Fréttablaðið - 22.04.2002, Side 2

Fréttablaðið - 22.04.2002, Side 2
2 Pottar í 20 ár Pottasett frá Eva-Trio fæst í Kúnígúnd en þessi sett hafa fengist í versluninni frá því hún hóf rekstur fyrir um 20 árum. Reynslan er því afar góð. POTTAR FRÁ EVA-TRIO Pottarnir eru með góðri hitaleiðni en köldum handföngum. Pottarnir eru með 6,2 milli- metra þykkum botni og góðri hitaleiðni, en köldum handföng- um. Pottana má setja í upp- þvottavél. ■ LISTAKONAN. Eðvaldína með útskorin listaverk úr tré, ámálað postulin og bútasaumsteppi og -púða, og allt hefur hún gert þetta sjálf V æri kannski á leið í myndlistarnám Eðvaldína Kristjánsdóttir er 89 ára gamall unglingur sem und- anfarin 17 ár hefur mætt nánast alla virka daga í Gerðuberg, þar sem hún þjónar listagyðjunni. Eð- valdína hefur meðal annars lagt stund á tréskurð, saumaskap og málun, og virðist jafnvíg á allt sem hún kemur nálægt. „Núna er ég að orkera," segir Eðvaldína, og blaðamaður verður að játa fá- fræði sína og fá nánari útskýr- ingu. „Ég er að búa til blúndur á dúka og vasaklúta," segir hún og blaðamaður sýpur hveljur af að- dáun, svo fallegt er handbragðið. „Mér þótti mjög gaman að tré- skurðinum, en á orðið erfitt með það út af höndunum," segir Eð- valdína. „Ég á þrjár klukkur og tvö barómet sem ég hef gert,“ en mikil ásókn er í listaverk Eðvald- ínu sem gefur þau frá sér næstum jafnóðum. „Það var h'ka gaman að mála vatnslitamyndir, ég hafði aldrei komið nálægt því áður,“ segir hún, „og mér fannst æðis- lega gaman að mála á postulín." IJ o ni rnTTp Þeir eru fallegir mun- irnir sem Eðvaldína Kristjánsdóttir hefur unnið undanfarin ár, og ekki skrýtið að þeir renni út eins og heitar lummur Ég væri trúlega á leið í myndlist- arnám ef ég væri yngri,“ segir hún hlæjandi. Eðvaldína er úr Dölunum og bjó þar allan sinn bú- skap eða þar til hún missti mann sinn árið 1984. Ilún á þrjár dætur og mörg barnabörn sem eru að vonum stolt af listmunum ætt- móðurinnar. „Uppáhaldið mitt væri trúlega bútasaumsteppi og púðar sem ég hef gert,“ segir Eð- valdína, og veitir blaðamanni góð- fúslegt leyfi til að mynda lista- verkin. „En ég hef gaman af þessu öllu saman,“ segir þessi failega kona að lokum. ■ Heimiiisblaðið_____________ _______22. til 28. apríl 2002 Hús í spænskum stíl Björn Sæbjörnsson á sér draumahús á tveimur hæðum. Draumahúsið mitt er gott ein- býlishús á tveimur hæðum,“ segir Björn Sæbjörnsson, versl- unarmaður í Brynju á Laugaveg- inum. Hann segir að bílskúr verði endilega að fylgja og ekki sé verra að húsið sé vel rúmgott, hátt til lofts og vítt til veggja. „Ég sé fyrir mér að svefnherbergin verði á neðri hæðinni en uppi séu góðar stofur, eldhús og tómstundaher- bergi.“ Björn myndi vilja hafa húsið í spænskum stíl og húsgögn- hátt til lofts in þung og dökk. „Á gólfunum Björn vill hafa húsgögnin þung eiga að vera flísar og parket." ■ og ° ' Stikkfrí þegar hún sest í ruggustólinn i|Doáhajds Gamall ruggustóll sem mamma keypti þegar hún var ungling- ur er í miklu uppáhaldi. Stóllinn er til í endurminningunni frá barnæsku meðal annars á mynd- um,“ segir Sigurbjörg Þrastar- dóttir, blaðamaður og ljóðskáld. Hún segir stólinn hafa verið lán- aðan á heimili ömmusystur sinnar þar sem hann hafi verið til margra ára og að lokum hafi hann endað hjá sér. „Mér finnst stóllinn fallegur en ýmsir hafa komið með athuga- semdir. Hann er skræpóttur og er það í samræmi við litadýrðina sem ræður hjá sjálfri mér til dæmis við val á fötum. Ég þverneita að skipta honum út fyrir einhverja smartari stóla sem vissulega myndu fara betur við nýja sófann." Eina af meginástæðunum segir Sigurbjörg vera þá að gott sé að hugsa í stóln- um. Grundvöllur fyrir hugsun sé að vel fari um fólk. „í stólnum þarf ekki að gera neitt annað en viljinn segir til um, hvort heldur að lesa, hugsa, horfa á sjónvarp eða skrifa. Það fylgja stólnum engin líkamleg átök. Þegar sest er í hann er maður stikkfrí. Það er algjört aukaatriði hversu lítið eða mikið fagurfræði- legt gildi hann hefur.“ Sigurbjörg hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld. Hún segist alltaf vera að semja meðfram öðru. Þá | hafi hún verið að vinna að ýmsum | smærri verkefnum, meðal annars | á vegum Listahátíðar. „Við erum § ellefu konur sem semjum ljóð und- g ir áhrifum höggmynda Sigurjóns | Ólafssonar. Sýningin verður sett | upp í Listasafni Sigurjóns og geta | sýningargestir hlustað á ljóðin um “ leið og þeir skoða verkin. Þetta er mjög spennandi." ■ Sigurbjörg Þrastar- dóttir eignaðist ruggu- stól sem mamma hennar keypti þegar hún var unglingur. SIGURBJORG ÞRASTARDOI IIK „Ég þverneita að skipta ruggustólnum út fyrir einhverja smartari stóla sem vissulega myndu fara betur við nýja sófann." Heimsþekktu leirvörurnar Verið velkomin f Lágmúlann ttm / /J Nú á tilboði með lH»HMHafslætti mm

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.