Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 10
10 FRETTABLAÐIÐ 26. apríl 2002 FÖSTUPACUR FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINSI íslendingar boðnir upp Embættis- manni var vikið fyrirvaralaust úr starfi. Miðað við fjölda mála þar sem ógnvænleg græðgin skýtur upp kollinum, er slíkt ekki í frá- sögur færandi ef ekki væru sví- virðileg starfslokalaun mannsinns. Ég á ekki von á öðru en þjóð mín skilji hve grafalvarlegt málið er og sjái hvað þessi maður fær fyrir ekk- ert, að undirlagi forseta alþingis og samgönguráðherra. Að hann fær svipaða upphæð og maður í hjóla- stól á 35 til 40 árum, er ótrúleg mannfyrirlitning. Á Austurlandi á að eyða hund- ruðum milljarða í virkjun sem lík- ust er fjárhættuspili með tilheyr- andi eyðileggingu. Þar fyrir eru líf- eyrissjóðir landsmanna og ómetan- leg náttúruauðlegð í fágætu víðerni sett að veði. Á sama tíma eru fátæk- ar mæður að stela úr búðum svo börn þeirra fái að borða. 7. apríl var víkingaskipið íslendingur boðinn upp, skip sem hefur ómælanlegt gildi og auglýst hefur land okkar og þjóð betur en hundruða milljóna auglýsinga. Augljóst er að skynsem- in angrar ekki háæruvert ríkisvald- ið sem ofan á alla villuna, hefur veð- sett land og þjóð, með því að ríkis- tryggja nokkur gönuhlaup. ■ Verðskulduð áminning frönsku kosninganna Frankfurler Rundschau Þýska dagblaðið Frankfurter Rundschau líkir í leiðara úrslit- um fyrri umferðar frönsku for- setakosninganna við náttúru- hamfarir. „Þau eru gjaldþrotayf- irlýsing stjórnmálakerfisins í Frakklandi og valdaklíku þess - hvort heldur til hægri eða vinstri." Jafnt borgaralegu hægriflokkarnir sem vinstrist- jórn Jospins hafi brugðist. Auk þess verði önnur Evrópuríki einnig að draga sinn lærdóm af þessu „reiðarslagi í Frakklandi." Eina ráðið gegn þessari þróun sé að „endurvekja daglega þátttöku borgaranna í stjórnmálum, sem einhvers staðar hefur farið hall- oka í olnbogasamfélaginu Frakk- landi.“ FINANCIAL TIMES „Herra Jospin var glataður for- setaframbjóðandi með glataða kosningabaráttu. Hann tilkynnti forsetaframboð sitt með því að senda fax,“ segir leiðarahöfund- ur Financial Times. Blaðið segir Jospin gjörsamlega hafa mistek- ist að kveikja nokkurn neista meðal vinstri manna. Síðan veltir blaðið fyrir sér stöðu krataflokka í Evrópu. Þeir hafi verið að tapa fylgi um alla Evrópu. Þessir flokkar þurfi að endurskoða sig í frjálsræðisátt. Tony Blair hafi flutt rétt skilaboð til flokks- manna sinna þegar hann sagði: „Nútímavæðumst eða deyjum.“ Blaðið segir að ef að stjórnvöld í Evrópu haldi ekki vöku sinni og endurbæti hugmyndir sínar og vinnubrögð opni þau dyr fyrir menn eins og Le Pen. Jyllandsposten segir menn hafa nokkra kosti til að bregðast við úrslitunum í Frakkalandi. Maður geti valið dásvefn, maður geti fyllst heilagri vandlætingu eða maður geti séð úrslitin sem áminnandi vísifingur fyrir ráð- andi stjórnmálaöfl. Hið síðast Þorri íbúa Evrópu vaknaði upp við vondan draum þegar úrslit fyrri hluta frönsku forsetakosninganna lágu fyrir. Leiðarahöfundar heimsblaða telja úrslitin verðskuldaða áminningu fyrir rikjandi öfl stjórnmálanna. nefnda hugnast leiðarahöfundi best. Því sé ekki að neita að úr- slitin í Frakklandi séu hluti þró- unar sem orðið hafi víðar í Evr- ópu. Vandinn sé sá að stjórnmála- menn séu farnir að líta á sig sem hverja aðra yfirstétt og fjar- lægist stöðugt kjósendur sína. „Stjórnmálamenn verða að átta sig á því sem þeir upprunalega eru: Þjónar fólksins. Flóknara er það ekki.