Fréttablaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ
20. júlí 2002 LAUCARDACUR
1 MEÐ SÚRMJÓLKINnT
rjár konur,
dökkhærð,
rauðhærð og
ljóshærð unnu
saman á skrif-
stofu. Yfir-
maður þeirra,
kona, hætti
alltaf snemma
á daginn að vinna. Einn daginn
ákváðu konurnar þrjár að gera
slíkt hið sama og fara strax á eftir
yfirmanninum. Sú dökkhærða fór
heim í garðinn sinn, sú rauðhærða
á barinn en ljóskan fann eigin-
manninn uppi í rúmi með yfir-
manninum þegar hún kom heim.
„Þetta var alveg frábært,“
sögðu bæði sú dökkhærða og
rauðhærða daginn eftir. „Gerum
þetta aftur í dag.“
„Kemur ekki til mála,“ sagði
ljóskan. „Það munaði engu að það
kæmist upp um mig.“ ■
Ný stelpa
klukkan 17:53
að verður mikið um dýrðir hjá
Bryndísi Jakobsdóttur á morg-
un en þá verður hún 15 ára og það
er ekki svo lítið. Bryndís er dóttir
tónlistar - og listamannanna Jak-
obs Frímanns Magnússonar og
Ragnhildar Gísladóttur: „Ég held
alltaf upp á afmælið mitt og reyni
þá að gera eitthvað skemmtilegt,"
segir Bryndís sem er þó ekki al-
veg búin að skipuleggja morgun-
daginn. „Ætli ég bjóði ekki krökk-
um heim og svo tjillum við og
dönsum,“ segir hún.
Bryndís var að ljúka sam-
ræmdu prófunum frá Hagaskóla í
vor og vinnur nú við garðyrkju í
Hljómskálagarðinum beint fyrir
neðan heimili föður síns sem er á
Bjarkargötu. í haust stefnir hún á
menntaskólanám í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð en þangað ætla
flestir kunningjar hennar:
„Ég valdi Hamrahlíðina því þar
getur maður lokið svonefndu IB -
námi til stúdentsprófs á aðeins
þremur árum. Þar er kennt á
ensku en ég vil vera sem best und-
irbúin fyrir háskólanám því ég
ætla út og draumurinn er að læra
dýralækningar í Oxford," segir
Bryndís sem er mikill dýravinur
Afmæli
Bryndís Jakobsdóttir verður 15 ára á morg-
un og stefnir á dýralækningar í Oxford.
og á einn kött. „Ég átti líka hamst-
ur en hann dó. Það var kettinum
að kenna,“ segir hún.
Þegar Bryndís var yngri var
mikið lagt í afmælisveislur henn-
ar og eru þær flestar henni
ógleymanlegar; hlaðborð og tert-
ur og gestir úr öllum áttum.
Þannig vill hún líka hafa það. Og
það er ekki lítið mál að verða 15
ára: „Þá breytist allt. Klukkan
17:53 verð ég alveg ný stelpa. Ég
hlakka til,“ segir Bryndís. ■
BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR
Vill tjilla og dansa á afmælisdaginn.
| IVIEN NINGARSKOKK
f FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIN About a boy í
Háskólabíói. Einhver besta
kvikmynd sem ratað hefur í kvik-
myndahús hér á landi svo árum
skiptir. Hugh
Grant ný-
klipptur og
betri. Sjaldan
heyrst annars
eins hlátur í
kvikmynda-
húsagestum.
Handritshöf-
undar og aðrir
sem að mynd-
inni koma hafa
augljóslega
gengið í
smiðju til
Woody Allen -
og slá honum
næstum því
við. Tónlistin
er meira að
segja frábær.
GOTT að hita upp fyrir mynd-
ina í Vesturbæjarlauginni
þar rétt hjá. Veitir ekki af fyrir
hláturinn sem í vændum er.
Besta eimbað á landinu og bað-
verðirnir langt frá því að vera
heimaríkir eins og brenna vill við
í öðrum laugum.
DAGSKRÁNA má svo enda
með því að grípa í spil með
þeim sem ykkur þykir vænst um.
