Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 19. apríl 2002 FÖSTUPAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðbotgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu fonmi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLflÐSINS~[ Fjöll og dalir í galdraríkinu Oz 1995 Oz.com er stofnað í Bandaríkjun- um. Fyrirtækið er afsprengi fimm ára gamals íslensks fyrirtækis í eigu Skúla Mogensen og Guðjóns Más Guðjónssonar, sem sérhæfði sig í margmiðlun og þrívíddargraf- ík. Fyrirtækið tók þátt í sýningu í Tókýó og í kjölfar hennar tókst að safna 8 milljóna dollara hlutafé. Fjárfestarnir voru erlendir, frá Japan og Tævan. Varan sem Oz er að þróa er kölluð Oz Virtual sem gerir fólki kleift að ferðast um Net- ið í þrívíddarumhverfi. Viðskipta- hugmyndin byggist á að dreifa hug- búnaðinum ókeypis og ná sem allra mestri markaðshlutdeild. Fréttirn- ar af þessari fjárfestingu beindu at- hyglinni að fyrirtækinu hér á landi. Ári síðar gafst íslenskum fjárfest- um færi á að leggja pening í fyrir- tækið og tóku því fegins hendi. 1998 Kynnt eru verkefni sem byggja á þrívíddartækni. Fyrirtækið á í sam- starfi við Finna um að endurgera hluta Helsinkiborgar í þrívídd. Þá er fyrirtækið einnig í samstarfi við örgjörvafyrirtækið Intel og Whitn- eylistasafnið í New York. Þar er um að ræða notkun á þrívíddartækni Oz. Fyrirtækið var með fleiri járn í eldinum því gerður var samningur við sænska símarisann Ericsson sem metinn var á einn milljarð króna. Sá samningur var vegna nýrrar vöru sem Oz var að þróa. Sú nefndist Ipulse og var ætlað að tengja saman símkerfi og Netið. _____________________Eorsaga Fyrirtækið Oz hefur þurft að draga saman starfsemina. Mikið tap varð á síðasta ári. Erfitt er fyrir fyrirtæki í þessum geira að afla áhættufjármagns. í byrjun þróaði fyrirtækið þrivíddarhugbúnað fyrir netið, en núverandi söluvara þeirra er á sviði samskiptatækni. 1999 í mars er boðið út hlutafé og kaupa Fjárfestingabanki atvinnulífsins og Landsbréf hlut í fyrirtækinu fyrir rúmar 500 milljónir króna. Með fylgir að þetta sé síðasta útboð Oz áður en það verði skráð I Banda- ríkjunum. Af þeirri skráningu hef- ur ekki orðið. Ipulse-hugbúnaður- inn er kynntur og skrifstofa opnuð í Svíþjóð. Ericsson keypti 19% hlut í Oz. Ákveðið var að draga úr þrí- víddarþróun innan fyrirtækisins og JÓNAS SKRIFAR: einbeita sér þess í stað að þróun samskiptatækninnar. 2002 Samningur Ericsson og Oz rennur út og fyrirtækið dregur saman seglin. Búið er að loka skrifstofum í Stokkhólmi og flytja höfuðstöðv- arnar til Kanada. Starfsemi fyrir- tækisins er á sviði samskiptatækni þriðjukynslóðar farsíma. Oz er hvergi skráð á markaði. ■ 1 INNHERJAR | Húsið hans Krumma Félagi af Holtinu skrifar: Hvernig er það eiginlega með vinstrigræna í Borgarstjórn Reykjavíkur? Hafa þeir ekkert þarfara að gera en láta undirsáta sína ofsækja viðurkennda heimsfræga listamenn í Reykja- vík, sem bornir eru og barn- fæddir innan borgarmarka? Það er meira en hægt er að segja um flesta þá sem stjórna borginni enda löngu einsýnt að Akurnes- ingar, Flóafífl og aðrir sveita- menn hafa þar öll ráð í hendi sér. Aðförin að Hrafni Gunnlaugs- syni bítur nú höfuðið af skömminni og var hún þó ærin fyrir. Afhverju má þessi valin- kunni listamaður ekki hafa sína eigin lóð eins og honum sjálfum sýnist í friði fyrir möppudýrum borgarinnar? Hefur húsið hans Krumma eitthvað minni sjarma en beitningaskúrarnir við Ægi- síðuna? Laugarnesið er hvort eð er mestan part einn stór órækt- argarður sem bíður þess að verða grafinn út af fornleifa- fræðingum. Nær væri að selja