Fréttablaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.07.2002, Blaðsíða 6
FRETTABLAÐIÐ 20. júlí 2002 LAUCARDAGUR 17. - 20. október og 7. ■ 10. nóvember Prag Verð á manrt i tvibvn ; ", r.c ur Innifalið: Flug. gistiug á City Cunre * * * nieö murgnnverði. flugvallarskattnr og islensk fararstjórn. 3., 10. og 25. október 14., 21. og 28. nóvember 31. október - 4. nóvember* Dubíin Verð á mann í tvibýli í 3 nætur 44,195i„ Verð á mann í tvíbýli í 4 nætur’ Innifalið: Flug, gisting á Bewleys *** með morgunverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. 3.. 10. 17., 24. og 31. október 7., 21. og 28. nóvember Glasgow Verð á mann í tvibýli i 3 nætur 41.815,„ Innifalið: Flug, gisting á Holiday Inn **** með morgnnverði, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. www.plusferdir. is HMðasmára 15 • Sími 535 2100 Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra: Náttúruverndarlögin tryggja almannarétt náttÚruvernd „Náttúruverndar- lögin eru nýleg og menn vilja sjá hvernig þau reynast, rétt eins og gerist við alla lagasetningu. Menn standa nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort náttúruverndar- lögin frá 1999 reynist vel eða ekki. Það er ágætt þegar við fáum ábendingar eða athugasemdir og sjálfsagt að skoða allt slíkt. Akvæði laganna um almannarétt eru hins vegar skýr og eiga að tryggja rétt almennings til farar um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi," sagði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra. Flokksbróðir hennar, Ólafur Örn Haraldsson hvatti hana til að huga að endurskoðun náttúr- verndarlaga á komandi haust- þingi, einkum ákvæða sem snúa að almannarétti. Ólafur Örn sagði landeigendur æ oftar loka löndum fyrir umferð almennings og benti á dæmi af Vestf jörðum og Austur- landi. Þar hefði vegum verið lokað með lásum og för almennings heft um óbyggða og óræktaða en afar fallega dali. „Almannarétturinn_ er mjög víðtækur í náttúruverndarlögum en háður takmörkunum að ein- hverju leyti á eignarlandi. Ef við fáum upplýsingar um að almanna- réttur sé ekki virtur, er um brot á lögunum að ræða. Ef fyrir liggur að ákvæðin um almannarétt eru ekki nógu skýr eða að þau tryggja rétt almennings ekki eins og til SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR, UMHVERFISRÁÐHERRA Almannaréttur tryggður með nýsamþykkt- um Náttúruverndarlögum. var ætlast, þá er eðlilegt að skoða breytingar á þeim,“ sagði Siv Friðleifsdóttir. ■ E1 Nino er góðar fréttir á Islandi Hlýsjávarstraumurinn E1 Nino veldur því að dregur úr ansjósuveiðum við Suður-Ameríku. Framboð á mjöli minnkar og verð hækkar. Góðar fréttir fyrir uppsjávarfyrirtækin ef vel veiðist hér við land. mjölfraivileiðsla E1 Niflo mun láta á sér kræla undir lok árs, ef marka má vísindamenn. E1 Niflo er hlýsjávarstraumur sem hefur þau áhrif að ansjósa sem veidd , uarð er í miklum mæli í ,. 