Fréttablaðið - 19.04.2002, Side 22
FRÉTTABLAÐIÐ
SAGA DAGSINS
19. APRÍL
Arið 1943 gerðu gyðingar í Var-
sjá uppreisn gegn þýska her-
námsliðinu. Uppreisnin hófst með
því að skotið var á þýska hermenn
sem ætluðu að tæma gyðinga-
hverfið í Varsjá.
Hauganessfundur, mannskæð-
asta orrusta á íslandi, var háð
árið 1246 í Blönduhlíð í Skagafirði.
Þar áttust við Brandur Kolbeins-
son og Þórður kakali og féllu um
100 manns.
A' rið 1917 var Leikfélag Akur-
eyrar stofnað sem áhugaleikfé-
lag en það hefur rekið atvinnuleik-
hús síðan 1973.
A' rið 1954 klæddust
fermingarbörn hvít-
um kirtli í fyrsta sinn og
var það á Akureyri. Er
þetta talið upphaf þeirrar hefðar.
22
19. apríl 2002 FÖSTUDACUR
Þurrkari í tilefni dagsins
að liggur nú ekkert sérstakt
fyrir hjá mér í dag. Það má
kannski segja að ég haldi upp á
daginn með að kaupa mér þurrk-
ara. Það er stórt skref fyrir svona
„kolaeldavélarmanneskju" eins
og mig,“ segir Elísabet Brekkan.
Það má ef til vill segja um Elísa-
betu að hún sé „kolaeldavélar-
manneskja" á fleiri sviðum, en
hún er ein örfárra samtímamanna
sem ekki notar GSM síma. „Mér
finnst eins og fólk sé kannski svo
ofboðslega stressað, það heldur að
það sé að missa af einhverju. Ég
hef reyndar tvisvar eignast svona
síma en báðir voru þeir horfnir
innan viku því börnin mín langaði
að nota þá. Þetta skiptir mig hins
vegar engu máli.“
Elísabet, sem lærði leikhús-
fræði og leiklistarkennslu í Sví-
þjóð, hefur stýrt þremur leikhóp-
um með börnum í vetur, tveimur í
Námsflokkum Reykjavíkur og
einum blönduðum íslenskum og
erlendum börnum. Hún segist
merkja miklar breytingar í starfi
sínu á nokkrum árum, samfara
aukinni farsímanotkun. „Það er
varla hægt að byrja að gera
nokkurn skapaðan hlut þá hringir
síminn hjá þeim. Mér virðist eins
og símarnir séu einhvers konar
skjöldur þeirra sem eru haldnir
svokallaðri „torgfóbíu", finnst
erfitt að standa einir einhvers
staðar úti á víðavangi og vera ekk-
Persónan
Elísabet Brekkan fagnar 47 ára afmæli
sinu í dag og tekur stórt skref i átt til
tæknivæðingar.
ert að gera. Svo finnst mér óþol-
andi þessi farsímanotkun í bílum,
það er oftast ekki svo mikið í
húfi.“ Elísabet og maður hennar
Þorvaldur Friðriksson á frétta-
stofu útvarpsins, eiga þrjú börn á
aldrinum 18 til 24 ára.
bryndis@frettabladid.is
ELÍSABET BREKKAN
Elísabet hefur auk leiklistar-
kennslu og stjórnunar útvarps-
þátta kennt sænskar bókmennt-
ir í Háskóla íslands.
TÍMAMÓT
FÓLK í FRÉTTUM
Margir mæla hart gegn ríkisá-
byrgð á láni deCODE þessa
dagana. Sá sem hefur ekki sparað
stóru orðin er Pétur Blöndal, al-
þingismaður
Sjálfstæðis-
flokksins. Á
Vefþjóðviljan-
um er minnt á
að þó þessi
þingmaður
bendi á hver út-
gjöldin gætu
oröið ef allt fer
á versta veg þá
hafi hann ekki alltaf staðið svo
fast gegn útgjaldaþenslunni. Til
dæmis studdi hann lög um fæð-
ingarorlof mcð bros á vor sem
fela í sér margra milljarða króna
útgjaldaaukningu á hverju ári um
öll ókoniin ár! Frelsismaðurinn
greiddi líka atkvæði gegn lög-
leyfingu ólympískra hnefaleika
þó sá gjörningur kosti skattgreið-
endur ekki neitt.
JARÐARFARIR_____________________________
10.30 Pétur Auðunsson, Hrauntungu 6,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju.
13.30 Baldvin S. Ottósson, aðalvarð-
stjóri, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju.
13.30 Óli Halldórsson, Hátúni 10, verð-
ur jarðsunginn frá Fríkirkjunni.
13.30 Júlíanna Símonardóttir frá Siglu-
firði, Álfaskeiði 55, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni I
Hafnarfirði.
13.30 Jóhanna Arndis Stefánsdóttir,
Hringbraut 89, Keflavík, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju.
