Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 04.04.2002, Qupperneq 4
SVONA ERUM VIO DREGUR ÚR VEXTI ÚTLÁNA BANKANNA Heildarupphæð útlána íslensku viðskipta- bankanna hefur aukist um 6% að raun- gildi (með verðbólgu) síðustu 12 mánuði. Nafnvöxtur útlána er 14,6% sem skýrist af 8,7% verðbólgu. Jafnt og þétt hefur dregið úr vextinum eftir því sem samdráttur þjóð- arútgjalda hefur komið sterkar fram. Nafnvöxtur 6 mán. Des. 2000 23% Mar. 2002 10% Guðbjörg ÍS-46: Sigldi á ísskæni siómennska Línubátnum Guð- björgu ÍS-46 frá Hnífsdal var náð á land fyrir hádegi í gær eftir að gat kom á hann er hann var að sigla til móts við Hnífsdalsbryggju um klukkan sjö um morguninn. Hafði báturinn, sem er um 10 til 12 tonna, siglt á ísskæni. Tveir menn voru um borð í Guð- björgu ÍS. Nærstaddur bátur kom til aðstoðar. Lögregla og slökkvilið voru til taks á bryggjunni þegar komið var að með bátinn. Slökkvi- liðið dældi upp úr bátnum. Kafari fór síðan niður og þétti hann eins og hægt var. Um var að ræða tvö stór göt, 25 sinnum 50 cm. Báturinn skemmist talsvert og var fluttur á ísafjörð til viðgerðar. Guðbjörg ÍS-46 er í eigu feðg- anna Guðbjarts Ásgeirssonar og Ásgeirs Guðbjartssonar, Geira á Guggunni, sem hefur gert út sam- nefnd aflaskip áratugum saman. Guðbjartur var um borð þegar óhappiðvarð. ■ Utanríkisþjónustan: Ekki verður hrókerað á næstunni UTANRÍKISMÁL Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneyt- isstjóra í utanríkisráðuneytinu, eru ekki ráðgerðar mannabreytingar eða hrókeringar í sendiherraliði þjóðarinnar alveg á næstunni. Orðrómur hefur verið upp um að mannabreytinga væri að vænta núna með vorinu. Sverrir sagði að jafnvel þótt breytinga væri að vænta meðal sendiherra, væri ekki hægt að greina frá þeim strax. „Þó teknar séu ákvarðanir í ráðuneytinu skipt- ir máli hvort um er að ræða tvíhliða pósta eða fjölþjóðlega, þ.e.a.s. Sam- einuðu þjóðirnar, NATO, eða annað slíkt. Gagnvart tvíhliða póstum verðum við alltaf að fá formlegt samþykki fyrir viðkomandi sendi- herra. Það getur tekið nokkrar vik- ur,“ sagði Sverrir, en áréttaði að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar í sendiherraliðinu. ■ INNLENT Talsvert meira er um gjald- þrotabeiðnir hjá Sýslumannin- um í Reykjavík í ár en á síðasta ári. í fréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að 322 gjaldþrotabeiðn- ir eru til meðferðar hjá embætt- inu. Það er fimmtungi meira en í fyrra. Gjaldþrotabeiðnum ein- staklinga hefur fækkað milli ára en fjölgað hjá lögaðilum. Bandarískir aðilar hyggjast setja upp vindmyllur í Vest- mannaeyjum í sumar. í fréttum Sjónvarps í gær sagði að vind-, myllurnar væru af nýrri gerð. í stað hinna hefðbundnu vængja eru spaðar sem snúast fyrir vind- afli. FRÉTTABLAÐIÐ 4. april 2002 FIMMTUPACUR Varnaðarorð formanns BSRB um rauða strikið: Er farinn að sperra eyrun efnahacsmAl Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, áréttar að varn- aðarorð hans um að ekki sé vísvit- andi verið að hagræða vísitölu til að ná settum verðbólgumarkmið- um megi ekki skilja sem svo að hann sé andvígur aðhaldi í verð- lagningu. „Ég er því að sjálfsögðu mjög fylgjandi að þeir sem stýra verði á vöru og þjónustu leggist á eitt að halda aftur af verðbólgu og koma böndum á verðbólguna. Við þurfum hins vegar að gera það af fyllstu skynsemi," sagði hann og taldi hættu á að einblínt væri á að halda mælingunni niðri en ekki al- mennu verðlagi. „Síðan er hitt að maður staðnæmist við yfir- lýsingar olíufélaganna og stjórnvalda um að þau ætli að halda aftur af verð- hækkunum um stundar- sakir. Þá spyr maður hvort hleypa eigi svo verðhækk- unum af stað aftur með til- heyrandi kjararýrun fyrir launafólk." Ögmundur