Fréttablaðið - 02.04.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.04.2002, Qupperneq 22
FRÉTTARLAÐIÐ 2. apríl 2002 ÞBIÐIUDACUR -SACAPAGSINS 2TAPRÍL Eldgos hófst í nágrenni Heklu árið 1725 og fylgdu því „skelfilegir jarðskjálftar", eins og segir í Hítardalsannál. Jóhanna Magnúsdóttir fékk lyf- söluleyfi, fyrst íslenskra kven- na árið 1928. Hún starfrækti Lyfjabúðina Iðunni í Reykjavík í tæp 33 ár. ýski kafbáturinn U48 sökkti breska flutningaskipinu Beav- erdale árið 1941 300 sjómílur suðvestur af íslandi. Fimm sólar- hringum síðar bjargaði togarinn Gulltoppur 33 mönnum úr einum af björgunarbátum skipsins, ann- ar bátur náði landi við Snæfells- nes en sá þriðji fannst aldrei. Einn skipbrotsmannanna þakkaði skipstjóra Gullltopps björgunina 58 árum síðar. Mikil og * Isíðustu viku tók Gunnar Páll Pálsson við störfum formanns af Magnúsi L. Sveinssyni. „Þetta leggst vel í mig og ég á ekki von á öðru en ég klári mig í þessu. Ég veit að þetta er stór og mikil ábyrgð en jafnframt er það heiður að vera treyst fyrir formennsku í svo stóru félagi," segir Gunnar Páll. Hann er alinn upp í Mosfells- bæ, sonur kennarahjónanna Páls Aðalsteinssonar og Guðrúnar Hafsteinsóttur. „Ég gekk þar í skóla en tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og er viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands.“ Gunnar Páll er kvæntur Ástu Pálsdóttur sem starfar í Hagdeild "'TTól.KinÍFRÍTTUM f Orvæntingar er farið að gæta í herbúðum sjálfstæðismanna. Þegar tæplega tveir mánuðir eru til borgarstjórn- arkosninga benda kannanir til þess að það sé ekki Inga Jóna Þórðar- dóttir í áttunda sætinu sem er í baráttusæti flokksins heldur Kjartan Magnús- son í því sjötta. Ekkert minna en kraftaverk þarf til þess að Birni Bjarnasyni og fé- lögum takist að koma R-listanum frá völdum. Ingi- björg Sólrún er traustari í sessi en nokkru sinni fyrr við lok ann- ars kjörtímabils síns sem borgar- stjóri. Að því leyti er hún í sömu sporum og Davíð Oddsson. Staða hans sem borgar- stjóra var aldrei sterkari en eftir annað kjörtíma- bilið. Við kosning- arnar 1990 rúllaði hann andstæðing- um sínum upp sem aldrei fyrr og var næstum kominn með 10 borgarfulitrúa. Ári síðar var hann búinn að steypa Þorsteini Pálssyni af for- mannsstóli í Sjálf- stæðisflokknum og orðinn forsætisráðherra. TÍMAMÓT JARÐARFARIR_______________________ 10:30 Ingigerður Salóme Guðbrands- dóttir verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.30 Porgeir K. Þorgeirsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, Melabraut 4, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag frá Hallgrimskirkju. 13:30 Minningarathöfn um Maríu Helgadóttur frá Isafirði 1 Foss- vogskirkju. Hún verður jarðsung- in á föstudaginn frá fsafjarðar- kirkju kl. 14.00. 13:30 Þorbjörg Jónsdóttir, Grandavegi 47, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 14:00 Jósef Ingvarsson, Efstasundi 13, verður jarðsunginn frá Glerár- kirkju á Akureyri. 15.00 Guðrún Pálsdóttir frá Höfða, Blómvallagötu 13, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni. AFMÆLI____________________________ Sigurður H. Richter, dýrafræðingur, er 59 ára í dag. ANDLÁT Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásgarði eystri Skagafirði, lést 24. mars. Alexander Ingimarsson lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 24.mars. Már Ingólfur Ingólfsson, Skólavöllum 11, Selfossi, lést 24. mars. Björn Rosenkrantz de Neergaard lækn- ir lést í Danmörku 20. mars. Gyða Guðmundsdóttir, frá Patreksfirði, lést í Tromsö, Noregi, 23.mars. GUNNAR PÁLL PÁLSSON Hann á ekki von á að í byrjun verði miklar breytingar við formannsskipti hjá VR. Hins vegar er ekki hægt að vænta annars en með nýjum mönnum komi breyttar áherslur. stór ábyrgö Kaupþings en er nú í fæðingaror- lofi heima. Þau eiga auk yngsta sonarins tvo drengi sem eru níu og tíu ára. „Ég er rólyndismaður og finnst ánægjulegt að eiga stundir með fjölskyldunni. Við eignuðumst þann yngsta í janúar og síðan hef ég verið að reyna að komast í fæðingarorlof en ekki gengið sem skyldi. Ég vona að ég geti tekið hluta þess bráðlega og lokið því síðan í haust.“ Gunnar Páll kveðst nota frí- stundir sínar með eldri drengjun- um sem spila fótbolta með Fjölni í Grafarvogi. „Það er stundum nóg að gera við að fylgja þeim eftir á æfingar og í keppni. Eg hef enda mjög gaman af því og tel það gott Persónan Gunnar Páll Pálsson er tekinn við formennsku í Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur. fyrir okkur alla. Ég hef einnig verið að spila dálítið golf og hef ánægju af því.