túristum rútuferðir að heimili Krumma, til að sýna svart á hvítu hvernig einstaklings- hyggjan fær að blómstra á Is- landi, - í skjóli en ekki skugga borgaryfirvalda í Reykjavík. ■ Gjáin víkkar ört Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum og Evrópu sýnir, að viðhorf kjósenda til alþjóðamála hafa þróast í gagnstæðar áttir í þessum tveimur heims- hlutum síðan George W. Bush tók við völdum í Bandaríkjunum. Með sama framhaldi verða alger vinslit milli þessara gömlu bandamanna. Bandaríkjamenn styðja fsraelsmenn, en Evrópumenn styðja Palestínumenn. Bandaríkja- menn telja, að írak, íran og Norður-Kórea myndi öxul hins illa, en Evrópumenn telja ekki vera sam- band þar á milli. Bandaríkjamenn vilja ráðast á írak, en Evrópumenn vilja það ekki. Þar á ofan telja Evrópumenn, að svokölluð bar- átta Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum sé knúin eiginhagsmunum og auki hættuna á hryðjuverkum á Vesturlöndum. Þeir telja, að Bandaríkin stundi einstefnu, taki ekkert tillit til bandamanna sinna og ráðist raunar á þá með tollum og höftum. Skarpur munur er milli meirihluta og minni- hluta í öllum þessum tilvikum. Skilaboð kjósenda eru því skýr. Þeir hvetja landsfeður sína til að gefa ekki eftir í ágreiningsefnum Evrópu og Banda- ríkjanna. Stjórnmálamenn beggja vegna hafsins munu græða pólitískt á að víkka gjána. Þessi viðhorf endurspeglast á ráðstefnum, þar sem bandarískir og evrópskir sérfræðingar ræða málin. Bandaríkjamenn telja Evrópumenn vera úti að aka án skilnings á hættunni. Þeir telja, að Bandaríkin þurfi ekki lengur evrópska banda- menn, sem séu bara með japl og jaml og fuður. Evrópumenn telja, að hryðjuverk eigi sér rætur í forsendum, sem ekki læknist með hernaði. Þeir telja hirðina kringum Bush forseta vera æðikolla. Þeir vilja, að Evrópa leggi stóraukna áherzlu á innra samstarf og eigin hermál og svari viðskipta- þvingunum Bandaríkjanna fullum fetum. Ekki sízt eru Evrópumenn ákaflega ósáttir við, að Bandaríkin eru kerfisbundið farin að neita að taka þátt í fjölþjóðlegum sáttmálum og stofnunum. Hæst ber þar nýja stríðsglæpadómstólinn í Haag „í alvöru erfarið að tala um, að nýtt bandalag sé að rísa milli Bandaríkjanna, ísraels og Rússlands, sem öll eiga í höggi við skœruliða. Það verði stutt ríkjum á borð við Kina og Tyrkland ... “ og staðfestingu Kyoto-bókunarinnar um mengun loftsins, hvort tveggja evrópsk baráttumál. Með sama áframhaldi gefast báðir aðilar upp á Atlantshafsbandalaginu, sem hingað til hefur verið helzta tákn Vesturlanda. Á sama tíma og tíu ríki Austur-Evrópu eru um það bil að ganga í bandalag- ið er það sjálft búið að fá eins konar heilablóðfall af völdum ágreinings í gamla kjarnanum. í alvöru er farið að tala um, að nýtt bandalag sé að rísa milli Bandaríkjanna, ísraels og Rússlands, sem öll eiga í höggi við skæruliða. Það verði stutt ríkjum á borð við Kína og Tyrkland, sem vilja stunda ríkisrekin hryðjuverk gegn undirokuðum minnihlutaþjóðum á borð við Tíbeta og Kúrda. Evrópskir kjósendur, stjórnmálaskýrendur og sérfræðingar telja Evrópu ekki eiga heima í slík- um félagsskap. Breið samstaða er í Evrópu um að hafna þeirri heimssýn, sem komst til áhrifa í Bandaríkjunum við valdatöku George W. Bush og að hafna einhliða aðgerðum Bandaríkjanna. Á næstu fundum Atlantshafsbandalagsins, þar á meðal í Reykjavík í maí, verður með orðskrúði reynt að breiða yfir þá staðreynd, að framtíð bandalagsins er orðin ótrygg. ísland flækist inn í deiluna vegna viðskiptahagsmuna sinna í Evrópu og varnarhagsmuna í Bandaríkjunum. Viðhorf fólks á íslandi til alþjóðamála eru líkari viðhorfum í Evrópu en í Bandaríkjunum. Því er lík- legt, að ísland lendi að lokum Evrópumegin við hina miklu og víkkandi gjá í Atlantshafinu. Jónas Kristjánsson Samsæri Sýnar Innherjum á viðskiptaspjall- þræði visis.is brá í brún yfir fréttum af hækkun á áskriftar- verði Sýnar. „Sé tekið dæmi af þeim sem aðeins eru með Sýn þá hækkar áskrift þeirra mest, eða um 500 krónur á mánuði, og fer gjaldið í 3.990 krónur. Hlutfalls- lega nemur sú hækkun rúmum 14%.