9 Perú °8 1 Chile f'skimjöli og jeitar á önnur mið, verð hækkaði. þar sem erfiðara er að veiða hana. Vísindamennirnir spá því nú að straumurinn verði í meðallagi eða undir því. Síðast þegar E1 Niflo lét á sér kræla var hann talsvert kröftugur. Þá varð skortur á fiskimjöli og verð hækkaði. Atli Rafn Björnsson hjá greininga- deild íslandsbanka segir að þetta séu góðar fréttir fyrir mjölút- flutning íslendinga. Fleiri þættir hafi þó vissulega áhrif á afkomu greinarinnar. Fréttirnar af E1 Niflo urðu til þess að mjölframleiðendur minnkuðu framboð og verð hækkaði. Atli Rafn segir að ákveðin hætta sé á því að þegar verðið hækki mikið að fiskeldis- fyrirtæki sem eru stærstu kaup- endur að fiskimjöli og lýsi auki hlut sojamjöls og jurtaolía í fóðr- inu. Mjölverð er sögulega hátt um þessar mundir og því ekki víst að svigrúm til hækkunar sé mjög mikið. Mikill uppgangur var hjá ís- lensku uppsjávarfyrirtækjum á árunum 1997-1998 en þá var E1 MIKIL LOÐNA Horfur á mjöl og lýsismörkuðum eru góðar. Einkum ef El Nino lætur á sér kræla. Verð á mjölmörkuðum er gott um þessar mundir. Nino í hámarki. Á þeim tíma jókst notkun á jurtaafurðum í fiskeldi. Reynslan af því var ekki nógu góð og eldisfiskar reyndust viðkvæmari fyrir sjúkdómum. Sú reynsla kann að valda því að þol framleiðenda gagnvart verð- hækkunum verði meira. Atli Rafn bendir á að erlendis hafi mörg fiskeldisfyrirtæki brugðist við sveiflum með kaupum á fiski- mjölsverksmiðjum. Greininga- deild íslandsbanka hefur bent á að heppilegt væri að fækkar fiski- mjölsverksmiðjum hér á landi og auka hagkvæmni. Atli Rafn segir Samherja vera í lykilaðstöðu í þeirri þróun. Fyrirtækið hafi ný- lega keypt hlut bæði í Síldar- vinnslunni og SR mjöli. Hann seg- ir jafnframt að ef hagrætt verði í greininni, veiði haldist góð og E1 Niflo láti á sér kræla sé bjart framundan hjá uppsjávarfyrir- tækjum. haflidi@frettabladid.is I fremstu röð hvað varðar upplýsingatækni: 100 nýjar tölvur í grunnskóla Garðabæjar SAMNINGUR UM TÖLVU- KAUPIN UND- IRRITAÐUR Ætlunin að Grunnskólar Garðabæjar verði áfram í fremstu röð hvað varðar upplýsingatækni og notkun henn- ar í skólastarfi. skólamál Bæjarstjóri Garðabæjar og forstjóri Nýherja skrifuðu ný- lega undir samninga um kaup og leigu á 97 nýjum tölvum fyrir grunnskóla Garðabæjar ásamt þjón- ustu og nánu samstarfi á sviði upp; lýsingatækni innan bæjarins.YÍ grunnskólum Garðabæjar er lögð mikil áhersla á að nýta upplýsinga- tækni í öllu skólastarfi. Allir kennar- ar hafa fartölvu til afnota og eiga kost á að sækja námskeið í upplýs- ingatækni. Á síðasta ári voru keypt- ir fartölvuvagnar sem hægt er að nota í öllum kennslustofum sem þýðir að hægt er að nota tölvurnar við kennslu í ólíkum námsgreinum. Nýju tölvurnar eru framhald á þess- ari tölvuvæðingu skólanna. Tölvurnar eru nýttar við kennslu allt frá 1. bekk og upp í 10. bekk. All- ir kennarar skólanna eru í raun tölvukennarar og markmiðið er að tölvur verði sjálfsagt hjálpartæki við nám og kennslu í flestum náms- greinum. Með tölvukaupunum nú er stefnt að því að viðhalda þeirri stöðu sem Grunnskólar Garðabæjar hafa náð á undanförnum árum sem skólar í fremstu röð hvað varðar upplýs- ingatækni og notkun hennar í skóla- starfi. ■ ORDRETT CÓÐUR BISSNESS Ég verð að fara fram á hundruð milljóna í skaðabætur því það er sá skaði sem ég verð fyrir. Ásgeir Davíðsson, Geiri á Maxim's. Fréttablaðið, 18. júlí. EKKI BEST EIGIN SKROKKI? Við vitum sjálfar að kremið virk- ar en það er miklu skemmtilegra að heyra það frá konum úti í þjóðfélaginu. Kristín Pálsdóttir um fullnægingar- kremið Viacreme. DV. 18. júlí. I ATHUGASEMD I au mistök urðu í blaðinu í gær að birt var gömul auglýs- ing frá Rafkaup þar sem auglýst- ur var afsláttur af öllum vörum. Slíkt var ekki í boði í gær og er beðist velvirðingar á mistök- unum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.