sagðist þó ekki vilja ganga svo langt að spá verðbólguskoti í maí. „En maður er óneitan- lega farinn að sperra eyr- un,“ sagði hann og áréttaði að heildarmyndin yrði ÖGMUNDUR JÓNASSON Formaður BSRB vill vara við áher- slu á stundar- hagsmuni I verð- lagningu vöru og þjónustu. ávallt að vera undir. „Við þurfum líka að aðgæta hvað er verið að hækka og afleiðingar þess að leyfa ekki nauðsynlegar hækk- anir. Vísa ég þar t.d. í Rík- isútvarpið þar sem veitt var heimild fyrir hækkun afnotagjalda. Sú heimild var afturkölluð með þeim afleiðingum að Útvarpið þurfti að hefja niðurskurð- arsveðjur á loft. Reyndar var heitið veglegri innspýt- ingu í stofnunina úr ríkis- sjóði, en hún hefur ekki kornið." ■ Evrusvæðið: Aukin tiltrú efnahagslíf Könnun hjá 25 þúsund fyrirtækjum á evrusvæðinu sýndi fram á að tiltrú atvinnurekenda á efnahagslífinu hefur batnað veru- lega. Tiltrú þeirra hefur ekki verið meiri í sex mánuði. í fréttum Bún- aðarbankans segir að atvinnuleysi á svæðinu sé hins vegar enn mikið eða 8,4 prósent og heldur það aftur af einkaneyslu. Einkaneysla svarar til um 2/3 hluta hagkerfis evru- svæðisins. Þess er vænst að hag- vöxtur á 1. ársfjórðungi verði allt að 0,7 prósent en á síðasta ársfjórð- ungi ársins 2001 var 0,2 prósenta samdráttur. í dag er vaxtaákvörðunarfundur evrópska Seðlabankans. Þess er vænst að vextir verði óbreyttir um sinn eða fram á mitt þetta ár. ■ flugstöð leifs EIRfKSSONAR Þrátt fyrir taprekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. í fyrra var rekstrarhagnaður 30 milljónum króna hærri en árið 2000. 1,2 milljarða tap vegna erlendra lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var rekin með 272 milljóna króna tapi í fyrra. Gengistap og afskriftir námu um 1,8 milljarði. Langtímaskuldir eru um 8 milljarðar. Rekstrarhagnaður var um 30 milljónum króna hærri árið 2001 en 2000. viðskipti Flugstöð Leifs Eiríksson- ar hf. var rekin með 272 milljóna króna tapi á sínu fyrsta heila rekstrarári. Langtímaskuldir flugstöðvarinnar eru rúmir 8 milljarðar króna og nam gengis- tap vegna þeirra rúmum 1,2 millj- örðum á síðasta ári. „Það eru fyrst og fremst veru- legt gengistap og hærri afskriftir sem valda þessu tapi,“ sagði Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri flugstöðvarinnar. „Flugstöðin er með mjög stór og mikil langtímalán í erlendum gjaldmiðlum og við vitum hvernig þróun íslensku krónunnar var á síðasta ári. Sú þróun gerði það að verkum að mikið gengistap varð vegna langtímaskulda félagsins." Að sögn Höskuldar eru lang- tímaskuldir flugstöðvarinnar að- allega tilkomnar vegna byggingar hennar árið 1987. Þá hefðu einnig verið tekin erlend lán árið 2000 þeg- ar flugstöðin hefði verið stækkuð. Höskuldur sagði að afskriftir hefðu numið 571 milljón króna í fyrra. Hluti af þeim væri afskrift á viðskiptavild sem tengdist rekstrar- leyfi fyrirtækis- ins. Félagið hefði rekstrarleyfi til 10 ára og ákveðin viðskiptavild hefði verið færð til eignar við stofnun þess. Hún hefði nú verið afskrifuð í tengslum við þetta rekstrarleyfi. Um væri að ræða um 300 milljónir króna. „Þá sést að ef þessi afskrift HÖSKULDUR ÁSGEIRSSON „Míkið gengistap varð vegna lang- tímaskulda félags- ins." væri ekki hefði fyrirtækið verið rekið með hagnaði." Fram til 1. október árið 2000 var flugstöðin rekin sem tvær rík- isstofnanir. Annars vegar var það ríkisfríhöfnin og hins vegar ríkis- stofnun sem sá um rekstur á fast- eigninni. Rekstrinum var breytt með lögum frá Alþingi og þessar tvær ríkisstofnanir settar undir einn hatt. Höskuldur sagði að vegna þessa væri samanburður milli ára nokkuð erfiður, en ef reynt væri að bera þetta saman kæmi í Ijós að rekstrarhagnaður (ebitda) fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, hefði verið hærri í fyrra en árið 2000. Árið 2001 hefði rekstrarhagnaðurinn verið 1.307 milljónir króna en 1.278 milljónir árið 2000. Um væri að ræða við- snúning upp á tæpar 30 milljónir. trausti@frettabladid.is Aukaþingfundur í Bredandi: Elísabetar minnst á breska þinginu london. ap Breska þjóðþingið kom í gær saman til þess að minnast Elísabetar drottningarmóður, sem lést á laugardaginn. