Fréttablaðið - 07.05.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 07.05.2002, Síða 10
FRÉTTABLAÐIÐ KÖRFUBOLTI 7. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR SPENNA f NBA Átta liða úrslít NBA-deildarinnar hófust um helgina. Á laugardaginn vann Sacramento Dallas 108-91. Á sunnudaginn vann New Jersey Charlotte 99-93, Detroit Boston 96- 84 og Los Angeles San Antonio 86-80.1 gærkvöldi fór Dallas til Sacramento. f kvöld fer Charlotte til New Jersey og San Anton- io til Los Angeles. Meistaratitillinn í handbolta karla: Mætast aftur á miðvikudaginn handbolti KA tryggði áframhald- andi spennu í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik karla þegar þeir unnu Val á heimavelli 25:20. Veruleg spenna var fyrir leikinn að Hlíðarenda enda hafði Valur unnið tvo fyrri leiki liðanna í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik karla. Sigur yfir KA hefði þannig þýtt að Valsmenn hefðu landað titlinum. Leikinn á fimmtudaginn fyrir helgi vann Valur 26:22 og leikinn á laugardag sem fram fór á Akur- eyri 30:29 í æsispennandi viður- eign eftir framlengingu . ■ HART BARIST AÐ HLIÐARENDA KA barðist ötullega að Hlíðarenda í gærkvöldi þegar þeir mættu Val þriðja sinni í barátt- unni um fslandsmeistaratitilinn. Urslit Deild- arbikars fótbolti í kvöld fara fram í Egils- höll í Grafarvogi úrslit Deildar- bikars karla. FH og Fylkir keppa til úrslita. Keppni í Deildarbikarnum hef- ur staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. í upphafi var skipt í tvo riðla með átta liðum. Fjögur lið komust áfram í hvorum riðli. í A-riðli var FH efst með 16 stig. FH sló út Val og Breiðablik. í B-riðli var KA efst með 17 stig. ÍA sló KA út. Fylkir sló síðan IA og Keflavík út. Leikui'inn í kvöld er fyrsti úr- slitaleikur meistaraflokks, sem leikinn er í glænýrri Egilshöll í Grafarvogi. A föstudaginn leika þar KR og Þróttur til úrslita á Reykjavíkurmóti karla. ■ Ballett fyrir stráka og stelpur Allar efasemdir Þróttarapilta um að ballett væri fyrir stráka á bak og burt eftir fyrstu æfingarnar. jÍÞRÓTTIR í DAG| 18.00 Sýn Heklusport. 18.00 Stöð 2 Leiðin á HM. 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. 19.30 Sýn Gillette-sportpakkinn (HM 2002) 20.00 Sýn íþróttir um allan heim. 20.30 Fótbolti Úrslitaleikur Deildarbikars karla í Egilshöllinni. FH og Fylkir spila um titilinn. 22.30 Sýn Heklusport. knattspyrna Knattspyrnumönn- um Þróttar í yngri flokkum stend- ur nú til boða að sækja ballettæf- ingar samhliða knattspyrnunni. Að sögn Eysteins Péturs Lárus- sonar þjálfara 6. og 7. flokks, er þetta þriðja árið sem þetta er gert þar á bæ. „Það er ekki skyldu- mæting á þessar æfingar, sem eru einu sinni í viku. Við hvetjum strákana til að mæta en fækkum ekki knattspyrnuæfingum í stað- inn. Þetta er tilraun hjá okkur og þeir borga 200 krónur í hvert skipti. Mætingin var framar von- um, það mættu um 25 af 50 strák- um,“ sagði Eysteinn. Hann segir ballettkennarann, Ástu Björns- dóttur eiganda Ballettskóla Sig- ríðar Ármann, byggja kennsluna upp með tilliti til knattspyrnuiðk- unar, til dæmis þarf að leggja áherslu á teygjanleika ristar fyr- ir í'istarspyrnurnar. „Það er ótrú- legt hvað ungt fólk í dag er stirt og þessar æfingar bæta liðleik- ann.“ Eysteinn segir foreldra mjög ánægða með þetta tiltæki og eng- inn vafi sé á að þessum ballettæf- ingum verði haldið áfram í fram- tíðinni. „Sumir strákanna voru Ú r slitaleikur Deildartifcarsins 2002 Mætum öll ogf sjáum stórsleemmtilega lenattspyrnu viá testu aástæáur. ATH: Frítt ínn fyrir 16 ára ogf yngfri. Knattsjjyrna TUVT TTTT? Thut u 1 Tivllv - JU T T EGILSHÖLL, Graf arvogi í kvöld \z\. 