Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 8

Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2002 LAUCARPACUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að bifta aílt efni blaðsins í stafrænu formrog í gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS [ Þingmaður á viUigötum Steingrímur hringdi: Mér finnst einkennilegt að sá sem fer fyrir hópnum sem ætlar að kaupa Sparisjóð Reykja- víkur skuli vera þingmaður. Hann var kosinn á þing af al- menningi og er fulltrúi almenn- ings þar. Mér finnst að maðurinn eigi að snúa sér að því að byggja upp samfélag fyrir lífeyrisþega og svoleiðis fólk en ekki að vera á kafi í að græða peningar fyrir sjálfan sig. Hann er ekki að vinna að hagsmunum almennings í þessu SPRON máli. Hann og fé- lagar hans vissu greinilega hvað þeir gerðu þegar þeir gerðust stofnfélagar ISPRON. Ekki er al- menningi boðið upp á það heldur aðeins peningamönnum. Meðal verkefna sem mér finnst að þing- maðurinn ætti fremur að snúa sér að er að er hækka bætur til lífeyrisþega og huga að skatta- málum þeirra. ■ —♦— Geta ekki orða bundist Anna skrifar E' g get ekki orða bundist, vegna yfirlýsingar Magnúsar hér í blaðinu, undir fyrirsögninni: Að sletta skyrinu... Ég er með skjóta lausn á vandamálinu: Gæti ekki verið, að þú tækir of fast á doll- unni / ef svo er ekki, þá er bara að setja á sig smekk og plastdúk á borðið... Þetta er ekki vandamál á mínu heimili... ■ Misnákvæmt hjá RÚV Steingrímur hringdi: E' g hef verið skilvís greiðandi afnotagjalda útvarps alla mína tíð. Um daginn kom það fyrir mig að ég gleymdi að borga á réttum degi og greiddi reikn- inginn um 12 klukkustundum of seint. Fyrir bragðið fæ ég á næsta reikning liði sem heita Greiöslur í nýjar kröfur upp á 180 kr. og Eldri kröfur upp á 201 kr. Auk þess áfallna vexti upp á 3 kr. Svo situr bara skrifstofufólk fyrir svörum, engir stjórnendur. Sama nákvæmni er ekki uppi á teningnum þegar kemur að því að láta þættina í útvarpi og sjón- varpi byrja réttum tíma. ■ Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar: A sama dansleik hvað orkuverð snertir stóriðja „Það blandast engum hugur um að hér fylgir hugur máli af hálfu Alcoa. Þetta er stærsta fyrirtækið í sinni grein og það er gífurlegt öryggi fyrir okkur að eiga viðskipti við slíkt fyrirtæki. Það sem þó skiptir mestu máli á þessari stundu er að við höfum þegar gert samning um skiptingu 600 milljóna króna kostnaðar vegna framkvæmda sem nauð- synlegt er að ráðast í strax, til þess að undirbúa almennar fram- kvæmdir vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Alcoa greiðir 450 milljónir af þessu en fær endurgreiðslu þegar ráðist verður í aðalfram- kvæmdirnar," sagði Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjunar. Fjölmargir samningar eru þó enn eftir, svo sem samningar um raforkuverð. Slíkt getur tekið tíma en í viljayfirlýsingunni eru tímamörk sett. „Samningar um raforkuverð eru augljóslega stór hluti af því samningaferli sem nú fer í hönd en raforkusamningar voru það langt komnir gagnvart Reyðaráli að aðilar eiga að vera vel upplýst- HAFA ÖLL KOIVIIÐ AÐ MÁLINU OG DANSA NÚ í TAKT Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar og fyrr- um iðnaðaráðherra og Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrum iðnaðarráðherra. ir, hvor um hug annars. Friðrik kemst ekki upp með að stoppa málið,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir og vísaði þar til forstjóra Landsvirkjunar. „Ég get tekið undir þetta. Þar sem Alcoa hefur fengið upplýs- ingar um það sem var á borðinu í viðræðum við Norsk Hydro, eiga menn að vita hvort þeir eru ekki örugglega á sama dansleiknum,“ sagði Friðrik Sophusson. ■ BROTHÆTT LÍKT OG ÁLVIÐRÆÐUR G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa færði iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar forláta glervasa eftir undirritun yfirlýsingarinna í Ráðherrabústaðnum í gær Viljayfirlýsingin um stóridjufrcimkvæmdir Vonast til að skrifað verði undir lokasamninga um álver í janúar 2003. stóriðja Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa Inc. og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um framhald við- ræðna um „mat og hugsanlega framkvæmd á stóriðjuverkefni sem tekur til byggingar álvers á Austurlandi." Samkvæmt yfirlýsingunni verður áætluð framleiðslugeta nýs álvers 295.000 tonn af áli á ári. Undirbúningur virkjunarfram- kvæmda hefst þegar í stað. Landsvirkjun ræðst í að reisa Kárahnjúkavirkjun með uppsettu afli allt að 630 MW. Miðað er við að tryggja álverinu rafmagn snem- ma á árinu 2007 eða fyrr. Ríkisstjórnin heldur