Fréttablaðið - 04.04.2002, Side 11
FHVMVITUDAGUR 4. apríl 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
n
Ríkið kaupir Gljúfrastein 21. apríl:
Laxnessetur rís í Mosfellsbæ
menningarsetur Bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ hafa ákveðið að reisa
sérstakt Laxnessetur til heiðurs
nóbelsskáldinu. Jóhann Sigurjóns-
son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar,
sagði að full samstaða væri um
málið í bæjarstjórn, en ekki væri
búið að ákveða hvar setrið • yrði
reist. Bærinn hygðist einnig verja
rúmum 4 milljónum í ár til að
minnast 100 ára afmælis Halldórs
Kiljan Laxness.
Jóhann sagði að upphaflega
hefði ætlunin verið að hafa Laxnes-
setrið á Brúarlandi og að áætlaður
kostnaður við það hefði verið um
80 milljónir króna. Nú væru hins
vegar hugmyndir um að reisa sér-
stakt hús við Hlégarð eða Gljúfra-
stein, en kostnaður við það væri
ekki ljós. Ef húsið risi við Hlégarð
yrði það einnig nýtt undir aðra
menningartengda starfsemi eins
og t.d. bókasafn og tónlistarskóla.
Ef það yrði byggt í námunda við
Gljúfrastein myndi það eingöngu
hýsa verk Halldórs, ljósmyndir og
annað tengt hans störfum.
Að sögn Jóhanns hefur hug-
myndavinna í tengslum við bygg-
ingu setursins verið unnin í nánu
samstarfi við fjölskyldu Halldórs.
Fulltrúar bæjarins hefðu m.a. farið
til írlands með nokkrum úr fjöl-
skyldunni til að kynna sér svipuð
setur helguð írsku skáldunum
James Joyce og Bernard Shaw.
Ríkið hefur ákveðið að kaupa
Gljúfrastein af fjölskyldu Laxness.
Jóhann sagði að ekki væri að fullu
ljóst hvers konar starfsemi yrði
þar en ein af hugmyndunum væri
að útbúa þar safn tengtu heimilis-
lífi skáldsins.
Nóbelsskáldið hefði orðið 100
ára 23. apríl. Bæjarfélagið hyggst
minnast tímamótanna með ýmsum
hætti og verða m.a. sérstök hátíð-
arhöld þann 21. apríl. Bærinn hefur
auk þess samþykkt að styrkja
þáttagerð um skáldið og verja tæp-
um tveimur milljónum króna í
göngustígagerð við Gljúfrastein.
Jóhann sagði að skáldið hefði
notið þess að ganga um sveitina og
til stæði að opna tvær gönguleiðir í
Mosfellsdalnum og merkja þær
með fræðsluskiltum. Annars vegar
væri um að ræða gönguleið upp
með Köldukvísl að Helguseli undir
Grímannsfelli og áfram að bíla-
stæði við túnfótinn í Bringum.
Hins vegar gönguleið frá Gljúfra-
steini að Mosfelli, framhjá Laxnesi
að Guddulaug á landamerkjum
Laxness og Minna Mosfells og
áfram að Mosfelli.
trausti@frettabladid.is
JÓHANN SIGURJÓNSSON
Bæjarstjórinn segir fulla samstöðu um
málið í bæjarstjórn. Enn ekki Ijóst hvar
setrið verður.
Flóabandalagið:
Fjárhagur 30% félags-
fólks hefur versnað
viðhorfskönnun Yfirgnæf-
andi meirihluti félags-
manna í aðildarfélögum
Flóabandalagsins vill að
þau haldi áfram að leggja
höfuðáherslu á hækkun
lægstu launa. Um 85%
þeirra telur að fræðsla og
starfsmenntun skili sér í
betri kjörum. Athygli vek-
ur að 30% telja að fjárhags-
staða sín sé lakari en fyrir
þremur árum vegna verð-
Keflavíkur og nágrennis.
