Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN LÍTILL ÁHUGI Á LAXNESSAFMÆLI Yfirgnæfandí meirihluti netverja tók engan þátt í atburðum vegna aldarafmælis Halldórs Laxness. Tókstu þátt í einhverjum atburði sem tengdist Laxnessafmælinu? Niðurstöður gærdagsins 12% Spurning dagsins í dag: Nær Sjálfstæðisflokkurinn að vinna meirihluta í Reykjavík? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA Afkoma ríkissjóðs: Tekjur aukast milli ára efnahagsmál Heildartekjur ríkis- sjóðs hækkuðu um tæplega 1,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Tekjur nú námu um 55,5 milljörð- um og nemur hækkunin tæp- um 3 prósentu- stigum, sam- kvæmt greinar- gerð fjármála- Innheimtar tekjur af ráðuneytisins. vörugjöldum á bif- Greiðsluaf- reiðar hafi lækkað koman nú er já- um tæplega 60°/o kvæð um 2,7 að raungildi sl. 2 ar. mjjijarða króna, en var neikvæð um 0,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Þá var hand- bært fé frá rekstri ríkissjóðs nei- kvætt um hálfan milljarð króna nú á fyrsta fjórðungi, meðan hallinn var 1,5 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var í jafnvægi, samanborið við tæp- lega 4 milljarða króna neikvæða stöðu í fyrra. Þá segir í tilkynningu ráðuneyt- isins að ljóst sé að enn gæti veru- legs samdráttar í efnahagslífinu. „Til marks um þetta má nefna að tekjur af virðisaukaskatti eru nán- ast óbreyttar að krónutölu frá því í fyrra og að vörugjald af bifreiðum lækkar um tæplega þriðjung," seg- ir þar. ■ I INNLENT I Björgunarbátur Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, Þór frá Vestmannaeyjum, bjargaði tveimur mönnum úr sjónum eftir að bát þeirra hvolfdi við vestan- verða Elliðaey á miðvikudag. Tveir menn komust af sjálfsdáð- um í Elliðaey. Reykjavíkurlistinn birti í gær stefnuskrá sína. Þar er því lofað að öll börn eldri en átján mánaða komist á leikskóla. Þá er lofað að byggja tónlistar- og ráð- stefnuhús við höfnina. FRETTABLAÐiÐ 26. april 2002 FÖSTUPAGUR Starfshópur borgarstjóra: Grisja á Laugaveginn skipulagsmál Húsfriðunarmenn og kaupmenn hafa sameinast um til- lögu um framtíð Laugavegar. Þetta kom fram á fundi sérstaks starfs- hóps sem kynnti tillögur sínar um framtíðarskipan mála við aðal verslunargötu Reykjavíkur. Starfshópurinn vill að nokkur núverandi hús verði rifin til að skapa heildstæða ásýnd verslunar- götu. M.a. er lagt til að hús sem ekki er gengt inn í beint úr götu- hæð víki. Auka á byggingarmagn verulega, m.a. með fækkun lítilla húsa og fækkun húsasunda í göt- unni. Hús sunnan götu eiga al- mennt ekki að vera hærri en tvær hæðir og ris til að greiða aðgang sólarljóss. Norðan götunnar verði hús hins vegar háreistari. Bolli Kristinsson sagði að ef til- lagan fengi brautargengi mætti vænta þessa að fjárfestar litu aft- ur á Laugaveginn sem vænlegan fjárfestingarkost. Laugavegurinn yrði aðal verslunarmiðstöð lands- ins. Hann gæti keppt við Kringl- una og Smáralind og að auki við verslunargötur erlendis. ■ ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON OG BOLLI KRISTINSSON Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, og Bolli Kristinsson, kaupmaður i Sautján kynntu hugmyndir starfshóps um Lauga- veg og Bankastræti. DÓIVISTÓLAR Hæstiréttur hefur þyngt dóm héraðsdóms yfir Hlyn Frey Vigfússyni, varaformanni Félags íslenskra þjóðernissinna, fyrir niðrandi ummæli um Afríkubúa í viðtali við DV. Hæstiréttur hækkar sektargreiðslu Hlyns úr 30.000 krónum í 100.000. Ella sitji hann í fangelsi í 20 daga í stað sex. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi flugrekstrarstjóra Leiguflugs ís- leifs Ottesens sekan um að hafa flogið með tvo aukafarþega í flugvél sem ætluð var tíu far- þegum. Hann missir atvinnu- flugsmannsréttindi í þrjá mán- uði og greiðir 500 þúsund krónur í sekt. Heit vika framund- an í Frakklandi Búist við Qölmennum mótmælum í Frakklandi bæði á morgun og 1. maí. Fylgi Le Pens hefur ekki aukist mikið frá því 1988. frakklanp Búast má við að heitt verði í kolunum í Frakklandi, bæði á morgun og 1. maí. Skipulagðir hafa verið mótmælafundir báða dagana, eins og reyndar flesta aðra daga frá því þjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen náði óvæntum árangri í fyrri umferð forseta- kosninga. En þessa daga, þegar fólk á frí í vinnu, er búist við að mótmælin verði ennþá fjölmenn- ari. ^ Eftir reiðarslag- _ , ið, sem svo hefur En þessa verið nefnt> hafa ,Þf?ar franskir stjórn- tólk a tri i málaleiðtogar til vinnu, er buist hægrj jafnt sem við að mót- vinstri tekið hönd- mælín verði um saman um að ennþá fjöl- kveða niður Le mennari. pen. Leiðtogar —4— Evrópuríkja for- dæma sömuleiðis óspart hinar umdeildu skoðanir Le Pens. Le Pen hefur fjórum sinnum boðið sig fram til forseta. Fyrst árið 1974 þegar hann fékk aðeins 0,7 prósent atkvæða. Fyrir forseta- kosningarnar árið 1981 tókst hon- um hins vegar ekki að afla sér nægilega margra undirskrifta til að geta boðið sig fram. En eftir 1981 jókst fylgi Þjóðar- fylkingar hans mjög, fyrst í sveit- arstjórnarkosningum og Evrópu- þingskosningum. Árið 1988 hlaut Le Pen síðan 14,4 prósent í forseta- kosningum. Árið 1995 fékk hann 15 prósent og nú síðast 16,86 prósent. Le Pen stillir sér upp sem bjarg- vætti frönsku þjóðarinnar gegn öllum þeim hættum sem að henni steðja. „Þjóðarfylkingin lítur á sig sem vígi þjóðarinnar gegn heimsborg- LE CHOC rHumaniíé sÉl|--,-‘?Par,s,e" LaFr.mfx' iip merite jias fá Öfi ^ NON! UN SÉISME P0UTÍQUE » LE FIGARO NON France Sair [ *SS2£ LabombeLePen JEAN-MARIE le pen Sér sjálfan sig sem bjargvætt frönsku þjóðarinnar. aralegum áformum sem miða að því að blanda saman þjóðum og menningarheimum,“ segir á vef- síðu hreyfingarinnar. FRÖNSKU BLÖÐIN HAFNA LE PEN Engin stjórnmálatíðindi í seinni tíð hafa vakið jafn hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla og gott gengi Le Pens í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Andúð hans gagnvart Evrópu- sambandinu byggir á þeirri skoð- un, að kerfiskallar í Brussel láti sig „dreyma um evrópskt ofurríki sem ræður öllu, tortímir þjóðum og opnar Evrópu fyrir innflytjend- um frá þriðja heiminum og útlend- um vörum“. Hann vill efla lögregluvald og fjölga fangelsum til þess að verja hina viðkvæmu þjóð gegn glæp- um, eiturlyfjum, hryðjuverkum og öðru sem ógnar þjóðinni. Nærri fimm milljónum Frakka finnst þetta greinilega eðlilegur málflutningur, sem sjálfsagt var að greiða atkvæði sitt. Aðrir heyra í Le Pen raddir Hitlers, Mussolinis og Francos og geta ekki hugsað sér verra áfall fyrir frönsku þjóðina en einmitt velgengni hans. ■ íslensk erfðagreining: Tekur ekki þátt í umræðu erfðagreining Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfða- greiningar, segir fyrirtækið hafa afráðið að standa alveg til hliðar við pólitískar