Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 26. apríl 2002 FÖSTUDAGUR HASKOLABIO HAGATORGl • SIMl 530.1919 * STÆRSTA SÝNIMGARTJAID IANDSINS Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 IHARRY POTTER m/ens.tal , ; kl. 5 i [mulholland drive kL7og lo[ [BEUTIFUL MIND kTÍÖl |the mean machine kL 81 IAMELIE kl. 4.45) i' : - t SITIHRH^ BÍÚ SIÖBT Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 7 ROLLERBALL kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 j [ÍSÖLP m/ens. tal ÍÍSÖLD m/tsLtal kl. 2,4 og 6 [ LORD OFTHERINGS kl. 2, 4og6l lÓVlSSUSÝNING 10.10 og í LÚXUS kl. 10j □□ Dolby /DD/lSSí Thx SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is Dúndur tilboð! 10 tíma 3ja mán. Ljósakort á 3500 kr. Nýjar perur Grænatúni 1 Kópavogi Sími 554 3799 fyrir.gf'ðhúsgög/i, Qtuggaog ^klæðnin9ar MALARINN im Bæjarlind 2 » Kópavogi • Simi: 581 3500 www.handfrjals.is )UM FKIBINN l l N, Snöggtum kraftur. KOMAT*SU zenonH Limgerðisklippur d/TIGIV Vetrarsól ehf - Askallnd 4 201 Kópav. Simi: 564 1864 FRÉTTIR AF FÓLKI Hinn 17 ára gamli leikari Ro- bert Iler sem fer með hlut- verk AJ, sonar Tony í þáttunum um Soprano fjöl- skylduna, hefur játað fyrir rétti að hafa rænt tvo ferðamenn í New York í fyrra. Ef hann hefði ekki játað hefði hann getað átt allt að 15 ára fangelsis- vist yfir höfði sér. Hann og vinur hans rændu 40 dollurum af tveimur unglingum sem höfðu verið að ráfa upp og niður sömu götuna. Iler segir allt hafa verið gert í mesta gríni, þar sem hann hafi ekki þurft á peningunum að halda. Það fyrsta sem hann sagði t.d. við lögregluna þegar hún handtók hann var: „Hafið engar áhyggjur af mér, ég er milljóna- mæringur." Iskoðanakönnun sem Disney- fyrirtækið lét gera kom í ljós að flestum aðdáendum teikni- mynda þeirra finnst Toy Story vera sú besta sem fyrirtækið hefur framleitt. í öðru sæti var Jungle Book en fram- haldsmynd Toy Story var í því þriðja. Það kom fyrirtækinu mest á óvart að 7 af efstu 10 myndunum voru fram- leiddar á síðustu 10 árum. Buzz Lightyear var síðan valin vin- sælasta hetja Disney-myndanna. Fyrrum fótboltaruddinn Vinnie Jones sem hefur verið að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik tók þátt í fótbolta- leik á dögunum í Hollywood. Það fór nú ekki betur en svo að honum var vísað af leik- velli eftir að hafa verið inn á í 15 sekúndur. Jones var víst einum of ákafur í leik sínum og klippti nið- ur einn andstæðing sinn eins og honum einum er lagið. Eftir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið trítlaði kappinn svo hlæjandi af vellinum. Boy George neyddist til að fjarlægja lag poppdrottning- arinnar Madonnu úr söngleik sín- um þar sem breyting á texta lagsins féll ekki í kramið hjá henni. George breytti texta lagsins Vouge í; „Ginger Rogers, Fred Astaire, that Madonna, dyes her hair“. Þetta fannst Madonnu ekkert fyndið og ákvað því George að taka lagið úr söngleik sínum fremur en að breyta text- anum aftur til baka. Hann varð hundfúll og sakaði Madonnu um að vera gjörsamlega geril- sneydda af húmor. FRAILTY Paxton grefur ekki stríðsöxina í myndinni Frailty, heldur flest annað sem hún snertir. Ljúflingurinn Paxton I dag frumsýnir Smárabíó kvikmyndina The Frailty. Hún er fyrir þá sem þrá ekkert heitar en að finna hárin aftan á hnakkanum rísa. kvikmyndir