Úrtakið var um 1.290 félags-
menn.
í könnuninni kom einnig
fram að konur leggja meiri
áherslu á hækkun lægstu
launa en karlar. Þessi
áhersla á hækkun lægstu
launa eykst með aldri. Þá
vilja yngri félagsmenn yfir-
leitt leggja meiri áherslu á
prósentuhækkun launa á
meðan eldri félagsmenn
SIGURÐUR
BESSASON
Um 17 þúsund
félagsmenn eru í
hækkana a vöru og þjon- Eflingu - stéttarfé- vilja fremur sja kronutölu-
lagi sem er lang-
fjölmennasta fé-
lagið innan Flóa-
bandalagsins.
ustu. Hins vegar eru 42%
félagsmanna á því að fjár-
hagur þeirra hafi batnað á
sl. þremur árum. Þetta
kemur m.a. fram í viðhorfskönnun
sem Gallup gei’ði fyrir Eflingu -
stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf.
og Verkalýðs- og sjómannafélag
hækkanir. Yfir 55% félags-
manna Eflingar búa í eigin
húsnæði, 18% í leiguhús-
næði og 25,8% í foreldra-
húsum. Þá vii’ðist yfirgnæfandi fé-
lagsmanna sem hafa leitað til
skrifstofa stéttarfélaganna vera
ánægðir með þjónustu þeiri’a. ■
HÓTEL VALHÖLL
Loks sér fyrir endann á deilum um Hótel Valhöll.
Ríkið kaupir umdeilt hús:
200 milljónir fyrir Valhöll
kaup Ríkissjóður keypti Valhöll á
Þingvöllum fyrir 200 milljónir
króna í gær auk lóðarréttinda og
annarra tilheyrandi réttinda.
Seljandi er Hótel Valhöll ehf. og
var samið um að andvirðið gangi
til greiðslu á áhvílandi veðskuld-
um. Með kaupunum var einnig
felldur niður málarekstur vegna
ágreinings um eignarréttindi á
staðnum. Ekki hefur verið ákveð-
ið hvað verður um eignina. Und-
anfarin ár hafa staðið miklar
deilur um húsið og þá sérstak-
lega um klósettaðstöðu sem ríkið
lét reisa við hótelið. ■
STUTT
Maður á fimmtugsaldri féll af
þaki Viðeyjarstofu um eitt
leytið í gær. Maðurinn féll átta
metra og meiddist við það á báð-
um fótum og handlegg. Var hann
talinn handleggsbrotinn. Hann
var fluttur í land með Viðeyjar-
ferjunni og síðan á slysadeild.
Forsætisnefnd hefur samþykkt
að leggja til að Alþingi kjósi
sjö manna nefnd þingmanna sem
kanni með hvaða hætti sé best
að tryggja að umfjöllun um
þingmál, störf þingnefnda og
annarra þingstarfa byggi alltaf á
réttum og bestu fáanlegum upp-
lýsingum. Nefndinni er einnig
ætlað að kanna hvort slíkar regl-
ur séu í gildi hjá öðrum þjóð-
þingum. Samþykktin var gerð að
tillögu þingflokks Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs sem var óánægur með að
hafa ekki fengið að vita tímanle-
ga af því að Norsk Hydro gæti
ekki staðið við tímamörk sem
höfðu verið sett.
Okkar vinsælu
saumlausu T-shirí
Nærbuxur
G-string
Litir: hvítt, svart, hi
Mikiö úrval n
fyrir fermingai
Sendum í póstl
KNICKER
Laugavegi 62 simi: 55
KNICKERBOX
Vor / sumar 2002
Ertu búinn aö sjá úrvalið hjá okkur?
Kjaftfull búð af nýjum vörum.
Nýtt
Mix and Match bikinitoppur
3.099
Mix and Match bikiniboxer
2.799
Mikiö úrval sundfata
ICKERBOX
Kringlunni sími: 533-4555