Fréttablaðið - 25.03.2002, Síða 11

Fréttablaðið - 25.03.2002, Síða 11
MÁNUDAGUR 25. mars 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Véfréttin í Delfí var í vímu: Jarðsprungur fundn ar undir hofinu FORNLEiFflR Síðasta ráðgáta véfrétt- arinnar í Delfí virðist vera leyst. Fundist hafa jarðsprungur sem skerast beint undir hofi hennar. Þar með má telja líklegt að hún hafi andað að sér gufum úr jörðinni og komist í mátulega annarlegt ástand til að geta mælt þau torræðu vís- dómsorð sem hún er þekkt fyrir. Forn-Grikkir báru öldum saman mikla virðingu fyrir véfréttinni í Delfí. í gömlum bókum stóð að hún hafi andað að sér gufum sem gerðu hana hálfruglaða. Talið var að guf- urnar hafi komið úr jörðunni, þótt óljóst væri hvers konar gufur það væru. Fyrir rúmri öld töldu franskir jarðfræðingar sig hins vegar hafa fullsannað að engar jarðsprungur væru í Delfí. Því gætu engar tor- kennilegar gufur komið þar úr jörðu. Þetta hafa svo verið viðtekin sannindi fram á síðustu vikur. En hollenskur jarðfræðingur, Jelle Zeilinga de Boer, hefur nú skýrt frá því, að hann hafi fyrir tveimur áratugum fundið jarð- sprungu í Delfí. Fyrir skömmu fannst svo önnur jarðsprunga þar. Og það sem meira er, þær skerast beint undir forna hofinu í Delfí. HOF APOLLÓS f DELFf Þarna sat véfrétt Appollós, sem var guð spádóma, og útdeildi visku sinni eftir að hafa andað að sér torkennilegum gufum og nartað í lárvíðarlauf. f ljósi þessarar nýju vitneskju er talið líklegt að véfréttin hafi andað að sér etýleni, litlausri loftegund sem meðal annars hefur verið notuð í svæfingarlyf. Frá þessu var sagt í dagblaðinu International Herald Tribune í síð- ustu viku. Einnig verður fjallað um málið í aprílhefti vísindatímaritsins Clinical Toxicology. ■ Málefni Palestínu og ísraels: Alþingi beiti sér fyrir friði alþinci Þingflokkur Samfylkingar- innar lagði fyrir helgi fram þings- ályktunartillögu um sjálfstæði Palestínu þar sem ríkisstjórninni er falið að beita sér á alþjóðavett- vangi fyrir brottflutningi ísraels- hers frá hernumdum svæðum í Palestínu og að sent verði alþjóð- legt gæslu- og eftirlitslið á vett- vang. „Það er ljóst að hernáminu verður skilyrðislaust að ljúka, án þess er ekki hægt að semja um neinn frið,“ sagði Þórunn Svein- bjarnardóttir, flutningsmaður til- lögunnar. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði afstöðu þjóðarinn- ar til málefna ísraels og Palestínu skýra á alþjóðavettvangi. „Við höf- um fordæmt ofbeldisverk beggja aðila og krafist þess að deiluaðilar semji vopnahlé og hefji friðarvið- ræður sem leiði til stofnunar sjálf- stæðs ríkis Palestínu um leið og ör- yggi ísrael verði tryggt innan al- þjóðlegra viðurkenndra landamæra." Halldór taldi að nú væri vonarglæta í Mið-Austur- löndum fyrir atbeina Bandaríkja- manna. „Við megum ekki gleyma því að Vesturbakkinn, Gaza og Austur-Jerúsalem eru hernumin af ísrael og ísraelsmönnum ber að skila þessum svæðum aftur sam- kvæmt fjölmörgum ályktunum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna," sagði hann og áréttaði að lausn mála fyrir botni Miðjarðarhafs gæti aldrei orðið hernaðarleg held- ur pólitísk. „Lausnin liggur í að tryggja landamæri þessara ríkja. Hún liggur í að hætta öllu ofbeldi. Hún liggur í að ísraelsmenn skili hernumdum svæðum og þeir sem hafa verið að byggja þau á þeirra vegum snúi tafarlaust til annarra heimkynna," sagði hann. ■ VIÐ VARÐSTÖÐ ÍSRAELA A CAZA Mikil umræða varð á Alþingi um málefni Palestínu sl. föstudag og tóku fjölmargir þingmenn til máls. Utanríkisráðherra sagði Ijóst hvað þyrfti að gerast til að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Matarstell Somerset og Emily 50% afsláttur ath. framleiðslu hefur verið hætt HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Flott fataskinn fyrir flestar hvítlist saumavé|ar Y ' LEÐURVÖRUDEILD Krókhálsi 3 • 110 Reykjavlk • Slmi 569-1900 • Fax 569-1901 • hvitlist@hvitlist.is 30 min. Hleðslurakvél. 3 hnifar og bartskeri. Fallega honnuösamstæoa Viðarklæddir hátalarar. 2x20 W. Innbyggð vekjaraklukka Philips 28" sjönuarp ^ 54.995 hr. 28" Steríó sjónvarp. 10 siðna textavarpsminm Fullkomin fjarstýring. Plug & Play Philips DUD-spilari 29.995 kr DVD-spilari með Smart myndstýringu og frábæru valmyndakerfi Spilar öll kerfi. i ^ Philips rðkuél 8.995 kr Philips heyrnartól tiþ Uerð frá 2.495 Kr Philips harblásarari ÍJÖ 3.695 Kr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.