Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ SACA DACSINS 26. APRIL Iofsaveðri árið 1834 fórust tvö skip og fjórtán bátar við Faxaflóa. Þar létust 42 menn. Arið 1991 var móttöku-og flokkunarstöð sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins, Sorpa, formlega tekin í notkun, í Gufu- nesi. Arið 1986 varð sprenging í kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl í Úkraínu, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Hópur verkfræðinga hafði verið að gera tilraun með neyðarbúnað eins kjarnaofnsins. Afleiðingar þessara tilrauna urðu versta kjarnorkuslys sögunnar. “"~1..FÓLK í FRÉTTUM f Grímur Sæmundsen, stjórnar- maður í Lyfjaverslun ís- lands, deildi hart á stjórn félags- ins fyrir að selja hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Delta á genginu 34.4. Grímur sagði að öllum hefði verið ljóst að bréfin myndu hækka. Hluthafar hafi tapað 1.700 milljónum króna. Á aðalfundinum sagði Grímur að Jóhann Óli Guðmundsson hafi selt í febrúarbyrjun á genginu 50 og grætt 1 milljarð króna á 10 mánuðum á viðskiptum sínum í félaginu. Hann hefði grætt enn- þá meir ef hann hefði selt í dag því gengið er um 70. Alþingi reynir nú öðru sinni að fá frá forsætisráðuneytinu greinargerð um reynsluna af einkavæðingu og einkafram- kvæmd með sér- stöku tilliti til hvernig til hefur tekist hjá öðrum þjóðum. Vil- hjálmur Egiis- son, formaður efnahags- og við- skiptanefndar þingsins, talaði fyrir nýrri þingsályktun þar að lútandi á miðvikudag, en áður hafði ráðuneytið látið hjá líða að gera skýrslu á þeim forsendum að beiðnin hafi verió ónákvæm, en þá var Ög- mundur Jónas- son, þingflokks- formaður Vinstri grænna, flutningsmaóur. „Hér er verið að gera bragarbót á og væntanlega kemst þetta til skila eins og hér stendur,“ sagði Vil- hjálmur. 22 26. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Kcypti sér rafmagns- gítar 12 ára gömul Eg fór með peningana sem ég fékk í 12 ára afmælisgjöf út í búð og keypti mér rafmagnsgítar. Fjölskyldan reyndi nú að draga úr mér, hún hafði enga trú á að þetta entist hjá mér,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, sem lét efasemdir fjölskyldunnar sem vind um eyru þjóta og heldur burtfarartónleika frá FÍH í dag. Hljóðfæri hennar er að sjálfsögðu rafmagnsgítar. Þegar Hafdís tók þessa örlagaríku ákvörðun um rafmagnsgítarkaup- in, hafði hún aldrei lært á hljóð- færi. „Ég kunni 3 til 4 grip. Foreldr- ar mínir lögðu hart að mér að fara í klassískt gítarnám, ég byrjaði þar, Persónan Hafdís Bjarnadóttir rafmagnsgítarleikari hefur alitaf haft meiri áhuga á rokki en klassík. en það átti ekki við mig. Ég hef alltaf verið miklu meira fyrir rokktónlist. Ég átti líka erfitt með að læra nótur, það kom ekki fyrr en seinna. Það má segja að eyrun séu frekar mín sterka hlið,“ segir Haf- dís, sem hóf ekki reglulegt tónlist- arnám fyrr en 18 ára gömul og þá í FÍH. Þá hafði hún lokið tveimur árum í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. „Ég hafði bara verið sjálf að grúska fram að því, spilaði hér og HAFDIS BJARNADÓTTIR. Hafdís hóf tónlistarnám í FÍH 1995 og tók þá fyrstu þrjú stigin á einu ári. þar, á ættarmótum, í rútubílum og fleira. Ég á ágætt með að ná lögum eftir eyranu, þó að ég hafi ekki heyrt þau áður.“ Hafdís lauk stúd- entsprófi af myndlistarbraut FB árið 1997. „Ég hef alltaf haft gaman af að teikna. Núna sinni ég mynd- listinni ekki mikið en þó geri ég alltaf mikið af því að teikna jóla- gjafirnar sem ég gef. Reyndar er ég með verk líka til sölu, í Galleríi í Keflavík." Hafdís á kærasta sem heitir Ragnar Emilsson og er hann einnig gítarleikari. Tónleikar Haf- dísar hefjast kl. 17 í sal FÍH í Rauðagerði 27. ■ TÍMAMÓT JARÐARFARIR____________________________ 13.30 Anna Þ. Flygenring, Þorragötu 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. 13.30 Elísabet Benediktsdóttir frá Hömrum í Haukadal, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju. 13.30 Hermannia Sigurrós Hansdóttir, Frumskógum 2, Hveragerði, verð- ur jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Sigríður Þórðardóttir, kjólameist- ari, Brúnási 21, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju. 13.30 Viktoría Guðrún Guðmundsdótt- ir, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Laugar- neskirkju. 