“ Viðbrögðin láta ekki á sér standa. „Skandall. Þetta er orðið alltof mikið fyrir fólk,“ segir einn og bendir á að líka þurfi að greiða af RÚV. Þetta er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi, því nú fer umræðan að snú- ast um Ríkisútvarpið og afnota- gjöldin. „Ég heyrði það ein- hverju sinni að tekjur af afnota- gjöldum rétt dygðu til að reka innheimtudeildina," er lagt í púkkið og stungið uppá að af- notagjöldin verði kölluð inn- heimtugjöld. Umræðunni er snú- ið að hækkun Sýnar. Þar vísar einn á stjórnmálavefinn, þar sem sett er fram mögnuð sam- særiskenning um að Norðurljós- armenn séu að reyna að setja þrýsting á ríkisstjórnina útaf rauða strikinu til að þvinga stjórnvöld að taka ákvarðanir um RÚV. Innherjar slá sjaldnast hendinni á móti góðri samsæris- kenningu. Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is. Hitachitilboö HITACHI POWER TOOLS HJÓLSÖG C7U 1150W, 185mm sagarblað Tilboð 19.995 kr HITACHI POWER TOOLS HLEÐSLUBORVEL DS13DV2 taska og tvær rafhlöður fylgja Tilboð 24.795 kr HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Brúsi eða taska fylgir frítt með á meðan birgðir endast LEIÐRÉTTING FORDÓMALEYSI OG UMBURÐAR- LYNDI Ég hef í huga mín- um leitað mjög víða, að vísu kannski ekki mjög opnum huga, en ekki fundið nokkurn skapaðan hlut sem gæti verið okkur til hagsbóta í því sambandi. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um hvort eitthvað jákvætt fyrir íslenskan sjávarútveg gæti fylgt ESB-aðild. Á blaða- mannafundi 18. apríl. EKKI SAMA HVAÐAN GOTT KEMUR Þessi hugmynd kemur frá fjár- málaráðherra þannig að við erum vongóð um að hún nái fram að ganga. Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúd- entaráðs Háskóla íslands, um afnám virð- isaukaskatts af bókum. Fréttablaðið, 18. april MARY POPPINS EVRÓPUUMRÆÐ UNNAR Eina vopn mitt í þessari baráttu er Evrópusambands- regnhlífin sem Val- gerður Bjarnadóttir gaf mér. Ég flagga regnhlífinni nú við hvert tækifæri enda er hún orðin póli- tískt baráttutæki. Kolbrún Bergþórsdóttir Evrópusinni. DV, 18. apríl. FRÁ, FRÁ, KÁRA LIGGUR Á Frumvarpið um ríkisábyrgð við deCODE var rifið út úr nefndinni í gær- kvöld gegn mjög hörðum mótmælum, vegna þess að þetta mál er einfaldlega óunnið. Ögmundur Jónasson. DV, 18 apríl. FÁTT ER SVO MEÐ ÖLLU ILLT Ef ég fer nú í tugthúsið fyrir ólöglega innheimtu vottorða- gjalda verður huggun harmi gegn að hitta þar væntanlega fyrir lög- fræðing TR til að rif ja upp gamla daga þegar hann stakk upp á þessari innheimtu. Ólafur Mixa, heimilislæknir. Morgunblaðið, 18. april. STOPPAÐ TIL AÐ PISSA Hagvöxturinn verð- ur minni eða kannski enginn á þessu ári og margir hafa kannski gott af því að kasta mæð- inni í því ástandi, en við munum síðan stefna áfram upp á við í þeim efnum m.a. með þeim áformum sem framundan eru á sviði virkjunarmála, og ým- issa nýjunga hér í atvinnumálum á íslandi. Geir Haarde, fjármálaráðherra. _____________________Alþingi, 17. april. LEIÐRÉTTING Opnun íþróttahallarinnar í Grafarvogi hefur verið frestað til kl. 16.45 á sumardag- inn fyrsta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.