Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 11

Fréttablaðið - 20.07.2002, Page 11
LAUGARUDAGUR 20. júlí 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Frakkar hafa ráðið nýjan knattspyrnuþjálfara: Santini ráðinn landsliðsþjálfari Opna breska meistaramótið: Vallarmet á Muirfield GOLF Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie setti vallarmet á Muirfield golfvellinum á Breska opna meistaramót- inu í gær, öðrum degi mótsins, þegar hann lék á 64 högg- um sem er 7 högg- um undir pari. Sá árangur heldur hon- um enn inni í keppn- inni um titilinn „Þetta er mikið betri árangur en í gær og ég er himinlifandi yfir þessu. Nú verð ég bara að halda mínu striki," sagði Montgomerie í gær. ■ KNATTSPYRNA Jacques Santini, hef- ur verið ráðinn landsliðsþjálfari Frakka og tekur hann við af Roger Lemerre sem var rekinn fyrr í mánuðinum eftir að liðið þurfti að sætta sig við lélegasta árangur síðustu heimsmeistara á HM í knattspyrnu. Forseti franska knattspyrnusambandsins, Claude Simonet, sagði í gær að Santini væri ætlað að endurbyggja frans- ka landsliðið eftir hneykslið á HM, þar sem liðið hvorki vann leik né skoraði eitt einasta mark. Santini er fimmtugur að aldri og lék áður með franska liðinu Saint-Etienne. Hann var valinn úr hópi fjögurra sem komu til greina í starfið. Hinir þrír voru Raymond Domenech þjálfari ungmennaliðs frakka, Philippe Troussier fyrr- verandi landsliðþjálfari Japana og Rene Girard sem var aðstoðar- þjálfari hjá Lemerre. Santini sem þjálfaði Lyon á síðasta keppnistímabili þegar þeir unnu frönsku 1. deildina, sagðist í gær vera fullur eftir- væntingar að takast á við verk- efnið. ■ JACQUES SANTINI „Ég er mjög spenntur að takast á við verkefn- ið og er sannfærður um að mér takist að rifa liðið upp úr lægðinni," sagði Santini i gær. LANCE ARMSTRONG Armstrong heldur gulu treyjunni sem efsti maður heildarkeppninnar. Fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur hans fjórða árið í röð. Tour de France hjólreiðakeppnin: Góð staða Armstrong tour de france Eins og við var að búast hefur hinn þrítugi Texasbúi Lance Armstrong nú forystu eftir hinn erfiða 12. áfanga Tour de France hjólreiðakeppninnar. Armstrong er sigurvegari keppn- innar síðustu þrjú árin. Tveir síð- ustu áfangarnir hafa verið fjalla- leiðir en á þeim þykir Armstrong afar öflugur. Eftir sex klukku- stunda stífar hjólreiðar í Pyrenea- fjöllunum kom Armstrong einni mínútu á undan næsta manni í mark. „Ég þekki þessa fjallaleið mjög vel, hún er í næsta nágrenni við heimili mitt,“ sagði Arm- strong eftir að hafa nánast sprett upp á topp. Hann býr hluta ársins í Gerona á norður Spáni. Hann vildi ekki vera of sigurviss eftir keppnina í gær og sagði, „Það eru enn eftir erfiðir áfangar og ekkert útilokað að við verðum fyrir ein- hverjum áföllum. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar, liðið okkar stóð sig frábærlega." ■ Formúlan er mikill slagur um tækni Michael Schumacher gæti tryggt sér heimsmeistaratitil í Formúlunni um helgina. Sverrir Þóroddsson Formúlufrömuður, segir þetta ekki síður keppni um bestu bílana en ökumennina. kappakstur Ellefta Formúlu eitt keppni ársins fer fram í Frakk- landi á sunnudag. Þjóðverjinn Michael Schumacher, hefur unnið sjö þeirra, Rubens Barrichello samherji hans í Ferrari liðinu eina og David Coultard og Ralph Schumacher, bróðir Michaels, eina hvor. Ökumenn eru tveir og tveir saman í liðum. Ef Schumacher vinnur um helgina og hvorki félagi hans Barrichello né Juan Pablo Montoya í BMW Williams liðinu, verða í öðru sæti, verður hann heimsmeistari í fimmta sinn og jafnar þar með met Argentínumannsins Juan Manuel Fangio, frá því um miðja síðustu öld. Sverrir Þóroddsson „formúlu- frömuður" er eini íslendingurinn sem hefur tekið þátt í Formúlu keppni. „Þó Williams-liðið sé mjög gott er Schumacher er líklega * SVERRIR ÞÓRODDSSON Sverrir æfði kappakstur í Bretlandi og á Ítalíu í sex ár meira og minna frá árinu 1964. „Ég vil endilega að ungir menn á fs- landi fari að láta eitthvað að sér kveða i íþróttinni." bæði mesti ökumaðurinn og á besta bílnum, sem er mjög vel heppnaður hjá Ferrari, ekki síst vegna dekkjanna en Bridgestone þykja þau bestu í dag.“ Sverrir segir menn á vegum bílaframleið- endanna stöðugt vera að vinna að endurbótum á bílunum sem eru aðeins tveir í keppni hverju sinni, en þrír til fjórir til vara. „Willi- ams-fyrirtækið er til dæmis með 400 manns í vinnu á vöktum við að endurbæta bílinn og 350 manns sem aðeins vinna við mótorinn. Það er hvergi eins mikill slagur um tækni eins og í þessari grein enda velta sum fyrirtækin um 30 milljörðum á ári.“ Sverrir segir bílana tekna alveg í sundur eftir hverja keppni, skipt um hluti og síðan setta saman aftur. Einnig er skipt um mótor eftir hvert sinn, líka eftir tímatökuna degi fyrir keppnina sjálfa. „Það eru um 60 mótorar til taks fyrir þessa tvo bíla og þetta er alveg hrikalega dýrt.“ En telur Sverrir að Schumacher tryggi sér titilinn um helgina? SPENNA I FRAKKLANDI Úrslitin í Formúlunni geta ráðist f Frakklandi á morgun þannig að hugsanlegt er að Schumacher hampi bikarnum. „Það getur allt gerst. Ferrari liðið er sigurstranglegt en ég á allt eins von á að Montoya fari með sigur af hólmi. Hann er geysilega áræðinn ökumaður, eins og reyndar Schumacher líka. Það er munurinn á þeim bestu og hin- um miðlungs að þeir hika aldrei, þeir eru svo agressífir í ná- vígjum," segir Sverrir að lokum. bryndis@frettabladíd.is Hvernig er annað hægt? NÓGT NÝJARVÖRUR DAGLEGA! opið alladagaki. 12-19 POPP-ROCK og HEIMSTÓNLIST - fjölbreytt flóra TÖLVULEIKIR í úrvali - Dreamcast, Playstation, Gameboy ofl. DVD myndir °9 myndbönd - kvikmyndir og tónlist \

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.