Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2002, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.04.2002, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríl 2002 FÖSTUDACUR SVONA ERUM VIÐ Stóriðjuáform Rússa: Mjög jákvæður fundur með Halldóri STÚLKUR VILJA LÆRA RÓMÖNSK TUNGUMÁL Mun fleiri stúlkur leggja stund é frönsku, spænsku og ftölsku f fram- haldsskólum landsins en strákar. Haustið 2000 lagði 661 piltur stund á frönsku en 1.742 stúlkur. 260 piltar voru skráðir í spænsku en 811 stúlkur. Kynja- munur er mestur í ítölsku. 42 voru skráðir, þar af 36 stúlkur. Alls stunduðu 3.516 framhaldsskólanemar nám í málunum þremur í október 2000. Kynjaskipting í framhaldsskóla- námi í rómönskum málum: 2.589 KONUR 927 KARLAR stóriðja Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra fundaði í gær með rússneskum aðilum í Pétursborg sem sýnt hafa áhuga á að reisa hér á landi álverksmiðju með 360 þúsund tonna ársframleiðslu og súrálsverksmiðju með um 2 millj- óna tonna framleiðslu á ári. Áætl- að er að fjárfestingar vegna þess- ara áforma geti numið samtals um 250 milljörðum króna og skapað um 2 þúsund störf. Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur sem vinnur að framgangi þessara mála fyrir Rússa segir að fundui’- inn með Halldóri hafi verið mjög jákvæður. í viðræðunum hefðu Rússarnir kynnt þeirra sjónarmið í málinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það sem fram fór á milli þeirra og Hall- dórs að svo stöddu, enda sé málið á viðkvæmu stigi. Jón Hjaltalín Magnússon segir að þeir sem standa að baki þess- um í’ússnesku stjóriðjuáformum hér á landi væru t.d. fyrirtækið Russian Aluminium. Það sé með stærri fyrirtækjum á því sviði í heiminum. Auk þess kemur að HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Rússarnir virðast vera ánægðir með fundinn með utanríkisráðherra um stóriðjuáform þeirra. þessu annað öflugt rússneskt fyr- irtæki sem hefur verið umfangs- mikið í gasi en er að snúa sér að áli. Þá er rússnesk vísindastofnun sem hefur sérhæft sig í áltækni einnig með í þessu. n Lífeyrissjóðurinn Eining: Fundar- gerdir opnar lífeyrissjóðir Fundargerðir stjórn- ar Lífeyrissjóðs Einingar standa sjóðsfélögum opnar. Þetta kom fram í máli stjórnarformanns sjóðsins, Harðar Sigurgestssonar, á aðalfundi síðasta þriðjudag. Sagði Hörður að þar væri ekkert að finna sem þyrfti að fara leynt. Stjórnin mótaði almenna stefnu sjóðsins en tæki ekki ákvarðanir um einstakar fjárfestingar. Þóra Elfa Björnsson, sjóðsfé- lagi, spurði að þessu á aðalfundin- um. Sagði Hörður að e.t.v. þyrfti einhver að útskýra fyrir sjóðsfé- lögunum hvað í fundargerðunum stæði. ■ ti. twkuta*-. D-listi um Línu.Net: Hlutur Orkuveitunnar vex borgarmál Af 756 milljóna króna hlutafjáraukningu Línu.Nets á síðasta ári lagði Orkuveita Reykjavíkur til 671 milljón, eða tæplega 90%. Upplýsingar um þetta voru lagðar fram í borgar- stjórn vegna fyrirspurnar Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálf- stæðismanna. Hún segir það segja sína sögu að engir utanaðkomandi fjárfestar hafi viljað taka þátt. Með þessum hætti hafi OR hækk- INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Fýsir einnig að vita um ábyrgðir OR vegna lána Línu.Nets. að eignarhlut sinn í fyrirtækinu úr 67% í upphafi ársins 2001 í 75% nú. Sjálfstæðismenn gagnrýna einnig kaup Línu.Nets á fyrirtæk- inu Landsneti í upphafi síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum frá Línu.Neti var félagið keypt á 90 milljónir króna. Inga Jóna bendir á að bókfært eigið fé félagsins hafi skömmu áður verið 9 milljón- ir. Flestir borgarfulltrúar R-list- ans eru þeirrar skoðunar að fjár- festing í Línu.Neti muni skila arði til framtíðar. ■ RISA-ÚTSALA 40-60% AFSLATTUR ALLT A AÐ SELJAST OPIÐ 10-18 mán.