Fréttablaðið - 04.04.2002, Side 7
FIMMTUDAGUR 4. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
7
Hækkun á verði matvæla mun meiri á Norðurlöndum utan ESB en innan:
Skera sig úr varðandi hækkun matvælaverðs
MATVÆLflVERÐ „Þegar við skoðum
hvernig málin hafa þróast síðustu
fimm ár skera Noregur og ísland
sig gjörsamlega úr fyrir það hvað
neysluverðsvísitalan hækkar mik-
ið á matvælum, grænmeti og land-
búnaðarafurðum," segir Rannveig
Guðmundsdóttir, þingmaður Sám-
fylkingar. í svari forsætisráð-
herra við fyrirspurn hennar um
þróun matvöruverðs á Norður-
löndum kemur fram að frá því
samræmd evrópsk neysluverðs-
vísitala var tekin upp 1996 hefur
matvælaverð hækkað mun meira
hér og í Noregi heldur en í þeim
Norðurlandanna sem eiga aðild að
Evrópusambandinu.
„Við sjáum það svart á hvítu að
löndin þar sem matvæli eru dýr-
ust og hafa ekki verið að lækka í
verði eru löndin sem standa utan
Evrópusambandsins," segir Rann-
veig og vísar til þess að verð land-
búnaðarafurða hefur lækkað í
Svíþjóð og Finnlandi eftir að þau
gerðust aðilar að Evrópusam-
bandinu en hækkað talsvert í Nor-
egi og íslandi á sama tíma. í Sví-
þjóð lækkaði virðisaukaskattur á
matvæli á sama tíma og landið
gerðist aðili að Evrópusamband-
inu. Rannveig bað um að metið
yrði hvort þættir á borð við ESB-
aðild réðu muninum en það var
ekki gert.
Matvælaverð hækkaði um 13-
14% á íslandi og í Noregi milli ár-
anna 1996 og 2000 en um fjögur
prósent í Finnlandi og Svíþjóð og
6,4% í Danmörku. Munurinn er
enn meiri þegar litið er til þróun-
ar á grænmetisverði á tímabilinu.
Það hækkaði um 15% hérlendis og
16,8% í Noregi meðan hækkunin
nam 3,3% í Svíþjóð og 5,4% í Finn-
landi. í Danmörku lækkaði græn-
metisverð hins vegar um 12,4% á
tímabilinu. Landbúnaðarvörur
hækkuðu einnig mun meira í Nor-
egi (11,7%) og íslandi (12,3%) en
á hinum Norðurlöndunum þar
sem þær hafa hækkað um eitt og
hálft til þrjú prósent. ■
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
Það er alveg Ijóst að í mörgum tilfellum
fer hagur neytenda hér hallloka í saman-
burði við hin Norðurlöndin.
Seltjarnarnes:
Kanna áhuga
á breiðbandi
breiðbanp Landssíminn og Sel-
tjarnarnesbær hafa gert samning
um að kanna afstöðu bæjarbúa til
breiðbandsvæðingar.
„Á Seltjarnarnesi háttar þannig
til að búið er að leggja breiðband á
þau svæði sem hagkvæmt er,“
segir í fréttatilkynningu og er þá
vísað til þeirrar stefnu að leggja
fyrst og fremst breiðband í ný
hverfi. „En eftir eru um 770 heim-
taugar eða um 1.100 heimili, sem að
stærstum hluta eru í sérbýli og
kostnaður við breiðbandslögnina
því mun hærri," segir ennfremur í
sameiginlegri frétt frá Símanum og
Seltjarnarnesbæ. ■
SEÐLABANKINN
I yfirgripsmikilli úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er þeirri skoðun lýst að hætt sé við að verðbólgumarkmið Seðlabankans
haldi ekki vegna ónógs aðhalds í peningamálum.
Vaxtalækkun Seðla-
banka misráðin
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir athugasemdir við ákvörðun
Seðlabankans um að lækka vexti. Peningamálaaðhald hér á landi er sagt
vera ónógt og geta stuðlað að of miklu lausafé. Álitamál, segir Birgir
Isleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri.
efnahagsmál í áliti sendinefndar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ís-
lenskum efnahagsmálum kemur
fram að vaxtalækkun Seðlabanka
íslands, 26. mars sl., hafi verið
misráðin.
í álitinu er peningamálaaðhald
sagt ónógt og gæti stuðlað að of
miklu lausafé og
aukinni verðbólgu.
„Peningastefna
sem byggir á verð-
bólgumarkmiði
felur ennfremur í
sér að ákvarðanir
um vexti taki mið
af að samræmi sé
á milli verðbólgu-
spár og yfirlýsts
verðbólgumark-
miðs. í þessu ljósi
telur sendinefndin
að ekki sé sam-
ræmi á milli
vaxtalækkunar-
innar og síðustu
opinberu verð-
bólguspár Seðlabankans," segir í
álitinu.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
formaður bankastjórnar Seðla-
bankans, áréttaði að ávallt væri
álitamál hvenær bæri að grípa til
aðgerða í peningahagsmálum.
