Fréttablaðið - 19.04.2002, Page 1
Jarðgerðartankur
FRÉTTABLAÐIÐ
heill mannvinur
bls 22
Minna sorp!
FUUTNIN6ATÆKNI
Súöarvogi 2, Reykjavík
Simi 535 2535
NETIÐ
Varar við
ályktunum
bls 4
Kistan opnar
á vísir.is
bls 4
75. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 19. apríl 2002
FÖSTUÐAGUR
Geta ekki gert grein
fyrir 70 milljónum
Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við rekstur Sólheima í
Grímsnesi. Formaðurinn segir alrangt að skýringar vanti.
FJflRMÁL Ýmsar brotalamir hafa
verið á fjármálastjórn Sólheima í
Grímsnesi samkvæmt drögum að
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
reksturinn. Stjórnin getur ekki
gert grein fyrir um 60 til 70 millj-
ónum króna sem stofnunin
fékk frá ríkinu síðustu tvö
ár og voru ætlaðir til þjón-
ustu við fatlaða. Margrét
Frímannsdóttir, þingmað-
ur sem situr í fulltrúaráði
„Peningum fyrir
fatlaða eytt í
delluverkefni"
—«—
Sólheima, sagði það grafalvarlegt
ef fjármunir frá ríkinu hefðu far-
ið í annað en þjónustu við fatlaða.
Pétur Sveinbjarnarson, for-
maður framkvæmdastjórnar Sól-
heima, sagði alrangt að stjórnin
gæti ekki gert grein fyrir fjár-
raunum frá ríkinu. Að öðru leyti
vildi hann ekki tjá sig um innihald
draganna. Stjórnendur Sólheima
fengu drögin í hendurnar í síðustu
viku og hafa óskað eftir frest til
að fá að skila athugasemdum. Rík-
isendurskoðun mun í dag ákveða
hversu langan frest þeir fá.
Aðalfundur fulltrúaráðs
Sólheima er um aðra helgi
og sagði Margrét mikil-
vægt að skýrslan yrði til-
búin fyrir hann.
„Það er fráleitt annað en að
skýrslan liggi fyrir fundinum,“
sagði Margrét. „Menn hljóta að
vilja ræða niðurstöðurnar á hon-
um.“
Pétur sagðist efast um að
stjórnin yrði búin að skila inn at-
hugasemdum fyrir aðalfundinn.
Björn Hermannsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sólheima,
sagði að það kæmi sér ekki á óvart
að Ríkisendurskoðun gerði alvar-
legar athugasemdir við rekstur
Sólheima. Hann hefði sjálfur ver-
ið rekinn eftir nokkurra mánaða
starf einmitt vegna þess að hann
hefði bent stjórnendum Sólheima
á ýmsa vankanta í bókhaldinu.
Fjármunir ætlaðir fötluðum hefðu
verið nýttir í uppbyggingu í ferða-
þjónustu, gistiheimilis og vist-
menningarhúsi.
„Það hefur verið sparað og
sparað á fatlaða fólkinu,“ sagði
Björn. „Peningum sem ætlaðir
voru fötluðum hefur síðan verið
eytt í einhver delluverkefni."
trausti@frettabladid.is
VETTVANGURINN MINNTI OÞÆGILEGA A 11. SEPTEMBER
HEILSUGÆSLA
Læknar á landsbyggðinni hífa meðaltalið
upp segja borgarlæknar.
Launahæsti heilsugæslu-
læknirinn árið 2000:
1.150 þúsund
á mánuði
kjaramál Meðallaun 173 heilsu-
gæslulækna árið 2000 voru 7,3
milljónir króna samkvæmt skýrslu
Ríkisendurskoðunar. Þetta jafn-
gildir tæplega 610.000 krónum á
mánuði. Sá launahæsti var með
1.150.000 á mánuði. Á listanum yfir
200 launahæstu læknana voru 35
úr heilsugæslugeiranum.
Háls-, nef- og eyrnalæknar
höfðu það best, fengu að meðaltali
14,3 milljónir. Sá launahæsti úr
þeirra hópi var með tæpar 30
milljónir. Almennt hækkuðu laun
lækna um 25% umfram neyslu-
verðsvísitölu frá 1993 til 2000.
Jón Steinar Jónsson, heilsu-
gæslulæknir í Garðabæ og stjórn-
armaður í Félagi íslenskra heimil-
islækna, segir launin hafa fylgt al-
mennri þróun í þjóðfélaginu frá ár-
inu 2000. Afnám sérgreiðslna fyrir
vottorð sé það eina sem breyst hafi
til hins verra. Hann segir að líta
verði til þess að laun innan heilsu-
gæslustéttarinnar séu mjög mis-
munandi. Læknar á landsbyggð-
inni hífi meðaltalið upp.