“ ■ JÓNAS SKRIFAR: Frakkar úti að aka „Fyrst getum við kosið með hjartanu og síðan með höfðinu," er meðal þess, sem Frakkar hafa sett fram til stuðnings tveggja þrepa kosningakerfi sínu. Þeir hafa nú fengið verðskuldaða ráðningu fyrir ábyrgðarleysi sitt og reyna væntanlega fram- vegis að haga sér eins og fullorðið fólk. Svo virðist sem fjöldi franskra kjósenda hafi talið það skyldu einhverra annarra en þeirra sjálfra að sjá um, að Lionel Jospin forsætisráð- herra kæmist í aðra umferð forsetakosninganna meðan þeir sjálfir skemmtu sér við að kjósa ein- hvern furðufuglinn á jaðri stjórnmálanna. Enn aðrir virðast hafa talið sér trú um eða látið telja sér trú um, að kosningarnar skiptu engu máli, af því að Jacques Chirac og Jospin væru sami grautur í sömu skál. Þeir afsöluðu sér borgaraleg- um réttindum og skyldum og kölluðu yfir sig Marie le Pen sem úrslitaframbjóðanda. Niðurstaðan af ábyrgðarleysi franskra kjósenda er sú, að menn úr öllum áttum neyðast til að sam- einast um að endurkjósa spilltan lýðskrumara sem forseta landsins, svo að kynþáttahatari nái ekki kosningu. Þetta er versti álitshnekkir, sem Frakk- land hefur beðið um langan aldur. Þeir, sem annað hvort létu hjá líða að kjósa eða skemmtu sér við að kjósa einhvern jaðarmanninn, ganga núna berserksgang úti á götum til að mót- mæla niðurstöðunni. I rauninni eru þeir fyrst og fremst að mótmæla eigin aumu frammistöðu og gera sig að auknu athlægi umheimsins. Jospin var síður en svo neinn vandræðakostur fyrir kjósendur. í kosningabaráttunni forðaðist hann lýðskrum og kom fram sem ábyrgur stjórn- málamaður. Svo virðist sem franskir kjósendur hafi túlkað þennan góða kost sem litleysi. Jospin var of mikill prófessor fyrir þeirra smekk. Niðurstaðan er sú, að franskir kjósendur hafa ekki bara hafnað alvörugefnum stjórnmálamanni sem forseta, heldur kastað honum út úr pólitík yf- irleitt. Það sér hver maður, að Jospin verður að „Þeir, sem annað hvort létu hjá líða að kjósa eða skemmtu sér við að kjósa einhvernjaðarmanninn, ganga núna berserksgang úti á götum til að mótmœla niðurstöðunni. “ segja af sér sem forsætisráðherra og hætta í franskri pólitík eftir útreiðina um helgina. Frakkar eru svo sem ekki einir um að taka lýðskrumara fram yfir alvörumenn sem þjóðar- leiðtoga. Ekki verður samt séð, að þeir hafi neina frambærilega afsökun fyrir því að hafna Jospin á þeim forsendum, að hann væri litlaus og leiðinleg- ur. Voru þeir kannski að kjósa sér hirðfífl? Niðurstöður frönsku forsetakosninganna sanna ekki aukið þjóðernislegt ofstæki. Víða í Evrópu er undirliggjandi útlendingahatur í fjórðungi kjós- enda, sem fær misjafna útrás í fylgi eftir aðstæð- um hverju sinni. Le Pen fékk næstum sama fylgi í forsetakosningunum fyrir sjö árum. Þá dugði fylgið ekki til að koma honum í úrslita- umferðina, af því að nógu margir kjósendur voru á verði og kusu með heilanum. Þeir nenntu að fará á kjörstað og skemmtu sér ekki við að kjósa jaðar- menn. Nú dugði fylgið, af því að kjósendur sýndu ábyrgðarleysi fremur en útlendingahatur. Frakkar