Fréttablaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
7. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR
„Er martröðinni lokið?“
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Snnári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavik
Aðalsími: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgat5væðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins f stafrænu formi og f gagnabönkum
án endurgjalds.
sueddeuíschc
„Og nú? Er martröðinni lokið?“
spyr leiðarhöfundur þýska dag-
blaðsins Siiddeutsche Zeitung.
Hann segir að fjölmiðlar í Frakk-
landi hafi allir sem einn keppst við
að fordæma Le Pen. Af fjölmiðlun-
um að dæma hafi ekki mátt ráða
annað, en að ein skoðun ríkti í land-
inu. Leiðarahöfundurinn bendir
einnig á, að fyrirfram hafi öllum
verið ljóst að Le Pen yrði ekki for-
seti Frakklands. Áhrifanna af ár-
angri hans eigi hins vegar eftir að
gæta enn um hríð í frönskum
stjórnmálum. „Jafnvel þótt Þjóð-
ernisfylkingin komist inn á þing í
júní, þá ber að vona að endi hafi
verið bundinn á framtíð Le Pens
kosningunum á sunnudaginn."
1*1 NANt'lAL l'IMI-IS
Leiðarahöfundur Financial Times
segir að sigur Jacques Chiracs í for-
setakosningunum sé óneitanlega
mikill léttir. Samt sé ekki rétt að
slaka á. „Að sjá þetta marga
franska kjósendur fylkja sér að
baki aldraðs lýðskrumara sem er á
móti innflytjendum og hefur ekki
upp á neina heilsteypta efnahags-
stefnu að bjóða ætti ennþá að
hljóma sem hávær viðvörunar-
bjalla hjá öllum evrópskum stjórn-
völdum.“ Frakkar verði auk þess
sjálfir að taka niðurstöður kosning-
anna sem viðvörun. Frakkar þurfi
____________________Eoisaga
Forsetakosningunum í Frakklandi lauk með
þvi að Jean-Marie Le Pen tapaði, svo sem
vitað var fyrirfram. Sigri Chiracs er fagnað i
öllum heistu dagblöðum Evrópu. Illur grun-
ur læðist þó að sumum leiðarahöfundum.
að sýna örlitla auðmýkt áður en þeir
fara að segja öðrum lýðræðisríkj-
um í Evrópu, svo sem Þýskalandi og
Austurríki, til syndanna fyrir daður
sitt við hægri öfgaflokka.
í leiðara danska dagblaðsins
Jyllandsposten er tekið undir þetta.
Leiðarahöfundurinn segir að valda-
stéttirnar í Evrópuríkjum verði að
gæta sín á því að einoka ekki í
hroka sínum hina lýðræðislegu um-
ræðu. „Lýðræðið virkar greinilega
því aðeins, ef tjáning skoðana held-
ur sig innan strangt afmarkaðra
landamæra, sem valdastéttin tekur
að sér að skilgreina. Enginn áhugi
er á umræðu, nema allir hafi sömu
skoðun." Leiðarhöfundurinn segir
að þama megi greina „fyrirlitningu
á almenningi og áhyggjum hans,
ekki síst varðandi málefni innflytj-
enda. Það gengur ekki til lengri
tíma litið.“ ■
| BRÉF TIL BLAÐSINS]
Tímabærir
bakþankar
Haukur Brynjólfsson skrifar
ITréttablaðinu þ. 2. maí, efast
Björgvin Guðmundsson um að
verkalýðsforingjunum sé hollt að
vera sjálfkrafa áskrifendur að
peningunum okkar. Þetta er tíma-
bært umhugsunarefni og spurning
er hvort við ráðum einhverju um
þetta fjárstreymi, slík er fjarlægð-
in orðin milli f jöldans í félögunum
og stjórnenda þeirra. Hvað hefur
verkalýðsforustan helst verið að
fást við undanfarin ár ? Fasteigna-
kaup? Að tapa fé úr lífeyrissjóð-
um? Fyrir utan rauðustrikahitasótt
síðustu mánuða hefur helst heyrst
frá ASÍ þegar þar á bæ virðist hafa
komið upp ótti við að aðrir væru að
gera það gott samanber m.a. íhlut-
un forvígismanna ASÍ í samninga
kennara í fyrra, er hótað var als-
herjar ófriði á vinnumarkaði ef
komið væri um of til móts við
kennara að mati ASÍ.
