Fréttablaðið - 02.04.2002, Side 11
ÞRIÐJUPAGUR 2. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
11
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Vill fresta gerð
nýrra hafnarlaga
Verðbréfaþing:
Batnandi
afkoma
hlutabrÉf Mikil breyting til hins
betra varð í rekstri fyrirtækja á
Verðbréfaþingi íslands í fyrra
miðað við árið 2000. Þetta kemur
fram í samantekt Landsbankans-
Landsbréfa.
Samanlagður hagnaður allra
fyrirtækjanna á VÞI var 47 millj-
arðar fyrir afskriftir í fyrra. Það
er aukning um 56%. Fyrirtækin í
flestum starfsgreinum stóðust
þær væntingar sem til þeirra
voru gerðar. Upplýsingafyrirtæki
og olíufélög stóðust væntingarnar
hins vegar ekki. ■
hafnir Stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga leggur til í umsögn
sinni um frumvarp til nýrra hafn-
arlaga að málinu verði frestað til
næsta þings. Jafnframt er því
beint til samgönguráðherra að
skipuð verði nefnd með fulltrúum
ráðuneytisins, Hafnasambands
sveitarfélaga, Siglingastofnun og
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
til að yfirfara frumvarpið í heild
sinni.
í umsögn sinni bendir samband-
ið m.a. á að frumvarpið muni að
óbreyttu hafa veruleg áhrif á
rekstur hafna víðs vegar um land-
ið og jafnvel á rekstur margra
sveitarfélaga. Af þeim sökum sé
mikilvægt að kostnaðarmeta áhrif
frumvarpsins á fjárhag einstakra
sveitarfélaga. Helstu nýmæli
frumvarpsins eru m.a. þau að sam-
ræmd gjaldskrá hafna verður af-
lögð, starfsemi þeirra skilgreind
sem samkeppnisrekstur, ákvæði
samkeppnislaga gildi um gjald-
töku hafna, þær verða virðisauka-
skattskyldar og leyft verður að
Frumvarp samgönguráðherra til nýrra hafn-
arlaga mætir andstöðu í röðum sveitar-
stjórnarmanna.
reka hafnir undir fleiri rekstrar-
formum en verið hefur. Þá er ætl-
unin að breyta aðkomu ríkisins að
fjármögnun framkvæmda í höfn-
um landsins. Það getur leitt til þess
að ríkisstyrkir vegna viðhalds-
verkefna og nýframkvæmda hver-
fa að mestu hjá stærri höfnum. ■
Umdeild lög taka gildi:
Líknardráp
ordið löglegt
amsterdaivi. ap Læknar í Hollandi
mega frá og með gærdeginum
binda enda á líf sjúklinga, sem
þjást af ólæknandi sjúkdómi og
líða jafnframt óbærilegan sárs-
auka. Holland er fyrsta landið
sem lögleiðir líknardráp. Lögin
voru samþykkt fyrir ári en tóku
ekki gildi fyrr en í gær.
Lífleg umræða hefur staðið mán-
uðum saman um að enn lengra
verði gengið. Margir vilja til að
mynda heimila læknum að af-
henda gömlu fólki lyf til að binda
enda á líf sitt, jafnvel þótt við-
komandi einstaklingur sé ekki
haldinn ólæknandi sjúkdómi. ■
Ný 4 milljarða stál-
pípu verksmiðj a
Bandaríska fyrirtækið International Steel and Tube LP vill reisa
verksmiðju í Helguvík. Samningaviðræður eru vel á veg komnar.
Framleiðslan mun falla undir tollaákvæði EES.
iðnaður Samningaviðræður vegna
byggingar nýrrar 4 milljarða
króna stálpípuverksmiðju í
Reykjanesbæ eru vel á veg komn-
ar. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, sagði að banda-
ríska fyrirtækið International
Steel and Tbbe LP hefði sýnt mik-
inn áhuga á að reisa 150 til 175
þúsund tonna verksmiðju í Helgu-
vík. Ef af framkvæmdunum verð-
ur mun verksmiðjan, sem verður
alfarið í eigu Bandaríkjamanná-
anna, skapa störf fyrir 200 til 250
manns.
Ellert sagði að fulltrúar
International Steel and Tube LP
hefðu tvisvar komið til landsins og
litist vel á aðstæður. Hann sagði
að ekki væri um orkufrekan iðnað
að ræða. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins væru fyrst og fremst að leita
til íslands vegna þess að fram-
leiðslan hér myndi falla undir
tollaákvæði Evrópska efnahags-
svæðisins. Einnig hefði nálægðin
við varnarliðið nokkuð að segja.
Bandaríska fyrirtækið er með
höfuðstöðvar í Fíladelfíu. Fyrir-
tækið á stálverksmiðjur í Banda-
REYKJANESBÆR
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði mjög mikiluægt að fá iðnaðarstarfsemi i bæinn.
. i ' ■
7
ríkjunum og í Austur-Evrópu og
myndu stálpípurnar hér verða
unnar úr hráefni sem kæmi frá
verksmiðjunum í A-Evrópu. Stál-
pípur eru m.a. mikið notaðar í olíu-
leiðslur og gasleiðslur.
Ellert sagði mjög mikilvægt
fyrir Reykjanesbæ að fá iðnaðar-
starfsemi í bæinn. Höfnin hefði
staðið á fjórum fótum undanfarin
ár og því myndi verksmiðja í
Helguvík efla hana mikið. í stað
þess að safna skuldum gæti hún
farið að skila hagnaði. Bærinn
myndi einnig hagnast á verk-
smiðjunni því eins og önnur fyrir-
tæki myndi hún greiða fasteigna-
gjöld og þurfa að kaupa þjónustu.
