Fréttablaðið - 03.04.2002, Síða 1
FRÉTTABLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR
70.000 eíntök
65% fólks les blar'
MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FiÚLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÖBER 2001.
63. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Miðvikudagurinn 3. apríl 2002
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Reyðarál rætt á
Alþingi
alþinci Þingheimur ræðir um virkj-
analeyfi til Landsvirkjunar vegna
Kárahnjúkavirkjunar í dag. Áður
en þingfundur hefst ætlar Ögmund-
ur Jónasson að kref ja iðnaðar- og
viðskiptaráðherra svara við því
hvers vegna viðeigandi nefndir
fengu ekkert að vita af frestun
Reyðaráls.
Þarfir vímuefna-
neytenda
málþinc Reykjavíkur Akademían,
Sagnfræðifélag íslands og Lög-
fræðingafélag íslands boða tii mái-
þings í húsnæði Akademíunnar, JL-
húsinu við Hringbraut 121, 4. hæð,
í kvöld klukkan 20.00. Málþingið
fjallar um þarfir vímuefnaneyt-
enda og úrræði refsivörslukerfis-
ins. Erindi halda: Hildigunnur
Ólafsdóttir, afbrotafræðingur, Er-
lendur S. Baldursson, afbrotafræð-
ingur, og Benedikt Bogason, hér-
aðsdómari.
jVEÐRIÐ í DAC|
REYKJAVÍK Austlæg átt 6 m/s
og skýjað.
Hiti 2 til 6 stig.
Isafjörður VINDUR © 8 ÚRKOMA É! HITI Qo
Akureyri O 8 Súld Q6
Egilsstaðir O 9 Rigning Q5
Vestmannaeyjar O 10 Rigning 05
Fjórða framboðið í
borginni kynnt
BORGARSTJÓRNARKOSNINCAR ForSVarS-
menn Höfuðborgarsamtakanna
kynna í dag stofnun samtakanna
sem munu bjóða fram í borgar-
stjórnarkosningunum í maí.
Tveir leikir í hand-
boltanum
handbolti Tveir leikir fara fram í
ESSO-deildinni í handbolta í kvöld.
KA menn sækja Framara heim og
Valsarar taka á móti Eyjamönnum.
KVÖLDIÐ í KVÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 íþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
Meðallestur 25 til 49
ára á miðvikudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2001
Hvaða blöð lesa 25 til 49
íbúar á
höfuð-
borgarsvæð-
inu ■ dag?
ára
GOLF
8?.
bls 13
bls 15
Tiger Woods
kvennagolfsins
KVIKMYNPIR
Styttist í
köngulóna
bls 16
Þjóðhagsstofnun lögð
niður:
Frumvarp
til þings í
næstu viku
efnahagsmál Þess er vænst að rík-
isstjórnin ljúki meðferð sinni á
frumvarpi til laga um að leggja
niður Þjóðhagsstofnun á föstudag.
Stjórnarflokkana hefur greint á
um meðferð málsins og hafa ráð-
herrar unnið að því að setja niður
ágreininginn undanfarna daga.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins hefur Framsóknarflokk-
urinn gefið eftir og frumvarpið
verður tekið til meðferðar á Al-
þingi í næstu viku.
Ágreiningur varð um málið á
ríkisstjórnarfundi á þriðjudag
fyrir páska þegar forsætisráð-
herra lagði fram frumvarpsdrög
til kynningar. Framsóknarmenn
felldu sig ekki við drögin og hitt-
ust oddvitar stjórnarflokkanna á
fundum um páskana til að ná lend-
ingu í málinu. Á ríkisstjórnar-
fundi í gær, sem Halldór Ásgríms-
son stýrði sem starfandi forsætis-
ráðherra þar sem Davíð Oddsson
er nú í heimsókn í Víetnam, kom í
ljós að Halldór og Davíð hafa náð
samkomulagi um flesta þætti.
Endanlegri útfærslu er þó ekki
lokið, t.d. hvað varðar þau ýmsu
verkefni sem Þjóðhagsstofnun
hefur sinnt fyrir önnur ráðuneyti
en forsætisráðuneytið. ■
I ÞETTA HELST I
Fangi á Litla Hrauni er aðalsak-
borningur í máli sem þingfest
var í Héraðsdómi Reykjavíkur
vegna fíkniefnasmygls. bls. 2
Ariel Sharon segist reiðubúinn
að hleypa Jasser Arafat úr
herkví ef hann hverfur á braut
og snýr ekki aftur til Palestínu.
bls. 4
Stjórnarmaður í Einstökum
börnum segir sjálfsmynd
barna sem eru á biðlista eftir
þjónustu Greiningarstöðvar
skerðast dag frá degi. bls. 4
>000 fermetra verslunarrými er
.enn óráðstafað í Smáralind.
bls. 2
Islendingur varð vitni að aðgerðum ísraelshers í Ramallah:
Spennuþrungið andrúmsloft
palestína „Undanfarna daga hefur
ástandið farið hríðversnandi," seg-
ir Aðalsteinn Þorvaldsson, annar
tveggja íslendinga sem standa
mannréttindavakt í Palestínu á
vegum íslensku þjóðkirkjunnar.
„Allt hefur stefnt niður á við frá
því Israelsher fór inn í Ramallah
og hóf umsátur um borgina."