14.00 Björg Asta Hannesdóttir frá Hnífsdal, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Jón Jóhannsson, Víkurbraut 25, Höfn Hornafirði, verður jarðsung- inn frá Hofskirkju í öræfum. 14.00 Sigurður Sveinbjörnsson, Leynis- braut 7, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Edda Guðrún Sveinsdóttir, Víði- hvammi 24, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. 15.00 Guðveig Hinriksdóttir, áður til heimilis í Álfheimum 42, verður jarðsungin frá Langholtskirkju. 15.00 Hjörtur Snær Friðriksson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Ingibjörg Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnistu i Reykjavík, verður jarð- sungin frá Áskirkju. 16.30 Börkur Hrafn Víðisson verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. AFMÆLi_________________________________ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er 56 ára. Eggert Haukdal er 69 ára. STÖÐUVEITING Hefur mikinn áhuga á hestamennsku Þórður Friðjónsson hefur mörg járn í eldinum, auk starfa sinna hjá Verðbréfaþingi Islands. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON. Þórður er nýhættur störfum hjá Þjóðhagsstofnun, þar sem hann starfaði frá 1987. Mer tannst nu oara oroio tímabært að breyta til. Ég hafði verið á Þjóðhagsstofnun frá 1987 með tæplega tveggja ára hléi þegar ég var ráðuneytis- stjóri í viðskipta- og iðnaðarráðu- neytinu. Þetta hafði ekkert að gera með frumvarpið um að leggja stofnunina niður. Ég var bara farinn að hugsa mér til hreyfings,“ segir Þórður Frið- jónsson um starfslok sín hjá Þjóðhagsstofnun. Þórður, sem hefur tekið við starfi forstjóra | hjá Verðbréfaþingi íslands, er 1 hagfræðingur að mennt og lauk | mastersprófi í Kanada árið 1978. 3 „Við fórum út með tvö börn og | má segja að konan mín hafi séð í£ til þess að mér tókst að einbeita mér að náminu. Það gekk mjög vel og mér tókst að klára það á einu ári. Aðstaðan þarna var líka öll til fyrirmyndar, bæði íbúðin okkar og háskólinn sjálfur. Það var líka ánægjulegt að ég og Eng- lendingur, sem enn í dag er góður vinur minn, vorum fyrstir til að útskrifast af þeim sem byrjuðu í þessu námi,“ segir Þórður. Þórður varð efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Gunnars Thorodd- sens og Steingríms Hermannsson- ar frá 1980-86 og á sama tíma ken- ndi hann hagfi'æði í viðskiptadeild Háskóla íslands eða frá 1979 til 1987. „Það er svo misjafnt hvernig mönnum líkar að kenna, annað hvort líkar þeim það vel eða illa, eins og ekkert sé þar á milli. Mér líkaði það mjög vel, þetta er skemmtilegt og gefandi starf.“ Þórður er formaður samráðs- nefndar um byggingu álvers á Austurlandi, með Norsk Hydro, og var formaður nefndar fyrir markaðsvæðingu raforkubúskap- arins. Maður skyldi því ætia að Þórður hefði ekki mikinn tíma til að sinna áhugamálum. „Jú, jú, ég hef nóg af þeim. Hestamennska er mikið áhugamál. Við förum á hverju ári í 8 til 10 daga hesta- ferðir, síðan er ég í öldungablak- inu hjá ÍS og leikfimi með menn- ingarfélagi Háskólans. Auk þess förum við fjölskyldan gjarnan í sumarhús og veiði á sumrin.“ bryndis@frettabladid.is BÍLAÞJÓNUSTAN Súðarvogi 42 • Sími 588 6531 Dekk á góðu verði Sóluð dekk Ný dekk 155-13 3.390 kr. 4.820 kr. 175/70-13 3.890 kr. 5.175 kr. 185/70-14 4.480 kr. 6.090 kr. 185/65-15 4.872 kr. 6.780 kr. Verö miðað við staðgreiðslu Þóra Friðriksdóttir er 69 ára. Eva María Jónsdóttir er 31 árs. DOKTOR_____________________________ Sigurlaug Regína F. Lamm varði dokt- orsritgerð sína í músíkvísindum við Há- skólann 1 Uppsölum í Svíþjóð 24. nóv- ember. ANPLÁT___________________________ Halla Guðmundsdóttir, Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli, andaðist 16. apríl. Útförin hefur farið fram. Magnús Hallfreðsson, tæknifræðingur, Laxakvísl 18, er látinn. Sigurður Guðmundsson, Kirkjubóli, Hvítársíðu, er látinn. NÆSTA NAMSKEIÐ HEFST í DAG Opið virka daga kl. 8-20, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 10-15 4> & Kennt er í 4 flokkum barna og fulloröinna, og einnig er hópur fyrir pínulítið hrædda. Skólinn útvegar hnakka, hjálma og hesta. Uppl og innritun er i s: 869-1997 Halla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.