Fréttablaðið - 25.03.2002, Blaðsíða 22
SAGA DAGSINS
6. NIAR'S
Tungumálið er stóra
SAGA DAGSINS
6. NIAR'S
Samþykkt var að friðlýsa
Vatnsf jörð í Barðastrandar-
sýslu árið 1975. Friðlandið er um
eitt hundrað ferkílómetrar.
Hrafna-Flóki nam land í Vatns-
firði „og nefndi landið ísland"
eins og segir í Landnámu
FegurðarsamkeppninUngfrú ís-
land.is var haldin í Perlunni í
fyrsta sinn árið 2000. Eva Dögg
Melsted bar sigur úr býtum. Hin
heimsfræga fyrirsæta Claudia
Schiffer var í dómnefnd.
Arið 1957 var Rómarsamning-
urinn undirritaður. Þar með
var Efnahagsbandalag Evrópu
stofnað, sem síðar breyttist í Evr-
ópusambandið. Rómarsamningur-
inn er ennþá grunnurinn að lög-
gjöf Evrópusambandsins
Aron er fyrsti maðurinn af
asískum uppruna sem tekur
sæti á framboðslista hérlendis.
Hann er frá Tælandi, 31 árs gam-
all, og hefur verið búsettur hér
síðan 1992. „Mig langaði að prófa
að búa í öðru landi,“ segir Aron
um ástæðu þess að hann kom
hingað. Það var líka ástin sem dró
hann því hann hitti íslenska stúlku
í heimalandi sínu og kom hingað
til að hefja búskap með henni. Þau
eiga saman tvö börn, 10 og 7 ára
en búa ekki lengur saman.
„Það var mjög erfitt að búa her
fyrstu árin,“ segir Aron. „Ég
skildi ekki tungumálið, borðaði
ekki sama matinn og skildi ekki
reglur samfélagsins en það er
ekkert erfitt núna.“ Aron segir ís-
FRÉTTABLAÐIÐ
lenskuna vera mjög erfiða fyrir
fólk af asískum uppruna þannig
að samskiptaörðugleikarnir geta
orðið býsna miklir. Þetta er ein-
mitt ástæða þess að Aron vill nú
láta til sín taka í stjórnmálum.
„Mig langar að hjálpa fólki,“ segir
hann. „Ég á nokkur hundruð vini
af tælenskum uppruna sem þekk-
ja ekki lögin og reglurnar í land-
inu. Þetta fólk á heilmikinn rétt en
þekkir hann ekki.“ Aron segir
tungumálaörðugleikana vera slíka
að sumar tælenskar konur geti
ekki einu sinni talað við eigin-
menn sína nema með einhvers
konar táknmáli. „Þetta fólk kemur
úr gerólíku umhverfi, lögum og
reglum og það tekur mörg ár að
skilja íslenskt samfélag. Það tók
málið
_____________Persónan
Songmuang Wongwan eða Aron skipar 17.
sæti F-lista frjálslyndra og óháðra til borg-
arstjórnarkosninganna í Reykjavík.
mig nærri 10 ár og ég skil samt
ekki allt.“
Aron hefur starfáð sem mat-
reiðslumaður á Landspítalanum í
þrjú ár. „Ég elda handa þúsund
manns,“ segir Aron og hlær. „Og
fleiri stundum. Það er rosalega
gaman." ■
ARON
Aron vinnur í eldhúsi Landspítalans og
líkar mjög vel. Hann segir samstarfið við
íslendingana ganga vel enda ríkir gagn-
kvæmur skilningur. „Fólk er bara fólk,"
segir Aron.
25. mars 2002 MÁNUDAGUR
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR
FÓLK í FRÉTTUM
ær raddir sem segja að Fram-
sóknarflokkurinn sé að tala
sig frá Sjálfstæðisflokknum ger-
ast háværari. Halldór Ásgríms-
son hefur lagt á það áherslu að
hann sé utanríkisráðherra. Sem
kunnugt er hafa hann og Davíð
Oddsson talað hvor í sína áttina í
Evrópumálum. Það er ekki bara
Halldór sem hefur tjáð sig á ann-
an hátt en Sjálfstæðismenn. Val-
gerður Sverrisdóttir hikar hvergi
og leggur jafnvel meiri áherslu á
sérstöðu Framsóknarmanna inn-
an ríkisstjórnarinnar um Evrópu-
málin. Þeir ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksíns sem hafa tjáð sig um
þessi mál keppast hins vegar við
að koma í veg fyrir umræður.
Nýjasta tilfellið er Árni M.
Mathiesen. Þessi meiningamunur
er talinn merki um að flokkarnir
muni ekki vinna saman á næsa
kjörtímabili.
13.30 Brynhildur Björnsdóttir, Norður-
götu 34, Akureyri, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju í dag.
15. 00 Svanhildur Vigfúsdóttir, Hæða-
garði 56, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju í dag.
15. OO Guðvarður Hákonarson, Mið-
hólti 11, Mosfellsbæ, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju í dag.
AFMÆLI_________________________________
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, er 57
ára I dag.
Sigurður Karlsson, leikari, er 56 ára í
dag.
Leó Löve, lögfræðingur, er 54 ára í dag.
Þórir Jónsson, fyrrum knattspynumaður
með FH, er 50 ára I dag.
POKTOR______________________________
Einar Jón Ásbjörnsson varði doktorsrit-
gerð í verkfræði við Háskólann í IMoth-
inghám. Hún fjallar um dreifingu á
kornasmækkunarefni í bráðnuðu áli.
