Fréttablaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Fékkstu mörg páskaegg
yfir páskana?
„Nei, ég fékk ekkert En ég fékk bita frá
systkinabörnum minum."
Jóhannes Karlsson smiður
MAGNÚS L.
SVEINSSON
Lét af for-
mennsku í VR á
aðalfundi í gær-
kvöldi. Hann
hafði þá starfað
hjá félaginu í 42
ár og þar af for-
maður f 22 ár.
Verslunarfólk:
Aukið val-
frelsi um
stéttarfclag
verkalýðsmál Verslunarmannafé-
lag Reykjavíkur og Verslunar-
mannafélag Hafnarfjarðar hafa
skrifað undir samkomulag sem
miðar að því að auka valfrelsi fé-
lagsfólks um félagsaðild. Samn-
ingurinn gerir m.a. ráð fyrir því
að starfsmenn fyrirtækja sem fly-
tja starfsemi sína frá Hafnarfirði
til Reykjavíkur eða öfugt, eiga
kost á að vera í því félagi sem þeir
voru í fyrir flutninginn. Magnús
L. Sveinsson fráfarandi formaður
VR sagði í gær að með þessum
samningi sé væntanlega búið að
eyða þeirri óvissu og ósætti um
félagsaðild sem áður var á milli
þessara félaga.
Hann segir að félögin séu ein-
nig sammála um að slíkir árekstr-
ar megi ekki verða til þess að
launafólk kjósi að standa fyrir
utan stéttarfélaga. Vonir eru
bundnar við að slíkt ástand sé að
baki með þessu samningi. Per-
sónulega telur Magnús að best
væri að hafa eitt verslunarfélag á
svæðinu, enda sé það orðið að
einu atvinnusvæði. í samkomu-
laginu er einnig kveðið á um skip-
an samstarfsnefndar sem skipuð
er tveimur fulltrúum frá hvoru
félagi. Þessi nefnd á m.a. að fjalla
um ágreining sem kann að koma
upp við framkvæmd samkomu-
lagsins. Samningurinn gildir til 1.
janúar árið 2004. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
2. april 2002 ÞRIÐJUPAGUR
Samtök atvinnulífsins:
Óttast þyngsli og óhagkvæmni
vIsinpi Samtök atvinnulífsins og
Samtök iðnaðarins telja að árlegt
ráðstöfunarfé Tækniþróunarsjóðs
þurfi að vera minnst 800-1.000
milljónir króna til að byrja með.
Þessi framlög þyrfti síðan að auka
í að minnsta kosti 2 milljarða á 3 -
5 ára tímabili. Samtökin telja það
galla í lagasmíð stjórnvalda að
ekkert er gefið upp um stærð og
umfang sjóðsins. Þá telja þau að
hluti þessara áformuðu breytinga
geti bæði orðið þungir í vöfum og
leitt til óhagkvæmrar stjórnsýslu.
Þetta kemur m.a. fram í umsögn
þeirra um þrjú stjórnarfrumvörp
til að efla vísindarannsóknir, vís-
indamenntun og tæknimenntun
sem liggja fyrir Alþingi. Mark-
miðið er að treysta stoðir ís-
lenskrar menningar og auka sam-
keppnishæfni atvinnulífsins.
I umsögn þessara samtaka um
vísinda- og tækniráð kemur fram
að þau telja að atvinnulífið eigi að
DAVÍÐ
ODDSSON
Atvinnulífið vill .
fá helmingi
fleiri fulltrúa í
vfsinda- og
tækniráð en
gert er ráð fyrir
í frumvarpi for-
sætisráðherra.
hafa fjóra fulltrúa í 18 manna ráði
sem stefnt er að koma á fót. Með
því sé hægt að treysta betur
tengslin við atvinnulífið. í þessu
frumvarpi forsætisráðherra er
hins vegar gert ráð fyrir því að at-
vinnulífið eigi aðeins tvo fulltrúa
og fulltrúar launafólks verði ein-
nig tveir. Þá draga samtökin í efa
hagkvæmni þess að skipta þjón-
ustustarfsemi við vísindarann-
sóknir og tæknirannsóknir í
tvennt. Það á að gera með stofnun
Rannsóknasjóðs og tækjasjóðs
arinars vegar og Tækniþróunar-
sjóðs hins vegar samkvæmt frum-
vörþum menntamálaráðherra og
iðnaðarráðherra. ■
Flutningsjöfnunarsjóður:
Skeljungur
má lögsækja
dómsmál Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur hafnað frávísunar-
kröfu Flutningsjöfnunarsjóðs
olíuvara vegna málareksturs
Skeljungs hf. gegn sjóðnum.
