Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ SPURNINC DACSINS 19. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Er vorið komið? „Já, er það ekki. Ég myndi segja það." Karl Guðmundsson, verktaki. Ófrjósemisaðgerðir: Rannsakað enn frekar alþinci Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur, sem vann skýrslu um ófrjósemisaðgerðir á árunum 1938-1975 fyrir heilbrigðisráðu- neytið að beiðni Þórunnar Svein- bjarnardóttur, þingmanns Sam- fylkingar, hefur verið fengin til að ráðast í frekari rannsóknir á mál- inu. Er henni m.a. ætlað að fara yfir vafasama framkvæmd lag- anna og gera grein fyrir ástæðum mikils muns á ófrjósemisaðgerð- um karla og kvenna. Frá þessu greindi Jón Kristjánsson, heil- brigðisráðherra, við umræður um skýrsluna á Alþingi í gær. ■ Skýrsla OECD: Skattbyrði óvíða lægri skattkerfi Samkvæmt nýrri skýrslu OECD er skattbyrði tekjuskatta einstaklinga óvíða lægri en á íslandi, segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þetta á sérstaklega við fjölskyldur með börn, en skattbyrði einstaklinga er einnig vel undir meðallagi OECD-ríkjanna. í skýrslunni kemur fram að skattbyrðin eykst í takt við hækk- andi tekjur sem eðlilegt er miðað við uppbyggingu tekjuskattskerf- isins hér á landi að mati fjármála- ráðuneytisins. ■ ELDUR Tilkynnt var um reyk í fyrir- tækinu íslakki á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi um klukkan 4.30 í fyrrinótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var enginn eldur en töluverður reykur kom frá hit- unartæki. Húsið var reykræst og að sögn lögreglu voru engar skemmdir aðrar en reyk- skemmdir. Uppfylling við Ánanaust: Komið til móts við óskir KR skipulag Gert er ráð fyrir að íbú- um á svæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur fjölgi úr 7.300 í 9.200 eða um 26% á næstu 20 árum. Vegna þessa hefur stjórn KR ósk- að eftir því við borgaryfirvöld að aðstaða íþróttafélagsins verði bætt. Borgaryfirvöld hafa tekið já- kvætt í þær óskir og sagði Stefán Hermannsson borgarverkfræð- ingur að samkvæmt nýju aðal- skipulagi væri gert ráð fyrir æf- ingasvæði fyrir KR á uppfyllingu við Ánanaust. Upphaflega hefði ætlunin verið að hafa þar 900 íbúða byggð en þeim hefði nú ver- ið fækkað í 600 til 700 til þess að skapa rými fyrir íþrótta- og úti- vistarsvæði, sem yrði á móts við Keilugranda og Rekagranda. KR-ingar hafa komið sér upp æfingasvæði við Starhaga og gerðu athugasemd við að í nýju aðalskipulagi væri það sýnt sem helgunarsvæði A-V flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Stefán sagði að það breytti í raun engu. KR-HEIMILIÐ Það hyllir undir að aðstaða félagsins mun batna. Haft hefði verið samráð við Flug- málastjórn áður en KR-ingum hefði verið heimilað að tyrfa svæðið og þeir þyrftu ekki að flytja sig þaðan. ■ Umferðarljós: Rándýr myndavél eyðilögð lögregla Myndavél á umferðar- ljósum við Sæbraut var eyðilögð í fyrrinótt. Að sögn lögreglu gæti tjónið numið milljónum króna. Starfsmaður Öryggismiðstöðv- arinnar sá þegar verið var að eyði- leggja myndavélina og tilkynnti það til lögreglu. Lögreglan náði fljótlega manni um tvítugt og færði hann í fangageymslur. