Fréttablaðið - 03.04.2002, Side 22

Fréttablaðið - 03.04.2002, Side 22
FRÉTTABLAÐIÐ SACA DACSINS 3. APRIL Landshöfðingi tilkynnti árið 1882 um stofnun sameiginlegrar geymslu fyrir skjalasöfn æðstu embætta. Þar með var lagður grunnur að Þjóðskjalasafni ís- lands. Hundahald var leyft í Reykjavík árið 1984 að uppfylltum ströngum skilyrðum. Það hafði ____________ verið bannað 1. septem- ber 1971 og valdið miklum deilum. Arið 1948 ákváðu Bandaríkin að veita sextán Evrópuþjóðum f járhagsaðstoð til uppbyggingar í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Alls fengu Evrópuríkin sextán 5,33 milljarða bandarískra dala í aðstoð samkvæmt Marshall-áætl- uninni, eins og þessi efnahagsað- stoð var nefnd. FÓLK í FRÉTTUM Akureyri var aðalstaðurinn um páskana. Talað var um Séð og heyrt stemmningu á Hót- el KEA. í Hlíðarfjalli renndu andstæðingar og samherjar sér á skíðum. Þar mátti sjá Eyjólf Sveinsson, útgáfustjóra Frétta- blaðsins, njóta útivistar og Óla Björn Kárason og Sigmund Erni Rúnarsson rit- stjóra DV. Magn- ús L. Sveinsson fyrrverandi for- maður VR og Ari Edwald fram- kvæmdastjóri SA ræddu rauðu strikin í lyfturöð- inni. Árni Þór Vigfússon, sjón- varpsstjóri Skjás eins var í bænum í góðum félags- skap og yfirlæti. Með honum í för var Helgi Ey- steinsson, starfs- maður íslands- banka og fyrr- verandi umsjón- armaður Skotsilf- urs á Skjá einum. Þorsteinn J. var líka í fjallinu með öllum sem vilja vinna millj- ón. Bolli Krist- jánsson í Sautján yfirgaf sinn ást- kæra Laugaveg um páskana og renndi sér á skíð- um í Hlíðarfjalli. Fleiri menn úr viðskiptalífinu nutu blíðunnar fyrir norðan. Meðal annarra Bjarni Ármanns- son, íslands- bankastjóri. í bænum gengu veitingamenn með bros á vör, enda helgin með þeim allra bestu. Fyrir um tíu árum reyndi bókaútgáfan Iðunn að efla sig og færa út kvíarnar. Meðal þess sem þá var gert var að kaupa nokkrar bókabúðir. Allt kom fyrir ekki og nú er Iðunn deild innan Fróða. Þess vegna þykir þeim, sem þekkja til, merkilegt að Edda miðlun er að gera nánast alveg það sama og Iðunn gerði. Hver framtíð Eddu verður er óvíst. Hitt er vitað að vandræðin eru ærin. Utvarp Saga breyttist í gær þegar skrúfað var fyrir ís- lensku tónlistina sem þar hefur verið spiluð sólarhringunum saman. í stað þess er á dag- skránni talmál út í eitt. Þeir sem reyndu að hlusta í gær heyrðu enda- lausa þjóðarsál. Það var sama hvort Sigurður G. Tómasson eða Hallgrímur Thorsteinsson stjórnuðu dag- skránni. Eflaust 22 3. april 2002 MIÐVIKUPAGUR Einn áttræður aðstoðar við tölvuna „Mér gekk alveg ljómandi vel og námskeiðið var skemmtilegt," segir Rúrik Haraldsson leikari sem var að ljúka 15 stunda tölvu- námskeiði hjá Tölvuskóla Ný- herja. „Dóttir mín sem býr erlendis hefur verið að hvetja mig til að fara á námskeið til að við getum skipst á tölvupósti og ég lét verða af því núna. Það er þó fjarri því að ég sé útlærður því nú þarf ég að æfa mig heima,“ segir Rúrik sem er á áttræðisaldri og hættur störfum í Þjóðleikhúsinu fyrir þrettán árum. „Ég bý einn í íbúð- um aldraðra á Seltjarnarnesi því konuna missti ég fyrir fjórum árum.