Fyrir nokkrum mánuðum lýsti
framkvæmdastjóri ASÍ því yfir á
opinberum fundi að ekki væri
ástæða til að hækka skattleysis-
mörk, en þau eru nú við 67.467 kr.
mánaðarlaun fyrir einstakling með
fullan persónuafslátt. Fram-
kvæmdastjórinn sagði á sama
fundi að í seinustu samningum
hefði verið lyft grettistaki til
hækkunar lægstu launa, en þau
eru 90.000 kr. á mánuði. Af þeirri
upphæð greiðast 9.455 kr. í skatt.
Þetta blessar ASÍ og virðist helst
hafa áhjfggjur af því að launþegar
utan ASÍ nái of langt í sinni kjara-
baráttu ! Það er sannarlega rétt
hjá Björgvin að þessu fólki er ekki
hollt að vera sjálfkrafa áskrifend-
ur að peningunum okkar. ■
Snýst um prinsipp
ekki prósentur
ól(k sjónarmið
Stjómum ekki
niðurstöðunni
„Þarna erum við með eitt verð-
mætasta svæði landsins út frá
náttúruverndarsjónarmiðum,“
segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
formaður Landverndar. „Á sínum
tíma var gerður samningur við
gamla Náttúruverndarráð sem nú
er Náttúruvernd ríkisins, um að
inní friðlandinu mætti koma uppi-
stöðulón, ef það myndi ekki rýra
náttúruverndargildi svæðisins að
mati Náttúrverndarráðs. Hefði
ekki verið eðlilegt að Landsvirkjun
myndi byrja á því að vinna með
Náttúruvernd að því að skoða
hvaða áhrif þetta hefði á friðland-
ið, áður en ráðist er í þessa stóru
og dýru matskýrslu. Landsvirkjun
ræðst í þessa skýrslu og gerir mat-
ið sjálf, eins og lög um umhverfis-
mat kveða á um. Auðvitað er mark-
miðið með skýrslunni að réttlæta
framkvæmdina. Það væri óeðlilegt
að framkvæmdaaðili færi í
jafn dýra og viðamikla
framkvæmd og matskýrsl-
an er, ef hann ætlaði sér
ekki að réttlæta fram-
kvæmdina. Þetta þykja mér
ekki góð vinnubrögð.
Mér finnst málið snúast
um prinsipp. Menn eru að
tala um prósentur af frið-
lýstu landi. Uppistöðulónið
sjálft er á stærð við Mý-
vatn. Miðað við vinnuferlið er
spurning hvort ekki sé hægt að fá
niðurstöðu um að óhætt sé að
virkja Gullfoss, Geysi og vera
með efnisvinnslu í þjóðgarðinum á
Þingvöllum. Mér finnst að menn
ættu að vinna saman og koma sér
saman um þetta. Unnið er að
rammaáætlun á vegum ríkis-
Matsskýrsla um umhverfisáhrif vegna Norðlingaöldu-
veitu er komin út. Uppistöðulónið mun teygja sig inn á
friðlýst svæði. Skýrslan er unnin samkvæmt þeim lög-
um og reglum sem gilda um mat á umhverfisáhrifum.
ÓLÖFGUÐNÝ
VALDIMARS-
DÓTTIR
stjórnarinnar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma.
Fyrstu niðurstöður liggja
fyrir í lok þessa mánaðar.
Það hefði verið eðlilegt að
menn biðu eftir þeim nið-
urstöðum, til þess að geta
skoðað málið í víðara sam-
hengi. Ef menn eru að setja
sér lög og prinsipp, þá eiga
menn að fara eftir þeim.
Við getum ekki friðlýst
land og byrjað svo á því á því að
ganga á svig við reglur. Það fárán-
legast er þó eins og gerðist með
matskýrsluna um Kárahnjúka-
virkjun, að þó sérfræðingar meti
umhverfisáhrif framkvæmdar
umtalsverð, hefur það í sjálfu sér
ekkert gildi ef ríkisstjórnin er
hlynnt framkvæmdinni." ■
„Þetta mat er öðruvísi, en
annað mat á umhverfistá-
hrifum sem unnið hefur
verið,“ segir Guðjón Jóns-
son; verkfræðingur hjá
VSÓ sem hafði umsión með
matsskýrslunni. „Ástæðan
er sú að það er til svo mik-
ið af náttúrufarsrannsókn-
um um þetta svæði. Það
liggja fyrir milli 40 og 50
skýrslur sérfræðinga um
umhverfisáhrif. Við fylgjum
reglugerðinni um mat á umhverf-
isáhrifum. Þar er listi sem segir
hvað eigi að koma fram í umhverf-
ismatinu. Þeir þættir sem þurfa að
koma fram í matinu eru skoðaðir
og vegnir. Það fyrsta sem við ger-
um er matsáætlun. Hún er síðan
lögð fyrir Skipulagsstofnun.