Skeljungur vill að viðurkennt
verði að jöfnunarsjóðurinn hafi
við útreikning á flutningsjöfnun
á gasolíu á ellefu mánaða tíma-
bili - frá 1. desember 1998 til 31.
október 1999 - átt að fara eftir
flutningstöxtum sem ákveðnir
voru á stjórnarfundi sjóðsins í
desember 1998. Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvenær málið verður
tekið til efnismeðferðar. ■
Afkynjun til höfuðs
kynferðisbrotum
Eistu fjögurra karlmanna voru íjarlægð vegna kynferðisbrota í gildistíð
laga frá 1938. Aðgerðin er enn heimil samkvæmt lögum. Skiptar skoðanir
eru um ágæti slíkra aðgerða og vilja sumir að þær verði teknar upp aftur.
heilbrigðismál Fjórir karlmenn
voru gerðir ófrjóir með svo-
nefndri afkynjun, þar sem kyn-
kirtlar [eistu] voru fjarlægðir, í
gildistíð laga um ófrjósemisað-
gerðir frá 1938. í skýrslu heil-
brigðisráðherra
„ um ófrjósemisað-
Afkynjun með ger3jr frá ‘38 til
' P^1 a° 'Iar' ‘75 kemur fram að
lægja kynkirtla fögin heimiluðu
mun enn vera tvær tegundir að-
heimil því lög gerða. Vananir,
frá 1938 eru Sem ekki hafa
enn í gildi áhrif á kynhvöt,
hvað varðar þar sem sáðgangar
slíkar aðgerðir eru hlutaðir £ sund-
þó þau hafi ur eða lokað á ann-
fallið úr gildi an hátt og afkynj-
að öðru leyti. anir, þar sem kyn-
—t— kirtlum er eytt eða
þeir fjarlægðir
með það fyrir augum að sporna
gegn kynferðisglæpum.
Svala Thorlacius, hæstaréttar-
lögmaður, hefur verið talsmaður
þess að afkynjun verði beitt í sér-
stökum tilfellum á kynferðis-
glæpamenn sem brjóta ítrekað af
sér. Hún reyndi meðal annars,
fyrir dómi, að fá aðgerðina fram-
kvæmda á Steingrími Njálssyni,
sem er margdæmdur fyrir kyn-
ferðisbrot gegn drengjum, en
fékk því ekki framgengt. „Ég er
eindregið fylgjandi því að þessar
aðgerðir séu gerðar við slíka
menn. Mér finnst engin mannrétt-
indi að menn eins og hann fái að
leika lausum hala og halda áfram
að eyðileggja út frá sér,“ sagði
hún og taldi hægt að fullyrða að
menn létu af kynferðisbrotum við
að kynkirtlar yrðu fjarlægðir.
Svala taldi að afkynjun með þeim
hætti væri enn heimil samkvæmt
lögum því lögin frá 1938 væru enn
í gildi hvað varðaði afkynjunina.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og dósent í félagsfræði
við HÍ, segir að tilraunir með af-
kynjun kynferð-
isbrotamanna í
Danmörku fyrir
rúmum áratug
sýni að þær skili
ekki alltaf tilætl-
uðum árangri.
„Þetta var nokk-
uð umdeilt og
var gert í örfá ár.
Síðan var farið
að árangursmeta
þetta og kom þá í
ljós að aðgerð-
irnar skiluðu
ekki árangrinum
sem vonast var
eftir. Þó svo
menn vani get-
una til að beita
börn eða aðra
kynferðislegu
HELGI GUNN-
LAUGSSON
Helgi sagðist telja,
eftir áhorf á um-
fjöllun um Stein-
grím Njálsson í
þættinum Sönn ís-
lensk sakamál, að
hann væri í afneit-
un gagnvart brotum
sínum og sem slík-
ur líklegur til að
brjóta af sér aftur.
SVALA
THORLACIUS
Svala vill að kyn-
ferðissíbrotamenn
verði afkynjaðir
með læknisaðgerð
sem felur í sér að
kynkirtlar þeirra eru
fjarlægðir.
ofbeldi þá er
hneigðin til að
leita á minni
máttar enn til
staðar og ýmis-
legt hægt að
gera annað til að
meiða,“ sagði
hann og taldi
Dani hafa látið
af afkynjunarað-
gerðum. „Þetta
virðist vera
heldur flóknara
en svo að hægt
sé að skrúfa fyr-
ir brotin með
þessum hætti.“
Helgi sagði með-
ekki eðlisólík
hafa gefið góða
sem brotamenn-
ferðarúrræði,
áferigismeðferð,
raun svo fremi
irnir séu fáanlegir til að horfast í
augu við vandann. Það var mat
Helga að þar til þessir menn
gerðu það væru þeir hættulegir
umhverfi sínu.
oH@frettabladid.is
FJÖLDI OG ÁSTÆÐUR „AFKYNJANA"
SAMKVÆMT LÖGUM NR. 16/1938*
Ár Fjöldi Ástæður
1948 1 Endurtekin kynferðisleg misnotkun á telpum.
