Fréttablaðið - 22.04.2002, Qupperneq 6
6
Heimilisblaðið
22. til 28. apríl 2002
Brauðvél kemur
að góðum notum
Það er ekki amalegt að geta bak-
að sitt eigið brauð. í Byggt og
búið fæst brauðvél sem auðveldar
fólki að baka sitt eigið brauð. ís-
lenskar leiðbeiningar fylgja með
ásamt uppskriftum. ■
NYBAKAÐ BRAUÐ
Hægt er að bæta ýmiskon-
ar góðgæti í brauðið til að
bragðbæta það svo sem
sólþurrkuðum tómötum.
Vill einhver gefa
mér þvottavél?
Birgitta Birgisdóttir þvær þvottinn
sinn hjá mömmu sinni.
Mig vantar rosalega þvotta-
vél,“ segir Birgitta Birgis-
dóttir, verslunarkona með
meiru. Birgitta leigir í miðbæ
Reykjavíkur ásamt vinkonu
sinni. Húh á ekki þvottvél og
þarf því að burðast með þvottinn
til foreldra sinna. „Það er rosa-
lega mikið vesen og ef það er
einhver sem vill gefa mér
þvottavél er ég tilbúin að taka
við henni,“ segir Birgitta hlæj-
andi. ■
BIRGITTA BIRGISDÓTTIR
Er verslunarkona sem leigir ( miðbæ
Reykjavíkur.
Bjartsýni og svartsýni
Kúnígúnd við Laugaveg hefur á einstaklega fallega blómavasa.
hafið samstarf við fyrirtækið Fuglarnir kallast Bjartsýni og
Örefoss frá Svíþjóð og býður upp Svartsýni. ■
FALLEG HÖNNUN
Bjarsýni og Svartsýni.
Amerískar
1 / -m /
luxusdýnur
Tilboð
HILMAR ÞÓR BJÖRNSSON
Ef húsin í Frostaskjólinu væru húsgögn yrðu þau
antikmunir framtiðarinnar að mati Hilmars.
Eins og sam-
lynd fjölskylda
King - Queen size 20-30% afsl.
Alþjóðasamtök chiropractora
mæla með King Koil-
heilsudýnunum
Rebhjan
Skiþholti 35 * Sími: 588-1955
Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir
Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstifæknar
Vertu í góðum höndum!
Eitt númer - 511 1707
www.handlagirm.is
handlaginn@hand!aginn.is
Húsin í Frostaskjóli eru hönnuð
af arkitektunum Dagnýju
Helgadóttur, Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni og Ólafi Sigurðssyni í
samkeppni arkitekta um hús sem
skyldu mynda þyrpingar í anda
skipulags sem kallað hefur verið
„lág þétt íbúðabyggð“. í hverri
þyrpingu eru lítil einbýlishús og
raðhús sem mynda heillegt sam-
ræmt svipmót. Aðkoma að húsun-
um er um innigarð þar sem er
leiksvæði barna og útivistarsvæði
fullorðinna. Við hvert hús er lítill
einkagarður sem er mjög sér.
„Hér er viðfangsefnið ekki bara
lífið í húsunum heldur einnig, lífið
milli húsanna," segir Hilmar Þór.
Grunnmyndir húsanna eru
mismunandi og taka mið af þörf-
um nútímafjölskyldu. Eldhús og
stofur eru á jarðhæð og á annarri
hæð eru svefnherbergi og fjöl-
skylduherbergi. Yfir húsinu
miðju er stór þakgluggi þar sem
dagsbirtan flæðir niður um báðar
hæðirnar og tengir þær saman.
Ofanljósið gerir það einnig að
verkum að húsið virkar stærra og
flæði rýmanna er sýnilegra en
ella. „Ytra byrði húsanna einkenn-
ist af látleysi og sjarmerandi
naumhyggu sem á eftir að gera
það að verkum að þau falla seint
úr tísku eða upplifa ljótleikatíma-
bil. Til þess að auka tilfinninguna
fyrir rými í þessari þéttu byggð,
hefur verið valinn hvítur litur á
húsin. Á hurðum og gluggum eru
mismunandi frumlitir og lands-
lagsarkitektar hafa aðlagað sam-
eiginlegu svæðin að þörfum íbú-
anna. Þetta skapar fjölbreytni
milli þyrpinganna," segir Hilmar.
„Það vekur athygli að ekki hefur
verið gerð tilraun í þessum dúr í
Reykjavík síðan þetta var byggt. í
raun hefur orðið afturför í skipu-
lagi hér undanfarin mörg ár, sem
jaðrar við hugmyndafræðilega
niðurlægingu," segir Hilmar.
Hilmari er tamt að hugsa um
hús eins og manneskjur. „Þau geta
verið, hógvær, glaðleg, tignarleg,
öguð, virðuleg, tillitssöm, lítillát
kurteis og falleg. Þau geta líka
verið frekleg, tillitslaus, uppá-
þrengjandi, illileg, þunglyndisleg,
Húsaþyrpingar við
Frostaskjól eru að
mati Hilmars Þórs
Björnssonar arkitekts
með athyglisverðustu
íbúðarhúsum
borgarinnar.
ljót og þar fram eftir götunum.
Þau hús sem hér eru til umfjöllun-
ar eru ekki eins og sjálfstæðir ein-
staklingar heldur eins og harm-
ónísk fjölskylda sem býr í sátt og
samlyndi. Hver einstaklingur fær
notið sín án þess að skyggja á ann-
an. Þetta eru afburðagóð hús og
skipulagshugmynd sem vert er að
þróa áfram. Þessi hús eiga eftir að
halda þokka sínum og reisn um
langa framtíð. Það væri óskandi
að skipulagsyfirvöld hristu af sér
slenið og gæfu framsæknum nú-
tímalegum hugmyndum tækifæri
f borgarskipulaginu." ■