Viðræður við Bandaríkjamenn-
ina hófust fyrir nokkrum mánuð-
um og miðar vel áfram. Ellert sagði
að Markaðs- og atvinnumálaskrif-
stofa Reykjanesbæjar, Hafnasam-
lag Suðurnesja, Fjárfestingarstofa
íslands, Jón Sveinsson, lögmaður
og fulltrúi iðnaðarráðuneytisins
væru nú að vinna í málinu. Iðnaðar-
ráðherra kynnti málið fyrir ríkis-
stjórninni fyrir viku.
trausti@frettabladid.is
Hlemmur og Lækjartorg leyst af hólmi:
Vilja byggja samgöngu-
miðstöð neðanjarðar
SAMGÖNGU MIÐSTÖÐ
Samkvæmt hugmynd Strætó bs. verður miðstöðin grafin sex metra niður í jörðina. Teikni-
stofan Þverá sá um teikninguna.
samgöngur „Okkar hugmyndir
ganga út á að endurskoða leiðar-
kerfi fyrirtækisins frá grunni og
þá lítum við á höfuðborgarsvæðið
sem eina heild. Til að geta gert það
af einhverju viti verðum við að
koma á skiptistöð sem er á mið-
lægu svæði svo hægt sé að gera
samgöngukerfið skilvirkara,"
sagði Asgeir Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs., en fyrir-
tækið hefur kynnt hugmyndir um
neðanjarðarsamgöngumiðstöð við
Kringluna. Samkvæmt hugmynd-
inni mun samgöngumiðstöðin
leysa af hólmi biðstöðvar Strætó á
Hlemmi og við Lækjartorg en
leigubílar, flugvallarrútur og lang-
ferðabifreiðar af BSÍ munu einnig
hafa endastöð þar.
Ásgeir segir að útreiknaður
þyngdarpunktur höfuðborgar-
svæðisins sé hjá Kringlunni en þar
sem lítið pláss er til bygginga á
svæðinu hafi sú hugmynd kviknað
að hafa stöðina neðanjarðar. Hann
segir að það ætti ekki að taka nema
um eitt ár að koma samgöngustöð-
inni í framkvæmd, þegar hönnun
er lokið.
„Við bendum til samanburðar á
byggingu mislægra gatnamóta
sem menn eru að gera á innan við
ári en þau eru flóknari í fram-
kvæmd.“
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdina er um 1,5 til 2 milljarð-
ar. Fyrirhuguð eru mislæg gatna-
mót á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar og segir Ás-
geir möguleika á að samræma
framkvæmdirnar.
í tillögunum er einnig sá mögu-
leiki fyrir hendi að hefja ferðir
með svokölluðum léttlestum. „Það
tíðkast víða í Evrópu, t.d. Frakk-
landi, að notast við léttlestir í borg-
um sem eru af sömu stærðargráðu
og höfuðborgarsvæðið. Þessar
lestir eru eins og nútíma sporvagn-
ar, eru á gúmmíhjólum og líða
hljóðlaust um. Þær eru samt á tein-
um og þykja umhverfisvænar.“
Ásgeir telur að með samgöngu-
stöðinni sé hægt að veita betri
þjónustu en nú.
„Það er ekki spurning að við
ætlum okkur að koma með tillögur
að nýju leiðakerfi sem veitir betri
þjónustu en nú er, þ.e. styttri
ferðatíma og aukna tíðni. Þar að
auki vonumst við til að ná aukinni
hagræðingu í rekstri og lækkun
kostnaðar."
Refaskirm
I 'XI- X 9ott verð
hmXhst
LEÐURVÖRUDEILD
Krókhálsi 3 * 110 Reykjavik • Sími 569-1900 • Fax 569-1901 • hvitlist@hvitlist.is
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um afgreiðslur
borgarráðs Reykjavíkur
á deiliskipulagsáætlunum
í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er
hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur
eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum.
Skúlagötusvæði, stjórnarráðsreitur, deiliskipulag.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 4. september
2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af
Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Ingólfsstræti.
Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum
breytingum þar sem komið var til móts við athuga-
semdir sem bárust við kynningu hennar. Athuga-
semdaaðilum hefur verið send umsögn um athuga-
semdirnar og þær breytingar sem gerðar voru á
tillögunni.
Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar
birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. febrúar sl.
Skeifan, Fen, deiliskipulag.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 6. nóvember
2001 nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem afmarkast af
Suðurlandsbraut, Skeiðavogi, Miklubraut og Grensás-
vegi.
Skipulagsáætlunin var samþykkt með nokkrum
breytingum þar sem komið var til móts við
athugasemdir sem bárust við kynningu hennar.
Athugasemdaaðilum hefur verið send umsögn um
athugasemdirnar og þær breytingar sem gerðar voru
á tillögunni.
Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar
birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. desember
2001.
Suðurlandsbraut 18-28 og Ármúli 15-27.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 21. ágúst
2001 nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 18-28 við
Suðurlandsbraut og 15-27 við Ármúla.
Skipulagsáætlunin var samþykkt óbreytt frá auglýstri
tillögu. Ein athugasemd barst við kynningu tillögunnar
og hefur athugasemdaaðila verið send umsögn um
hana.
Auglýsing um gildistöku skipulagsáætlunarinnar
birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. febrúar 2002.
Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar
skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að
nálgast á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs að
Borgartúni 3, Reykjavík.
Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavík, 27. mars 2002.
kristjan@frettabladid.is