Samræður taka oft óvænta á
ánægjulega stefnu yfir spilum.
Sérstaklega eftir að rökkva tek-
ur. Veitingar vel þegnar. Góða
skemmtun.
It’s not a bomb but it’s fragile,"
sagði G. John Pizzey, aðstoðar-
forstjóri Alcoa, þegar hann af-
henti Valgerði
Sverrisdóttur,
iðnaðarráðherra,
og Friðriki Soph-
ussyni forstjóra
Landsvirkjunar
gjafir í ráðherra-
i bústaðnum í gær-
morgun. Gjafirn-
ar voru forláta
blómavasar. Skömmu áður hafði
fyrsta spurning Ólafar Rúnar
Skúladóttur, fréttamanns Sjón-
varps, eftir undirritun viljayfir-
lýsingar um 200 milljarða fram-
kvæmdir, verið „Getum við feng-
ið að vita hvað er í pökkunum?"
Svo sem komið hefur fram
styttist í það að víkingaskipið
íslendingur komi aftur til lands-
ins, nú með heimahöfn í Reykja-
nesbæ. Ýmsum þykir við hæfi að
skipið skuli sigla þangað í örugga
höfn til hins nýja bæjarstjóra
Árna Sigfússonar. Árni var ávallt
mikill áhugamaður um íslending
meðan hann sat í borgarstjórn í
Reykjavík og áhugi hans ekki
nýtilkominn. Því sé við hæfi að
maður sem studdi dyggilega við
bakið á ævintýrinu í upphafi
skuli leiða það til lykta.
Katrínu Jakobsdóttur, múr-
verja, þykir stjórnendur Rík-
isútvarpsins og þeir sem ákvarða
stofnuninni fjármagn ekki standa
sig sérlega vel þessa dagana.
Hún grætur að Spegillinn,
Fréttaauki á laugardegi og Auð-
lindin hafi öll orðið niðurskurði
að bráð. Sérstaklega sé söknuður
að Speglinum sem hafi líklega
verið besti fréttaskýringaþáttur
sem hafi verið boðið upp á hér-
lendis. Enda hafi hann að nokkru
leyti verið farinn að stela áhorfi
frá Stöð 2. Nokkuð sem útvarps-
þættir gera ekki oft.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að innrétt-
ingarnar sem forstjóri Bonus Stores var að
selja sjálfum sér tengjast ekki á neinn hátt
Innréttingum Skúla Magnússonar.
PERSÓNAN
Varpar kúlu, glímir
og semur ljóð
Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri í Hafnarfirði, hefur verið
ráðinn sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Jóhann Guðni Reynisson, upp-
lýsingastjóri Flafnarfjarðar-
bæjar, tekur við starfi sveitar-
stjóra í Þingeyjarsveit 15.
ágúst. „Ég hlakka gríðarlega
til, ég veit alveg í hvaða paradís
ég er að fara,“ segir Jóhann
Guðni, en hann er kunnugur
sveitinni síðan hann kenndi um
þriggja ára skeið við Fram-
haldsskólann á Laugum. Ann-
ars er Jóhann Guðni innfæddur
Hafnfirðingur. „Ég fæddist á
elliheimilinu Sólvangi,” segir
hann skellihlæjandi. „Ég hef
verið hér nánast óslitið síðan að
slepptum þessum þremur árum
fyrir norðan." Jóhann Guðni
hefur mikinn áhuga á íþróttum
og hefur verið liðtækur í hinum
ýmsu greinum. „En ég er sko
aðallega „kúluvarpari", segir
hann og biður um að það sé sett
í gæsalappir. „Ég atti til dæmis
kappi við bæjarstjórann á
Húsavík um daginn og vann. Nú
ætla ég að skora á hann á hér-
aðsmóti HSÞ í ágúst.“ Jóhann
Guðni fæst ekki til að gefa upp
hversu „langt“ þeir félagar
vörpuðu kúlunni, en hann hefur
líka komið nálægt handbolta,
fótbolta og frjálsum og er að
byrja að fóta sig í golfinu. „Nú,
að ógleymdu því að ég prófaði
glímu undir leiðsögn Arngeirs
Friðrikssonar í Reykjadal og
aldrei að vita nema við tökum
upp þráðinn. Jóhann Guðni er
hæfileikaríkur ungur maður og
er í þann veginn að gefa út
ljóðabók. „Ég byrjaði einmitt
að yrkja á Laugum og hef hald-
ið því áfram með hléum, og nú
JÓHANN GUÐNI REYNISSON
Segist munu sakna Hafnfirðinga þótt hann sé fullur tilhlökkunar að takast á við
ný verkefni.
