Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN Fylgjendur lögleiðingar vændis hér á landi eru I nokkrum minnihluta. Gildandi lög meina fólki enda ekki að selja blíðu sína, heldur ein- ungis að þriðji aðili hafi hag af vændinu. Á að lögleiða vændi hér á landi? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 43% 57% Spurning dagsins í dag: Hefur þú samúð með heilsugæslulækn- um i launadeilu þeirra? Farðu inn á vísi.is og segðu I þina skoðun — ____________ VAXTABYRÐIN VAR PUNG „Það er auðvelt að slá um sig með stórum tölumsagði Margeir Pétursson á aðal- fundi Lyfjaverslunarinnar I gær. Lyfjaverslun Islands: Átöká aðalfundi aðalfundur „Hluthafar töpuðu á fjórum mánuðum 1.700 milljónum króna á þeirri ákvörðun meirihluta stjórnar að selja hlutabréf okkar í Delta hf.,“ sagði Grímur Sæmund- sen, stjórnarmaður £ Lyfjaverslun íslands, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði þessa ákvörðun í besta falli aulaskap en í versta falli víta- vert kæruleysi. Grímur tók til máls eftir að skýrsla stjórnar var flutt og sagði síðastliðið starfsár ár mikilla hörm- unga. Smærri hluthafar hafi verið hlunnfarnir og valdataka meiri- hluta stjórnar á hluthafafundi síð- asta sumars hafi unnið félaginu mikið ógagn. Margeir Pétursson, stjórnarfor- maður, sagði að vaxtakostnaður fé- lagsins hafi verið mikill og eigin- fjárstaðan slæm. Ekki hefði verið hægt að fara í hlutafjárútboð vegna markaðsaðstæðna og málaferla. Því hefði legið beint við að nýta hagnað bréfa Delta til að bæta skuldastöðuna þar sem kaupendur voru til staðar fyrir svo stórum —4---- Verðbólguvísitala EES: Ársverð- bólgan mest hérlendis efnahacsmál Verðbólga var hvergi meiri á Evrópska efna- hagssvæðinu á tímabilinu mars 2001 til mars 2002 en hér á landi. Verðbólga á tímabilinu mældist 9,lprósent á íslandi. Þar á eftir kom írland með 5,1 prósent verð- bólgu. Minnst var verðbólgan í Noregi 0,4 prósent og í Bretlandi 1,5 prósent, að því er segir £ til- kynningu Hagstofu íslands. Þrátt fyrir þetta var verðbólga £ mars sl. undir meðaltali á EES- svæðinu. Samræmd visitala neysluverðs i EES-ríkjum hækk- aði um 0,5 prósent frá febrúar til mars, meðan vfsitalan fyrir ísland hækkaði bara um 0,4 prósent á sama tima. ■ l»-ÖGREGLUFRÉTTIR| 'T'æplega fimmtugur karlmaður x hefur í Hæstarétti verið dæmdur til að greiða 4,7 milljóna króna sekt í ríkissjóð fyrir að hafa ekki staðið skil á 2,7 milljóna króna virðisaukaskatti á árunum 1994 til 1999. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna bíður hans þriggja mánaða fangelsi. 2 19. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Flóttamannabúðirnar í Jenín: Hj álparstarfsfólk er þrumu lostið NÁLYKTIN ER STERK ísraelskur hermaður bar klút fyrir vit sér í flóttamannabúðunum í Jenín. Palestínumenn og hjálparstarfsfólk hefur gengið á lyktina til að finna lík hinna látnu undir rústunum. ienín. ap Terje Röd-Larsen, sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum, sagði ástand- ið í flóttamannabúðunum í Jenín „hryllilegra en orð fá lýst“. Hann krafðist þess að alþjóðleg mann- úðarsamtök fengju óheftan að- gang að búðunum. „Ég held ég geti talað fyrir munn allra í sendinefnd Samein- uðu þjóðanna, að við erum þrumu lostin," sagði hann meðan hann gekk innan um rústir húsanna þar í gær. „Bara að sjá þetta svæði, það lítur út eins hér hafi orðið jarðskjálfti. Og nályktin leggur af mörgum stöðum hér, þar sem við stöndum." Um það bil 14.000 manns búa í flóttamannabúðunum í Jenín. ísraelski herinn hefur bannað fólkinu að fara út úr húsi sólar- hringum saman. Röd-Larsen segir það ótrúlegt að „hernámsveldi skuli halda uppi útgöngubanni og halda hluta al- mennra borgara í þjáningum dag eftir dag. Þessu verður að linna,“ sagði hann. í flóttamannabúðunum í Jenín urðu bardagarnir harðastir í hern- aði ísraels á hendur Palestínu- mönnum. ísraelsher hélt þaðan í gær. ■ UNNIÐ VIÐ LÖNDUN Margt bendir til þess að þorskur og ýsa séu að koma sterk til baka eftir niðursveiflu. Þorskstofninn er á uppleið Botninum náð í niðursveiflu þorsksins. Horfir til betri vegar. Háð því að veiðum sé stillt í hóf samhliða sæmilegri nýliðun. Tillögur um heildarveiði í maí - júní. hafró Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir að margt bendir til þess að botninum sé náð í þeirri niðursveiflu Þá eru vís- þorsks sem verið bendingar um hefur á undanförn- að ýsustofn- um árum miðað inn sé að taka við bráðabirgða- við sér. niðurstöðu í nýaf- —♦— stöðnu togararalli. Þá bendir heildar- vísitalan til þess að stofninn sé á uppleið. Þótt 2001-árgangur af þorski sé mjög lélegur eru fjórir árgangar þar á undan í meðal- lagi. Það sé mjög mikilvægt fyrir