Fréttablaðið - 04.04.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 04.04.2002, Síða 10
FRETTABLAÐIÐ 10 FRÉTTABLAÐIÐ 4. april 2002 FIMMTUPACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rét til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án enduigjalds. Færeyinga ci.íá.: Skáti skrifar Það vakti athygli mína þegar ég heyrði fréttir af miklum þorskafla Færeyinga. Ef ég hef tekið rétt eftir hefur verið mikill uppgangur í sjávarútvegi þeirra á síðustu árum. Færeyingar notast ekki við kvótakerfi eins og við gerum. Þeir stjórna veiðum með sóknardagakerfi þar sem ekki má framselja veiðidaga. Færeyingar hafa einnig þann hátt á að ekki má selja afla beint til kaupenda. Þess vegna verður allur fiskur að fara á markað. Þrátt fyrir að fisk- vinnsla verði að kaupa allan fisk á markaði hagnast hún vel. Það ásamt sóknarkerfi á miðin hefur fleytt Færeyingum áfram og afli þeirra og tekjur og sjávarútvegi aukast ár frá ári. Þess vegna langar mig að velta því upp hvort ekki sé rétt af okk- ur að leggja af besta fiskveiði- stjórnunarkerfi í heimi og taka upp það færeyska. Auk þess að reka sinn sjávarútvegi með góðri afkomu við þjóðina alla efla þeir fiskistofnana. Það hafa þeir fram yfir okkur. ■ Skammsýni Sharons lítu* lUaf*!|imiton JJoút „Augljóst er á öllu að forsætisráð- herra ísraels vildi helst reka á brott með valdi stóran hluta af for- ystusveit Palestínustjórnar ásamt mikilvægustu öryggissveitum hennar,“ segir í leiðara bandaríska dagblaðsins Washington Post. Þetta eru þær sömu stofnanir, „sem til þessa hafa verið einu við- mælendur ísraels i friðarviðræð- um, og þær einu sem geta stöðvað hryðjuverk Palestínumanna." En eins og fyrri tilraunir Sharons til þess að „eyðileggja þjóðernis- drauma Palestínumanna með árás á Líbanon, þá eru þessar aðferðir dæmdar til að mistakast." el)c $eUr |)prk Símcs Bandaríska dagblaðið New York Times gagnrýnir í leiðara sínum aðgerðarleysi Bandaríkjaforseta. Hann hafi ekkert val lengur um að grípa inn í, jafnvel þótt hann vilji það ekki. „Aríel Sharon virðist ákveðinn í að útrýma hryðjuverk- um með hernaðaraðgerðum ein- um saman,“ segir í leiðaranum. Reiði Sharons sé vissulega skilj- anleg í ljósi stöðugra sprengju- árása Palestínumana, segir leið- arahöfundurinn ennfremur. „En að senda skriðdreka inn á Vestur- bakkann og Gazasvæðið bindur ekki enda á ofbeldi Palestínu- manna. Bush gerir ísrael engan Úr leiðurum heimsblaðanna Skammsýn hernaðarstefna Ariels Sharons hefur verið gagnrýnd harðlega viða um heim, meðal annars í ísraleskum fjölmiðl- um. Bandariskir fjölmiðlar gagnrýna einnig aðgerðarleysi Bush Bandaríkjaforseta.: greiða með því að láta undir höfuð leggjast að segja það með ótví- ræðara orðalagi." H A*ARETZ í ísraelskum fjölmiðlum hefur Sharon verið gagnrýndur fyrir skammsýni. Ekki sé ljóst hvað hann ætlist fyrir þegar hernaðar- aðgerðum linni. „Reynslan - ekki síst af fyrri verkum Sharons - sýnir að aðgerðir af þessu tagi geta farið út um þúfur, dregist á ÓLÍK SJÓNARIVIID langinn og jafnvel farið úr bönd- unum,“ segir í leiðara ísraelska dagblaðsins Haaretz. „Ramallah er ekki herbúðir eða vopna- geymsla. Þetta er borg með 100.000 íbúum og þeir þurfa á lífs- nauðsynjum að halda,“ segir þar. Engar líkur séu til þess að Israels- her geti haldið íbúum þar eða í öðrum borgum Palestínu í heljar- greipum lengur en nokkra