áfram að undirbúa nauðsynlega lagasetn- ingu vegna áforma um álverið. Alcoa og Landsvirkjun styðja áform ríkisstjórnarinnar og sveit- arfélaga eystra um að stofna verndarsvæði, svo sem þjóðgarð, í nágrenni við Kárahnjúkavirkjun. Slík áform hafa verið í athugun hjá umhverfisráðuneytinu. Stjórnendur Alcoa stefna að því að álverkefnið verði lagt fyrir stjórn félagsins til samþykkis eigi síðar en í janúar 2003. Landsvirkjun stefnir að því að leggja raforkusamning fyrir stjórn fyrirtækisins og hafnar- sjóður Fjarðabyggðar hafnar- samning fyrir stjórn sjóðsins til samþykkis eigi síðar en í lolc des- ember 2002. Fari svo að Alcoa, ríkisstjórnin og Landsvirkjun nái ekki fyrir marslok 2003 að semja að fullu um grunnforsendur endanlegra og bindandi samninga um fram- kvæmd álverkefnisins, eða um áfanga að slikum samningi, fellur viljayfirlýsingin úr gildi, nema að- ilar semji um að framlengja gild- istíma hennar eða samþykki nýja yfirlýsingu. ■ VERKEFNIÐ ER SKILGREINT í 5 LIDUM J. Kárahnjúkavirkjun sem byggð verður á vegum Landsvirkjunar. 2. Bygging álvers í Reyðarfirði á vegum Alcoa. 3. Lóð fyrir álver á eignarlandi rikisins við Reyðarfjörð. 4. Hafnaraðstaða á Mjóeyri sem Fjarðabyggð leggur til og hafnarsjóður sveitarfélagsins byggir og rekur. 5. Önnur tengd aðstaða. Valgerður Svernsdóttir, íðnaðarráðherra: Samstarfi formlega slitið við Norsk Hydro stóriðja „Með undirritun þessarar viljayfirlýsingar stjórnvalda, Landsvirkjunar og Alcoa hefur formlegu samstarfi við Norks Hydro verið slitið. Viðræður um kaup Alcoa á Reyðaráli eru þó enn í fullum gangi, enda mikilvægt að Alcoa nái Reyðaráli," sagði Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra. Þá sagði hún mjög mikil- vægt að Alcoa styddi áform stjórnvalda um verndarsvæði Norðan Vatnajökuls, á Kára- hnjúkasvæðinu en það er í anda umhverfisstefnu Alcoa. „Það verður heldur minni mengun frá álveri Alcoa en því ál- veri sem gert hafði verið ráð fyr- ir að byggt yrði, þegar við vorum í Reyðarálsverkefninu. Það er ekki gert ráð fyrir rafskautaverk- smiðju við álverið, auk þess sem úrgangur frá álverinu verður fluttur úr landi. Raforka frá vænt- anlegri Kárahnjúkavirkjun mun sjá álveri Alcoa fyrir raforku og það er ekki útlit fyrir að flytja þurfi raforku frá Norðausturlandi eða Kröflusvæðinu, til álversins," sagði iðnaðarráðherra. Reiknað er með að fjárfesting- arsamningur, lóðasamningur og hafnasamningur verði áritaðir milli aðila í nóvember. „I framhaldi af því verður hægt að leggja fyrir Alþingi frumvarp til heimildalaga sem væntanlega fengist afgreitt upp úr næstu áramótum," sagði Val- gerður Sverrisdóttir. ■ YFIRLÝSINGIN handsöluð G. John Pizzey aðstoðraforstjóri Alcoa og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra í ráðherrabústaðnum í gær VG vill funda: Oðagot ríkis- stjórnarinnar stóriðja Þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs for- dæmir harðlega þá ákvörðun Landsvirkjunar og ríkisstjórnar- innar að ætla nú þegar að hefja framkvæmdir vegna Kárahnjúka- virkjunar, þrátt fyrir að allir meg- inþættir málsins séu í lausu lofti, svo sem samningar um orkuverð og skattaívilnanir til Alcoa. Þing- flokkur VG krefst þess að beðið verði með allar framkvæmdir þar til Alþingi hefur komið saman og þjóð og þing verið upplýst um alla meginþætti málsins. Þá er þess einnig krafist að umhverfisnefnd, iðnaðarnefnd og efnahags- og við- skiptanefnd komi þegar í stað saman til að fjalla um stöðuna sem upp er komin. ■ G. JOHN PIZZEY, AÐSTOÐARFORSTJÓRI ALCOA Kvað fast að orði um álver Alcoa í Reyðar- firði. Efast ekki um að af byggingu þess verði. Alverið í Reyðarfirði verður á heimsmæli- kvarða Fyrsta álver Alcoa í 20 ár stóriðja „Það kom mér mjög á óvart hversu hratt undirbúnings- ferlið hefur gengið en fyrir hvatn- ingu íslenskra stjórnvalda hafa hlutirnir gengið hratt og örugg- lega,“ segir G. John Pizzey, að- stoðarforstjóri Alcoa. Hann lýsti yfir ánægju með undirritunina og sagðist mjög bjartsýnn á að yfirlýsingin væri upphafið að samningum og síðan sjálfum framkvæmdunum við stóriðjuna á Austui’landi. „Álver fyrirtækisins í Reyðar- firði verður á heimsmælikvarða fyrir margra hluta sakir, einkum þó varðandi umhverfismál. Alcoa leggur enda mikla áherslu á að unnið sé samkvæmt ströngustu umhverfisverndarkröfum. Alver- ið í Reyðarfirði verður fyrsta ál- verið sem Alcoa reisir í tuttugu ár. Síðast byggðum við álver á átt- unda áratugnum í Ástralíu en fjölgun álvera Alcoa hefur síðan þá og h'ingað til, byggst á kaupum á starfandi álverum," segir G. John Pizzey. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.