Fréttablaðið - 03.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
3. apríl 2002 MIÐVIKUPAGUR
OF LANGT GENGIÐ
Yfirgnæfandi meirihluti
netverja telur Israela
hafa gengið of langt í
aðgerðum sínum gegn
Palestínumönnum.
Eru ísraelsmenn að ganga of
langt í aðgerðum sínum gegn
Palestínumönnum?
Niðurstöður gærdagsins
á ywyw.vfeir.is
um..................................j.2.%
Spurning dagsins í dag:
A að leggja Þjóðhagsstofnun niður?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þina skoðun
___________CQ29
Arsreikningar RÚV:
250 milljón
króna halli
útvarpið Tæplega 250 milljóna
króna halli vað á rekstri Ríkisút-
varpsins á síðasta ári. Árið 2000
nam tapið um 92 milljónum og
eykst því um nálægt því 270 pró-
sent milli ára. Staðan er þó heldur
skárri en óttast var að hún yrði á
haustdögum 2001 þegar útlit var
fyrir að hallinn yrði milli 3 og 4
hundruð milljónir. í ársreikningn-
um er óhagstæðri gengisþróun og
almennum kaupgjalds- og verðlags-
hækkunum kennt um hallann.
Launahækkanir og almennar
verðlagshækkanir voru mun meiri
á árinu en fram kom í forsendum
fjárlaga óg þar sem erlent dag-
skrárefni nemur um 60 prósentum
af heildarútsendingartíma Sjón-
varpsins breytti gengisfall krón-
unnar miklu. „Síðast en ekki síst
hafði alvarlegur samdráttur á aug-
lýsingamarkaði slæm áhrif á
rekstrarafkomu Ríkisútvarpsins,“
segir í reikningnum en auglýsinga-
tekjur lækkuðu um rúmar 63 millj-
ónir króna milli áranna 2000 og
2001. Jafnframt segir að auknar líf-
eyrisskuldbindingar sem Ríkis-
tvarpinu hafi verið gert að taka á
sig hafi haft afskaplega neikvæð
áhrif á rekstrarniðurstöðu síðustu
ára. „Og hefur staðan versnað með
hverju ári,“ segir í ársreikningnum.
Stofnunin er þrátt fyrir fjár-
hagsþrengingar sögð standa nokk-
uð vel og starfsemin sögð hafa
styrkst undanfarin misseri í sam-
keppni við aðra miðla hvað varðar
hlustun og áhorf. „Er það nánast
undantekning, að fjölmiðlar í al-
mannaþágu í Evrópu, sem standa í
vaxandi samkeppni við nýja miðla,
hafi haldið hlut sínum jafnvel og
Ríkisútvarpið." ■
HJÁLPARSTARF
Starfsmenn Rauða krossins bera líbanska
konu sem meiddist eftir sprengju árás á
laugardaginn var.
Hjálparstofnanir á
Vesturbakkanum:
Hjálparstarf
ómögulegt
vesturbakkinn Hjálparstofnanir
hafa ekki getað sinnt starfi sínu á
átakasvæðum á Vesturbakkanum
vegna versnandi ástands þar und-
anfarna daga. í sameiginlegri
fréttatilkynningu, sem Alþjóðaráð
Rauða krossins sendi frá sér, kem-
ur fram að samskipti hjálparstofn-
ana við ísraelsk yfirvöld hafa farið
versnandi. Eins og ástandið er í
dag er lífi starfsmanna Rauða
krossins ógnað. Stofnanirnar hafa
sótt hart að því að fá að hlúa að
særðum Palestínumönnum en
ísraelsher hefur komið í veg fyrir
það.
Alþjóðaráð Rauða krossins biðl-
ar því til allra viðkomandi aðila að
virða Genfarsáttmálann frá 1949
um réttindi óbreyttra borgara. ■
Langur opnunartími ekki vinsæll í Smáralind:
2.000 m2 óráðstafað í Smáralind
verslun Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Smáralindar, segir
opnunartíma verslana í Smáralind
hafa verið breytt vegna þess að
opnunartími sem lagt var upp með,
frá 10-20 á virkum dögum, hafi ekki
verið réttlætanlegur. Verslun hafi
dottið mikið niður eftir kl. 19 á
kvöldin. Nú er opið frá kl. 11-19 í
Smáralind á virkum dögum. Pálmi
segir að viðbúið hafi verið að opn-
unartími yrði endurskoðaður og
verslunareigendur hafi verið nokk-
uð sammála um breytinguna.
Breytingarnar höfðu þau áhrif á
starfsemi Hagkaupa í Smáralind að
sex manns var sagt upp. Að sögn
Finns Árnasonar framkvæmda-
SMÁRALIND
„Það var ákveðin tilraun að hafa opið til
20," segir Pálmi Kristinsson, framkvæmda-
stjóri.
stjóra skýrast breytingarnar af
breyttu vaktafyrirkomulagi. Alls
vinna hátt í 200 manns í Hag-
kaupum í Smáralindinni. Pálmi seg-
ist ekki geta fullyrt hvort að upp-
sagnir hafi fylgt breyttum opnun-
artíma, eitthvað hafi verið um að
verslanir fækkuðu starfsfólki en
það væri ekki í miklum mæli.