Leikarinn Bill Paxton er líklegast þekktastur fyrir að leika „leiðinlega gaur- inn“. Það gerir hann þó ekki að leiðinlegum leikara, þvert á móti. Hann hefur líka oft verið undarlega sannfærandi í hlut- verkum sínum. Man t.d. einhver eftir honum í hlutverki Chet Donelly, eldri bróður Wyatts, í hinni mögnuðu mynd Weird Science? Persónur hans í mynd- unum Predator 2, Apollo 13 og Twister voru ekki mikið skemmtilegri. Paxton býr yfir þeim sjaldgæfa hæfileika að vera ávallt afar trúverðugur í hlutverkum sínum og hefur liðið fyrir það í Hollywood, þar sem hann er yfirleitt ekki ráðinn nema persóna hans eigi að vera örlítið leiðinleg. Kvikmyndin Frailty er enn ein tilraun leikarans til að brjóta sig út frá þessari ímynd. Auk þess að leikstýra myndinni leikur hann aðalhlutverkið, geð- sjúkan fjöldamorðingja er kall- ar sig „Hönd Guðs“. Sem sagt, mun skemmtilegri og meira upplífgandi persóna, hmmmm? Myndin fjallar um tvo unga bræður í smábæ í Bandaríkjun- um. Eitt kvöldið eftir að pilt- arnir eiga að vera farnir að sofa kemur faðir þeirra inn í svefn- herbergið. Hann útskýrir fyrir þeim að Guð almáttugur hafi lagt það verkefni í hendur sér að útrýma djöflum sem gangi um jörðina í mannslíki. Hann tekur sér því exi í hönd og byrj- ar að búta fólk, í Guðs nafni. Við slíkar fréttir renna skiljan- lega tvær grímur á þá pilta og taka þeir misjafna afstöðu í máli föður síns. Yngri bróðir- inn lítur á föður sinn sem hetju á meðan sá eldri sér aðeins voðaverk hans. Myndin hefst þó mörgum árum síðar, er eldri bróðirinn (leikinn af Matthew McConaug- hey) gengur inn á skrifstofu FBI (Alríkislögreglunnar) hald- andi því fram að hann viti hver morðinginn er. Hann segir lög- reglumönnunum söguna af föð- ur sínum og hvernig yngri bróð- ir hans hafi svo tekið upp exina eftir föður sinn og haldið verki hans áfram. Svo er það alltaf spurningin um hvað er satt og hverju sé logið? biggi@frettabladid.is Regnboginn sýnir Birthday Girl: Leyndarmál póst- kröfubrúðarinnar kvikmyndir Nýjasta kvikmynd leikkonunnar Nicole Kidman heitir Birthday Girl og leikur hún þar rússneska póstkröfubrúði. John (Ben Chaplin) býr í smábæ í Bretlandi og hefur verið óheppinn í ástarmálum. Hann ákveður því að panta sér eiginkonu í gegnum Netið. Þegar Nadia (Nicole) stígur úr flug- vélinni sér hann að hún er undur- fögur og það að hún tali litla sem enga ensku er bætt upp með af- bragðs frammistöðu í svefnher- berginu. Þegar frænka Nadiu kem- ur skyndilega í heimsókn til að fagna afmæli hennar flækist vesal- ings maðurinn enn meira í lyga- og glæpavef brúðar sinnar. Myndinni er lýst sem drama- tískri og spaugilegri ástarsögu. Ben Chaplin segir að með leik sínum í myndinni hafi hann orðið fagmaður í því að leika ástarsenur. Nicole hef- ur víst mikla reynslu í slíku og kipp- ir sér ekki mikið upp við þær, enda átt nokkrar velheppnaðar í mynd- BIRTHDAY GIRL Póstkröfubrúðurin Nadia er ekki öll þar sem hún er séð. unum „Eyes Wide Shut“ og „To Die For“. Hún tók því það verkefni að sér að kenna piltinum „réttu tökin“. Leikstjóri myndarinnar (Jez Butt- erworth) segist hafa þurft að klippa meira en helming þeirra úr mynd- inni og að flestar verði fáanlegar þegar myndin komi á DVD. Myndin er sýnd í Regnbogan- um. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.