GUÐJÓN
JÓNSSON
Stofnunin fylgist með því að í
þeirri áætlun séu allir þeir þættir
sem þeir telja að séu nauðsynlegir
fyrir mat á umhverfisáhrifum.
Svigrúm þess sem gerir matið tak-
markast því af þeim skilmálum
sem eru settir og Skipulagsstofn-
un hefur eftirlit með. Við sem ger-
um skýrsluna erum ekki sérfræð-
ingarnir, heldur byggjum við hana
á gögnum þeirra sérfræðinga sem
rannsakað hafa svæðið. Við veg-
um og metum þær niðurstöður
sem við erum með í höndunum.
Vinna þær samviskusamlega og
setja þær inn í þessa skýrslu. Við
vinnum engar sjálfstæðar rann-
sóknir, heldur er þetta samantekt
á frumgögnum. Það er óréttmætt
að halda því fram að við getum
stjórnað niðurstöðunni. Skipulags-
stofnun myndi ekki samþykkja
áætlunina ef hún er ekki sam-
kvæmt reglum. Eftir áætl-
unina kemur svo mats-
skýrslan. Við leggjum drög
að henni fyrir Skiplags-
stofnun sem fer yfir hvort
hún sé í samræmi við mats-
áætlunina. Hvort við séum
að gera það sem við sögð-
umst ætla að gera. Þeir
leita út til umsagnaraðilla.
Síðan er matsskýrslan lögð
fram og fer í dreifingu til
umsagnaraðila. Þá hefst þetta
opna ferli, þar sem hægt er að
gera athugasemdir við mats-
skýrsluna. Þetta er sambærilegt
kerfi við það sem tíðkast í löndun-
um í kringum okkur. Það er barna-
skapur að halda því fram að fram-
kvæmdaaðili geti búið eitthvað til
í þessu ferli." ■
Sandnes Mandarin
sölustaðir um land allt heildsöludreifing
www.tinna.is Tinna ehf • sími 5654610
INNHERJAR
Hverjir ráða málefnum
aldraðra og öryrkja?
Fátækt og loforð Sjálfstæðis-
manna í borginni um að bæta
kjör öryrkja og aldraðra eru til-
efni heitra umræðna meðal inn-
herja á stjórnmálaþræði visis.is.
Upphafs maður umræðunnar
bendir á að aldraðir og öryrkjar =
þurfi að borga 38,4% skatt af tekj- £
um yfir 68 þúsund krónum, meðan g
fjármagnstekjuskattur sé aðeins |
10%. „Ég minnist þess ekki að £
Björn B hafi gert neitt í að breyta §
þessu á meðan hann var í ríkis- 3
stjórninni sem hefði nú átt að vera |
hægur vandi en svo þykist hann
bera hag þessa fólks mjög fyrir
brjósti í borginni. Ég minnist þess
ekki að Björn B hafi gert neitt í að
breyta þessu á meðan hann var í
ríkisstjórninni sem hefði nú átt að
vera hægur vandi en svo þykist
hann bera hag þessa fólks mjög
fyrir brjósti í borginni."
Svarið lætur ekki á sér standa.
Innherja ofbýður sá málflutning-
ur að Birni Bjarnasyni sé kennt
um allt slæmt sem gerist. „Allt
honum að kenna að ríkisábyrgðin
var samþykkt, allt honum að
kenna að öryrkjar og ellilífeyris-
þegar hafa það ekki nógu gott, allt
honum að kenna að þorskurinn er
geldur og horaður! Hvernig væri
að r-lista stuðningsmenn myndu
hætta þeirri vitleysu að ásaka
Björn Bjarnason um allt sem illa
fer hér á landi“ Þessu er auðvitað
ekki látið ósvarað. „Björn er í
framboði fyrir D-listann.
D-Listinn er við völd í lands-
málum. Völd í landsmálum gefa
tækifæri á að gera vel við ör-
yrkja. Hvers vegna þetta hróp-
andi ósamræmi í stefnuskrá D-
listans í borginni annarsvegar og
landsmálum hins vegar?" Þessu
er svarað með því að benda á að
málefni öryrkja og aldraðra
heyri undir Félagsmálaráðuneyt-
ið og þar sitji Framsóknarmaður.
Heilbrigðisráðuneytið heyri
einnig undir Framsóknarflokk-
inn. Þá er bent á að fjármála og
forsætisráðuneyti séu ráðuneyti
Sjálfstæðisflokks. „Eru þeir ekki
allsráðandi hvað varðar skatta-
mál og fjármál ríkisins?" er
spurt að lokum. ■