umræður um heimild til ríkisá- byrgðar handa fyrirtækinu vegna fyrirhug- aðrar lyfjaþróun- ardeildar. Hann segir að ákvörð- unin um ábyrgð verði að vera al- farið stjórnvalda en fyrirtækið hafi lagt fjármálaráðuneytinu til allar umbeðnar upplýsingar. „Við viljum ekki tjá okkur almennt um þetta fyrr en þessi umferð er búin í þinginu," sagði hann. Aðspurður um hvenær fyrirtækið ætlaði að setja upp umrædda lyfjaþróunar- deild sagði Páll að horft hafi verið til síðari hluta þessa árs, en tiltók að beðið yrði niðurstöðu stjórn- valda hér og samkeppnisstofnunar EFTA, áður en endanleg ákvörðun yrðitekin.H I ERLENT I PÁLL MAGNÚSSON Segir fyrirtækið hafa tekið ákvörðun um að taka ekki þátt í pólitiskri um- ræðu sem að fyrir- tækinu sneri. Iþað minnsta 50 manns slösuð- ust, þar af þrír alvarlega, í sprengingu í byggingu á Man- hattan sem hýsir tækniskóla, skrifstofur og íbúðir. Yfirvöld telja að ekki hafi verið um skemmdarverk að ræða. Palestínsk yfirvöld hafa dæmt fjóra Palestínumenn fyrir að eiga aðild að morðinu á Rechavam Ze’evi, ferðamálaráð- herra ísraels, á síðasta ári. Mað- urinn sem var fundinn sekur um morðið var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar. Aðrir hlutu 8-12 ára dóma. ísraelar vilja að menn- irnir verði framseldir. Benedikt Davíðsson á fundi Trésmiðafélags Reykjavíkur: Spjalltorg um skipulagsmál pL ' Það gerist í Reykjavík Spjalltorg Reykjavíkurlistans í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á morgun laugardaginn 27. apríl kl. 12. Gestir verða þau Árni Þór Sigurðsson formaður Skipulags- nefndar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Álfheiður Ingadóttir náttúrufræðingur stjórnar umferðinni um torgið. Góðar veitingar. Hefur setið 50 aðalfundi verkalÝðsmál Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti ASÍ, sat á dög- unum sinn fimmtugasta aðalfund hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. í tilefni af þessum tímamótum fékk hann blómvönd sem Finnbjörn A. Hermannsson formaður félagsins afhenti honum. Benedikt segir að hann sé búinn að vera fullgildir fé- lagi í stéttarfélaginu í 52 ár. Hann missti af tveimur aðalfundum vegna veikinda á sínum tíma. Hann telur að það sé nokkuð fátítt að menn séu svona þrjóskir og íhalds- samir að vera virkir þátttakendur í einu og sama félaginu svona lengi. Hann gekk í Trésmiðafélagið haustið 1949 þegar hann hafði lokið sveinsprófi, eða í upphafi kalda stríðsins. Hann segir að þá hafi skipulagsmálin verið í brennidepli í félaginu. í þá daga voru meistarar og sveinar í einu og sama félaginu. Fyrir vikið var all nokkur tog- streita á milli þeirra um forustuna. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1955 sem félagið var eingöngu skip- að sveinum. Um svipað leyti fór að gæta vaxandi afskipta stjórnmála- flokka á innri málefnum félagsins. Meðal annars vildu þeir hafa hönd í bagga um það hverjir réðust til for- ustu og í önnur trúnaðarmanna- störf innan félagsins. Benedikt seg- ir að þótt margt hafi áunnist kjara- og réttindamálum frá þeim tíma, þá finnst honum miður hvað iðnnámið virðist eiga erfitt uppdráttar í menntakerfinu. Það hefur m.a. leitt til þess að nýliðun meðal iðnaðar- manna sé ekki eins mikil og nauð- synlegt er. ■ BENEDIKT DAVÍÐSSON Segir að það sé trúlega fátitt að menn séu svona þrjóskir og íhaldssamir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.