20.30 eitthvað efins í fyrstu, en eftir fyrsta tímann var það búið og all- ir á því að ballett sé bæði fyrir stráka og stelpur, en næst á dag- skrá er að þær mæti líka“, segir Eysteinn. Logi Ólafsson, aðstoðarþjálfari hjá Lilleström í Noregi var fyrst- ur til að nýta sér ballettinn með- fram knattspyrnuæfingum, árið 1991. Þá voru 2-3 ballettæfingar í viku hjá meistaraflokki Víkings, á 8 vikna tímabili um veturinn. Ár- angurinn lét ekki á sér standa því liðið varð íslandsmeistari það sumar, flestum á óvart. Hug- myndina fékk Logi þegar hann var við nám í norska íþróttahá- skólanum. „Þar var prófessor sem lagði mikla áherslu á að nýta aðr- ar íþróttagreinar með þeirri sem JACKIE STEWART Einn virtasti ökumaður allra tíma. Segir Schumacher eiga eftir að vaxa upp úr því að keyra kappakstursbfl. Stewart um Schumacher: Passa sig á græðginni formúla i Jackie Stewart kapp- akstursgoðsögn varar Michael Schumacher við því að verða of gráðugur. „Hann er án efa besti kappakstursökumaðurinn í dag,“ sagði Skotinn í viðtali um helgina. „Ilann getur án efa unniö sex titla. Hann verður bai’a að passa sig á því að verða ekki of gráðugur. Hann verður að taka hlé á milli. Ég kann samt vel við það að hann skuli alltaf vilja vinna meira.“ Schumacher vann fjóra af fimm kappökstrum ársins. Alls hefur hann unnið 57 kappakstra, fleiri en nokkur annar. Itann er launahæsti ökumaður keppninnar og meðal auðugustu íþróttamönn- um heimsins. „Einhvern tímann áttar hann sig síðan á því að keyra bíl í hrin- gi er ekki það þroskaðasta sem hægt er að gera. Þá á hann eftir að hætta.“ Næsti Formúlu 1- kappakstur fer fram í Austurríki um næstu helgi. ■ BALLETTÆFING HJÁ UNGUM KNATTSPYRNUMÖNNUM í ÞRÓTTI Ballettskóli Sigríðar Ármann sem sér um kennsluna. Skólinn varð 50 ára um daginn og er elsti einkarekni ballettskólinn I landinu. verið er að æfa, til styrkingar til- tekinna atriða. Knattspyrnumenn eru til dæmis í áhættuhóp fyrir tognanir á ökkla og ballettinn er kjörinn til að styrkja þann líkams- hluta. Við komumst með þessum æfingum hjá tognunum í nára og ökkla sem höfðu hrjáð okkur árið áður. Frjálsar íþróttir eru líka oft nýttar til að kenna iðkendum ann- arra greina að hlaupa rétt og hratt. Ég er því mjög hrifinn af þessu framtaki Þróttaranna." seg- ir Logi. bryndis@frettab!adid.ís I ívTolar I David Beckham segist bjart- sýnn á að spila með í fyrsta leik Englands á HM á móti Sví- um. Beckham stundar nú sund og lyftingar af kappi. Hann segir leikinn á móti Svíum þann mikil- vægasta fyrir England. Einnig þurfi að vara sig á Nígeríu. Beckham vonast til þess að Argentína fylgi Englandi upp úr riðlinum og segir Englendinga | eiga eftir að vinna heimsmeist- í aratitilinn. Haft var eftir vini Juan Sebastian Veron um helgina að honum lenti saman við félaga sína hjá Manchester United eftir tap- leikinn við Bayer Leverkusen í síð- ustu viku. Þeir sögðu hann ekki standa undir væntingum. Ver- on á að hafa farið i fýlu til Rómar í kjölfarið. Ilann sé fullsaddur og á leiðinni aftur í ítölsku deildina. Manehester United segir fr -tina bull. Síðustu tvær umferðir voru viðburðaríkar hjá leikmönn- um Zaragoza á Spáni. Fyrst voru þeir lokaðir inni í búningsklefa af reiðum áhangendum eftir tap- leik. Síðan lentu þeir síðan í slagsmálum við áhangendur Villareal eftir annað tap. Sást til leikmanna spai’ka villt í áhorf- endur á vellinum. Óeirðalög- regla hafði afskipti af áhorfend- um í fjórum öðrum leikjum á Spáni um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.