Aðalsteinn fór til Ramallah á
sunnudaginn. „Það sem ég sá þar
var hræðileg eyðilegging, her-
menn og vopnuð ökutæki út um
allt. Andrúmsloftið var eins
spennuþrungið og hægt er. Ég átti
hræðilega reynslu þar sem í raun
er ekki hægt að lýsa með orðum.“
íbúarnir í Ramallah eru í raun
og veru innilokaðir á heimilum
sínum. ísraelski herinn hefur lýst
AÐALSTEINN
ÞORVALDS-
SON
„Ástandinu í
Ramallah
verður ekki
með orðum
lýst," segir Að-
alsteinn, sem
er á mannrétt-
indavakt á
herteknu
svæðunum í
Palestínu.
yfir hernaðarástandi í borginni og
útgöngubann er í gildi.
I gær var Aðalsteinn kominn til
Jerúsalem, þar sem hann sat á
skrifstofum World Vision. Þar
heyrði hann starfsfólk samtak-
anna í Beit Jalla, Betlehem og
Ramallah lýsa ástandinu í gegnum
síma.
„Þetta fólk býr þarna og kemst
ekki út. Vegna þess að útgöngu-
bann hefur aðra merkingu í
Palestínu, þá þýðir það í raun og
veru stofufangelsi. Állir sem fara
út eiga á hættu að vera skotnir.
Frásagnir fólks eru hryllilegar,"
segir Aðalsteinn. ■
TRÚBAPOR
Hörður
túlkar Laxness
FRAMFERÐI ISRAELA MÓTMÆLT Víða um heim hafa stuðningsmenn Palestínumanna farið í göngur til að mótmæla framgöngu ísra-
ela. Þúsundir komu saman í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær. Mótmæli voru víða í arabaríkjum auk nokkurra Evrópuríkja.
Ronaldo
snýr aftur
SÍÐA 12
FÓLK
Landspítalinn braut
á beinbrotnu barni
Landspítalinn lét barnaverndarnefnd ekki vita af óútskýrðu handleggs-
broti átta mánaða stúlku. Stúlkan var í vist hjá dagföður sem síðar var
dæmdur fyrir að bana níu mánaða dreng.
lögreglumál Landspítalinn lét
barnaverndaryfirvöld ekki vita
um óútskýrt handleggsbrot átta
mánaða gamallar stúlku sem kom
til aðhlynningar á spítalanum í
fyrra.
Þetta kom fram í bréfi
yfirmanns fjölskyldudeild-
ar Kópavogs til Barna-
verndarstofu 25. maí í
fyrra. Hann taldi að spítal-
inn og heilsugæslustöðin
Hvammur hefðu brugðist
lögbundinni tilkynninga-
skyldu.
Fjölskyldudeild Kópa-
vogs barst fyrst vitneskja
um mál stúlkunnar eftir að lög-
regla hóf rannsókn vegna andláts
níu mánaða gamals drengs í byrj-
un maí í fyrra. Drengurinn var í
vist hjá dagforeldrum í Kópavogi.
í febrúar sl. var maðurinn dæmd-
ur í fangelsi fyrir að hafa hrist
litla drenginn til bana. Bæði voru
hjónin dæmd fyrir að hafa tekið
alltof mörg börn til gæslu.
Litla handleggsbrotna stúlkan
var í vist hjá þessu fólki. Réttar-
krufning á litla drengnum leiddi í
ljós að hann var einnig með gam-
alt handleggsbrot. Engar skýring-
ar fundust á því.
Komið var með litlu
telpuna á slysadeild Land-
spítalans í Fossvogi 13.
febrúar 2001. Hún var
framhandleggsbrotin.
Læknir taldi þá að brotið
væri 10 til 14 daga gamalt.
Brotið þótti óvenjulegt
fyrir barn sem ekki var
farið að ganga. Skoða
þyrfti barnið betur sem og
aðstæður hjá dagmóður.
Viku síðar sagði barnalæknir
brotið hafa verið 5 til 8 daga gam-
alt. Engin góð skýring hefði feng-
ist á brotinu, hvorki frá foreldrum
eða ömmu barnsins: „Samkvæmt
viðtali við bæklunarlækna þarf
töluverðan áverka til að fá slíkt
brot og með þeirri tilfærslu sem
er til staðar,“ sagði hann í skýrslu.
Rannsókn lögreglu, sem óskað
var eftir í lok maí, leiddi þó ekki
til neinnar niðurstöðu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir Land-
spítalann hafa átt að tilkynna án
tafar til barnaverndarnefndar að
grunur léki á að barn hefði sætt
líkamlegu ofbeldi. Spítalinn virð-
ist hafa fyrir misgáning sent
heilsugæslustöðinni tilkynningu
um atvikið en ekki félagsþjónust-
unni í Kópavogi. Bragi segist hafa
boðað yfirmenn Landspítalans til
fundar þegar honum varð kunn-
ugt um málið:
„Það var ákveðið að þeir
myndu yfirfara sínar starfsvenj-
ur. Samtímis erum við að vinna
saman að ítarlegri leiðbeinandi
reglum um framkvæmd tilkynn-
ingarskyldunnar," segir Bragi.
Að sögn Braga veldur það
áhyggjum hversu fáar tilkynning-
ar berast frá heilbrigðiskerfinu
vegna ofbeldis gegn börnum. Þó
sýni bráðabirgðatölur að í fyrra
hafi tilkynningar í Reykjavík
rúmlega þrefaldast.
gar@frettanbladid.is
—#---
„Samkvæmt
viðtali við bækl-
unarlækna þarf
töluverðan
áverka til að fá
slíkt brot og
með þeirri til-
færslu sem er
til staðar."
. —♦—
SÍÐA 14