veiðistofninn. Hann minnir á að á áratug þar á undan komu lélegir þorskárgangar í röðum. Á hinn bóginn hafa menn áhyggjur af aldurssamsetningu þorskstofns- ins þar sem lítið virðist vera til af eldri fiski. Hann telur því að ástand þorskstofnsins horfi al- mennt til betri vegar ef tekst að stilla veiðunum í hóf samhliða því að nýliðun verði áfram sæmi- leg. Forstjóri Hafró segir að það séu einnig vísbendingar um að ýsustofninn sé að taka við sér. Þótt það sé ekki enn komið í veið- anlegt horf bendir margt til þess að hún komi sterkt út í togararall- inu. Hann segir að það sé hins vegar of snemmt að segja til um niðurstöður þessara rannsókna á veiðistofn þorsks og hugsanlega ráðgjöf um leyfilega heildarveiði á honum á næsta fiskveiðiári. í því sambandi bendir hann á að úr- vinnsla gagna úr torgararallinu sé ekki lokið auk þess sem menn séu í miðju netaralli. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að endanlegar tillögur Hafró til sjávarútvegs- ráðherra muni liggja fyrir um mánaðamótin maí - júní, eða eftir einn og hálfan mánuð. Á þessari stundu sé því ekkert hægt að segja til um það hvort þorskkvót- inn verði aukinn eða ekki frá þvi sem er á yfirstandandi fiskveiði- ári. í ár er leyfilegt að veiða alls um 190 þúsund tonn af þorski. grh@frettabladid.is 20 milljarða eignarhlutur Arður Baugs af Arcadia 300 milljónir UPPGJÖR Breska verslunarfyrir- tækið Arcadia, þar sem Baugur er stærsti einstaki hluthafinn með 20 prósenta eignarhlut, sýndi 8 millj- arða króna hagnað í hálfs árs upp- gjöri sem birt var í gær. Hagnað- ur fyrir skatta og óregluleg gjöld hækkaði um 59,5 prósent milli ára. Hagnaður hlutabréfa hefur tvöfaldast á tímabilinu. Baugur fær 300 milljónir í arð á þessu ári. „Vaxtagreiðslur Baugs vegna lána sem voru tekin vegna kaupa félagsins i Arcadia eru svipaðar þeirri fjárhæð sem félagið fær í arð nú,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Hann segir ánægjulegt að skuldir hafi lækkað um nær 25 milljarða króna og góður hagnað- ur nú staðfesti þá trú sem Baugur BAUGUR Á MEIRIHLUTA f BRESKU VERSLUNARFYRIRTÆKI Baugur lagði I ítarlega vinnu við áreiðanleikakönnun I byrjun árs á Arcadia. „Sú vinna hef- ur ekki dregið úr trú okkar á fyrirtækinu og mun Baugur halda áfram að leita leiða til að hámarka arðsemi á eignarhlut slnum," sagði Jón Ásgeir, forstjóri Baugs. hefur haft á fyrirtækinu. „Markaðsverð Arcadia-bréfa hefur stigið hratt síðustu vikurn- ar og er eignarhlutur Baugs nú um 20 milljarða króna virði. Virði hlutarins hefur aukist um tæpa 3 milljarða í apríl,“ sagði Jón Ás- geir. ■ Þingmenn um Greiningarstöðina: Fjársvelti ómannúðlegt alþingi „Það er með ólíkindum hvað það vefst fyrir ráðherrum og ríkisstjórn að leysa þetta mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingar, við ut- andagskrárum- ræðu um vanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar á Alþingi. Jóhanna sagði ómannúðlegt og óskynsamlegt að halda stöðinni í fjársvelti þegar 30 til 40 milljóna króna viðbótar- framlag nægði til að gjörbylta rekstri stöðvarinnar. Hún gagn- rýndi að launakjör starfsmanna stöðvarinnar væru slakari en byð- ist hjá sveitarfélögum sem leiddi til mikils atgervisflótta. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að verið væri að vinna að lausn á vanda stöðvarinnar. Hann hefði ákveðið að óska eftir viðbótarframlagi á fjáraukalögum og hafin væri úttekt á faglegri og fjárhagslegri stöðu Greiningar- stöðvar. Sagðist hann binda vonir við nýja stjórn stöðvarinnar sem tekur við í næsta mánuði. ■ 1 EFNAHAGUR | Hagnaður Sorpu á síðasta ári var tæpar 40 milljónir króna. Tekjur á árinu voru um milljarð- ur króna. Árið 2000 var hagnaður fyrirtækisins rúmar 57 milljónir. Handbært fé frá rekstri voru um 100 milljónir króna. Afkoma Allianz: Undir vænt- ingum afkoma AllianFtilkynnti í gær að afkoma ársins 2001 væri einungis helmingur þess sem spáð var. Hagnaður félagsins var 1,6 millj- arðar evra en áður áætlaði fyrir- tækið að vera með hagnað upp á 3 milljarða evra. Hagnaður Allianz, sem rekur trygginga- og banka- þjónustu, var 3,5 milljarðar evra árið 2000. Verri afkoma í fyrra stafar meðal annars af kröfu um 1,5 milljarða evra greiðslu í kjöl- far árásanna á Bandaríkin 11. september 2001. ■ VIÐSKIPTI T Nokia, sem er leiðandi í heim- inum í sölu á farsímum, spáir að söluaukning á sviði fjarskipta verði minni en áætlað var. Það dró úr bjartsýni á fjarskipta- markaði í morgun. Talsmenn fyr- irtækisins segja sölu farsíma verða minni í öllum heimsálfum vegna veikari efnahagsforsenda. Hlutabréf Nokia lækkuðu í verði í gærmorgun eftir nokkra hækk- un síðustu daga. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.