-fös. og 11-16 lau. Verslunin Palazzi Faxafeni 9 Slökkviliðið: Eldur í bílum bruni Slökkvilið var um eftirmið- daginn í gær kallað út vegna elds í fólksbifreið í Mosfellsbæ. Greið- lega gekk að slökkva eldinn. Á sama tíma var tilkynnt um að kviknað hefði í rútu sem var inni á verkstæði skammt frá. Rútan, sem er eigu Ævintýraferða, var færð út af verkstæðinu og eldurinn slökkt- ur. Eigandi verkstæðisins var fluttur á slysadeild en talið var að hann hefði fengið reykeitrun. Mik- il mildi var að slökkviliðið var statt í Mosfellsbænum en það tók ein- ungis um þrjár mínútur að komast á milli staða. ■ Nýherji: Samdráttur í vörusölu uppgjör Hagnaður af rekstri Ný- herja nam tæpum 24 milljónum króna eftir skatta í fyrra. Árið áður var 3 milljóna króna hagnað- ur. Hagnaður félagsins fyrir fjár- magnsgjöld og afskriftir var 51 milljón króna. Rekstrartekjur námu 1 milljarði króna og lækkuðu um 7 prósent. Vörusala dróst sam- an um 12 prósent, en þjónustutekj- ur jukust um 28 prósent. ■ —+— Hlutabréfasjóðir: Talentur tvær sameinaðar FÉLÖG Tilkynnt var í gær að stjórn- ir Islenska hugbúnaðarsjóðsins hf., Talentu Hátækni og Talentu Internet ætli að hefja formlegar viðræður urn sameiningu félag- anna. í tilkynningunni kom fram að sameinað verði undir nafni ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins. Kom fram að þessum viðræðum verði hraðað og er stefnt að því að nið- urstöður liggi fyrir í maí. ■ Skuldir hafa margfaldast. Ástæða tapsins er lántaka OR vegna arðgreiðslna til borgarinnar, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fegrar íjármál borgarinnar, en skýrir tap Orkuveitunnar. Helgi Hjörvar bendir á að gengistapið hafi þegar gengið til baka. borgarmál Skuldastaða Orku- veitu Reykjavíkur versnaði um 1.800 milljónir króna á síðasta ári vegna 20% gengisfalls krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta er meginskýring 530 millj- óna króna taps á síðasta ári. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir að gengisáhætta fyrirtækisins hafi aukist á síðustu árum með aukn- um skuldum. Orkuveitan skuldar nú rúmlega 20 milljarða króna samanborið við 175 milljóna lang- tímaskuldir árið 1994, á verðlagi 2001. Sjálfstæðis- menn færa rök fyrir því að fyr- irtækið sé mun berskjaldaðra nú en áður vegna þess að 17 milljarðar króna hafi verið færðir úr sjóðum þess yfir í borgarsjóð í átta ára valda- tíð R-listans. Þar af runnu fjórir milljarðar í borgarsjóð þegar Orkuveitan var stofnuð, sem teknir voru að láni. „Maður verður að spyrja sig af hverju skuldirnar hafa aukist svona mikið,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnar- maður í OR. „Staðreyndin er að á síðustu átta árum hafa verulegir fjármunir verið færðir úr fyrir- tækinu til borgarinnar til að VILHJÁLMUR Þ. Sakar R-listann um að blóðmjólka Orkuveituna. fegra stöðu borgarsjóðs. Þetta skýrir tapið.“ Vilhjálmur segir að þrefalt meira fjármagn hafi verið tekið út úr fyrirtækinu frá árinu 1994 en þegar D-listi var við stjórn, síðustu átta ár þar á und- an. Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar og borgarfulltrúi Reylkjavíkurlistans, bendir á að afkoma Orkuveitunnar hafi snúist á fyrstu þremur mánuðum þessa árs þegar hagnaður var 900 millj- ónir króna. Fyrirtækið sé auk þess með eina sterkustu eiginfjár- stöðu allra fyrirtækja í landinu. Hann segir að ekki megi ein- blína á fjár- magnskostnað. Helgi segir arðbærar og nauðsynlegar f járfestingar ______________ ásamt hóflegum HELGi hjörvar arðgreiðslukröf- Hóflegar argreiðslur um borgarinnar og arðbærar fjár- liggja til grund- festingar. vallar mikillar skuldaaukningar síðustu átta ára. í valdatíð D-listans hafi peningar verið teknir út úr veitufyrirtækj- NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR ORKUVEITUNNAR Kostar 2,4 milljarða og verður tílbúið I september. Hagnaður OR árið 2001 var áætlaður 260 milljónir króna en afkoman reyndist 790 milljónum lakari, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Von er á endurskoðuðu uppgjöri á mánudag. unum á annan hátt samanber kostun Hitaveitunnar á Perlunni- „Við viljum taka arðgreiðslurnar og nota þær til uppbyggingar í borginni, það skýrir muninn." mbh@frettabladíd.is Hér byggtr Orkuveita Reyk|avikur nýjar höfudstödvar. — * Orkuveui Reykj[avíkur Orkuveita Reykjavíkur tapar 530 milljónum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.