koma ljóðin fyrir almennings-
sjónir. Jóhann Guðni átti líka
hátíðarljóðið sem fjallkonan í
Hafnarfirði, Brynja M. Dan
Gunnarsdóttir, flutti á þjóðhá-
tíðardaginn og er mjög stoltur
af, en Brynja var nemandi Jó-
hanns í Öldutúnsskóla.
Áður en alvaran tekur við í
Þingeyjarsveitinni ætlar Jó-
hann Guðni að taka tveggja
vikna frí. „Þá fikra ég mig af
stað norður með tjaldvagninn
og skoða landið í leiðinni.” Með
í för verða eiginkona hans, El-
ínborg Birna Benediktsdóttir,
og tvær dætur þeirra, ína
Björk og Hugrún. „Þær eru
mjög spenntar, eins og við
erum öll,“ segir nýi sveitar-
stjórinn að lokum.
edda@frettabladid.is
hAþrýstiþvottur við seðlabankann
Þessa dagana er verið að undirbúa málningarvinnu við Seðlabankann. Áður en hafist er handa við að mála húsnæðið þarf að
háþrýstiþvo það. Eins og við er að búast er það gríðarmikið verk að háþrýstiþvo alla bygginguna enda ekki í smærra lagi.
SAGA DAGSINS
'20. JULI
Arið 1783 var hin svokallaða
eldmessa á Kirkjubæjar-
klaustri. Meðan séra Jón Stein-
grímsson messaði í Klaustur-
kirkju stöðvaðist hraunstraumur
Skaftáreldua stutt frá kirkjunni.
Aþessum degi árið 1968 var
skrúfað frá vatnsleiðslu sem
lögð hafði verið frá bænum Stóru
Mörk undir Eyjafjöllum til Vest-
mannaeyja.
Arið 1969 komu
fyrstu menn-
irnir til tunglsins.
Það voru banda-
rísku geimfararnir
Neil Armstrong og
Edwin Aldrin.
Þriðji geimfarinn,
Michael Collins,
beið um borð í geimfari á braut
umhverfis tunglið meðan Arm-
strong og Aldrin fengu sér
göngutúr á yfirborði tunglsins.
TÍMAMÓT
JARÐARFARIR______________________________
13.00 Jóhann Lúðvíksson, fýrrum vega-
vinnuverkstjóri, Kúskerpi, Skagafirði,
verður jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju.
14.00 Óskar Sövik verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju.
14.00 Þorbjörg H. Pálsdóttir, áður til heim-
ilis á Oddabraut 23, Þorlákshöfn,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í
Þorlákshöfn.
14.00 Þórólfur Beck Guðjónsson, Grundar-
götu 53, Grundarfirði, verður jarð-
sunginn frá Grundarfjarðarkirkju.
14.00 Þórsteinn Sigurgeirsson, Mannsi á
Gautlöndum, verður jarðsunginn frá
Skútustaðakirkju.
AFMÆLI___________________________________
Teiknarinn Brian Pilkington er 52 ára í dag.
ANDLÁT___________________________________
Anna Halldórsdóttir, Sólhlíð 7, Vestmanna-
eyjum, lést 17. júlí.
Elín Jónasdóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, lést
17. júlí.
Þorbjörn Sigmundur Sigfússon, Grundar-
tanga 34, Mosfellsbæ, lést 16. júlí.
Jón Brynjólfsson, vélaverkfræðingur, Báru-
götu 20, Reykjavík, lést 9. júli.