“ Gunnar Páll segist ekki vænta mikilla breytinga við formanns- skiptin að öðru leyti en því að með nýjum mönnum koma breyttar áherslur; allt eigi þetta eftir að mótast. „Ég ætla mér að vinna í samstarfi við stjórnina og í ljósi þessara tímamóta hyggst ég óska eftir að sest verði niður og unnið að stefnumótun til framtíðar." ■ | AFMÆLI [ Fékk barnabarn í afmælisgjöf Sigurður Ricther á afmæli í dag. Barnabarnið stakk sér hins vegar í heiminn viku fyrr. i MEÐ FJÖLSKYLDUNA i AFMÆLISMAT Sigurður Ricther bauð í mat á páskadag og hélt þannig upp á afmælið sitt. Apáskadag fékk ég börnin, tengdabörnin og barnabörnin í mat og notaði þá tækifærið og hélt uppá afmælisdaginn minn,“ segir Sigurður H. Richter sem verður 59 ára, þriðjudaginn 2. apríl. Síðasta vika var Sigurði gjöful því fyrir réttri viku eignað- ist hann sitt fimmta barnabarn. „Það var stúlka sem fæddist um fjögurleytið þann dag og er þriðja barn Margrétar dóttur minnar.“ Sigurður segir að á afmælis- daginn sjálfan hittist þannig á að þau hjónin hitti gamla vini frá námsárunum í Kaupmannahöfn í kaffi á Hótel Radisson. „Við eru sautján saman í hópi og höfum hist reglulega síðustu 25 árin, haldið árlega þorrablót og ferðast stundum saman. Um kvöldið ætl- ar konan mín að bjóða mér út að borða.“ Sigurður er fæddur í Reykja- vík, sonur hjónanna Margrétar Hjaltested og Ulrichs Ricther. Skömmu eftir stúdentspróf, kvæntist hann Margréti Bjarna- dóttur læknaritara og eiga þau einn son og tvær dætur. Sigurður nam dýrafræði í Kaupmannahöfn og hefur starfað sem sérfræðing- ur við Tilraunastöð Háskóla ís- lands að Keldum og kennt auk þess dýrafræði, sníkjudýrafræði og skyldar greinar við Háskólann. Einnig hefur hann um árabil haft umsjón með sjónvarpsþættinum Nýjasta tækni og vísindi. Sigurður viðurkennir að, líkt og hjá mörgum öðrum, hafi fjöl- skyldan og störfin jafnframt ver- ið helstu áhugamál hans. „Við hjónin tökum okkur þó yfirleitt gott sumarfrí. Við ferðumst þá talsvert innanlands, leigjum okk- ur gjarnan sumarbústað í viku og ökum í rólegheitum hringinn. Oft- ast förum við ýmsar krókaleiðir á leið okkar og síðast þegar við fór- um þá höfðum við ekið gott lengra þegar í bæinn kom.“ Hreyfing er Sigurði mikilvæg og hátt í þrjátíu ár hefur hann stundað leikfimi hjá Valdimar Örnólfssyni í Háskólanum. „Ég hef reyndar verið misjafnlega duglegur að mæta ár frá ári en mér finnst mjög hressandi og gott fyrir andann að sprikla dálítið. Ég bregð mér einnig stundum á gönguskíði ef færi er til staðar en undanfarin ár hefur verið helst til of snjólítið hér sunnanlands." bergljot@frettabladid.is Vatnaskógur Skráning í sumarbúðirnar í Vatnaskógi hefst miðvikudaginn 3. apríl kl. 8:00 Skráð er í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Einnig er tekið við skráningum í síma 588-8899. Flokkaskrá sumarsins er að finna á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Skráning í sumarbúðirnar Hólavatni, Kaldárseli, Ölveri og Vindáshlíð hefst föstudaginn 5. apríl kl. 8:00. KFUM Minnum á feðginahelgina 26.-28. apríl. Holtavegi 28 Sími 588 8899 Ingibergur Friðrik Kristinsson, Háaleitis- braut 47, lést 24. mars. Hafdís Kristinsdóttir, Melási 5, lést 24. mars. Hildur Einarsndóttir, Digranesvegi 56, lést 25.mars. Torfi Óldal Sigurjónsson, fyrrverandi bóndi, Stórhóli í Húnaþingi vestra, lést 25. mars. Guðrún Árnadóttir, Efri Ey, lést 25. mars. Sveinn Þormóðsson, blaðaljósmyndari, lést 26.mars. Árni Árnason, fyrrv. framkvæmdastjóri, lést 26.mars. Sigríður Halldórsdóttir, Fögrubrekku í Hrútafirði, lést 27. mars. FÓLK í FRÉTTUM Borgarráð Reykjavíkur hefur endurkjörið fulltrúa sína íLandsvirkjun til eins árs. Engar breytingar urðu í kjörinu. Aðal- menn eru sem fyrr Helgi Hjörv- ar og Pétur Jóns- son frá R-lista en Vilhjáimur Þ. Viihjálmsson frá D-lista. Vara- menn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, Sigríður Hjartar og Júlíus Vífill Ingvarsson. Samfylkingarfélögin í Reykja- vík nálgast nú niðurstöðu í deilum sínum um stofnun kjör- dæmisráðs. Unnið hefur verið að stofnun kjördæmisráðsins í á annað ár en deilur komið í veg fyrir að af stofnuninni yrði. Helst hefur verið deilt um hvernig kjördæmisráðið skuli byggt upp og með hvaða hætti skuli kveðið á um aðkomu al- mennra flokksmanna að upp- stillingu á framboðslistum. Nú hefur hins vegar náðst niður- staða eftir langt þref sem flestir geta sætt sig við að mestu. Hafa menn því hafist handa við að stilla upp fyrstu stjórn kjör- dæmisráðsins sem verður kosin á stofnfundinum. Helst hefur verið rætt um að Páll Halldórs- son, fyrrum formaður BHM, verði formaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.