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en ljóst að tjónið er mikið enda myndavéla- búnaðurinn mjög dýr. Ekki er vitað hvort maðurinn var einn að verki. ■ Vilja ræða úrgang á Heiðarfjalli við Powell Eigendur Heiðarfjalls vilja fá fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna úrgangs frá Bandaríkjaher. Mál þeirra gegn Bandaríkjunum var dómtekið fyrir nær hálfu ári en dómur er enn ekki fallinn. Þórshafnarhreppur styður kröfur um hreinsun Qallsins. umhverfismál Eigendur Heiðar- fjalls á Langanesi óska eftir fundi með Colin Powell, utanríksráð- herra Bandaríkjanna, eða aðstoð- armönnum ráðherrans þegar hann kemur til ís- lands í maí til að sitja fund NATÓ- ríkja. Björn Er- lendsson, einn landeigendanna, segir viðbrögð við beiðninni vera já- kvæð þó henni hafi enn ekki verið svarað formlega. Landeigendurn- ir hafa lengi krafist þess að Bandaríkja- menn þrífi eftir sig gríðarlegt -♦ magn af úr- gangi sem skilinn var eftir á Heiðarfjalli þegar rad- arstöð hersins var lögð niður. Bandaríkjamenn neita allri ábyrgð í málinu með vísan til samnings við íslensk stjórnvöld frá árinu 1970 um við- skilnaðinn á Heiðarfjalli. Þar komi fram að íslenska ríkið beri ábyrgð á radarsvæðinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur hins vegar sagt hér í Frétt- blaðinu að ríkið hafi engar skyld- ur í málinu. Landeigendur draga gildi samningsins í efa enda hafi þeir enga aðild átt að honum. í samn- —>— Landeigend- urnir stefndu forseta, utan- ríkisráðherra og varnar- málaráðherra Bandaríkjanna fyrir Héraðs- dóm Reykja- víkur í fyrra- haust. Málið var tekið til dóms í nóv- ember sl. en enginn dómur er enn fallinn. ingnum sé þess utan kveðið á um að ríkið taki við „betrumbótum" sem gerðar hafi verið á svæðinu. Sú skilgreining geti ekki átt við eitruð spilliefni og annan úrgang sem ógni lífríki Heiðarfjalls, m.a. miklum vatnsbólum. Landeigendurnir stefndu for- seta, utanríkisráðherra og varnar- málaráðherra Bandaríkjanna fyr- ir Iléraðsdóm Reykjavíkur í fyrrahaust. Enginn þeirra þriggja né nokkur annar mætti fyrir dóm- inn af hálfu Bandaríkjanna. Málið var tekið til dóms í nóvember sl. en enginn dómur er enn fallinn. Þórshafnarhreppur styður landeigendur á Heiðarfjalli. Hreppurinn hefur ítrekað sent sendiráði Bandaríkjanna bréf, síð- ast fyrir rúmum mánuði, og beðið Bandaríkjamenn að axla ábyrgð á gerðum sínum á Heiðarfjalli. Svarið hefur ávallt verið það sama; samið hafi verið við íslensk stjórnvöld um yfirtöku svæðisins með öllu sem því fylgdi. „Mér skilst að Bandaríkja- menn séu að hreinsa til eftir sig á þeim spildum sem þeir hafa verið á hér og þar í heiminum. Ef svo er teljum við okkur eiga einhvern rétt í þessu máli,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórs- hafnarhrepps. gar@frettabladid.is HEIÐARFJALL Bandaríski herinn skildi eftir sig geysilegt magn af allra handa úrgangi þegar radarstöð hersins var lögð niður á Heiðarfjalli. Landeigendurnir sitja uppi með þessa arfleifð því hvorki íslensk né bandarísk stjórnvöld vilja gangast við því að bera ábyrgð á hreinsun fjallsins. tmhusgogn.is Tóbaksfyrirtæki brýtur blað: þægilegir sófar sem erfitt er að yfirgefa Mán.-Fös. 10.00-18.00 ■ Laugard. 11.00-16.00 • Sunnud. 13.00-18.00 W TM - HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust Hættir að nota orðið „light“ heilsa Bandaríska tóbaksfyrir- tækið Star verður fyrst í greininni til að hætta að nota orðin „light“ og „ultra-light“ á sígarettupökk- um sínum. Ákvörðun fyrirtækis- ins, sem hefur reyndar aðeins 1% markaðshlutdeild í Bandaríkjun- um, kemur í kjölfar fjöldamál- sókna á hendur tóbaksrisunum þremur, Philip Morris, R.J. Reynolds og Brown & Williamson. Lögfræðingar í 11 fylkjum krefj- ast milljarða í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðinga sem segjast hafa verið blekktir til að trúa því að svonefndar léttar sígarettur séu heilsusamlegri. Þeir segja að rannsóknir sýni að þær séu síst betri en hefðbundnar sígarettur. ■ Star Sckntific, æ htc. 1 Jm % V A New Stttndttrd Qf fosptMXÍbility... VÖRUMERKI STAR ^rstir í samfélagi tóbaksframleiðenda til

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.