“ Hann segist kunna því prýðilega að búa í húsinu og þar sé öll þjónusta sem hann þurfi fyrir hendi. „Við fáum heitan mat í hádeginu og það er góður félags- kapur hérna. Á daginn hef ég nóg að starfa og mér leiðist aldrei. Ég lít inn til vina minna og fæ kaffi- sopa og hér í íbúðinni minni er ég kóngur í eigin ríki.“ Rúrik segir að ef hann ætli sér að halda tölvu- kunnáttunni við verði hann að æfa sig og halda áfram þar sem frá var horfið á námskeiðinu. „Ég veit að ég verði að þreifa mig sjálfur áfram því þannig lærir maður mest. Nágranni minn sem er á ní- ræðisaldri er skolli klár á sína tölvu og ég get alltaf kallað á hann þegar ég verð stopp. Hann fór á námskeið þegar hann var 84 ára og þvælist um allan heim í tölv- unni.“ Rúrik lærði á námskeiðinu ____________Personan Rúrík Haraldsson leikari var að Ijúka tölvunámskeiði fyrir eldri borgara. að nota tölvupóstinn og ritvinnsl- una auk þess sem hann fékk dá- litla innsýn í heim innternetsins. „Ég veit ekki hvað ég kemst langt sjálfur. Ætli ég myndi ekki klára að senda tölvupóst einn og óstudd- ur en ég yrði lengi að því.“ ■ LÍÐUR VEL OG HEF NÓG AÐ STARFA Rúrik Haraldsson leikari segir að sér leið- ist aldrei. Tölvan mun í framtiðinni taka frá honum tíma og ef hann verður strand fær hann nágranna á níræðisaldri til að aðstoða sig. TÍMAMÓT JARÐARFARIR_________________________ 13.30 Katrín Sigurgeirsdóttir, Öngul- stöðum II, verður jarðsungin f dag frá Munkaþverárkirkju. 13.30 Guðjón Guðmundsson, Klepps- vegi 32, Reykjavík, verður jarð- sunginn í dag frá Áskirkju. 13.30 Guðný Indriðadóttir, Seljahlíð, Reykjavík, verður jarðsungin í dag frá Fosvogskapellu. 13.30Már Ingólfur Ingólfsson, Skóla- völlum 11, Selfossi, verður jarð- sunginn í dag frá Selfosskirkju. 13.30 Bjarnveig Þorsteinsdóttir, Sól- vangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin í dag frá Hafnarfjarðar- kirkju. 15.00 Sigurður Hrafn Guðmundsson, Njálsgötu 110, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag frá Fossvogs- kirkju. 15.00 Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásgarði eystri, Skagafirði, verður jarðsung- inn í dag frá Víðistaðakirkju. 15.00 Margrét Sigurðardóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Hvassaleiti 58, verður jarðsungin í dag frá Dóm- kirkjunni. AFMÆLI______________________________ Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðineytinu, er 54 ára í dag. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjó- vá, er 64 ára í dag. STÖÐUVEITINCAR______________________ Sigurður G. Tómasson hefur verið ráð- inn sem dagskrárgerðarmaður á Út- varpsstöðina Sögu. Ingvi Hrafn Jónsson hefur verið ráðinn sem dagskrárgerðarmaður á Útvarps- stöðina Sögu. Hallgrímur Thorsteinson hefur verið ráðinn sem dagskrárgerðarmaður á Út- varpsstöðina Sögu. Þór Bæring hefur verið ráðinn sem íþróttafréttamaður á Útvarpsstöðina Sögu. ANDLÁT______________________________ Jón Múli Árnason, útvarpsmaður og tónskáld, Keldulandi 19, lést 1. apríl. Karen P. Guðmundsdóttir er látin. Jarðaförin hefur farið fram. eru margir sem fagna slíku efni. Eins er nokkuð víst að hluti hlustenda saknar tónlistarinnar