Enn er 2.000 fermetrum af
30.000 fermetra verslunarrými
Smáralindar óráðstafað. Líklegt er
að fataverslunin Hennes og
Mauritz verði í 1.200 fm rými, en
samningar við sænsku verslunar:
keðjuna eru ekki frágengnir. í
heildina segir Pálmi að verslun hafi
gengið vel í Smáralind. Því verði þó
ekki neitað að verslanir hafi gengið
misvel, sumar miklu betur en búist
var við, aðrar verr. Því megi búast
við því að einhverjar verslanir
hætti í Smáralindinni, en það geti
ekki talist annað en eðlilegt. ■
Skipulagði smygl
af Litla Hrauni
Tveir fangar á Litla Hrauni hafa verið ákærðir fyrir e-töflusmygl. Auk
þeirra voru þrír aðrir menn ákærðir. Að sögn lögreglu er ekki vitað til
þess að fangi hafi áður staðið að fíkniefnasmygli á meðan hann
afplánaði refsingu.
smygl Tveir fangar á Litla Hrauni
og þrír aðrir menn hafa verið
ákærðir fyrir að hafa flutt inn
tæplega 1.000 e-töflur og reynt að
smygla um 4.000 til 5.000 töflum
til viðbótar til landsins. Ákæran
var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Að sögn lögreglu er ekki vitað
til þess að fangi hafi áður staðið
að fíkniefnasmygli á meðan hann
hafi verið að afplána refsingu. Út-
lit er fyrir að aðalsakborningur-
inn í málinu hafi verið að undir-
búa þau mál sem hann nú hefur
verið ákærður fyrir á sama tíma
og hann áfrýjaði 7 ára fangelsis-
dómi til Hæstaréttar, í lok ársins
2000. Hann er nú að að afplána
þann dóm, sem hann fékk fyrir e-
töflusmygl í desember árið 2000.
Það var þyngsti dómur í fíkni-
efnamáli, sem Hæstiréttur Is-
lands hafði kveðið upp.
Maðurinn er nú ákærður fyrir
að hafa skipulagt og fjármagnað
smygl á 995 e-töflum, sem hald-
lagðar voru í póstmiðstöðinni við
Stórhöfða í apríl í fyrra. Töflurn-
ar bárust hingað með almennri
póstsendingu frá Hollandi og átti
einn hinna ákærðu að sækja þær á
pósthúsið í Mjódd. Lögreglan
hafði hins vegar áður komist á
snoður um málið og gert töflurnar
upptækar, eins og áður sagði.
Gerviefni var komið fyrir í pakk-
anum og maðurinn handtekinn
þegar hann reyndi að leysa hann
út.
Fanginn er einnig ákærður fyr-
ir tilraun til innflutnings á 4.000
til 5.000 e-töflum til viðbótar í lok
ársins 2000. Fanginn fékk menn,
sem ekki voru í fangelsi, til þess
HÉRAÐSDÓMUR reykjavíkur
Wlál mannanna fimm var þingfest (
Héraðsdómi Reykjavíkur f gær. Þeir eru
ákærðir fyrir að hafa smyglað nær þúsund
e-töflum til landsins og gert tilraun til að
smygla milli fjögur og fimm þúsund e-
töflum til viðótar.
að standa að smyglinu með ser.
Einn þeirra tók við peningunum
og skipti þeim í gyllini og afhenti
öðrum manni sem fór til Amster-
dam til að kaupa töflurnar. Þær
bárust hins vegar aldrei til lands-
trausti@frettabladid.is
E-TÖFLUR
Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir
smygl á 1.000 e-töflum og fyrir að hafa
reynt að smygla 4.000 til 5.000 töflum
til viðbótar.
Sjálfstæðismenn með rangar tölur um gestakomur út í Viðey:
Gestum fækkaði um 21% en ekki 54%
viðey Um 21.500 manns heimsóttu
Viðey árið 2001 en ekki 12.000
eins og sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn létu bóka á fundi borgar-
ráðs um miðjan mars. Þetta kom
fram í samtali Fréttablaðsins við
Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur
borgarminjavörð. Á borgarráðs-
fundinum gagnrýndu sjálfstæðis-
menn nýja stefnumörkun fyrir
Viðey og bentu á að gestum hefði
fækkað úr 26.000 áriö 2000 í
12.000 árið 2001 eða um 54%.
Guðný Gerður sagðist ekki vita
hvar sjálfstæðismenn hefðu feng-
ið þessar upplýsingar. Rétt væri
að 26.900 gestir hefðu heimsótt
Viðey árið 2000 og 21.368 í fyrra,
en ekki 12.000. Júlíus Vífill Ingv-
arsson, borgarráðsfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, sagði að upplýs-
ingarnar hefðu komið frá ráðs-
manninum í Viðey.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
nýjar Gerðar fækkaði gestum því
um 21% milli ára, en ekki 54%.