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, bar mikið lof á Elísabetu í minningarræðu sinni. Hann sagði hana hafa verið sameiningartákn Breta, sem allir hafi borið virð- ingu fyrir. Það væri engin tilvilj- un hve margir hefðu haft um hana hlý orð síðustu daga. Lofsorðin um hana „voru ein- læg og komu frá hjartanu. Þau komu frá ungum jafnt sem öldn- um frá öllum hópum þjóðfélags- ins,“ sagði Blair. Þingheimur tók allur undir orð Blairs. Iain Duncan Smith, for- maður íhaldsflokksins, og Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins, fluttu einn- TONY BLAIR í RÆÐUSTÓL Forsætisráðherra Breta flutti í gær minningarræðu um Elísabetu drottningarmóður. Hægra megin situr Gordon Brown, fjármálaráðherra. ig ávörp þar sem þeir tóku í sama streng og Blair. Kennedy sagði Elísabetu hafa átt meiri þátt en aðrir í því að halda lífi í tengslum bresku kon- ungsfjölskyldunnar við þjóðina. ■ Keypti landspildu á Mosfellsheiði: Skaðabætur fyrir upp- þomaða lind dómsmál Kona sem keypti sumar- bústaðaspildu við Selvatn á Mos- fellsheiði á rétt á tæplega 400 þús- und króna aflsætti á 1.700 þúsund króna kaupverði. Héraðsdómur Reykjaness seg- ir seljendur hafa gefið rangar upplýsingar um að stöðugt rynni vatn úr lind á spildunni. Vatn var í lindinni þegar konan skoðaði lóð- ina vorið 2000 og þar voru fuglar að baða sig. Lindin þornar hins vegar stundum upp og var horfin um sumarið. Konan lét því fyrst aka vatni og síðan bora eftir vatni á lóðinni til að tryggja ræktun sem hún hóf. Konan átti hins vegar ekki rétt á bótum vegna ýmissa annarra at- riða sem hún taldi í ósamræmi við skilmála, m.a. að ekki hafi verið útsýni að Selvatni frá hluta spild- unnar. Dómari taldi að konunni hefði átt að vera það ljóst. Konan hafði haldið eftir 650 þúsundum af kaupverðinu. Hún á nú að afhenda seljendunum 257 þúsund krónur, eða þann hluta sem er umfram kostnað hennar við vatnsöflunina. Seljendurnir þurfa hins vegar að greiða 400 þúsund króna málskostnað. ■ JÓN KRIST- JÁNSSON Hlustar á sjónar- mið lækna í dag. Útgáfa vottorða: Læknar hitta ráðherra kjaradeila Fulltrúar lækna ganga á fund Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra síðdegis í dag. Þar munu þeir fá tækifæri til að út- skýra þá afstöðu sína að þeim beri ekki skylda til að gefa út vottorð meðan á kjara- deilu þeirra við ríkið stendur. Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir að í ráðuneytinu sé almennt litið svo á að lagaskylda hvíli á læknum um að gefa út vottorð. Vottorðin séu hluti af starfsskyldu þeirra og óviðkomandi kjaradeilu. í gær bættust Alþýðusamband- ið og Samtök atvinnulífsins í hóp þeirra sem gagnrýna aðgerðir lækna. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögmaður SA, bendir á að laga- grundvöll hafi ávallt skort fyrir sérstakri gjaldtöku lækna vegna vottorða og því séu aðgerðir þeirra illskiljanlegar. Samtökin ályktuðu um málið í ágúst sl. eftir að helm- ingur heilsugæslustöðva hækkaði vottorðagjöld sín. Forsvarsmenn lækna segja að úrskurður kjaranefndar í liðnum mánuði um að útgáfa vottorða sé hluti af aðalstarfi þeirra þýði allt að 15% kjaraskerðingu. Kjara- nefnd á eftir að úrskurða um hvort eða hvernig þeim verður bætt skerðingin. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.