13.30 Vígnir H. Benediktsson, múrara-
meistarí, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju.
14.00 Einar Ottó Jónsson, dvalarheimil-
inu Höfða, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju.
14.00 Halldór Pólsson, Faxabraut 75,
Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
15.00 Guðmundur Einar M. Sölvason,
vélstjóri, Skólabraut 3, Seltjarnar-
nesi, verður jarðsunginn frá Sel-
tjarnarneskirkju.
15.00 Magnús Aldan Magnússon,
Hrafnistu í Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
BARNSFÆÐING________________________
Hjálmar, Þór og Elías eignuðust litla
systur, 8. apríl. Stúlkan var 3.720 g og
51,5 cm. Foreldrar þeirra eru Sigurbjörg
Þorláksdóttir og Guðmundur Hjálm-
arsson.
AFMÆLI_____________________________
Elisabet Brekkan er 47 ára í dag.
ANPLÁT_____________________________
Guðmundur Ágústsson, frá Hróarsholti
í Flóa, lést 14. apríl. Útförin hefur farið
fram.
Ragnar Þórðarson, stórkaupmaður og
lögfræðingur, lést 17. apríl.
Halldóra Sigfúsdóttir, frá Hofströnd,
lést 16. apríl.
Sigurður Halldórsson, Dvergholti 8,
Mosfellsbæ, lést 16. apríl.
Margrét Pétursdóttir, Lindarsíðu 4
Akureyri, lést 15. apríl.
Arnór Valdimar Jónsson, lést 14. apríl.
WYTT
kredit-
KORTA-j
TIMABIL
ROSOR
IKEA er opfa
Virka daga kl. 10-18.30
Laugardaga kl. 10-17
Sunnudaga kl. 12-17
JÓN MÚLI ÁRNASON
Jón Múli vann lungann af starfsævi sinni hjá Ríkisútvarpinu. Ófáa morgna bauð hann
landsmönnum góðan dag á sinn sérstæða og vinalega hátt.
djalfstæður og
heill mannvinur
Jón Múli Árnason verður kvaddur í Salnum í
Kópavogi á morgun. Það er táknrænt fyrir
mann sem var sjálfum sér samkvæmur og
stóð fast á sínu fram til hins síðasta.
Jón Múli Árnason, tónskáld og
útvarpsmaður, lést þann 1.
apríl og verður kvaddur í Saln-
um í Kópavogi á morgun, laugar-
dag. Jón Múla þarf vart að kynna
svo hugstæður er hann fólkinu í
landinu. Frá 1946 starfaði hann
hjá Ríkisútvarpinu og þýð rödd
hans hljómaði hverju manns-
barni daglega allt til ársins 1985.
Jón Múli var ekki síður þekktur
fyrir tónlistina sem var honum
sannkölluð ástríða. Jazz var hans
tónlist og þeir eru ófáir sem
kynntust jazzinum og lærðu að
meta hann fyrir tilstilli Jóns
Múla. Deleríum búbónis og Járn-
hausinn samdi hann með bróður
sínum Jónasi auk fjölda annarra
söngva og laga.
„Jón Múli kom inn í líf mitt
þegar ég var þrettán ára gamall
og hafði mikil áhrif á mig,“ segir
Pétur Gunnarsson blaðamaður,
stjúpsonur hans. „Ilann kom
fram við alla eins og jafningja,
ekki síst börn. Mig gerði hann að
jazzista á viku og fyrir áhrif frá
j honum var ég stalínisti framund-
I ir tvítugt. Jón Múli var mikiil
mannvinur, sjálfstæður og heill.
j Kátina og gieöi cinkenndi fas
hans og húmor hans var
skemmtilegur. Aldrei lagði hann
illt orð til nokkurrar mann-
eskju.“ Pétur minnist hans sem
mikils meinlætamanns sem átti
ekki í vanda með að láta á móti
sér ef því var að skipta. „Hann
var sjúklingur mörg síðari ár og
lengdi vafalaust líf sitt með að
borða hvoi’ki kjöt né fisk og forð-
ast það sem honum var ekki
hollt. Égér afar stoltur af honum
og þakklátur fyrir að hafa fengið
að alast; upp og mótast undir
hans hafidleiðslu."
Jón Múli Árnason var fæddur
í Múla í Vopnafirði í mars 1921.
Hann nam við Menntaskólann í
Reykjavík og stundaði nám í for-
spjallavísindum og lauk prófi í
efnafræði frá Háskóla íslands.
Jón stundaði einnig nám í hljóm-
fræði og trompetleik í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur og söngnám
hjá Pétri Jónssyni ópersöngvara.
Jón var þríkvæntur en eftilif-
andi eiginkona hans er ' Ragn-
heiður Ásta Pétursdóttir. Jón
Múli á fjórar uppkpmnar dætur
og þrjú stjúpbörn.
Kveðjuathöfnin í Salnum
hefst kl. 17.30. c