daga. Og hvað gerist þá, spyr blaðið. ■ Sérfræðireikningar án sérfræðiþekkingar Drífandi og kom hlutum í verk „Við höfum gagnrýnt hvernig þessi sérfræðikostnaður er til- kominn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi D-list- ans. „Við höfum velt upp þeirri spurningu hvers vegna sé verið að greiða þennan „lögfræði- kostnað" þegar eru deildir innan Ráðhússins sem hafa sinnt ná- kvæmlega sömu verkefnum fyr- ir miklu lægri fjárhæðir. Það er mjög sérkennilegt hvernig sum- ir aðilar geta verið í áskrift að sérfræðiverkefnum sem ekki er hægt að færa nein rök fyrir að þeir hafi einhverja sér- fræðiþekkingu á. Viðkomandi einstakl- ingur fékk 6,5 milljónir fyrir undirbúning verk- efnisins. Þegar svo allir eru búnir að skipa stjórnarmenn, þá sest stjórnarformaðurinn nið- ur með varamanni sínum, fjór- um dögum fyrir stjórnarfund. Þeir semja um greiðslu upp á 4,5 milljónir. Þetta eru 800 þúsund á mánuði fyrir 75% starf í fjóra mánuði, þangað til fram- kvæmdastjóri er ráðinn. Einnig um greiðslur upp á 200 þúsund á mánuði eftir að framkvæmda- stjóri hefur verið ráðinn. Þetta er ekki borið undir stjórn, þrátt fyrir að það liggi fyrir í sam- Skúli Bjarnason, stjórnarformaður Strætó bs., fékk greidd laun fyrir útselda vinnu við sameiningu al- menningssamgangna á Reykjarvíkursvæðinu. Greiðslur til hans voru ekki bornar undir stjórn fyrirtækisins. Forystumenn sveitarfélaganna sem standa að fyrirtækinu kannast sumir við að hafa vitað um samninga við Skúla, aðrir kannast ekki við að hafa vitað um þá. þykktum að stjórnin eigi að ráða framkvæmda- stjóra og gera samninga við þriðja aðila. Þar fyrir utan eru menn að leggja mikið á sig í borgarkerfinu í nefndum og ráðum, án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Ég get nefnt stór verkefni eins og einsetningu grunnskólans og færslu hans til sveitarfélagsins. Verkefni sem Sigrún Magnúsdóttir fór fyrir og útheimti gríðarlega vinnu. Ég veit ekki til þess að hún hafi ver- ið á milljónasamningi við það. Það væri gaman að fá það upp- lýst hvort fleiri eru á slíkum samningum." ■ „Samanlagður kostnaður við allar breytingar á rekstrarformi borgarinnar á þessu tímabili er um 50 milljónir króna,“ segir Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R- lista. „Til samanburðar var kostnaður einkavæðingar- nefndar ríkisins yfir 320 milljónir á einu ári. Við erum að tala um fjölmörg fyrirtæki sem borgin á aðild að. Það er alveg á hreinu að kostnaði við þessar breytingar hefur verið haldið í lág- marki. Þessar breytingar hafa skil- að gríðarlegri hagræðingu. Ávinn- ingurinn af Orkuveitunni einni eru yfir 300 milljónir á ári. Skúli hefur verið fenginn í hvert verkefnið á fætur öðru, vegna þess að hann hefur reynst nógu drífandi til að keyra breytingarnar í gegn. Stund- um breytingar sem menn höfðu lengi talað um, en ekki látið verða af. Honum hefur tekist að standa mjög farsællega að málum. Þeir sem fylgst hafa með einkavæðingu og breytingu á rekstrarformi. Þeim axarsköftum og asnaspörkum sem ríkið hefur haft í þeim efnum. Þeir gera sér grein fyrir að eðlilegt er að leita til þeirra sem skila sínum verkum vel. Sú gagnrýni að samningar hafi ekki verið kynntir fyrir stjórn er að vissu leyti réttmæt, þó það sé fráleitt að líkja þeim form- galla við Símahneykslin. Það er þannig að bæjar- stjórarnir á höfuðborgar- svæðinu hafa með sér