Fréttablaðið - 19.04.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 19.04.2002, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 19. apríl 2002 FÖSTUDACUR Nýjar íínur í undirfatnaði frá Stærstu lið Evrópu funda: Lækka verður leikmcinnalaun WARNER'S Jbymlls* lejaby undirfataverslun fótboiti Fjórtán stærstu fótbolta- félög Evrópu biðja önnur félög í álfunni að lækka himinhá laun leikmanna. Þau segja eyðslu ógna evrópskum fótbolta. Hins- vegar er ekki tekið í mál að láta þak yfir hámark launakostnaðar félaganna. Fulltrúar félaganna fjórtán, sem kalla sig G14, funduðu með fulltrúum Evrópusambandsins fyrr í vikunni. „Síðastliðin fimm ár hafa laun og kaupverð hækk- að fram úr öllu hófi,“ segir Karl Rummenigge, varaforseti Bayern Múnchen. „Verð verður að hafa takmörk," bætti Pedro Jimenez hjá Real Madrid við. Liðin vildu ekki taka upp launa- þak, líkt og þekkist í mörgum bandarískum íþróttagreinum. Ástæðan er sundurleitur fót- boltamarkaður Evrópu. „Hlutir eins og mismunandi skattakerfi milli þjóða, eignahlutfall liða og það að hægt er að hækka og lækka um deild koma í veg fyrir það,“ segir Peter Kenyon, stjórnarformaður Manchester United. Á fundinum var einnig Lenn- art Johansson, forseti UEFA, evrópska knattspyrnusambands- ins. Johansson segir að gjaldþrot fjölmiðlafyrirtækja í Þýskalandi og Englandi gætu leitt til já- kvæðra breytinga í íþróttinni. Mörg félög eiga á hættu að verða gjaldþrota í kjölfarið á fjölmiðlarisunum. Liðin sem skipa G14 eru Manchester United, Liverpool, Real Madrid, Barcelona, Juvent- us, AC Milan, Inter Milan, Bayern Múnchen, Borussia Dortmund, Marseille, Paris St. Germain, Ajax, PSV Eindhoven og FC Porto. ■ LUIS FIGO Einn launahæsti leikmaður Evrópu. Er hér að taka upp lag fyrir HM með félögum sín- um í portúgalska landsliðinu. Allir spila á morgun Einn athyglisverðasti leikur morgundagsins er á milli Manchester og Chelsea í London. Gestirnir mæta Bayer Leverku- sen í undanúrslitum Meistara- deildar í næstu viku og gætu því slakað á. Chelsea hefur enga af- sökun. Liðið þarf að komast upp fyrir Newcastle til að komast í Meistaradeildina í haust. Newcastle tekur á móti Charlton á morgun. Það á leik til góða á Chel- sea og ætlar sér einnig í Meistara- deild. Leicester er dottið niður um deild. Derby, Ipswich, Blackburn, Fulham, Sunderland, Bolton og Everton eru öll í fallhættu. Á morgun eru athyglisverðir leikir í fyrstu deild, sem endar á sunnudag. West Brom og Wolves MARK VIDUKA HJÁ LEEDS Leeds er einu stigi á eftir Chelsea og á einnig möguleika á því að komast I Meistaradeild I haust. bítast um að fylgja Manchester City upp í úrvalsdeild. West Brom er stigi á undan og tekur á móti Crystal Palace. Wolves fara til Sheffield Wednesday, sem verður að fá eitt stig til að detta ekki nið- ur í aðra deild. Ef Wolves og West Brom enda jöfn fara Wolves upp. í annarri deild er Brighton búið að tryggja sig upp. Reading þarf eitt stig á móti Brentford á sunnu- dag til að fylgja með. Ef Brentford vinnur leikinn fer það upp. Car- diff, Huddersfield og Stoke spila einnig um laust sæti í fyrstu deild. Stoke fer til Bristol á morgun. ■ Úrslitakeppni ESSO-deildarinnar: Aftur slagur í kvc ld handbolti Mikill slagur var þegar liðin átta, sem komust áfram í úr- slitakeppni ESSO-deildarinnar, mættust í fyrstu leikjum á