Fréttablaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júli 2002 LAUGARPAGUW INNLENT Enn er vika í það að ljóst verður hvort Ámi Johnsen áfrýjar dómi Héraðsdóms í máli sínu til Hæstaréttar. Jakob R. Möller, lög- fræðingur Áma, segir að ákvörð- unin muni ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Skipulagsstofnun hefur sam- þykkt lagningu 400 kv Sultar- tangalínu 3. Engin þriggja leiða sem lagðar eru til er talin hafa um- talsverð óafturkræf umhverfisá- hrif þó ein leiðanna valdi veruleg- um sjónrænum áhrifum nærri Gullfossi og Háafossi. Greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa fyrri helming ársins nemur 314 milljónum króna sam- kvæmt fréttum Stöðvar 2. Verði útgjöldin jafn mikil það sem eftir er árs verður sett met í útgjöldum sjóðsins. LEITAÐ AÐ SÖNNUNARGÖGNUM Carla del Ponte fundaði með forseta Júgóslavíu, utanrlkisráðherra og innanríkis- ráðherra I von um betri aðgang að gögnum. Del Ponte í Júgóslavíu: Leitar frekari sönnunar- gagna belgrad. ap Carla Del Ponte, aðal- saksóknari Alþjóðadómstólsins í Haag.þrýsti í gær á júgóslavnesk stjórnvöld um betra samstarf við dómstólinn þegar hún fór í stutta heimsókn til Belgrad. Del Ponte fundaði með Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, og fór fram á bættan aðgang dóm- stólsins að gögnum um valdaferil Slobodans Milosevic, fyrrum for- seta Júgóslavíu sem hefur verið í haldi dómstólsins frá því á síðasta ári. í kjölfarið lyfti varnarmálaráð Júgóslavíu leynd af hluta skjala þeirra um forsetatíð Milosevic. Ponte og samstarfsmenn hennar vonast til að finna gögn um að Milosevic hafi fjármagnað stríðið í Bosníu með fjárframlögum úr sjóðum júgóslavneska ríkisins. ■ SMÁTT Norskur maður, búsettur í Reykjavík, var tekinn í vörslu lögreglunnar í gær eftir að hafa orðið uppvís að þjófnaði úr verslunum í bænum. Talið er að hann hafi gerst fingralangur víðar um landið áður en hann var stöðvaður á Akureyri. Fánar blöktu við hún víða á Austfjörðum í gær í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingar um byggingu álvers í Reyðarfirði. Minni var kætin við skála á há- lendinu þar sem landverðir flögg- uðu í hálfastöng. Sjónvarpið greindi frá. Argentínskur ísbrjótur náði í gær til þýska rannsóknar- skipsins Magdalena Oldendorff. Þýska skipið hafi verið fast í ís- breiðu við suðurskautslandið í rúman mánuð. 18 skipverjar voru enn í þýska skipinu en 89 höfðu verið fluttir á brott í þyrlu. Hundruðum fluga var aflýst á Ítalíu í gær þegar starfs- menn í flugsamgöngum lögðu niður störf til að mótmæla fyrir- ætlunum stjórnvalda um að brey- ta vinnulöggjöf landsins. Dómsmálaráðherra ísraels hefur tilkynnt að flytja megi ættingja þeirra sem gert hafa sjálfsmorðsárásir af Vesturbakk- anum á Gazaströndina hafi þeir hvatt til árásarinnar eða tengst hryðjuverkum. Palestínumenn og mannréttindahópar hafa mót- mælt ákvörðuninni. Akureyrarbær dæmdur til að greiða bætur: 5 milljónir fyrir pómsmál Héraðsdómur Norð- urlands eystra dæmdi Akureyrar- bæ í gær til að greiða starfsmanni sínum 4,8 milljónir króna í bætur þar sem dóminum þykir sýnt að konunni hafi verið mismunað í launakjörum á grundvelli kyn- ferðis. Þessu til viðbótar er bær- inn dæmdur til að greiða eina og hálfa milljón í dómskostnað og málskostnað sækjanda. Konan starfaði sem deildar- stjóri á félagssviði frá 1988 og fékk greitt samkvæmt samningi. Konan krafðist þess síðar að fá greidd laun í samræmi við þá sem KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjórinn telur líklegt að dóminum verði áfrýjað. Um sé að ræða háar fjár- hæðir. störfuðu við sambærileg störf. Dómurinn tók undir þá kröfu. Trygg- ingafræðingur var fenginn til að meta muninn á launum kon- unnar og deild- artæknifræð- ings. Niðurstaða hans var sú að það munaði 4.797.482 krón- um. misrétti Þetta er í annað skipti sem Ak- ureyrarbær tapar máli þar sem kvenkyns starfsmaður telur brotið á sér launalega vegna kyn- ferðis. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri, sagði í gær að sér þætti líklegt að bæjarstjórn myndi áfrýja dómnum. Hvort tveggja mætti gera athugasemdir við röksemdafærslur dómsins og eins vöknuðu efasemdir um hæfi dómarans sem kvað upp dóminn en hann hafi setið í bæjarstjórn þegar samningurinn var gerð- ur. ■ Sætanýting Flugleiða: Betri en í fyrra FARPEGAFLUTNiNGAR Farþegum sem áttu erindi til íslands eða frá ís- landi fjölgaði um 9,3 í júní, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshaf- ið um ísland fækkaði um 26,0%. Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði í heild um 7,6 % í júní í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 141.407 nú en voru 152.976 í júní 2001. í júní minnkaði sætaframboð Flugleiða um 15,2% og seldir sætiskflómetr- ar um 9,9%, sem leiddi til þess að sætanýting var í mánuðinum 5,0 prósentustigum betri en í júní 2001. Hún var 84,4% í júní í ár, en 79,4% á síðasta ári. ■ Gjörólík túlkun á niður- stöðu Fjármálaeftirlits Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins í máli SPRON er sú að heimilt sé að kaupa hlut stofníjáreigenda á yfirverði. Stjórn SPRON túlkar aðrar niðurstöður þannig að yfirtöku sé hrundið. Fimmmenn- ingarnir líta á hana sem grænt ljós á viðskipti. Tekist verður á um málið á fundi 12. ágúst. viðskipti Niðurstaða Fjármála- eftirlitsins í málefnum SPRON eru túlkuð með gjörólíkum hætti af aðilum málsins. Niður- staða eftirlitsins er að heimilt sé að eiga viðskipti með stofnfjár- hluti í SPRON á hærra verði en endurmetnu nafnverði. Sú nið- urstaða er óyggjandi og er að mati Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, lögmanns fimmmenning- anna, sigur í málinu. Guðmund- ur Hauksson, sparisjóðsstjóri segir að með niðurstöðunni sé yfirtökutilraun Búnaðarbank- ans hrundið. Stjórn SPRON hef- ur boðað til fundar stofnfjáreig- enda 12. ágúst næstkomandi. Þar verða þessi mál tekin fyrir. Stjórn SPRON segir fimmmenn- ingana og Búnaðarbankann vekja væntingar hjá stofnfjár- eigendum sem ekki standist lög. Jón Steinar segir stjórnina segja hvítt, svart og svart hvítt. Ef eitthvað er eru menn hvassyrtari eftir úrskurð en fyrir. Niðurstaða Fjármálaeftirlits- ins er sú að tryggja verði þann 90% hlut sem er utan stofnfjár- eignar við slík viðskipti. Verði að fara fram endurmat á verð- mæti sjóðsins við hlutafélaga- væðingu. Verði það verðmat að byggja á stöðu eignarhalds og forsendum í rekstri við breyttar aðstæður. Telur Fjármálaeftir- litið að í tilboði fimmmenning- anna felist vísbending um heild- arverðmæti. Stjórn SPRON túlkar þessa niðurstöðu þannig að verði tveir milljarðar greidd- ir fyrir stofnfjárhlutinn sem er 10% komi til 18 milljarðar fyrir afganginn. Jón Steinar Gunn- laugsson telur þessa túlkun frá- DEILUR MAGNAST Túlkun aðila deilunnar I SPRON er jafnvel ólíkari eftir niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins en hún var fyrir. Boðað hefur verið til fundar stofnfjáreigenda í ágúst. leita. Fjármálaeftirlitið telji að nýtt verðmat þurfi að fara fram, en upphæðirnar séu út í hött. Það verðmat verði að vera í samhengi við mat á sambærileg- um fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið felst ekki á að fundur stofnfjáreigenda geti beint því til stjórnar að hún stan- di ekki gegn framsali. Hvert er- indi verði að afgreiða útaf fyrir sig. Jón Steinar segir þessa nið- urstöðu ekki koma á óvart. Það hafi legið fyrir að vafi væri um þetta atriði. Fjármálaeftirlitið tekur ekki endanlega afstöðu til málsins í álitinu, en segir að end- anleg niðurstaða ef eftir henni verði leitað, muni byggjast á því. Páll Gunnar Pálsson, forstöðu- maður Fjármálaeftirlitsins vildi ekki tjá sig um ágreiningsatriðin á þessu stigi málsins. haflidi@frettabladid.is Baugur og Jim Schafer Vísa fullyrðingum forstjórans á bug viðskipti Forsvarsmenn Baugs vísa á bug yfirlýsingum Jim Schafer, fyrrverandi forstjóra Bonus Stores. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæður brottrekstrar Schafer vera að hann stofnaði ásamt öðrum fyr- irtæki sem keypti innréttingar á uppboðum og seldi þær síðan Bonus Store. Tryggvið Jónsson forstjóri Baugs og stjórnarfor- maður Bonus Stores segir þessi viðskipti í hæsta máta óeðlileg. DEILT UM BROTTREKSTUR Forsvarsmenn Baugs vísa ásökunum Jim Schafer á bug. Þeir segja hann hafa brotið trúnað með því að hagnast á viðskiptum þar sem hann sat báðum megin borðsins. í - m v.: li'- 1 SBBiiB Schafer hefur haldið því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs hafi vitað um fyrirtækið. Þessu vísar Jón Ásgeir á bug. Hann segist fyrst hafa vitað af því þegar Tryggvi hafi sagt sér frá því í mars síðastliðnum. Tryggvi seg- ist ekki hafa vitað um viðskipti fyrirtækisins við Bonus Stores fyrr en í maí. Tryggvi segir að fullyrðingar Schafers um að reynt hafi verið að slá ryki í augu hlutafa með því að láta líta út fyrir að fyrir- tækið gangi betur en raun er séu rangar. Áætlanir fyrirtækisins standist og sé engin ástæða til að gera breytingar á þeim. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.