfæran. Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, jafnvel að pistillinn kynni að hafa átt þátt sinn í því að bankar lækkuðu vexti í gær. Valgerður vísaði gagnrýni á skrif hennar á heimasíðunni á bug. Hún sagðist þannig gerð að hún segði hug sinn allan og væri í raun ekki að gera annað en fjalla um staðreyndir sem sneru að stórum hagkerfum og litlum. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.