„Seðlabankinn hefur verið undir
mjög ákveðinni pressu og gagn-
rýni, víðsvegar að úr þjóðfélag-
inu, fyrir að lækka ekki nógu mik-
ið og nógu hratt. Nú kemur Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hinu
—#— ■
Birgir ísleifur
að tímasetn-
ing aðgerða í
peningamál-
um sé ætíð
álitamál og
það endur-
speglist í ólík-
um viðhorfum
innlendra
þrýstihópa og
sendinefndar
Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
—♦—
megin frá og segir okkur ekki
hafa átt að lækka. Á því sést hvað
þetta er mikið álitamál."
Birgir ísleifur vildi lítið gefa
út á hvort álit sjóðsins styrkti
stöðu bankans gagnvart þrýsti-
hópum í aðhaldssamri peninga-
málastefnu. „Við reynum að taka
okkar ákvarðanir á eigin forsend-
um. Það verður hver að lesa úr
þessu það sem hann vill,“ sagði
hann. „Álitið grípur á mjög mörg-
um þáttum og í stórum dráttum
teljum við gagnlegt að fá álit af
þessu tagi og ræðum ítarlega þau
mörgu atriði sem þarna er fjallað
um,“ sagði hann.
Þótt sendinefndin styðji verð-
bólgumarkmið Seðlabankans tel-
ur hún hætt við að verðbólga
verði ofan við þann feril. „Töl-
fræðileg greining sögulegra
gagna gefur til kynna að mark-
tækur hluti áhrifa gengislækkun-
ar krónunnar eigi enn eftir að
koma fram og muni þrýsta á verð-
bólgu á næstu mánuðum," segir í
álitinu. Þá er talið að launaskrið
gæti orðið meira ef verðlags-
markmið aðila vinnumarkaðarins
um 6,3 prósent verðbólgu í maí
héldu ekki. „Verðbólguvæntingar
eru miklar, samanber nýlegar
skoðanakannanir; þær gætu fest
rætur og haft áhrif á kjaraviðræð-
ur og verðákvarðanir. Verðbólgu-
spá Seðlabankans var ennfremur
byggð á minni hagvexti á árinu
2001 en nú er ætlað. Að lokum má
nefna að vöxtur endurhverfra við-
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON
Seðlabankastjórí segir álit Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins yfirgripsmikið og taki á mörgum
atriðum í hagkerfi þjóðarinnar. Hann segir
að lagst verði yfir álitið í bankanum og
það lesið ofan í kjölinn.
skipta Seðlabankans og tilsvar-
andi vöxtur peningastærða benda
til offramboðs á lausafé sem gæti
unnið gegn hjöðnun verðbólgu í
átt að settu marki," segir jafn-
framt.
Sendinefndin kynnti sér ís-
lensk efnahagsmál á fundum með
fulltrúum stjórnvalda dagana 18,-
27. mars sl.
oli@frettabladid.is
RÆNINGJAR OG
GÍSL ÞEIRRA.
Tveir ræningjanna
og gíslinn fara úr
bílnum við bensin-
stöð skammt frá
staðnum í Úkraínu
þar sem lögregla
handtók þá.
Stálu 20 milljónum og tóku gísla:
Ræningjar á flótta
milli þriggja landa
rán Æsilegri flóttatilraun þriggja
vopnaðra ræningja um þúsund
kílómetra leið frá Þýskalandi í
gegnum Pólland lauk í Úkraínu í
gær þegar lögregla handtók menn-
ina og leysti úr haldi konu sem þeir
höfðu tekið í gíslingu þegar
ránstilraun fór út um þúfur.
Flóttinn hófst í Wrestedt í Norð-
ur-Þýskalandi á þriðjudagskvöld
þegar mennirnir rændu banka, og
komust undan með jafnvirði um 20
milljóna íslenskra króna. Þeir tóku
tvær konur í gíslingu, 25 og 39 ára.
Lögregla fylgdi mönnunum eftir á
miklum hraða austur til Póllands
og allt til Úkraínu en hafðist ekki
að vegna ótta um öryggi gíslanna.
Annar gíslinn komst undan í Pól-
landi en mennirnir gáfust síðan
upp fyrir fjölmennu lögregluliði í
Úkraínu. ■
Afslánur ■ Kaupaukar ■ Tilboo
Geymið miðann
Sérfræðingur ráðleggur
+
plúsapótek
kl. 14-18
Á fimmtudag—Graíarvogsapótek
Áíöstudag—Rima apótek
Á laugardag—Hringbrautarapótek
Opel Astra 1.6 16V beinskiptur til sölu
Mjög gott eintak. Ek. aðeins 16.000 km, skráður
06.1999. Fallegur bíll sem fæst með yfirtöku á
hagstæðu láni, kr. 17.000 á mánuði og 630.000
útborgun. Álfelgur, útvarp/geislaspilari, góð sumar-
og vetrardekk fylgja.
Uppl. gefur Hjörvar í s. 861 1065.