mið- vikudagskvöld. Leikirnir fjórir einkenndust af hörku. Valur lagði Þór Akureyri á Hlíðarenda, Hauk- ar lögðu FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum, Afturelding vann ÍR á Varmá og KA vann Gróttu KR á Seltjarnarnesi. Leikurinn á Sel- tjarnarnesi var tvísýnr endaði 28-27 í framlengingu. í kvöld er komið aó seinni leikjum liðanna en þau sem vinna tvo leiki komast áfram í undanúr- slit keppninnar. Þar sem KA er eina liðið sem vann á útivelli þurfa ÍR, Þór og FH öll að treysta á góðan anda heimavallarins. Ef til oddaleikja kemur fara þeir fram á sunnudag. ■ ‘Takinarkgd magn Tgnverkist fiand6ragð ‘J-fúisgögnin eru unnin úrgegníeiCum rósavíð opið aíía hdginafrá 11-16 Smújuvegi 4a, gmn gata 200 ‘Kópavogur S: 557-3233 Síðumúla 3-5 Sími 553 7355 Opið mán.-föst. kl. 11-18 laugard. kl. 11-15 J-Candunnin ■w oB <’“rstóíar fiusfjöcjn Senn líður að lokum ensku leiktíðarinnar. Á morgun eru spilaðir tíu leikir í úrvalsdeildinni. Hörkubarátta í fyrstu deild. fótbolti Öllu er flaggað þegar flest lið ensku úrvalsdeildarinnar eiga aðeins fjóra og fimm leiki eftir af leiktíðinni. Á morgun spila öll lið deildarinnar í tíu leikjum. Arsenal er í efsta sæti með 72 stig. Manchester United er með 71, Liverpool 70, Newcastle 64, Chelsea 61 og Leeds 60. Arsenal á einnig leik til góða. Liðið mætir Chelsea 4. maí í bikarúrslitum. „Við erum ekki enn búnir að vinna neitt,“ segir Dennis Bergkamp framherji. „Þess vegna verðum við að halda einbeitingunni, ein- blína á næstu leiki.“ Arsenal mæt- ir á morgun Ipswich, sem er í fall- hættu. VALUR FER NORÐUR Tveir leikir fara fram á Akureyri í kvöld. David Beckham býst við því að spila með enska landsliðinu á HM í sumar. Hann segir fótbrotið ekki gróa í tæka tíð til að hjálpa Manchester United á loka- spretti leiktíðar- innar og finnst það miður, Beck- ham er með súr- efnistjald heima hjá sér til að flýta fyrir batanum. Hann segir sex til átta vikur í það að hann verði reiðubúinn í takkaskóna. Tíu skosk félög sögðu sig úr skosku úrvalsdeildinni á þriðjudag. Þau mótmæltu því að Glasgow-risarnir Celtics og Rangers beittu neitunarvaldi þeg- ar stofna átti sjónvarpsstöð fyrir deildina. Nú íhuga Glasgow-liðin flutning til Englands. Úrvals- deildin vill ekki sjá þau en fyrsta deild tekur þeim opnum örmum. FIFA segir þetta innanhússmál sem Bretar verði að útkljá sjálfir. Sky ætlar að ræða við skosku deildina um sjónvarpsrétt. [íþróttir í pag| 18.00 Fótbolti Haukar og ÍR mætast á Ásvöllum í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna. 18.00 Keila Keilusamband islands heldur ársþing í íþróttamiðstöðinni i Laugardal. 18.00 Sýn Heklusport endurtekið. 18.50 Fótbolti Þróttur R, og Fjölnir mætast á Gervigrasvellinum í Laugardal í Reykjavíkurmóti meistarafiokks kvenna. 18.50 Sýn íþróttir um allan heim. 19.00 Fótbolti Stjarnan og Breiðablik mætast á Stjörnuvelli i Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna. 20.00 Handbolti Átta liða úrslit karla. FH-Haukar i Kaplakrika, Þór- Valur í Höllinni á Akureyri, ÍR- UMFA í Austurbergi og KA- Grótta KR í KA-heimilinu. 20.00 Fótboltj Valur og ÍA mætast i Deildar- bikar kvenna á Ásvöllum. 20.30 Fótbolti rH og HK/Víkingur mætast á Gervigrasveilinum i Laugardal í i Reykjavikurmóti meistara- flokks kvenna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.