Helsta krafa heilsugæslulækna
er að þeir fái frelsi til að reka sínar
eigin stofur. Jón sagði ólíklegt að
læknar sætti sig við annað en að
ráðherra gangi að kröfum þeirra. ■
ÍÞRÓTTIR
Allir spila
á morgun
SÍÐA 10
Gert út frá Brussel
funpur Stjórnmálafræðiskor HÍ
efnir til hádegisfundar í Árnagarði,
stofu 201, í tiiefni útkomu bókar
sem f jallar um íslenskan sjávarút-
veg og Evrópusambandið. Á fund-
inum mun Úlfar Hauksson, höfund-
ur bókarinnar, kynna helstu niður-
stöður rannsóknarinnar og dr.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor við skorina, mun and-
mæla.
Hörður Torfa
og Laxness
tónleikar Hörður Torfa heldur út-
gáfutónleika í kvöld í íslensku óp-
erunni í tilefni af nýja diskinum
hans, Söngvaskáldi. Á þessum diski
leikur hann eigin lög við ljóð Hall-
dórs Laxness en diskurinn er gef-
inn út í tilefni af aldarafmæli
skáldsins.
VEÐRIÐ í DAG
REYKJAVÍK Austan 8-13 m/s og rigning með köflum. Híti 5-10 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður O 5-8 Skúrir Qu>
Akureyri O 8-13 Skýjað Qio
Egilsstaðir O 3-11 Súld Q7
Vestmannaeyjar O 8-13 Skúrir 08
Önnur umferð
úrslitakeppni
hanpbolti Átta liða úrslitakeppni í
handknattleik karla heldur áfram í
kvöld. FH og Haukar eigast við í
Kaplakrika, Þór og Valur í Höllinni
á Akureyri, ÍR og Afturelding í
Austurbergi og KA og Grótta KR í
KA-heimilinu.
Markaðssetning
þjóðríkis
fyrirlestur John A. Quelch, pró-
fessor við Harvard-háskóla, flytur
erindi um mikilvægi markaðssetn-
ingar þjóðríkis nú á tímum þegar
mörg fyrirtæki eru alþjóðaleg en
ekki bundin tilteknu þjóðriki. Fyr-
irlesturinn verður í stofu 101, Lög-
bergi, og hefst kl. 12.00.
IKVÖLPIÐ í KVÖLDj
Tónlist 16 Bíó 14
Leikhús 16 íþróttir 10
IVIyndlist 16 Sjónvarp 20
Skemmtanir 16 Útvarp 20
„Það var rykmökkur yfir öllu og pappírar flugu um allt. Fólk var skelfingu lostið og hélt að um hryðjuverk væri að ræða," segir Ásgeir
Ingason sem staddur var í grennd Pirelli-byggingarinnar.
Skelfing greip um sig þegar flugvél flaug á háhýsí í Mílanó:
ST0RSYNINGIN
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á
höfuð-
borgarsvæð-
inu á föstu-
dögum?
Meðallestur 25 til 39
ára á föstudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
66,3%
58,4%
«o
«0
RJ
<u J3
.D ro c 1
•0» O
£ 2
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002.
Ottuðust að um hryðju-
verk væri að ræða
FLUG5LYS „Hér nötraði allt og skalf.
Við héldum öll að sprengja hefði
sprungið og að hryðjuverk hefði
átt sér stað,“ segir Ásgeir Inga-
son, grafískur hönnuður, sem
vinnur á skrifstofu í grennd við
Pirelli-háhýsið í Mílanó sem flug-
vél flaug á í gær. Að minnsta kosti
sex létust og 60 særðust þegar lít-
il flugvél af Piper-gerð flaug á
bygginguna, sem er eitt tákna
Mílanó, laust fyrir sex í gær.
Stjórnsýsla Lombardi-héraðs hef-
ur aðsetur þar. Flestir voru farnir
úr vinnu þegar atvikið átti sér
stað. Marcello Pera, þingforseti
öldungadeildar ítalska þingsins,
lýsti því strax yfir að „líklega"
væri um hryðjuverk að ræða. Sú
fullyrðing var strax dregin til
baka og er talið nær öruggt að um
slys hafi verið að ræða. Flugmað-
urinn, sem var 75 ára gamall
Svisslendingur, sendi frá sér
neyðarkall og sagðist eiga í erfið-
leikum með lendingarbúnað. Sjón-
arvottar sögðu vélina hafa verið í
ljósum logum þegar hún skall á
byggingunni. Ásgeir segir að fólk
í byggingum í grennd við háhýsið
hafi allt hlaupið út á götu. „Síðan
fylltist allt af lögreglum og
sjúkrabílum." Hverfið var rýmt
af lögreglunni og skapaðist að
sögn Ásgeirs mikið umferðaöng-
þveiti í Mílanó. ■
Matur 2002
19.-21. apríl
Opnuð
í dag