Hún sagði að skýra mætti fækk-
unina m.a. með því að almennt
hefðu færri erlendir ferðamenn
verið hér á landi í fyn-a en árið
2000. Árbæjarsafn og önnur söfn í
Reykjavík hefðu fundið fyrir því.
Þá sagði hún að árið 2000 hefði
verið menningarborgarár og þá
hafi einnig verið kristnihátíð og
ýmsir atburðir tengdir þeim
hefðu dregið fólk út í Viðey og á
söfnin. ■
VIÐEY
Borgarminjavörður sagði að færri gestir
hefðu heimsótt Viðey, Árbæjarsafn og önn-
ur söfn ( Reykjavík í fyrra miðað við árið
2000.
Byggingaverktakar:
Dæmdir
fyrir bók-
haldsfals
dómsmáL Þrír karlmenn á aldrinum
39 til 66 ára hafa verið dæmdir í 30
daga skilorðsbundið fangelsi fyrir
brot á bókhaldslögum og fyrir að
svíkja 2,2 milljónir króna undan
tekju- og virðisaukaskatti. Að auki
voru þeir hver um sig dæmdir til að
greiða 350 þúsund króna sekt.
Greiði þeir ekki sektina bíður
þeirra 30 daga varðhald. Þremenn-
ingarnir voru m.a. taldir hafa fals-
að kerfisbundið bókhald bygging-
arfyrirtækis sem þeir áttu saman
frá árinu 1992. Fyrirtækið var úr-
skurðað gjaldþrota árið 1998. ■
Heilsugæslustöðvar:
Fólk getur
lent í vand-
ræðum
læknisvottorð Halldór Björnsson,
formaður Starfsgreinasambands-
ins, segir að launafólk geti lent í
vandræðum ef það fær ekki læknis-
vottorð vegna veikinda. Hann segir
að sambandið sé að undirbúa bréfa-
skriftir til stjórnvalda og lækna í
von um að það geti haft einhver
áhrif til úrbóta. Magnús Norðdahl
lögfræðingur ASÍ segir að það komi
sér mjög á óvart að þeim sem falið
er opinbert hlutverk, eins og heilsu-
gæslulæknum í þessu tilfelli, geti
neitað að gefa út staðfestingu á því
að hafa annast um sjúklinga. Hann
telur einsýnt að heilbrigðisráðherra
verði að taka á þessu vandamáli.
Starfsgreinasambandinu hafa að
undanförnu borist fregnir frá aðild-
arfélögum um að Iæknar á heilsu-
gæslustöðvum víða um land séu
hættir útgáfu læknisvottorða vegna
kjaradeilu þeirra við ríkið. Kjara-
nefnd úrskurðaði nýlega að útgáfa
læknisvottorða félli undir aðalstarf
heilsugæslulækna. Af þeim sökum
væri þeim óheimilt að innheimta
sérstaklega fyrir þau. í bréfi sam-
bandsins til aðildarfélaga eru þau
hvött til að hafa samband við at-
vinnurekendur til að koma í veg
fyrir að dregið verði af launum
fólks sem ekki getur framvísað
læknisvottorði. Félögin hafa einnig
verið beðin um að tilkynna til sam-
bandsins um þær stöðvar sem neita
útgáfu læknisvottorða. Af hálfu
heilsugæslulækna er staðhæft að
þessi úrskurður kjaranefndar hafi í
för með sér 10 - 15% kjaraskerð-
ingu fyrir þá. ■
1 INNLENT 1
Þrír nítján og átján ára gamlir
drengir hafa verið dæmdir í
þriggja til fjögurra mánaða fang-
elsi fyrir innbrot í Árbæjarskóla
og fyrir að hafa brotið rúðu í
mannalausum bíl með loftbyssu.
Dómarnir yfir piltunum eru skil-
orðsbundnir til tveggja ára. Pilt-
arnir stálu fimm ferðatölvum úr
Árbæjarskóla, samtals að verð-
mæti um 800 þúsund krónur. Fjórði
pilturinn var einnig ákærður fyrir
sömu verknaði. Mál hans bíður
hins vegar meðferðar þar sem
hann er staddur erlendis. Einn
drengurinn var jafnfram fundinn
sekur um að hafa haft tvö grömm
af amfetamíni í fórum sínum.
Olíuverð hjá Essó lækkaði í gær
um eina til eina og hálfa krónu.
Gasolía, flotaolía og flotadíselolia
lækka um 1 krónu en svartolía um
1,50 krónur. Þessi lækkun kemur
degi eftir að olíufélögin hækkuðu
olíuverð um 3,50 - 5,00 krónur. Eft-
ir breytinguna mun lítrinn af
gasolíu 48.40 krónur, flotaolíu kr.
31.30 og svartolíu kr. 30.22.
Matthías Lýðsson, oddviti
Kirkjubólshrepps, sagði af sér
störfum í hreppsnefnd í gær vegna
málefnaágreinings um stofnun
hlutafélags um öflun jarðhita í
landi Þorpa. Matthías sagði í viðtali
við Bæjarins besta að málið snérist
um fjárhagstöðu hreppsins vegna
væntanlegrar sameiningar við
Hólmavíkui'hrepps.