1961 1 Vangefni, afbrigðilegar kynhvatir (kynferðisleg áleitni).
1963 1 Vangefni, endurteknar tilraunir til kynmaka við telpur.
1971 1 Endurtekin kynferðisleg misnotkun á drengjum.
Alis 4
*Uppl. fengnar ur skýrslu heilbrigðisráðherra um ófrjósemisaðgerðir.
GUÐJÓN A. KRISTJANSSON
Vill aukin fjárframlög til hafrannsókna svo
ráðast megi í verðug verkefni.
Lítið úthald hafrann-
sóknarskipa:
Fjárfestingin
afar illa nýtt
stjórnmál „Því eru nánast engin
takmörk sett hvað ég gæti ímynd-
að mér að væru verðug verkefni
til rannsókna fyrir hafrannsókn-
arskip okkar Ísíendinga," svaraði
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð-
herra, fyrirspurn Guðjóns A.
Kristjánssonar, þingflokksfor-
manns Frjálslynda flokksins, um
hvort ekki mætti auka úthald haf-
rannsóknarskipa til að sinna verð-
ugum verkefnum. Árni sagði út-
haldið þó ráðast af því hvaða f jár-
muni Álþingi veitti til starfsem-
innar. Það setti Hafrannsókna-
stofnun skorður sem hún yrði að
vinna innan.
„Ég þóttist nú vita það fyrir-
fram að ráðherra hefði áhuga á
þessum málum,“ sagði Guðjón en
var ekki sáttur við að sjávarút-
vegsráðherra væri ekki fáanlegur
til að ganga lengra og taka undir
frekari fjármögnun svo auka
mætti úthald hafrannsóknaskip-
anna. „Nú er það svo að við erum
nýlega búin að eignast stórt og
gott, mikið og vandað rannsóknar-
skip. Afkastamikið tæki. Ég vil
meina að við nýtum þessa fjár-
festingu afar illa með svo litlu út-
haldi sem fyrirhugað er, 220 til
240 dögum.“ ■
Umhverfisviðurkenning
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins
óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki, sem vegna
verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess
verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu
umhverfisráðuneytisins fyrir árið 2001.
Stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni.
Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu, Von-
arstræti 4,150 Reykjavík, eigi síðar en 12. apríl
n.k., merkt „Umhverfisviðurkenning 2001, eða
með tölvupósti til postur@umh.stjr.is
Clthlutunarnefnd umhverfisviðurkenninga
umhverfisráðuneytisins.
Heyrnar- og talmeinastöð íslands:
Biðlisti styst um helming
heilsa Um tíma á síðasta ári voru
1.600 manns á biðlista eftir
heyrnartækjum frá Iíeyrnar- og
talmeinastöð íslands. Eftir mikl-
ar breytingar á starfsemi stöðv-
arinnar er biðlistinn nú kominn
niður í 850 manns. Sigríður Snæ-
björnsdóttir framkvæmdastjóri
þakkar árangurinn meðal annars
því að starfsaðstaða hefur verið
bætt, opnunartími lengdui’,
ábyrgðarhlutverk starfsfólks
skilgreint upp á nýtt og leitað sí-
fellt hagstæðari samninga um
kaup á tækjum erlendis frá. Þá
var heimasíða stöðvarinnar á
Netinu opnuð sl. föstudag með
það fyrir augum að bæta þjónust-
una.
Sigríður segir að mörgum hafi
þótt sem stöðin hafi verði orðin
einangruð í kerfinu. Með því að
stjórn stöðvarinnar var lögð nið-
VALHÖLL
Starfsaðstaða Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar í Valhöll hefur verið bætt til muna.
ur fyrir síðustu áramót, fagráð
stofnað og framkvæmdastjóri lát-
inn heyra beint undir ráðherra
horfi til betri vegar.
Börn hafa ekki þurft að bíða
eftir heyrnartækjum. Sigríður
segir að helst hafi fólk á eftir-
launaaldri lent í slíku en í þeim
hópi eru flestir viðskiptavinir
stöðvarinnar. Fólk á aldrinum 18
til 67 ára, sem telja um 35% við-
skiptavina, hafi auk þess þurft að
bíða. Hún segir að stefnt sé að
enn frekari styttingu biðlista. ■