sem var leikin á Útvarpi Sögu. ar sem vinnandi fólk getur ekki hlustað daglangt er ekki víst að sá hluti dagskrár Útvarps Sögu sem hlustað var á í gær sé lýsandi fyrir áherslurnar. Svo virðist sem tveir gestir hafi verið í endalausri þjóðarsálinni; Björn Bjarnason og Gísli Marteinn Baldursson. Þeir eiga það sam- eiginlegt að vera á lista Sjálfstæð- isflokks. Ekki er víst að það sé al- vont að gera framboðum mis- hátt undir höfði. Það er nefnilega þannig að ekki er | AFMÆLI 1 I hesthúsinu á afmælisdaginn Atli Freyr Guðmundsson er mikill hestamaður og á afmælisdaginn ætlar hann að sinna sínum hrossum eins og alla aðra daga á meðan þau eru í húsi. Þess á milli gengur hann heil ósköp. HORNSTRANDIRNAR HEILLA Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, ætlar í fjórða sinn á Hornstrandirnar i sumar. „Ég verð í vinnunni eins og alla aðra daga en síðan fer ég í hest- húsið og annast hrossin mín. Að öllum líkindum fæ ég mér góðan reiðtúr áður en ég fer heim,“ seg- ir Atli Freyr Guðmundsson skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu sem er 54 ára í dag. „Þetta er ég vanur að gera alla aðra daga þannig að ætli ég biðji ekki kon- una að hafa eitthvað gott að borða fyrir mig í tilefni dagsins." Atli Freyr er mikill hestamaður og segist eiga tvö hross í húsi núna. „Ég hef átt fleiri hross en þessi tvö duga mér prýðilega. Á sumrin eru þau í hagabeit hjá austur í Brekkum í Holtahreppi. Þangað fer ég á sumrin og ríð út með góðum vinum.“ Atli Freyr er fæddur á Akra- nesi og ólst þar upp. Hann nam g við Samvinnuskólann á Bifröst og .g lauk prófum í félagsvísindum og | hagfræði í Bretlandi en BA próf í | félagsvísindum lauk hann frá Há- g skóla íslands. Hann hefur verið | erindreki Framsóknarflokksins og framkvæmdarstjóri SUF. Ilann á tvö uppkomin börn sem eru í námi erlendis. Atli er tví- kvæntu og seinni kona hans er Þorgerður Jónsdóttir læknaritari. Atli Freyr segir áhugamálin ekki eingöngu vera hrossin því hann er mikill göngumaður og gengur á hverjum degi. Hann gengur ekki aðeins um stræti borgarinnar því hann er í göngu- hópi með nokkrum góðum vinum. „Við förum árlega og í fyrra- sumar gengum við Austfirðina. Hornstrandirnar hafa verið í sérstöku uppáhaldi og í sumar stendur til að fara í fjórðu ferð- ina þangað. Strandirnar heilla mig. Líklega vegna þess hve náttúran er óblíð og víðáttan er mikill. Ekki síst finnst mér áhugavert að kynnast því harða mannlífi sem fólk bjó við. Best þykir mér að fara vikuna fyrir verslunarmannahelgi en þá hef- ur allan snjó tekið upp.“ ■ víst að fari saman framboð eða of- framboð og ár- angur. Hitt er annað, hvað gera stjórnendur dag- skrárinnar þegar kosningarnar eru að baki. Enn um Útvarp Sögu. Hinn brottrekni pistlahöfundur á Ríkisútvarpinu; Karl Th. Birgis- son talar ekki lengur sem full- trúi Austfirð- inga. Hann er greinilega bú- settur á Akur- eyri ef marka má viðtal við hann á Útvarpi SÖgu í gær. Hvort það er liður í því að fá starf pistlahöfundar aftur er ekki vitað. En sem kunnugt er á að flytja hluta Ríkisútvarpsins til Akureyrar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.