María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heim-
ilislækningum, varði doktorsritgerð sína
við Linköpings Universitet í Svfþjóð 31.
maí sl.
ANPLÁT______________________________
ísleif Ingibjörg Jónsdóttir, Bjarkarlandi
Vestur- Landeyjum lést á Lundi á Hellu
þann 20. mars.
Hulda Jónsdóttir Dvalarheimilinu Höfða
Akrananesi lést 20. mars.
Margrét ÞórðardóttirHrafnistu Reykja-
vfk, lést 20. mars.
Þorbjörg Jónsdóttir, Grandavegi 47,
Reykjavík, lést 20. mars.
Heimilisdagar
gólfefni
10-40%
afsláttur
málning
hreinlætistæki
mikið úrval af gæða parketi
LAMELLA
mikið úrval
Parket
Verð frá 1.690 kr. nf
HÚSASMIDJAN
FÓR SEINT I LAGANÁM
Áslaug Þórarinsdóttir sér ekki eftir að hafa farið í nám liðlega fertug. Nú telur hún sig
komna þangað sem hún vill vera.
Mannlífið með
öðrum brag
Aslaug Þórarinsdóttir lögfræðingur er nýráðin
sýslumaður Strandasýslu. Hún þekkir til á
Hólmavík og er full eftirvæntingar að taka við
skemmtilegu og íjölbreyttu starfi.
stöðuveiting Áslaug Þórarins-
dóttir, lögfræðingur í dóms-
málaráðuneytinu, hefur nýverið
tekið við embætti sýslumanns á
Hólmavík af Bjarna Stefáns-
syni. „Þetta starf leggst ákaf-
lega vel í mig og ég hlakka til að
takast á við það.“ segir Áslaug
sem er um þessar mundir að
setja sig inn í starfið. Hún
kveðst vera mjög ánægð með að
hafa fengið þetta embætti enda
verið því kunnug. „Ég leysti af
hér á Hólmavík fyrir nokkrum
árum og var þá hér um þiggja
mánaða skeið. Ég þekki vel að-
stæður og veit út í hvað ég er að
fara.“ Áslaug segist hafa leyst
af á Neskaupstað eftir að hafa
verið á Hólmavík og verið þar í
rúmt ár. „Eftir að hafa kynnst
því að búa á iandsbyggðinni
vaknaði áhugi minn á að starfa
þar. Það má segja að ekki hafi
verið aftur snúið. Ég var algjört
borgarbarn og þekkti ekki ann-
að en mölina áður en ég fór
hingað í fyrsta sinn. Ég varð
sannarlega ekki fyrir vonbrigð-
um því hér er yndislegt að
vera.“
Áslaug segir mannlífið með
öðrum brag en hún á að venjast
frá Reykjavík. „Fólk hefur tekið
mér afbragðs vel og ég horfi
björtum augum til framtíðar-
innar hérna. Ég er ein og á
hvorki mann né börn en þrátt
fyrir það leiddist mér síður en
svo þann tíma sem ég var hér og
í Neskaupstað." Hún segist hafa
verið gift kona úti á vinnumark-
aðinum þegar hún ákvað liðlega
þrítug að aldri að hefja nám í
lagadeildinni í háskólanum.
„Það voru mikil viðbrigði en ég
sé ekki eftir því og eftir laga-
próf fór ég til starfa í dóms-
málaráðuneytinu og í gegnum
starf mitt þar bauðst mér að
leysa af úti á landi."
Faðir Áslaugar er látinn fyrir
mörgum árum en hún á full-
orðna móður sem býr í Reykja-
vík. „Það er það eina sem skygg-
ir á að móðir mín skuli vera
fjarri. Ég býst þó við að hún geti
komið og dvalið hjá mér þegar
hún vill. Við höfðum þann hátt-
inn á þegar ég var í Neskaup-
stað og kunni hún afskaplega
vel við sig. Ég á ekki von á öðru
en henni verði vel tekið hérna
líka. Á landsbyggðinni finnur
maður betur fyrir nærveru
manna en í Reykjavík. Það eru
góðir möguleikar á að taka þátt í
félagslífi hér á staðnum. Ég var
til að mynda í kirkjukórnum og
Rotaryklúbbnum á Neskaup-
stað.“ Áslaug segir starf sýslu-
manns á Hólmavík vera mjög
fjölbreytt og enginn dagur eins.
„Hér er ekki fulltrúi sýslu-
manns og er ég því eini lögfræð-
ingurinn og þarf að ganga í öll
mál. Starfsviðið er breitt og
óvissan um hvað dagurinn kunni
að bera í skauti sér gerir starfið
skemmtilegt og fjölbreytt.
bergljot@frettabladid.is
Guðjón örn Jóhannsson, Hátúni 10,
Reykjavík, lést 20. mars
Guðmundur Bjarnason, Laufskógum
18, Hveragerði, lést 5. mars. Útför hans
hefur farið fram í kyrrþey.
Margrét Sigurðadóttir, Hrafnistu,
Reykjavík, áður til heimilis í Hvassaleiti
58, lést 21. mars.
jnús Torfi Sighvatsson frá Ási í Vest-
Kristín Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykja-
vík, lést 22. mars.
Aðalbjörn Aðalbjörnsson, elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, áður til
heimilis á Skólavörðustíg 24A, Reykjavík,
lést 21. mars.
Ingiríður Guðmundsdóttir, fyrrum hús-
vörður í Menntaskólanum í Reykjavík, er
látin.