eru ekki haldnir þjóðernisofstæki eða útlendingahatri umfram aðra, heldur hafa þeir sýnt ótrúlegt ábyrgðarleysi, að minnsta kosti að þessu sinni. Þeir gerðust fangar kröfunnar um, að stjórnmálamenn séu gífurlega hressir, þótt ekkert sanni, að slíkir komi að neinu gagni. Frakkar og raunar aðrar vestrænar þjóðir hafa fengið viðvörun og þurfa nú að endurmeta, hvaða kostum þær telja menn þurfi að vera búnir til að vera gott efni í ábyrga þjóðarleiðtoga. Jónas Kristjánsson INNHERJAR | DAVÍÐ ODDSSON Innherjar eru ekki á eitt sáttir um stjórnsnilld hans. Meðaltals- hagvöxtur Innherjar á stjórnmálavef visis. is eru ekki á eitt sáttir um stjórn- snilld Davíðs Oddssonar. „Davíð Oddson hefur hrósað sjálfum sér af gríðarlegum hagvexti hér á landi. í mínum huga er hann gerfi hagvöxtur búinn til úr lánsfé. Á þessu ári spáir Þjóðhagsstofnun neikvæðum hagvexti upp á hálft prósent," segir einn og birtir lista yfir hagvöxt ríkja OECD frá 1990 - 2000. Þar er Island rétt undir meðalIagi.“Við rétt skríðum með- altalið í einu mesta lánasukkgóð- æri á síðasta áratug." Eins og oft vill verða eru menn fljótir á sér í svörum. „Þú getur ekki bara tekið eitt ár með þessum hætti. Þú verð- ur að taka allan feril Davíðs Odds- sonar í heild til að geta dæmt um þetta,“ er svarað um hæl. Ferill- inn spannar jú þetta tímabil, enda er strax á það bent. „MEÐALTAL ÚTREIKNINGA HAGVAXTAR SEM ÉG GREINI HÉR FRÁ AÐ OFAN ER Á TÍMABILINU 1990- 2000. Tek það fram að þetta er meðaltal þessara ríkja," svo það komi nú skýrt fram. Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is. Opið hús 27. apríl kl 11-13 Verið velkomin í opið hús hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu í Domus Medica við Egilsgötu 27. apríl kl. 11-13. Þar verður kynnt fjölbreytt starfssvið og skemmtilegt starfsumhverfi geislafræðings. Geislafræði er áhugavert og spennandi háskólanám sem fer fram í Tækniskólanum og myndgreiningardeildum. Námi lýkur með B.Sc. gráðu og er 120 einingar. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða raungreinadeildarpróf frá TÍ. Allar nánari upplýsingar veita forstöðumaður og/eða námsráðgjafi í síma 577 1400. Komdu í heimsókn og kynntu þér spennandi nám sem gefur góða starfsmöguleika. ORDRÉTT DÝRALÆKNALÓGÍK En það getur verið hin eina mann- úðlega afstaða, líknandi gjörning- ur, hjá lækni að gefa fíkli svona ávísun. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., um iyfjaávísanir lækna. DV, 24. apríl. AF PVÍ ÞAÐ VAR GAMAN Þannig að við getum tekið ákveðna áhættu á að allt fari á versta veg og að stór hluti af þess- um peningum tapist. Vilhjálmur Egilsson í umræðum á þingi um ríkisábyrgð. Alþingi, 23. apríl. FUtgttW Aðalfundur Flögu hf. verður haldinn í Ársal Hótel Sögu, föstudaginn 10. maí 2002 kl. 16:00 Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningar félagsins 2001 3. Tillaga um heimild til stiórnar til hækkunar hlutafjár 4. Kosning stjórnar og endurskoðanda 5. Ákvörðun um meðferð hagnaðar (taps) 6. Ákvörðun um stjórnarlaun 7. Önnur mál Endanlegar tillögur og ársreikningur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Vesturhlíð 7, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstaó. V Stjórn Fiögu hf. y

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.