sam- ráðsfundi. Þeir fundir voru ekki bókaðir og þeir hafa engan framkvæmdastjóra. Það hefur tekist gott sam- starf með þeim. Þeir tóku þessa ákvörðun á samráðsfundi og fólu borgarritara að gera samninginn. Stjórnsýslan í kringum þetta er laus í reipunum og óljóst hver átti að samþykkja samninginn. Það sem skiptir máli í þessu er að úr þessu hefur verið bætt. Fundur bæjarstjóranna er nú með formleg- um hætti og við munum því vænt- anlega ekki sjá svona handvömm aftur." ■ Vindáshlíð Hólavatn, Kaldársel og ölver Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni, Kaldárseli, Vindáshlíð og Ölveri hefst föstudaginn 5. apríl. Sumardvöl fyrir 7-15 ára börn og unglinga. Spennandi og fjölbreytt dagskrá við allra hæfi. Vikudvöl í sumarbúðunum kostar frá kr. 20.400. Flokkaskrár sumararins er að finna á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Skráning í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. Opið kl. 8-16, sími 588 8899. Skráð er í sumarbúðirnar í Vatnaskógi á sama stað. Holtavegi 28 Simi 588 8899 1 BÆTIFLÁKI | Fjárhagsstaða RÚ V í kreppu bætifláki „Skýringar hallarekst- ursins eru einkum lækkun auglýs- ingatekna, gengisþróunin á árinu, verð- og launahækkanir. Það hafði verið gert ráð fyrir jákvæðum rekstri RÚV á síðasta ári, við tókum mið af forsendum fjárlaga í okkar áætlanagerð, en síðan breyttust forsendurnar. Auglýsingatekjurnar voru 160 milljónum undir áætlunum ársins og 63 milljónum lægri en árið áður. Gengisþróunin hafði líka mikil áhrif á okkur þó að við séum ekki með jafn há erlend lán og t.d. Norðurljós. Ríkisútvarpið er með um 300 milljóna króna lán í evrum vegna framkvæmda í sjónvarpinu og 20% lækkun á gengi hefur vita- skuld áhrif á það lán. Við kaupum líka talsvert mikið af erlendu efni. Ég tel að gengisliðirnir einir skýri yfir 100 milljónir af tapinu. Kjarasamningarnir urðu og miklu dýrari en lagt var upp með. Það er erfitt að reikna nákvæm- lega hvaða kostnað útvarpið ber af launahækkunum, en hann er svipaður og hefur verið hjá rík- inu. Almennt voru laun hækkuð um 10% hjá ríkisstarfsmönnum á milli ára. Við höfum þó dregið saman í rekstri og starfsfólki okk- ar hefur fækkað. Hér voru 354 starfsmenn 1. október 2000, þeir voru 326 1. október 2001 og 316 um áramót. Ríkisútvarpið hefur Ríkisútvarpið var rekið með 250 milljón króna tapi á síðasta ári. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri ijár- máladeildar RÚV, skýrir hvers vegna það var. líka orðið að bera lán vegna lífeyr- isskuldbindinga sem var greitt af í fyrsta sinn á síðasta ári. Heildar- greiðslur af láninu 2001 voru um 190 milljónir kr. Síðan hækkuðu gjöld vegna sinfóníuhljómsveitar- innar um tugi milljóna. í ár er gert ráð fyrir 147 millj- ón kr. hallarekstri hjá Ríkisút- varpinu. Það er í samræmi við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 2002. Það er ekkert launungarmál að fjárhagsstaða Ríkissútvarpsins er í kreppu. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, fjármálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins sl. haust kom fram að tekjur okkar hafa skerst og við höfum þurft að bera auknar álögur. Það var skip- uð ráðherranefnd til að fjalla um fjármál og rekstur Ríkisútvarps- ins í kjölfarið en enn hefur ekkert komið frá henni. Við erum því í biðstöðu með okkar mál.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.